Morgunblaðið - 10.05.2008, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 10.05.2008, Blaðsíða 23
Ég hef verið að stússa meðeitthvað í höndunum al-veg frá því ég var krakkiog ég hef alla tíð verið heilluð af prjóni,“ segir Sonja Bent fatahönnuður sem hefur unnið við vélprjón mjög lengi. „Það er prjón í öllu sem ég geri, þó að ég blandi saman ólíkum efnum. Í karlalínunni minni eru bindin til dæmis alfarið prjónuð en skyrturnar eru prjón- aðar að hluta. Ég nota mikið garn sem er blanda af silki og ull og er há- gæðaefni frá Ítalíu. Íslenska ullin er allt of gróf fyrir það sem ég er að gera núna,“ segir Sonja sem selur vörurnar sínar í Kirsuberjatrénu í Reykjavík og í Sirku á Akureyri. Þó að Sonja hafi verið lengi að höguðu aðstæður því þannig að hún dreif sig ekki í Listaháskólann fyrr en fyrir fjórum árum. „Á meðan ég var í skólanum tók ég þátt í sam- starfsverkefni tískuvörufyrirtæk- isins Comme des Garcon og fjögurra íslenskra kvenna, sem fólst í því að reka verslunina Guerilla Store í Slippnum. Það var mikill heiður fyr- ir mig að taka þátt í því ævintýri með fólkinu sem þar var.“ Prjónaverksmiðja heima Áður en Sonja fór í Listaháskól- ann tók hún að sér allskonar verk- efni, bæði fyrir einstaklinga og fyr- irtæki. „Víkurprjón keypti til dæmis af mér hönnunina á Fjörukjólnum svokallaða. Og þegar ég var tvítug fór ég að þróa ullarnærföt úr fær- eyskri mjúkri ull og líka úr silki- og ullarblöndu og seldi í búðinni sem Gjörningaklúbburinn opnaði á sín- um tíma,“ segir Sonja sem er Ísfirð- ingur í báðar ættir og ólst upp í ull- arbol, eins og margir íslenskir krakkar. En hún ólst líka upp við vélprjón. „Mamma mín, Sæunn Marta Sigurgeirsdóttir er ein af þeim konum sem stofnuðu Vél- prjónafélag Íslands en það var á þeim tíma sem allir keyptu prjóna- vélar. Mamma átti tvær vélar og ég var alltaf eitthvað að skipta mér af því hvernig flíkurnar væru sem hún var að prjóna og ég var stundum módel fyrir hana í tískusýningum. En svo hætti hún að prjóna á vélina einn daginn, því vélprjón datt allt í einu upp fyrir. Ég vil meina að inn- koma flísefnis hafi eyðilagt fyrir vélprjóninu,“ segir Sonja og hlær. „Seinna fékk ég mömmu til að kenna mér á vélarnar og við keyptum eina vél í viðbót, þannig að núna er eig- inlega prjónaverksmiðja heima hjá mér og mamma er mikið með mér í þessu. Mér finnst alveg rosalega gaman að prjóna á þessar vélar og hanna og búa til föt. Mér finnst líka gaman að taka að mér sérverkefni, ég hef til dæmis verið að prjóna húf- ur, vettlinga og peysur fyrir Lata- bæ. Það er líka svo mikil uppsveifla í prjóni sem fylgir því hve íslensk hönnun blómstrar. Við sjáum þessa aukningu í prjóni líka erlendis.“ Sonja segir að í Listaháskólanum hafi hún m.a lært allskonar aðferðir við að fá hugmyndir því það sé ekk- ert sjálfgefið að þær streymi fram. „Nú er ég aldrei uppiskroppa með hugmyndir og þarf að fara að vinna í því að koma mér á framfæri í útlönd- um. En ég ætla ekki strax í fram- haldsnám af því að það er svo gaman og spennandi að vera hönnuður á Ís- landi í dag.“ Morgunblaðið/G.Rúnar Klæðin fín Sonja klæðir gínu í Kirsuberjatrénu í flíkur sem hún hefur hannað og prjónað. Karlalínan Sýnishorn af skyrtu og bindi frá Sonju. Eðalbindi Prjónuð og skrautleg bindi sem geta lífgað upp á hvaða jakkaföt sem er. Hver segir líka að bindi geti ekki verið prjónuð? Leður og prjón Hver gæti trúað að svona veski væri prjónað? Fjörukjóllinn Þessi kjóll hentar konum við hvaða tækifæri sem er. Klæðilegur Kjóllinn er hluti af útskriftarverkefni Sonju. Mamma átti tvær vélar og ég var alltaf eitthvað að skipta mér af því hvernig flíkurnar væru sem hún var að prjóna. Prjónakona að vestan |laugardagur|10. 5. 2008| mbl.is Ba rn af öt C O N C E P T S T O R E Laugavegi 7 • 101 Reykjavík Sími 561 6262 • www.kisan.is Bonpoint, Bonton, Petit Bateau, Muchacha, Zorra, Simple Kids, Maan, Album di Famiglia, Zef... daglegtlíf UNGT fólk í Evrópu neytir áfengis í ótæplegu magni í þeirri von að bæta kynlíf sitt samkvæmt nýrri rannsókn sem birt var í heilsu- tímaritinu BMC Public Health. Rannsóknin náði til 1.341 ein- staklings á aldrinum 16-35 ára í níu Evrópulöndum og var unnin í formi spurningalista. Svaraði þriðjungur karlmannanna og 23% kvennanna að þau neyttu áfengis til að auka líkur sínar á að stunda kynlíf. Það sýndi sig einnig að hefðu þátttak- endur neytt áfengis eða eiturlyfja þá voru þeir líklegri til að stunda kynlíf án getnaðarvarna. Tengsl áfengis, eiturlyfja og áhættusams kynlífs eru ekki ný af nálinni. Rannsókn sýndi hins vegar að unga fólkið neytti meðvitað áfengis eða eiturlyfja í ótæpilegu magni í því skyni að bæta kynlíf sitt. Þátttakendur í rannsókninni voru frá Bretlandi, Þýskalandi, Austurríki, Tékklandi, Grikklandi, Ítalíu, Portúgal, Spáni og Slóveníu og voru allir úr hópi fólks sem reglulega heimsækir bari og skemmtistaði. Sterk tengsl voru milli eiturlyfja- neyslu, ofdrykkju og áhættusamrar kynlífshegðunar, s.s. að viðkom- andi sæi eftir kynlífsreynslu. Þeir sem höfðu verið drukknir einhvern tímann á sl. fjórum vikum voru þá líklegri til að hafa átt fleiri en fimm bólfélaga, hafa stundað kynlíf án þess að nota verju og að hafa séð eftir kynlífsreynslu í kjölfar drykkju eða lyfjaneyslu á sl. 12 mánuðum. „Milljónir ungra Evrópubúa neyta nú eiturlyfja og áfengis á þann hátt að það hefur áhrif á kyn- líf þeirra og eykur líkur á að þeir stundi kynlíf sem þeir ýmist sjá eft- ir eða kynlíf án getnaðarvarna,“ hefur vefmiðill BBC eftir forsvars- manni rannsóknarinnar prófessor Mark Bellis, við John Moore- háskólannn í Liverpool. „Þrátt fyrir þessar neikvæðu afleiðingar, fund- um við að margir tóku viljandi þessa vímugjafa til þess að ná fram ákveðnum kynferðislegum áhrif- um.“ Detta í’ða til að stunda kynlíf Reuters Áhætta? Áfengis- og eiturlyfja- neysla tengist áhættusömu kynlífi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.