Morgunblaðið - 10.05.2008, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 10.05.2008, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. MAÍ 2008 49 Mallorca Fjölskylduparadísin Alcudia Aðeins örfáar íbúðir í boði Heimsferðir bjóða frábær sértilboð til Mallorca 4., 11. eða 18. júní. Bjóðum nokkrar íbúðir á á okkar vinsæla gististað Alcudia Pins í Alcudia á frábæru verði. Íbúðahótelið er tilvalið fyrir fjölskyldufólk þar sem eitthvað er að finna við allra hæfi, s.s skemmtidagsskrá á daginn og kvöldin, sundlaugar, rennibrautir, fótbolta-, körfubolta- og tennisvöllur og svo mætti lengi telja. Gengið er beint úr hótelgarðinum og niður á fallega hvíta ströndina. Skelltu þér með fjölskylduna og njóttu lífsins á Mallorca. Kr. 49.990 Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn saman í íbúð í viku, 18. júní á Alcudia Pins. Brottfarir 4. og 11. júní kr. 4.000 aukalega. Aukavika kr. 14.000. Kr. 59.990 Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna saman í íbúð í viku, 18. júní á Alcudia Pins. Brottfarir 4. og 11. júní kr. 4.000 kr aukalega. Aukavika kr. 14.000. MasterCard Mundu ferðaávísunina! Skógarhlí› 18 • 105 Reykjavík • Sími 595 1000 • Fax 595 1001 • Akureyri sími: 461 1099 • www.heimsferdir.is B irt m eð fy rir va ra u m p re nt vi llu r. H ei m sf er ð ir ás ki lja s ér r ét t til le ið ré tt in g a á sl ík u. A th . a ð v er ð g et ur b re ys t án fy rir va ra . E N N E M M / S IA • N M 3 3 44 0 Frábært sértilbo ð - Alcudi a Pins íb úðahóte lið Sértilboð í júní Í DAG er á dagskrá RÚV lokaþátt- ur vetrarins af Orð skulu standa. Gestir þáttarins eru Anna Kristín Arngrímsdóttir leikkona og Þór- arinn Eldjárn rithöfundur. Á milli þess sem þau velta fyrir sér m.a. „refhvörf“, „andakt“, „kubbakór- inn“ og „kröfuganga“ botna þau þennan fyrripart: Sumarfrí er framundan, ferðalög og blíða. Um nýliðna helgi var fyrripart- urinn þessi: Fáir koma á fyrsta maí, flestir sitja heima. Í þættinum botnaði Hlín Agnars- dóttir: Nenna ekki niður í bæ, naga kex og dreyma. Brynhildur Guðjónsdóttir fór með sinn bragarhátt alla leið: Allar kröfur kvaddar – bæ! Karli Marx eru allir fyrir langa löngu bún- ir að gleyma. Davíð Þór Jónsson upplifði sig sem einmana sósíalista: Með upphrópanir oní bæ einn um nótt ég sveima. Helga Vala Helgadóttir: Sossar, kommar, sækja í bæ, söfnuðinn þeir teyma. Úr hópi hlustenda lét Pálmi R. Pétursson sér ekki nægja færri en fjóra botna: Finna hvorki frelsis blæ né frið um hugann streyma. Góðmennt þó mun gjarna í bæ hvar gráir Nallann breima. Fyrrum loginn brann í bæ, nú bankar okkur teyma. Ennþá munu á Fróni fræ er fold mun ávallt geyma. Björg Elín Finnsdóttir sendi m.a. þessa: Áfengið þeir drekka dræ og dýrtíðinni gleyma. Við daginn segja bless og bæ og baráttunni gleyma. Auðunn Bragi Sveinsson: Boðskapurinn berst á glæ, best að sofa og dreyma. Erlendur Hansen á Sauðárkróki fór í allt aðrar áttir: Vargöld er í vesturbæ, villtir kettir breima. Orð skulu standa Sjónarsviptir Davíð Þór Jónsson, Karl Th. Birgisson og Hlín Agnarsdóttir hafa verið útvarpshlustendum bæði til gagns og gamans undanfarin ár. Síðasti þátturinn Aðstandendur þáttarins kunna hlustendum miklar og kærar þakk- ir fyrir samfylgdina síðastliðna sex vetur. TÓNLEIKAFERÐ þeirra Valgeirs Sigurðssonar og Sams Amidon hefst á Organ í kvöld en eftir helgi halda þeir út fyrir landsteinana og leika fyrir tónleikagesti í Hollandi, Bretlandi, Belgíu, Danmörku og Svíþjóð. Sam Amidon er frá Ver- mont í Bandaríkjunum og flytur þjóðlög sem hann hefur oftar en ekki fært í nýjan búning. Plata hans All is Well kom út á vegum Bedroom Community um allan heim í febrúar á þessu ári og hefur hvarvetna verið vel tekið. Platan var tekin upp í Gróðurhúsinu í samstarfi við Nico Muhly, sem ann- aðist útsetningar, og Valgeir Sig- urðsson, sem stýrði upptökum. Val- geir Sigurðsson þekkja margir sem einn vinsæl- asta upp- tökustjóra lands- ins en Valgeir sendi nýlega frá sér plötuna Ekví- libríum sem er hans fyrsta sóló- plata. Þó að ekki sé um eiginlega útgáfutónleika að ræða er þetta í fyrsta sinn sem bæði Valgeir og Sam leika á tónleikum á Íslandi síðan plöturnar All Is Well og Ekvílibríum komu út á vegum Bedroom Community-útgáfunnar. Morgunblaðið/Jim Smart Sam Amidon Tekur víst mergjaða útgáfu af Tears for Fears slagaranum „Head over Heals“. Gestir Organs mega eiga von á að heyra lagið í kvöld. Túrinn hefst á Íslandi Valgeir Sigurðsson og Sam Amidon troða upp á Organ kl. 22 í kvöld Valgeir Sigurðsson Fréttir á SMS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.