Morgunblaðið - 10.05.2008, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 10.05.2008, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 10. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR til að kynnast sjávarútveginum enda stóð hugurinn alltaf til að gerast skipstjóri. „Ég tala við Alla frænda,“ sagði mamma, „og athuga hvort þú megir ekki koma í síldina til hans í sumar.“ Og það varð úr. Alli hafði þann eiginleika að sjá viðskiptatæki- færi sem aðrir sáu síðar og var mað- ur mjög stoltur af þessum áræðna frænda. Árið 1986 lágu leiðir okkar Alla saman á nýjan leik. Ég var þá að flytjast til Neskaupstaðar til að taka við sem forstjóri Síldarvinnslunnar hf. Öll þau 13 ár sem ég bjó hinum megin Oddskarðs áttum við Alli mjög gott samstarf og töluðum sam- an oft í viku og stundum oft á dag. Við höfðum samstarf um fiskmiðlun til að stýra innkomu togaranna betur en ella. Við skiptumst reglulega á upplýsingum um markaðsmál og höfðum samstarf í flutningi afurða á markað. Við sátum saman í stjórn Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna í mörg ár, fórum saman í veiðiferðir og eru ógleymanlegar margar góðar minningar frá þessum árum.Vissu- lega vorum við samkeppnisaðilar líka, ekki síst um hráefni í bræðsl- una. Alli var alltaf vaknaður fyrir all- ar aldir og til þess að vera á undan honum að hringja í bátana þegar loðnu- eða síldarvertíð stóð sem hæst varð maður helst að vakna um miðja nótt. Þetta voru skemmtilegir tímar. Samkeppni í verksmiðju- rekstri kom ekki í veg fyrir að við færum í samvinnu um athuganir á að breyta verksmiðjunum þannig að unnt yrði að framleiða hágæða fiski- mjöl fyrir vaxandi fiskeldi í heimin- um og um leið eyða hinni margfrægu peningalykt. Alli ákvað að fara fljótt í endurbætur en bankinn neitaði Alla um lán til framkvæmdanna. Þá var minn maður reiður. Á sama tíma var bankinn að fjármagna byggingu nýrrar loðnuverksmiðju. Það þótti okkur Alla alveg með ólíkindum því þá þegar lá fyrir að loðnuverksmiðj- ur á Íslandi voru a.m.k. tvöfalt of margar. Sem betur fer tókst að fjár- magna framkvæmdina eftir öðrum leiðum. Um tíma átti SVN 15% hlut í HE og hvatti Alli mig mjög til að við keyptum þennan hlut. Sumir töldu þetta vísbendingu um sameiningu fyrirtækjanna. Gárungarnir voru meira að segja búnir að finna upp nafn á sameinað félag, Jonsson & Jonsson! Sameining var aldrei á dag- skrá en ég tel að aukin tengsl og samstarf hafi átt sinn þátt í því að sveitarfélögin sameinuðust sem aft- ur var alger forsenda fyrir hugsan- legu álveri. Það sem mér er sagt að hafi skipt sköpum í því að Norsk Hydro ákvað að hefja undirbúning að álveri fyrir austan er heimsókn þeirra í nýtt hátæknifiskiðjuver SVN sem fjármagnað var með hagn- aði af hlutabréfaeigninni í HE. Það má því með rökum segja að rekstur og tilvera Hraðfrystihúss Eskifjarð- ar og Síldarvinnslunnar hafi ráðið mestu um að Fjarðaál er til í dag. Kæri Alli, ég þakka þér öll þau frábæru ár sem við áttum samleið fyrir austan. Elsku Lauga, Björk, Kristinn, Elvar og fjölskyldur, ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Einstakur höfð- ingi hefur kvatt okkur. Minningarn- ar lifa. Finnbogi Jónsson. Þú, sem eldinn átt í hjarta óhikandi og djarfur gengur... Þessar upphafslínur úr kvæði Davíðs Stefánssonar lýsa Aðalsteini Jónssyni