Morgunblaðið - 10.05.2008, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 10.05.2008, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. MAÍ 2008 29 Í síðustu viku tilkynnti hinn 88 ára gamli Wolfgang Wagner að hann hygðist láta af stjórn Wag- nerhátíðarinnar í Bayreuth eftir að hátíð sumarsins lýkur í lok ágúst. Þetta eru mikil tíðindi í tónlistarheiminum, ekki aðeins af því að hátíðin er elsta og ein virtasta tónlistarhátíð heims, heldur líka af hinu að aldrei hefur sami maðurinn setið jafn lengi sem stjórn- andi hátíðar, en Wolf- gang tók við stjórn- artaumunum í Bayreuth um 1950 ásamt bróður sínum Wieland. Dramatísk fjöl- skyldusaga Með tilkynningu Wolfgang Wag- ners hefst líka enn einn kaflinn í sögu, sem hefur verið meira spenn- andi en söguþráður nokkurrar óp- eru. Saga Wagnerfjölskyldunar hef- ur lengstum einkennst af deilum og furðulegum uppákomum alveg frá upphafi. Gamli Richard Wagner sat aldrei á neinum friðarstóli og Co- sima ekkja hans ekki heldur. Wini- fred tengdadóttir þeirra, sem hélt um stjórnartaumana á stríðsárunum og var í persónulegu vinfengi við sjálfan Hitler, var sannarlega ekki óumdeild. Að seinni heimstyrjöld- inni lokinni var hátíðin endurvakin af sonum Winifreds og Siegfrieds, sonar Richards og Cosimu, þeim Wieland og Wolfgang. Frá upphafi blésu stríðir vindar um hátíðina, ekki síst vegna róttækrar listrænn- ar túlkunar þeirra bræðra á óperum Wagners. Það var líka töluverður ágreiningur og átök á milli þeirra bræðra, bæði á listrænu og persónu- legu sviði, en eftir lát Wielands 1966 virtist ró ætla að færast yfir þar sem Wolfgang stjórnaði nú einn og af röggsemi og myndugleika. Wolfgang var yfirleitt ekki mikið gagnrýndur fyrir stjórn sína á hátíð- inni sjálfri, en hins vegar þótti mörg- um starf hans sem leikstjóra vera miklu síðra, en hann hefur sett upp allar óperur afa síns í Bayreuth, flestar nokkrum sinnum. Hver verður eftirmaður Wolfgangs? Þegar aldurinn fór að færast yfir Wolfgang var farið að velta fyrir sér eftirmanni hans. Stjórn Bayreuth hátíðarinnar hafði þó ekki alveg frjálsar hendur því Wolfgang hafði verið ráðinn til lífstíðar þegar hann afsalaði sér eignarhaldi á hátíðinni fyrir 3 áratugum, en hátíðin var áður í persónulegri eigu hans og Wagner- fjölskyldunnar. Þar að auki var önn- ur klausa í samningnum, sem kvað á um að velja ætti arftaka hans úr fjöl- skyldu Wagners svo fremi sem ein- hver meðlima hennar hefði reynslu og hæfileika á því sviði. Fyrir u.þ.b. 10 árum fóru ýmsir afkomendur að minna á sig og gera hróp að gamla mann- inum. Þar fór fremst Nike Wagner, dóttir Wielands bróður hans, sem árum saman hefur haldið uppi látlausum árásum á föðurbróður sinn, þýskri pressu til mikillar ánægju. Aðrir helstu kröfuhafar hafa verið börn Wolfgangs sjálfs úr fyrra hjóna- bandi, þau Gottfried og Eva. Gottfried hefur lagt mikla fæð á föður sinn og rakkað hann niður í ræðu og riti, m.a. í Íslandsheimsókn fyrir tæpum 20 árum. Hann hefur nú dregið framboð sitt tilbaka, en Eva systir hans, sem hefur mikla reynslu af stjórnun í tónlistargeir- anum, hefur