Morgunblaðið - 10.05.2008, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 10.05.2008, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. MAÍ 2008 15 VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF Aðalfundur Símans hf. 2008 Aðalfundur Símans hf. verður haldinn þriðjudaginn 20. maí 2008 á Hilton Reykjavík Nordica og hefst fundurinn kl. 17.00 DAGSKRÁ 1. Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins á liðnu ári. 2. Skýrsla forstjóra um rekstur félagsins og endurskoðaður reikningur fyrir liðið starfsár lagður fram til samþykktar. 3. Ákvörðun um greiðslu arðs. 4. Kosning stjórnar félagsins. 5. Kosning löggilts endurskoðanda. 6. Ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna félagsins fyrir störf þeirra. 7. Ákvörðun um samruna Símans hf. við Anza hf. og AGH ehf. undir nafni Símans hf. í samræmi við samrunaáætlun dags. 27. desember 2007. 8. Tillaga félagsstjórnar um starfskjarastefnu. 9. Önnur mál. Tillögur frá hluthöfum sem bera á upp á aðalfundi þurfa að berast stjórn eigi síðar en sjö dögum fyrir aðalfund. Gögn vegna samruna skv. 7. dagskrárlið hafa legið frammi frá birtingu samrunaáætlunar í Lögbirtingablaðinu, 30. janúar 2008, og eru hluthöfum Símans hf. aðgengileg á skrifstofu félagins að Ármúla 25, 108 Reykjavík. Dagskrá fundarins, endanlegar tillögur svo og ársreikningur félagsins munu liggja frammi á skrifstofu félagsins hluthöfum til sýnis sjö dögum fyrir aðalfund. Fundargögn og atkvæðaseðlar verða afhent hluthöfum á aðalfundardaginn frá kl. 16 á fundarstað. Stjórn Símans hf. Í HNOTSKURN » Aukin hætta á harðri lend-ingu íslenska hagkerfisins og versnandi horfur á öðrum mörk- uðum sem bankarnir starfa á valda því að Fitch metur horfur lánshæfiseinkunnar bankanna þriggja sem neikvæðar. » Viðhorf markaðarins hefurbatnað að mati Fitch en bankarnir eru þó viðkvæmir fyr- ir áhrifum þess að ólgan verði langvinnari en búist er við. » Eiginfjárhlutföll bankannahafa veðrast við stækkun þeirra og því geta þeir ekki tekið vandræðum á sama hátt og áður að mati Fitch. Eftir Guðmund Sverri Þór sverrirth@mbl.is ALÞJÓÐLEGA matsfyrirtækið Fitch Ratings lækkaði í gær láns- hæfiseinkunn Kaupþings og Glitnis um eina skor en staðfesti einkunn Landsbankans. Einkunn langtíma- skuldbindinga Kaupþings og Glitnis er nú A- en var áður A. Einkunn skammtímaskuldbindinga bankanna er F2 en var áður F1 en einkunn bankanna fyrir fjárhagslega styrk er óbreytt, B/C. Einkunn langtíma- skuldbindinga Landsbankans er A, einkunn skammtímaskuldbindinga F1 og einkunn fyrir fjárhagslegan styrk bankans er B/C. Í kjölfar þess að einkunnir bankanna hafa verið endurskoðaðar tekur Fitch þá af at- hugunarlista en segir horfur ein- kunna þeirra neikvæðar. Óbreytt einkunn Landsbankans byggist samkvæmt fréttatilkynn- ingu Fitch á því að 2⁄3 hlutar útlána bankans eru fjármagnaðir með inn- lánum og kemur það bankanum til góða að hafa á skömmum tíma byggt upp mjög stóran grunn inn- lána á erlendum mörkuðum. Þá tek- ur fyrirtækið það með í reikninginn að Landsbankinn hefur leitast eftir að binda innlánin. Tekjur vegna fjárfestingarbankastarfsemi eru lík- legar til þess að vera viðkvæmar fyrir breytingum á markaðsaðstæð- um. Hin nýja einkunn Glitnis endur- speglar að undirliggjandi arðsemi bankans