einstaklega vel. Ég tel það einn af happadögum lífs míns er ég réð mig í vinnu í fyrirtæki Aðalsteins Jónssonar, Hraðfrystihús Eskifjarð- ar hf., fyrir rúmlega þrjátíu árum síðan. Í forstjóratíð Aðalsteins vann ég alla tíð mjög náið með honum og fékk því gott tækifæri á að kynnast þessum einstaka manni og hans fjöl- skyldu. Þessi kynni mín af Alla eins og hann var ávallt kallaður tengdust ekki aðeins vinnu, því einnig áttum við ýmis sameiginleg áhugamál sem við stunduðum saman, s.s. bridge, veiðar og fleira mætti telja. Alli sem ólst upp í sárri fátækt braust til frama af eigin rammleik, hann átti ekki kost á mikilli menntun, en hafði einstakt innsæi sem fáum er gefið, og gaf honum forskot til að skynja breytingar í rekstrarumhverfi fyri- tækisins og bregðast við því á viðeig- andi hátt hverju sinni og eru til mörg dæmi um óvæntar og djarfar ákvarðanir hans. Hann lét enga villa sér sýn hefði hann á annað borð tek- ið ákvörðun, hversu hámenntaðir eða valdamiklir sem þeir voru, og oftast sýndi það sig að hann hafði rétt fyrir sér. Með þessu innsæi, meðfæddri bjartsýni og óbilandi trú á því sem hann var að gera hverju sinni náði hann að rífa Hraðfrystihús Eskifjarðar hf. sem hann keypti ásamt bróður sínum nánast gjald- þrota árið 1960 uppúr öskustónni og gera það að einu allra stærsta og öfl- ugasta sjávarútvegsfyrirtæki lands- ins. Jafnframt hafði hann ávallt þá skýru meginsýn að helst allur rekst- ur fyrirtækisins skyldi fara fram í samfélaginu sem hann bjó í og hann lagði metnað sinn í að fylgjast vel með öllu sem fram fór og aldrei í þau 40 ár sem hann rak Hraðfrystihús Eskifjarðar hf. hafði hann hefð- bundna skrifstofu, hans skrifstofa var innanum um fólkið sem í fyrir- tækinu vann. Þó hugur Alla væri stöðugt bundinn fyrirtækinu átti hann sér mörg önnur áhugamál. Hann hafði unun af tónlist, leiklist og ljóðlist, fylgdist vel með þjóðmálum, hafði gaman að horfa á íþróttir var annálaður skot- og stangveiðimaður- ,hann var í hópi bestu bridgespilara á Íslandi og vann þar marga fræki- lega sigra. Alli var einstaklega barn- góður og það fór ekki framhjá nein- um sem til sáu hve börn hændust að honum. Fjölskyldan var honum mjög dýrmæt og þar stóð honum ávallt þétt að baki Guðlaug kona hans sem stjórnaði heimilinu af festu og með glæsibrag og þar fann maður ávallt fyrir hlýjum straumum. Ég vil votta Guðlaugu og fjölskyldu Aðal- steins mína dýpstu samúð. Þú, sem eldinn átt í hjarta, yljar, lýsir, þó þú deyir. Vald þitt eykst og vonir skarta, verk þín tala, þótt þú þegir, Menn sjá alltaf bjarmann bjarta blika gegnum húmsins tjöld. Eldurinn hefur æðstu völd; uppskera hans er þúsundföld. Mannssálin og myrkrið svarta mundu án hans dauðaköld. (Davíð Stefánsson) Haukur Björnsson. Eins og flestallir Eskfirðingar fór ég að vinna hjá Hraðfrystihúsi Eski- fjarðar sem ungur maður, fyrirtæk- inu hans Alla. Árið 1988 eða fyrir 20 árum síðan fór ég að kynnast Alla betur þegar hann réð mig sem skip- stjóra á Jón Kjartansson SU-111. Finnst mér það hafa verið forrétt- indi að fá að vinna fyrir hann og kynnast honum, hann var ákveðinn en alltaf sanngjarn. Það fór ekkert á milli mála að það var hann sem réð og eftir því var farið. Það var ekkert verið að hika við hlutina þegar einhver ákvörðun var tekin, og man ég sérstaklega eftir tveim atvikum. Það