þótt sterkur kandidat. Sá hængur verið á framboði hennar að hún hefur ekki verið í náðinni hjá föður sínum í áratugi. Hann sjálfur hafði aðrar áætlanir, vildi láta Kat- harinu yngri dóttur sína taka við, og neitaði að segja af sér þegar það fékkst ekki samþykkt. Í málinu hef- ur því ríkt hálfgerð pattstaða, sem hefur vakið harða gagnrýni í þýsk- um fjölmiðlum. Dæturnar saman? Síðari kona Wolfgangs Wagner, Gudrun, lést óvænt sl. haust, en hún hafði haldið um stjórntauma hátíð- arinnar í æ ríkari mæli ásamt Wolf- gang manni sínum. Við andlát henn- ar var hátíðinni því mikill vandi á höndum, ekki síst af því að Wolf- gang er nú orðinn mjög heilsutæpur. Eins og áður segir höfðu þau hjón ætlað að eftirláta Katharinu dóttur sinni stöðu stjórnanda hátíðarinnar, en vandinn var sá að stjórn hennar samþykkti ekki uppástunguna, að- allega vegna ungs aldurs hennar og reynsluleysis. Segja má að í mörg ár hafi barátta hennar um sætið ein- kennst af miklu kapphlaupi við tím- ann, en nú hefur Katharina elst um 10 ár frá því fyrst var farið að þræta um þetta (nú 29 ára) og einnig aukið mikið við reynslu sína með því að setja á svið óperur hér og þar, nú síðast mjög umdeilda sýningu á Meistarasöngvurunum í Bayreuth sl. sumar. Bayreuthhátíðin stendur frá síð- ustu viku júlímánuðar til ágústloka, en undirbúningur hennar hefst snemma vors. Það er orðin venja að um leið og hinn listræni undirbún- ingur fer að sýna lífsmark að vori þá æsast leikar í umræðunni um eft- irmann Wolfgangs. Svo hefur einnig verið nú í vor, en þær frænkur Nike og Eva Wagner tilkynntu óvænt sameiginlegt framboð sitt og stefnu- skrá síðla vetrar. En sá gamli lét enn ekki slá sig út af laginu og fann mótleik í stöðunni. Hann boðaði Evu eldri dóttur sína heim á sinn fund eftir áratuga aðskilnað, tók hana í sátt og kom því til leiðar að hún dró sig út úr samkrullinu með Nike. Síð- an tilkynnti Eva að hún tæki hönd- um saman við Katharinu systur sína og gáfu þær systur næst út yfirlýs- ingu um að þær vildu taka sameig- inlega við yfirstjórn hátíðarinnar við starfslok Wolfgangs. Þá var loksins kominn tími fyrir gamla manninn til að gefa út yfirlýsingu um að hann léti af störfum 31. ágúst nk. Einn hængur er þó enn á, en hann er sá að stjórn hátíðarinnar er engan veginn skylt verða við óskum Wolfgangs um að velja dætur hans tvær svo þessu mikla óperudrama er enn ekki alveg lokið... Hagsmunir Íslendinga í húfi Þess má geta að það gæti skipt okkur Íslendinga verulegu máli hvernig fer í Bayreuth í sumar þar sem persónulegt vinfengi Wolf- gangs Wagner og Gudrunar konu hans við mig undirritaðan og fleiri Íslendinga réð því að Ísland hefur árlega fengið kvóta af miðum á há- tíðina í Bayreuth. Frá árinu 1995 hafa allt að 30 Íslendingar heimsótt hátíðina á hverju sumri og fer hópur fólks enn út í sumar á vegum Wag- nerfélagsins, en þar verður frum- sýnd ný uppfærsla á Parsifal auk sýninga á Tristan og Isolde, Meist- arasöngvurunum og Niflunga- hringnum. Það má teljast líklegt að hin nánu samskipti okkar við Bay- reuth muni haldast ef þær dætur