Morgunblaðið - 10.05.2008, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 10.05.2008, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. MAÍ 2008 33 Hverfulleiki lífsins minnti óþyrmilega á sig sunnudaginn 27. apríl þegar bróðir minn lést eftir tveggja daga veikindi. Elsku Nonni minn, ég sem hélt að þú yrðir allra karla elstur. Ég held að það hafi aldrei fallið dagur úr vinnu hjá þér, nema þegar þú lést fjarlægja æða- hnúta fyrir tveimur árum. Mikið sakna ég þín, við vorum svo náin, þú varst hluti af minni tilveru. Þú varst ótrúlegur dugnaðarforkur í öllu sem þú tókst þér fyrir hendur og þess vegna mjög eftirsóttur til vinnu. Mig langar að segja frá síðasta vinnudegi Jóns Alberts, tveim dög- um áður en hann dó. Mér finnst hann lýsa bróður mínum mjög vel. Hann fékk flutningstúr klukkan níu um morguninn sem stóð yfir í sjö til átta klukkustundir. Upp úr hádegi fer hann að finna fyrir slappleika en heldur áfram að vinna og hjálpa til við að afferma. Að síðustu átti hann eftir að flytja nokkrar flaggstangir og er hann kemur á áfangastað biður hann menn á staðnum að afferma bíl- inn. Fer svo beint heim til sín og um leið og hann fer út úr bílnum dettur hann niður, lamaður að hluta, því hann var kominn með blóðtappa við litla heila. Hans fyrsta verk var að hringja á sjúkrabíl og síðan í konuna sína, sem kom hlaupandi út. Uppi á bráðamóttöku spurði hann lækninn hvort hann gæti fengið að borða því hann hefði ekkert borðað síðan um morguninn. Eðlilega gat hann það ekki fyrr en kæmi í ljós hvað væri að. Þá sagði bróðir minn með sinni róm- uðu rósemd og kímni: „Jæja, það fer að styttast í morgunmatinn.“ (Það var eftir u.þ.b. hálfan sólarhring.) Dóttir hans reyndi nokkrum sinnum að ná í hann e.h. þennan dag, en hann svaraði ekki og sagði hann síð- ar að hann hefði ekki treyst sér til að svara í símann. Í rúm tuttugu ár vannstu sem kokkur á nokkrum aflaskipum. Þetta voru oft margra mánaða túrar þegar farið var á Norðursjóinn, en sjó- mennskan átti mjög vel við þig. Er eldri dóttir ykkar fæddist reyndirðu að hætta á sjónum til að geta verið meira með börnunum og það tókst fyrir rest en þú varst aldrei í erf- iðleikum með að skapa þér vinnu í landi. Það kom fljótt í ljós hjá þér sem krakki að sjórinn átti sterk ítök í þér. Láttu mig vita það. Það leit nú oft út fyrir á þeim árum að þú yrðir ekki deginum eldri, því Ísafjörður er umkringdur sjó. Það var miðað við það að ég fylgdist með þér og það munaði minnstu að mér tækist að drekkja þér, þrátt fyrir það að ég héldi að ég væri að bjarga þér. Ég dró þig á land með því að taka í báða fætur þína, en það sem varð þér til bjargar var að það sást til okkar og herramaður óð út í í öllum fötunum og lyfti þér upp. Þetta atvik stoppaði þig ekki og lentir þú í nokkrum sjó- ævintýrum eftir þetta. Aðalsmerki þín voru hin ótrúlega vinnugleði, heiðarleiki, einlægni og kímnigáfa og auk þess var þér mjög annt um alla þína nánustu, eins og þeim um þig, sem sjá mátti við fráfall þitt. Það rennur upp fyrir mér, er ég hugsa til baka, að ég hef aldrei heyrt þig hallmæla nokkurri