var þegar ég var stýrimaður á Hólmatindi þegar hann hringdi einn morguninn og sagðist vera búinn að kaupa nýjan togara og að við skyldum fiska í skipið og sigla með aflann til Bretlands og fara síð- an til Frakklands að sækja nýja togarann. Var það gert og þar tók Alli síðan á móti okkur. Svo var það þegar hann hringdi og sagðist vera búinn að kaupa nýjar og stærri vélar í Jón Kjartansson og Hólmaborg og að við ættum að fara til Póllands í vélarskipti. Var það gert og allir vita hverju það hefur skilað. Það var hans líf og yndi að fylgjast með skipunum og hringdi hann oft á dag um borð, sérstaklega þegar við vorum á loðnu, til að fá fréttir. Þegar vel gekk fékk maður klapp á bakið sem var: „Flott hjá þér elskan“ og þegar manni fannst ekki ganga nógu vel og var að barma sér þá kom bara: „Kemur bara næst elskan“. Það var ekki sjaldan að maður hitti Alla úti í bæ eða úti á skrifstofu og ef maður var með börnin með tók hann þau alltaf í fangið og höfðu þau þá for- gang í spjallinu. Hann var einstak- lega barngóður maður. Síðan er það mér í fersku minni þegar faðir minn slasaðist illa á auga, en hann var verkstjóri í saltfiskvinnslunni hans, að þá fór Alli sjálfur með honum í sjúkraflugi til Reykjavíkur, svona var hann alltaf hjálplegur þegar eitt- hvað var að. Elsku Lauga mín og fjölskylda, vil ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Grétar Rögnvarsson. Aðalsteinn Jónsson, einn öflugasti athafnamaður landsins, hefur kvatt og honum fylgja hlýjar hugsanir fyr- ir allt sem hann stóð fyrir. Það var óumflýjanlegt að falla fyrir persónu- töfrum hans. Hann var áræðinn, út- sjónarsamur, hlýr og góður og um- fram allt skemmtilegur. – Þannig var hann bara. Þegar ég kynntist honum var hann löngu landsfrægur fyrir starfsemi sína fyrir austan og bar af í glæsilegum hópi útvegs- manna en ég var hins vegar rétt að byrja að kynnast veraldarvafstrinu. Frá upphafi talaði hann við mig eins og jafningja og kitlaði hláturtaugar mínar þannig að á milli okkar mynd- aðist ósýnilegur strengur sem ég naut æ síðan. Lífið fór ekki alltaf um hann ljós- mæðrahöndum og það var kannski þess vegna sem hann varð jafn djúp- vitur og raun bar vitni. Hann hafði mikið innsæi og skilning á mannlegu eðli; var sjálfur hógvær en oft óþægi- lega hreinskilinn þegar honum fannst þess þurfa með. Hégóma- lausari maður en Aðalsteinn var vandfundinn, enda kallaði hann þá sem þjáðust af rembingi „fólk með vondu veikina“. – „Já, ertu kominn með vondu veikina, blessaður,“ átti hann til að segja við þá sem voru eitthvað að hégómast. Það þarf meira en venjulega bjart- sýni og trú til að afreka það sem Að- alsteinn kom í verk; það þarf líka langlundargeð til að þola þær miklu sviptingar sem útvegurinn býður upp á – síldin kom og síldin fór. Loðnan lætur svo oft á sér standa, en lánastofnanir hafa aftur á móti ekkert af þeirri teygju sem loðnu- greinin býður upp á. Á þetta þurfti allt að kunna. Aðalsteinn kunni áralagið betur en flestir aðrir og enginn var hress- ari en hann þegar vel veiddist. Þá var nú ekki alltaf sofið mikið. Alla nóttina var fylgst með loðnubátun- um, hvaða skip hann vildi fá til lönd- unar og hvar – og þá var ýmsum brögðum beitt. Þegar Akranesbátarnir öfluðu vel nálægt Eskifirði hringdi hann gjarn- an snemma og spurði Harald hvort „Dúllan“ væri ekki vöknuð en þá nafngift fékk ég snemma hjá honum og hefði fáum leyfst að ganga svo svívirðilega framhjá skírnarnafni mínu! – „Sæl elskan! Var ég nokkuð að vekja?