er nægileg en eiginfjár- hlutfall bankans (eiginfjárþáttur A) er lægra en hinna. Lausafjárstaða bankans í lok mars er talin sterk og ætti að duga til þess að mæta væntri endurfjármögnunarþörf. Bú- ist er við að sumir þeirra markaða sem bankinn starfar á muni versna og tekur einkunnin mið af því en tekið er fram að annar heimamark- aður Glitnis, Noregur, er sterkur. Einkunn Kaupþings tekur einnig mið af því að búist er við því að að- stæður versni á kjarnamörkuðum bankans, Íslandi og Bretlandi. Stórt lausafjársafn Kaupþings ætti að styðja við dreifni fjármagnslinda bankans að mati Fitch, sem mun halda áfram að fylgjast náið með þróun tekna af fjárfestingarbanka- starfsemi og markaðsviðskiptum. Fitch lækkar lánshæfisein- kunn Kaupþings og Glitnis  Einkunn Landsbankans óbreytt  Horfur neikvæðar vegna efnahagsóvissu ÞETTA HELST ... ● ÚRVALSVÍSITALAN lækkaði um 0,45% í gær en framan af degi stefndi í mun meiri lækkun en mest lækkaði vísitalan um ríflega 2% inn- an dags. Þegar upp var staðið stóð vísitalan í 4.901 stigi. Mest hækkun varð á bréfum Atl- antic Petroleum, 7,3%, en bréf Spron lækkuðu mest, 3,9%. Heildarvelta dagsins nam 41,9 milljörðum en þar af var velta með hlutabréf fyrir ríflega 4,2 milljarða. Mest velta var með bréf Glitnis, 1,2 milljarðar króna. Mest velta með Glitni ● VIÐ LOKUN markaðar í gær var geng- isvísitala krón- unnar 158,9 stig og hefur hún aldrei áður verið jafn há og krón- an því aldrei jafn veik gagnvart þeirri körfu gjald- miðla sem vísi- talan miðar við. Krónan veiktist um 1,9% í gær og er ástæðan helst talin sú að markaðurinn hafi búist við skýrari skilaboðum, eða jafnvel að- gerðum, frá Seðlabankanum sam- hliða útgáfu Fjármálastöðugleika 2008. Reyndar veiktust allar há- vaxtamyntir í gær og virðist áhættu- fælni hafa aukist, a.m.k. tímabund- ið. Gengisvísitalan í sögulegu hámarki ● VERÐBÓLGA er á ný orðin veruleg ógn við heimshagkerfið að mati Al- þjóðagjaldeyrissjóðsins, IMF. Fin- ancial Times hefur eftir John Lipsky, aðstoðarframkvæmdastjóra IMF, að vegna ört hækkandi orku- og mat- arverðs hafi verðbólguáhyggjur vakn- að á ný eftir margra ára ró. Á sama tíma og verðbólga vex hefur hægt á hagvexti. Peningamálayfirvöld verða að bregðast skjótt og harkalega við til þess að ávinningur uppsveiflu und- anfarinna ára eigi ekki að þurrkast út að sögn Lipsky sem þó telur hægt að forðast að verðbólguskot 8. áratug- arins. Verðbólgudraugurinn lætur á sér kræla á ný ● HELSTU hlutabréfavísitölur vest- anhafs lækkuðu frá mánudags- morgni til föstudagskvölds í vikunni og er það í fyrsta skipti í mánuð sem vikulækkun mælist á hlutabréfa- markaðnum að sögn Bloomberg. Í gær lækkuðu helstu vísitölurnar og er lækkunin fyrst og fremst rakin til fjármálafyrirtækja en AIG, eitt stærsta tryggingafélag heims, til- kynnti í eftir lokun markaðar á fimmtudag að það hefði tapað 7,8 milljörðum dala á fyrsta ársfjórð- ungi. Félagið þurfti að afskrifa 15 milljarða dala vegna lánaafurða sinna, þar af 9,1 milljarð vegna skuldatryggingasamninga. Í kjölfar- ið þarf AIG að ná í nýtt fjármagn sem nemur 12,5 milljörðum dala. Þá hef- ur stjórn Citigroup ákveðið að selja eignir fyrir 400 milljarða dala. Vikulækkun vestra Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is VERÐBÓLGAN