manneskju. Þú varst gegnheill, gull af manni. Borghildur G. Jónsdóttir. Það er að mínu mati ríkt í mann- inum að flokka fólk eftir samfélagi, menningu, trú, húðlit, stétt, skóla o.s.frv. Engu að síður fer dauðinn ekki í neitt manngreinarálit þegar lífi okkar lýkur á þessari jörð. Jón Albert Jónsson, eða Nonni Jón Albert Jónsson ✝ Jón Albert Jóns-son fæddist á Ísafirði 21. sept- ember 1936. Hann lést á gjörgæslu- deild Landspítalans í Fossvogi 27. apríl síðastliðinn. Jón Albert var jarðsunginn frá Grafarvogskirkju 5. maí sl. frændi, var einn þeirra fáu manna að mínu mati sem fór heldur ekki í neitt mann- greinarálit í samskipt- um sínum við annað fólk. Nonni kom eins fram við alla, hverjir sem það voru. Það er eiginleiki sem ég hef alla tíð borið mikla virðingu fyrir og vildi óska að fleiri í heim- inum hefðu til að bera. Aukinheldur vissi maður alltaf hvar maður hafði hann. Hann var alltaf samkvæmur sjálfum sér. Sál Nonna frænda var eins hrein og tær og þær gerast. Hvers konar kænskubrögð og dulinn tilgangur í orði og verki var eins fjarlægt persónuleika Nonna frænda og plánetan Plútó úti í geimi. Nonni frændi var maður orða sinna og verka, í gegnum allt sitt líf. Hann hefur eflaust komið mörg- um fyrir sjónir sem maður sem lét lítið á bera þegar vandi steðjaði að, en bak við harða skel bjó einstaklega ljúft og tilfinningaríkt hjarta. Það er eflaust klisjukennt af mér en ég freistast engu að síður til að líkja honum við Bjart í Sumarhúsum, þekkta skáldsagnapersónu Halldórs Laxness úr Sjálfstæðu fólki, þó að frádreginni harðneskjunni sem sú persóna sýndi sínum nánustu. Nonni frændi og Bjartur voru sterku, þöglu týpurnar. Lífið fór ekki alltaf mjúkum höndum um þessa menn en samt létu þeir aldrei bugast og stóðu ætíð með sínum eins og klettur í ólgusjó. Nonni frændi hafði sannan mann- kærleika til að bera og deildi honum óspart með sínum nánustu. Það hafa eflaust orðið þó nokkrir á lífsleið Nonna frænda sem ollu hon- um vonbrigðum en hann lét þó aldrei bugast af andlegum sárum sínum og hélt ætíð trú sinni á hinu góða í fólki. Hann hafði mikla réttlætistilfinn- ingu og var alltaf tilbúinn að rétta litla manninum hjálparhönd. Þá gilti einu hvort heldur var með aðstoð við flutninga eða peningum sem hann var mjög örlátur á. Nonni frændi lét sér fátt um finn- ast skoðanir annarra manna á hon- um og á þeim ákvörðunum sem hann kaus að taka í lífinu. Allir gátu verið þess vissir að fá annað tækifæri hjá honum, jafnvel þótt manni sjálfum fyndist þeir ekki eiga það skilið. Þrátt fyrir afar dapurlega kveðju- stund við dánarbeð Nonna frænda, fannst mér ég engu að síður skynja ótrúlega kraftmikla, jákvæða orku. Þessi orka var fyllt af Nonna frænda og þeim eiginleikum sem mér fannst hann standa fyrir, en þeir eru; þraut- seigja, drifkraftur, dugnaður, já- kvæðni og einlægur kærleikur. Svo sterk var þessi orka fyrir mér, að ég fann ósjálfrátt hvernig ég fór að lyfta niðurlútu höfði mínu frá bringunni. Alveg eins og Nonni frændi hefði ef- laust gert, þ.e. haldið áfram að horfa fram á veginn. Ég fann hvernig þessi orka sveif yfir okkur öllum sem vor- um viðstödd og greinilegt að þar voru góðir andar saman komnir til að fylgja þessum yndislega manni til guðsríkis. Guð og Jesú geymi og umvefji þig og fjölskyldu þína um alla eilífð. Þín systurdóttir Jóna Björg Eðvarðsdóttir. Ólafur Sigurjónsson ✝ Ólafur Sig-urjónsson fædd- ist í Vestmanna- eyjum 9. janúar 1928. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja 5. maí sl. Foreldrar hans voru Sigurjón Ólafs- son, f. á Núpi 17.2. 1894, d. 7.6. 1064, og Guðlaug Ein- arsdóttir, f. á Rauf- arfelli, Eyjafjöllum, 27.9. 1892, d. 20.10. 1990. Bróðir hans var Einar, f. 7.1. 1920, d. 14.10. 1998. Ólafur var lærður vélstjóri og stundaði sjómennsku um langt skeið, m.a. á Sjöfninni, og í eigin útgerð með öðrum á Lundanum. Eftir að í land var komið vann hann hjá Veiðarfæragerð Vest- mannaeyja, Ísfélaginu, við laxeldið í Klettsvík en endaði starfsævina hjá Lifrarsamlagi Vestmannaeyja. Útför Ólafs fer fram í dag, 10. maí, kl. 14. brigðisstofnun Vest- mannaeyja þar sem hann fékk frábæra þjónustu frá „stelpun- um“ þar, auk þess sem félagi hans, Bói, sótti hann á hverjum degi í bíltúr þar sem farinn var hefðbundinn rúnt- ur með viðkomu í Skýl- inu þar sem þeir hittu alla „gömlu“ jaxlana og heimsmálin rædd og leyst. Bóa vil ég þakka sér- staklega sem og öllum öðrum sem gerðu líf Óla þessa mánuði mun gæfuríkari en ella hefði orðið. Nokkrum sinnum reyndi ég að fá Óla til að nefna einhver ártöl í tengslum við starfsferil hans, en hann eyddi því ævinlega með þeim orðum „að þú skrifar ekkert um mig“, en ég get ekki látið hjá líða að nefna það sem hann talaði mest um en það voru árin á Sjöfninni sem voru honum kær. Hann og Siggi Vídó fóru saman í eigin útgerð með Lundann, en eftir það fór hann í land og vann þá í Veiða- færagerð Vestmannaeyja, Ísfélaginu eftir gos, laxeldisstöð Ísno og endaði sína starfsævi hjá Lifrasamlaginu. Ég vil svo að endingu þakka þér Óli fyrir ævilanga vináttu og margar ógleymanlegar stundir sem við átt- um, sem og þakkir frá Kötlu, dætrum og barnabörnum fyrir þá ást sem þú sýndir þeim. Far þú í friði vinur. Óskar Einarsson. Elsku Óli. Með þessum ljóðlínum Ingibjargar Sigurðardóttur viljum við kveðja þig hinstu kveðju. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleym- ist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. Vertu að eilífu Guði falinn. Lilja og Ingólfur í Dalnum. Kæri Óli. Ég veit ekki hvort þú hefur, huga þinn við það fest, að fegursta gjöf sem þú gefur, er gjöfin sem varla sést. Ástúð í andartaki, augað sem glaðlega hlær, hlýja í handartaki, hjarta sem örar slær. Allt sem þú hugsar í hljóði heimurinn breytir til. Gef þú úr sálarsjóði, sakleysi, fegurð og yl. (Úlfur Ragnarsson) Guð blessi þig. Sigurgeir og Elva, Þá er hann Óli frændi allur. Hann var um margt einstakur maður, heill í öllu sem hann tók sér fyrir hendur, ljúflyndur og trúr sér og sínum. Það var ekki hávaðanum fyrir að fara þegar hann átti í hlut, þó svo að hann gæti staðið fastur á sínu. Ferðalög voru ekki hans ær og kýr, en hann fór nokkrum sinnum með for- eldrum mínum upp á fasta landið og þá