Wolfgangs taka við stjórntaum- unum, en ef svo verður ekki verða Íslendingar bara að fara í röðina eins og hverjir aðrir, en annars stað- ar í heiminum tekur það 10 ár að fá miða á hátíðina! Valdaskipti í Bayreuth Eftir Árna Tómas Ragnarsson »Með tilkynningu Wolfgang Wagners hefst líka enn einn kafl- inn í sögu, sem hefur verið meira spennandi en söguþráður nokk- urrar óperu. Árni Tómas Ragnarsson Höfundur er læknir. gegnum bókhald borgarinnar og inn- a frá foreldrum í gegnum banka og bók- orgarinnar. Eftirlitið væri því mikið en æri í huga að ekki stæði á skólanum ndi greiðslur. Foreldrar greiddu inn á ikning borgarinnar og menntasvið ætti að yfirfæra greiðslurnar til viðkomandi mánaðarlega. Það hefði hins vegar verið hælinn lagt hvenær yfirfærslan hefði framkvæmd og stundum hefði þurft að allt að þrjá mánuði eftir peningunum. ru lagi væri rætt um næringarlegt eft- ar sem matráðar ættu að skrá næring- hald fæðunnar í tölvuna. Þetta væri erf- ramkvæmd því aðeins væri hægt að a innihaldslýsingu seljenda auk þess kólar fengju oft forunninn mat að ein- leyti. iðja lagi væri sagt að hugbúnaðurinn hugsaður sem forvörn og varúðarráð- gegn fæðuofnæmi. Í fámennum skólum almennt ekki margir nemendur með þol og ekki þyrfti tölvuskráningu til að st með því. lastjórinn segir að í hverjum skóla séu ega grænmetisætur, hugsanlega músl- em borða ekki svínakjöt og svo fram- Vel geti verið að erfitt sé að halda utan tta í fjölmennum skóla en í fámennum sé þetta ekki vandamál og réttlæti ekki tölvuútbúnað. Í fjórða lagi hafi þjónustustjóri menntasviðs sagt að kerfið eigi að geta fylgst með mat- arskammtinum sem hvert barn fær, þar sem það þurfi að skrá sig inn í hvert sinn sem það fær mat og ábót. Þetta geti reynst erfitt þar sem skammtarnir séu misstórir. Borði barn ekki matinn sinn, komi það ekki fram í tölvunni vegna þess að barnið getur hent matnum eftir að hafa fengið skammtinn sinn á diskinn. Stundum séu skammtarnir litlir í fyrstu og þá smakki börnin allt en komi síðan aftur og fái sér meira af einu en ekki öðru. Í sínum skóla borði kennarar með nemendum og fylgist með hvort þeir borði matinn og sé oft einhver mis- brestur á því, sé forráðamanni tilkynnt um það. Nýr skjár bæti engu við. Frjálst val eðlilegt Umræddur skólastjóri segir að sér hafi ver- ið sagt að koma eigi fyrir tölvum í mötuneyti, hjá ritara og hjúkrunarfræðingi skólans. Eng- in kynning né nánari upplýsingar hafi fengist frá menntasviði varðandi fyrirkomulag eða nánari rökstuðningur fyrir uppsetningu um- ræddra tækja. Í sumum skólum vanti nauðsyn- leg tæki og jafnvel kennarar hafi ekki alls stað- ar verið með tölvur. Nær sé að tækjavæða skólana og nota fjármunina í nauðsynleg tæki en að eyða þeim í eitthvað sem skólar, að minnsta kosti sumir, hafi ekkert með að gera. Valið eigi að vera frjálst. óþarfi? Morgunblaðið/hag itt númer í hvert sinn sem þau fá mat en hver máltíð er skráð sem og ábót. kóla Reykjavíkur  Skólastjórar ekki á eitt ir fjölda nemenda og aldri þeirra EIRÍKUR Finnsson, matreiðslumaður í Breiðholtsskóla, hannaði nýja