mun ná hámarki 13,5% á þriðja ársfjórðungi og hald- ast yfir 12% það sem eftir lifir árs, en hins vegar er vaxtahækkunarferli Seðlabankans lokið og framundan er bratt lækkunarferli, sem hefjast mun í nóvember. Er þetta spá grein- ingardeildar Kaupþings, en hagspá bankans var kynnt í gær. Þá er í spánni gert ráð fyrir því að gengisvísitala krónunnar muni ná hámarki á þessum fjórðungi, styrkj- ast þegar líða taki á árið og standa í 142 stigum við árslok. Myndarleg aukning gjaldeyrisvaraforða Seðla- bankans eða jákvæðar fréttir af fjár- mögnun bankanna gætu flýtt bata á gjaldeyrismarkaði, að mati greining- ardeildarinnar. Ráð gert fyrir þjóðarsátt Í hagspánni segir að núverandi verðbólguskot sé vitnisburður um kerfisgalla í leiðni peningamála- stefnu Seðlabankans, en ekki skort á trúverðugleika hans. Er þar bent á að helsta verkfæri bankans til að slá á verðbólgu, hækkanir á stýrivöxt- um, sé ætlað að draga úr einka- neyslu, en ýti hins vegar undir einka- neyslu með því að styrkja krónuna. Segir í spánni að svo „virðist sem seðlabankamenn sjálfir séu haldnir of mikilli sjálfsásökun vegna slæms árangurs í baráttunni við verð- bólgu.“ Þrátt fyrir allt hafi Seðla- bankinn sannað að honum sé alvara. Trúverðugleiki skipti vitaskuld máli, en það sé af og frá að skortur á hon- um geti skýrt fall verðbólgumark- miðsins á undanförnum misserum. Í spá Kaupþings er gert ráð fyrir því að „þjóðarsátt“ náist á vinnu- markaði um að koma böndum á verð- bólgu. Endurskoða á kjarasamninga í ársbyrjun 2009, en greiningardeild- in gerir ráð fyrir því að aðilar á vinnumarkaði taki höndum saman til að koma í veg fyrir víxlhækkun launa og verðlags. Mikið verðbólgu- skot framundan %         !  &   $ # &   ' ( )*  +  ),+, - - -& -# -$ - . " . #    ' ' . $ % /.   ' ' 0 , 12     ' ' 3 ' ' . & . '&   ' '     ! " !     #$%&'! ()*+", () * + , +!*  5 +   67 /++89   67 4:5 67   67 5, ),+ 67 ;7 4+7<  = ,1 >? ,1   67 @ A, /,+ 67 ,1),+ = ,1 67   67 BC 5   D/  % E% 7) 67 3F 67 G 67 -  ).  / ! "# 67  7? 67 5 ,5?  0F 5 ,5? B5    B 4+ /,+     67 H F /,+ >? ,1?   67 I6 E 67 +5 67 3 F , 59, 67 (,, 59, 67 (! '!0  1  2 J,5 F  ,  J ;/ ,1 67 ;E, 67 3!4                                                                     (+5 1 , 3 ) K + 1 ! @    & &L# &L&L  L&L  $" # ""$   #$$$ #  $##&L $" "$L ###&" "# L& $  &  L "$"& D   L $&&L"" D "# L"" D D & D D $$""  D D M "M" M$ #M&  M M$ M  $M  M" L"M &M&$ M # "M$ L#M M$ #M  "$M ##M "$M M$" &$M D D D D D #LM M D M "M$ M# #M&&  M M M$ $&M  M" L"M &M" M$ "M#" L#M M" #M &M #LM """M M$ &M D M M D D  #M D #M E9 1 8+5 $  # " $ L  $ $ #  &&  L D D  $ D " "$ D D  D D " D D  5,, 8+8  L$ L$ L$ L$ L$ L$ L$ L$ L$ L$ L$ L$ L$ L$ $$ $ L$ L$ $$ L$ L$ "$ $$ L$ # $ L$ $ "$ ● ORÐRÓMUR er uppi á markaði í Englandi um að fjármálaþjónustufyr- irtækið Exista hyggist gera yfirtöku- tilboð í bresku sportvörukeðjuna JJB Sportsásamt Chris Ronnie, forstjóra JJB. Frá þessu er greint í Daily Tele- graph í fyrradag en gengi hlutabréfa JJB hækkaði um 5,5% á miðvikudag. Exista og Ronnie eiga fyrir 29% hlut í JJB Sports. Spurður um málið segir Sigurður Nordal, framkvæmdastjóri sam- skiptasviðs Existu, félagið aldrei tjá sig um orðróm á markaði. Orðrómur um tilboð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.