oftar en ekki í sumarbústaðinn okkar í Hraunborgum í Grímsnesinu, og kom þá fram í honum strákurinn þegar barnabörnin komu í heimsókn, því þá tók hann virkan þátt í þeirra uppátækjum. Á síðustu árum var ekki við það komandi að ná honum í heimsókn til okkar nema þegar ég gat beðið hann að koma til að hjálpa mér við smíðar á sólpalli. Við byrjuðum á 10 fm palli og var veðrið okkur ekki hliðhollt því megnið af tímanum var rigningar- suddi og vorum við reknir frá verkinu þegar eiginkonan sá að Óli fékk í sig rafmagnsstuð ítrekað frá borvélinni, og fannst honum það algjör óþarfi að hætta af því tilefni. Tveimur árum síðar (2004) kom Óli aftur og nú í öllu viðameira verk því nú skyldi smíðaður 30 fm pallur með geymslu og nú í öllu betra veðri og gekk mjög vel og var haldið upp á verklok með flottri grillveislu og til- heyrandi grillvökva. Áramótin 2006/7 greindist Óli með lungnakrabbamein og var honum boðið upp á lyfja- og eða geislameð- ferð sem hann hafnaði alfarið. Honum var sagt að hann gæti reiknað með ör- fáum mánuðum, en hann kollvarpaði því, því hann átti allt síðasta ár og það sem af er þessu allgóða mánuði, bjó einn og sá alfarið um sig sjálfur þar til í apríl sl. en þá lagðist hann inn á Heil- Alvöru blómabúð Allar skreytingar unnar af fagfólki Kransar • Krossar • Kistuskreytingar Sími: 553 1099 • Fax: 568 4499 Heimasíða: www.blomabud.is Netfang: blomabud@blomabud.is Elsku pabbi, til hamingju með daginn. Í dag 10. maí hefðir þú orðið 45 ára. Það er ekki hár aldur, en þú varst tekinn mjög snöggt frá okkur, ef- laust vildi Guð fá þig til sín því þú varst mjög góður og hjartahlýr og vildir öllum vel. Við söknum þín svo sárt elsku pabbi og okkur finnst þetta mjög ósanngjarnt, en engu getum við breytt, við verðum bara að vera dug- Marinó Traustason ✝ Marinó Trausta-son fæddist í Vestmannaeyjum 10. maí 1963. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík 20. jan- úar síðastliðinn. Útför Marinós fór fram í Reykjavík 28. janúar sl. Jarðsett var í Vestmannaeyjum 30. janúar. leg og hugsa um skemmtilegu stund- irnar sem við áttum með þér og vona að það hjálpi okkur að læra að lifa með þessu. Elsku pabbi, við vonum að þú hafir það gott og að þér líði vel á þessum nýja stað, takk fyrir allt sem þú gerðir fyrir okkur systkinin. Við segjum það sama við þig og þú sagðir við okkur, Góða nótt og guð geymi þig elsku pabbi. Guð – gef mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt og visku til að greina þar á milli. Hvíldu í friði. Þín börn, Breki, Kalli og Birta. mér af bæ og þeim varð vel til vina. Það tók barnið stutta stund að sjá í Ingu góða og velviljaða konu með mikla kímnigáfu, þá konu sem ég þekkti svo vel og þótti ólýsanlega vænt um. Í tvö ár vorum við Inga nágrannar og rifjuðum upp gömul og góð kynni og bjuggum til ný. Ég verð ævinlega þakklát fyrir að hafa fengið að fylgja henni síðustu sporin á lífsleiðinni. Um leið og ég votta Heklu og öðrum aðstandendum mína dýpstu samúð kveð ég hana Ingu mína í Kjarnholtum með sökn- uði í hjarta. Elsa Björk Harðardóttir. Aldrei gleymi ég því þegar þú komst með