“ Þá var klukkan kannski 6 að morgni. – „Mér leiðist að rella í honum Haraldi en veit að það er ekki nokkurt mál fyrir þig að ræða við piltinn! Spurðu hann hvort ekki sé rétt að láta Höfrung landa hjá okk- ur! Haraldur hafði alltaf gaman af þessu og bauð Aðalsteini iðulega beint samband við Dúlluna ef honum fannst að Aðalsteinn kæmi sér ekki beint að efninu. Ég hitti höfðingjann oft fyrir aust- an þegar ég var eitthvað að rembast sem ráðherra. – Ein ferð er mér minnisstæðust. Aðalsteinn hafði spurnir af því að ég væri á fundaferð með Halldóri Ásgrímssyni og hann hringdi í Halldór og bað hann bless- aðan að koma með Dúlluna í kaffi til sín og Guðlaugar. Er skemmst frá því að segja að þarna áttum við ynd- islega stund með þeim hjónum á góðu heimili þeirra á Eskifirði. – Ekki er ég viss um að atkvæði höfum við haft upp úr krafsinu en það er mikilvægara að hlýjan, vinskapurinn og óborganlegt grínið hans Aðal- steins yljar enn. Far þú í friði, gamli, góði vinur! – Við Haraldur þökkum þér allt gott og skemmtilegt og biðjum fólkinu þínu allrar blessunar. Ingibjörg Pálmadóttir. Aðalsteinn Jónsson ✝ Ástkær eiginmaður minn, JÓN MAGNÚS GUNNLAUGSSON flugvirki, Sólheimum 27, Reykjavík, lést sunnudaginn 4. maí. Útför hans fer fram frá Langholtskirkju fimmtudaginn 15. maí kl. 15.00. Nína Sólveig Markússon. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, KRISTÍN ÓSK GÍSLADÓTTIR, Garðabraut 8, Akranesi, andaðist þriðjudaginn 6. maí. Útförin fer fram frá Akraneskirkju fimmtudaginn 15. maí kl. 14.00. Guðmundur Helgi Jensson, Gísli Jens Guðmundsson, Vilborg Valgeirsdóttir, Sigurður Óskar Guðmundsson, Ólöf Inga Birgisdóttir, Kristín Dís, Arnþór Helgi, Ína Margrét og Elvar Daði. ✝ Þökkum auðsýnda samúð við fráfall og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, BJARGAR RÖGNVALDSDÓTTUR frá Miðfirði í V - Húnavallasýslu. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á Heilbrigðisstofnun Ísafjarðarbæjar. Guðfinna Margrét Óskarsdóttir, Stefán Dan Óskarsson, Rannveig Hestnes, Brynjólfur Óskarsson, Selma Olsen, Rögnvaldur Þór Óskarsson, Védís Geirsdóttir, Már Óskarsson, Bryndís G. Friðgeirsdóttir, Arnar Óskarsson, Anna Magnea Hreinsdóttir og ömmubörnin. ✝ Okkar kæra móðir, KLARA BRAMM, Skólavörðustíg 21a, Reykjavík, er látin. Útförin fór fram í kyrrþey að hennar ósk. Auður Kristín Jónsdóttir, Þórir Helgason, Steinunn Jónsdóttir, Hilmar Gunnarsson, Helgi Hákon Jónsson, Þórdís Guðmundsdóttir og aðrir aðstandendur. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, SIGURVEIG SIGURÐARDÓTTIR, lést á Sjúkrahúsi Suðurlands föstudaginn 9. maí. Útför hennar fer fram frá Selfosskirkju laugar- daginn 24. maí kl. 13.30. Sverrir Hjaltason, Guðrún Eyja Erlingsdóttir, Sigurður Hjaltason, Aagot F. Snorradóttir, Anna Hjaltadóttir, Guðmundur Þorsteinsson, Þorvarður Hjaltason, Ólafía Sigurðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ ÞORSTEINN PÁLSSON, Álfheimum 36, lést á líknardeild Landakots mánudaginn 5. maí. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 14. maí kl. 15.00. Börn, tengdabörn, barnabörn og systkini.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.