hugbúnaðinn sem er byggður á hugbúnaði sem hann hef- ur notað í skólanum á þriðja ár. Eiríkur seg- ir að áður hafi nemendur verið með kort en margir hafi týnt þeim fljótlega og fyr- irkomulagið hafi í raun verið ómögulegt. Forráðamenn nemenda ganga skriflega frá áskrift að mat og þá eru nemendur skráðir í kerfið. Á skjánum má sjá hvað margir eru skráðir í mat, hvað margir þeirra eru mættir dags daglega, hvað marg- ir eru búnir að borða og hvað margir eru eftir á ákveðnum tíma. Eins koma fram upplýsingar um hvort búið sé að greiða mánaðargjaldið og mynd af viðkomandi. Eiríkur segir að hugbúnaðurinn sé not- endavænn, einfaldur og auðvelt sé að læra á hann, auk þess sem hann auki hagkvæmni og öryggi. Komi í veg fyrir slys vegna fæðu- ofnæmis og hver sem er geti afgreitt börn- in, þó hann viti ekki um hugsanlegt fæðuof- næmi, því þegar nafn viðkomandi nemanda komi upp á skjáinn birtist jafnframt upplýs- ingar um þau efni sem hann megi ekki borða. Hann leggur áherslu á að börnin viti ekki hvað sé í matnum og því sé hugbún- aðurinn góð forvörn. Einfalt kerfi SL. FIMMTUDAG hélt Atli Gíslason, alþingismaður VG, því ranglega fram á Alþingi að ég hefði sagt Landsvirkjun hafa umboð til eignarnáms vegna Urriðafossvirkj- unar. Af þessu tilefni sagði Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverf- isráðherra m.a. orðrétt: „… Það liggur algerlega fyrir af minni hálfu að forstjóri Landsvirkjunar hefur ekki umboð frá ríkisstjórn Íslands til þess að fara í eignarnám!“ Við þessa yfirlýsingu ráðherrans má bæta að Landsvirkjun hefur aldrei haldið því fram að hún hafi fengið umboð til eignarnáms. Heimildina er að finna í 23. gr. raforkulaga og þar kemur skýrt fram að það er iðn- aðarráðherra sem fer með eign- arnámsheimildina og metur hvort skilyrði séu fyrir hendi. Umboð Landsvirkjunar Það sem kann að hafa ruglað Atla Gíslason í ríminu er að komið hefur fram að Landsvirkjun hefur umboð ríkisins til að semja við landeig- endur á grundvelli Títansamning- anna. Það umboð byggist á árs- gömlu samkomulagi ríkisins og Landsvirkjunar. Rík- isendurskoðun gerði á sínum tíma þá at- hugasemd að með sam- komulaginu hefði ekki átt sér stað endanlegt framsal á vatnsrétt- indum Títansamning- anna enda þyrfti Al- þingi að samþykkja slíkt framsal. Að áliti Ríkisendurskoðunar hefði ríkisstjórnin því átt að undirrita samn- inginn með fyrirvara. Þessi afstaða Ríkisendurskoðunar breytir því ekki að Landsvirkjun hefur samkvæmt samkomulaginu fullt umboð íslenska ríkisins til þess að koma fram fyrir þess hönd og semja á eigin ábyrgð um greiðslur fébóta vegna nauðsynlegra lands- réttinda. Í Títansamningunum er því lýst hvernig fara skuli með ágreiningsmál og þess vegna reynir ekki á eignarnám vegna þeirra rétt- inda sem þeir ná til. Fyrirhuguð Urriðafossvirkjun verður neðsta virkjunin í Þjórsá. Fjórir hreppar eiga land að ánni á þessu svæði. Þrír hreppar hafa sam- þykkt aðalskipulag, þar sem gert er ráð fyrir virkjuninni og sveitarstjórn Flóahrepps hefur samþykkt samhljóða að leggja til að virkj- unin verði á tillögu að aðalskipulagi. Gera