blámanninn til mín, Bjarni. Þannig hófst samtal milli okkar Ingu fyrir nokkrum árum og síst fólginn í orðavalinu áfellisdómur yfir hörundslit manna. Frekar góðlát- legar skammir á undirritaðan að hafa látið heiminum rigna svo ófor- varandis upp á heiðarlegt sveitafólk. Því þó að heimsókn Afríkumanns að afskekktum íslenskum sveitabæ teljist til hvunndagsatburða í dag þá var það ekki svo fyrir 25 árum. En verandi í hlutverki gestgjafa með jafnaldra frá Nígeríu var ómissandi að heimsækja bændahöfðingja sveit- arinnar, oddvitahjónin í Kjarnholt- um. Og undrun Ingu vinkonu minn- ar þegar hún opnaði fyrir okkur þennan vetrardag var mikil og samt síst meiri en margra annarra sem hittu Tona vin minn fyrir þessa daga. En hún var óspör að rifja þetta upp, brosti að löngu liðnum heimóttarskap okkar Íslendinga og saman gátum við hlegið að minning- unni. Í Kjarnholtum. Staðurinn hefur alltaf verkað á mig sem endimörk veraldar, svo fjarri þjóðvegi og einn í víðerni eystri tungunnar. Heim- reiðin heilir tveir kílómetrar. Verk- aði þannig á mig og ég held jafnvel á Ingu vinkonu mína líka. Stundum. Ég kom þar fyrst stubbur og naut gestrisni þeirra góðu hjóna sem bæði eru nú horfin okkur. Í gamla Kjarnholtahúsinu bjuggu þrjár kyn- slóðir undir sama þaki. Hér var gott að vera og Gylfi vinur minn njósnaði þegar leið að kvöldmat hvor var að elda betra, mamma hans eða amma. Inga var Húnvetningur og gat oft séð Tungurnar með augum aðkomu- mannsins. Var samt meiri Tungna- maður en við flest og trygg sinni sveit. Bjó þar ekkja síðasta áratug ævi sinnar í íbúð sem hún og Gísli höfðu komið sér upp í Reykholti. Þar í hverfinu var vinnustaður bóndans í áratugi í umsvifamiklum stjórnunarstörfum. Í hans tíð breyttist rekstur Biskupstungna- hrepps úr því að vera erilsamt stúss meðfram búskap yfir í að vera stjórnsýslustofnun með kostum þess og göllum. Það var enginn betur fallinn til að leiða það starf en Kjarnholtabóndinn. Hann var fé- lagsmálagarpur, sveitamaður, söng- maður og sagnamaður. Og vitaskuld ekkert af þessu án þess að eiga sér þann lífsförunaut sem Inga var. Inga sem hélt áfram að vera Inga í Kjarnholtum þó að hún væri flutt þaðan. Kannski alltaf tilheyrandi þeim stað sem hafði verið í senn er- ilsamt oddvitaheimili og líka heimili baldinna krakka og vina þeirra. Þeim Ingu og Gísla varð fjögurra barna auðið og þau börn fóru ekki með veggjum. Það var skemmtan að komast í heyskap með Kjarnholta- fólki og síðar urðu þar fræg útimót í túninu hjá Ingu. Vornætur var trall- að þar og enginn undanskilinn. Á slíkum stundum gat húsfreyjan tek- ið hraustlega á með okkur Tungna- krökkunum. Seinni árin bar fundum okkar Ingu oft saman á mannamótum í Tungunum og ekki við annað kom- andi en að ég heilsaði henni með kossi. Gagnkvæmt. Við rifjuðum upp liðna óþekkt og vissum bæði að tíminn kemur ekki til baka nema í minningunni. Og kannski hinumeg- in. Hver veit nema Inga sé þar nú að hlusta á Gísla sinn syngja upp Meg- asarmelódíur. Blessuð sé minning Ingu í Kjarn- holtum. Bjarni Harðarson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.