Morgunblaðið - 10.05.2008, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 10.05.2008, Blaðsíða 24
lifun 24 LAUGARDAGUR 10. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ H ér er mikið gæsavarp og ein þeirra er búin að liggja á í meira en tvær vikur. Ég á von á að ungarnir komi hjá henni í næstu eða þarnæstu viku,“ segir Hrafn Gunnlaugsson þar sem hann gengur um sjávarlóð- ina sína á Laugarnestanganum þar sem hann býr í einu sérstæðasta húsi borgarinnar. Garðurinn er hálfgert náttúrugallerí og þar ægir saman ótrúlegustu hlutum, gömlum og nýjum. Þar eru leifar af niður- gröfnu skotfærabyrgi frá því í seinni heimsstyrjöldinni og loft- varnabyssustandur, en líka sitthvað sem hann hefur föndrað við sjálfur. Hann hefur meðal annars gert haug Hallgerðar langbrókar, fyrsta femínista Íslands að hans sögn. „Í Njálu segir að hún sé grafin í Laugarnesi og eina nóttina dreymdi mig hana hér rétt fyrir ut- an húsið svo mér fannst við hæfi að gera henni haug þar sem ég sá hana standa. Hún var í langbrók- inni og langt því frá berrössuð.“ Í garðinum eru meðal annars guðir úr Hrafninn flýgur og hof, gömul kafbátaþil ofan úr Hvítanesi og mikið af stórum steinbjörgum. „Ég er að rækta álfa í þessum steinum því það er skortur á hús- næði fyrir þá innan borgarmark- anna. Eftir gjaldþrot þeirra í fiski- ræktinni og loðdýraræktinni kann ég því vel að stunda álfarækt, hún er áhættuminni og það eru jafnvel meiri líkur á að menn sjái álf hér en hval í hvalaskoðun.“ Hrafn keypti lóðina og húsið upp- haflega til að koma þar fyrir leik- myndasmiðju fyrir um 25 árum. „Síðan vatt þetta upp á sig og smám saman varð leikmyndaverk- stæðið að íbúðarhúsi og ég hef búið hérna undanfarin rúm fimmtán ár. Hér líður mér vel og ég hef samið við allar vættir og drauga í ná- grenninu og í þessu húsi, svo and- rúmið er gott. Hér eru allar árstíð- irnar fallegar. Á vetrum getur brimið barið á gluggana en aftur á móti vorar mjög snemma hér vegna hitans af sjónum og vegna skjólsins. Hér getur hvönnin orðið á þriðja metra á hæð á einu sumri. Þegar húmið leggst yfir á haustin er gott að sitja á veröndinni og njóta þess að sjá borgarljósin kvikna.“ Hrafn hefur byggt heilmikið við húsið sem er þrjár hæðir, með sól- skálum, veröndum og ýmsum út- nárum. Þetta er völundarhús. Dásamlega stórt kaos þar sem margt er frá gömlum tíma í nýju hlutverki. „Þetta heimili er í raun allsherjar endurvinnsla. Eldhúsborðið er til dæmis úr kjalviði úr skipasmíða- stöð, einn veggurinn er hlaðinn úr Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Hausasafn Við innganginn er fjöldi útskorinna hausa sem Hrafn hefur viðað að sér á ferðalögum sínum um veröldina og þeir skreyta líka hof úr Hrafninn flýgur. Allsherjarendurvinnsla og á Viltu rjóma í kaffið? Hrafn þjónustar gesti sína innan um potta og pönnur í eldhúsi sem teygir anga sína víða. Klukkur og steinar Þennan vegg hlóð Hrafn úr múrsteinum úr ofni frá brotajárnsverksmiðjunni í Straumi. Hann hefur gaman af því að skapa híbýli sín út frá eigin forsendum og hann lætur efnið og umhverfið ráða forminu. Kristín Heiða Kristinsdóttir heimsótti Hrafninn á Laugarnestanganum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.