má ráð fyrir að það verði auglýst innan tíðar og staðfest á næsta ári en þá fyrst er eðlilegt að leita eft- ir virkjunarleyfi. Þótt ríkið eigi yf- irgnæfandi meirihluta vatnsréttindanna vegna Urriðafoss- virkjunar er hluti þeirra í eigu ann- arra. Landsvirkjun hefur átt í við- ræðum við þá og verður þeim haldið áfram og þess freistað að ná sam- komulagi um kaup á réttindum og bótagreiðslur vegna landnota. Slíkar viðræður hafa tekið langan tíma og eðlilegt er að það valdi óánægju þeirra, sem hlut eiga að máli enda hefur virkjunin óneitanlega talsverð áhrif á nánasta umhverfi þeirra og daglegt líf. Góður virkjunarkostur Í nánast heila öld hafa landsmenn deilt um hvort og hvernig eigi að nýta orkulindirnar. Það þarf því ekki að koma á óvart að virkjunarund- irbúningurinn í Þjórsá skuli valda deilum. Landsvirkjun hefur eðlilega lent í skotlínu deiluaðila. Starfsmenn fyrirtækisins leggja sig fram um að vinna störf sín af kostgæfni og alúð í þeirri trú að skynsamleg nýting end- urnýjanlegra auðlinda landsins sé þjóðinni til hagsbóta. Fyrirhugaðar virkjanir í neð- anverðri Þjórsá fengu bestu einkunn í rammaáætlun ríkisstjórnarinnar á sínum tíma. Þá hafa Skipulags- stofnun og umhverfisráðherra fallist á fyrirhugaðar virkjunarfram- kvæmdir í úrskurðum um mat á um- hverfisáhrifum þeirra. Helstu kostir virkjananna eru þeir að nú þegar er fyrir hendi miðlun ofar á vatnasvið- inu sem leiðir til þess að vatnsborð inntakslóna verður stöðugt. Hér er því ekki um vatnsmiðlanir að ræða og slíkar rennslisvirkjanir eru sjald- gæfar í jökulám. Lónin verða að langstærstum hluta í núverandi far- vegi árinnar og unnið hefur verið að því að lækka yfirborð Heiðarlóns og hanna stíflur sem næst farvegi ár- innar til að draga úr umhverfisáhrif- um. Virkjanirnar tengjast há- spennulínum sem fyrir eru á svæðinu og mannvirkin verða felld inn í landslagið. Miklir hagsmunir í húfi Undirbúningur virkjunarfram- kvæmda hefur staðið í langan tíma í góðu samráði við viðkomandi sveit- arstjórnir og flesta landeigendur. Mikil eftirspurn er eftir rafmagni úr endurnýjanlegri orku árinnar. M.a. hafa fyrirtæki, sem hreinsa kísil í sólarrafala og netþjónabú sýnt áhuga á að koma á fót starfsemi í Þorlákshöfn og víðar. Gerðir hafa verið samningar við fyrirtæki með fyrirvara um að virkjanir verði reist- ar. Hagsmunir landeigenda eru vissulega miklir í þessu máli, en horfa verður á málið í heild, m.a. með tilliti til þess að virkjunin skap- ar ný og fjölbreytt atvinnutækifæri, einkum á Suðurlandi. Miklir hagsmunir í húfi Friðrik Sophusson skrifar um virkjanir í Þjórsá »… horfa verður á málið í heild, m.a. með tilliti til þess að virkjunin skapar ný og fjölbreytt atvinnutæki- færi, einkum á Suður- landi. Friðrik Sophusson Höfundur er forstjóri Landsvirkj- unar. sins. Og yggð i o.fl. Að- n Kristinn agði að ugga á ir brjósti, m. Voru bræðra, ningar hann er ttum við jónum þeirra og ppi ófáar pilari. rði lífið ð í sjávar- heið- ri kveðju nni eftir ármálum. bjart yfir num og r. rnason.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.