Morgunblaðið - 10.05.2008, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 10.05.2008, Blaðsíða 21
 Hefur þú það sem við leitum að? Frumkvæði Sköpunargleði Forystuhæfni Aperio - sérsniðið nám fyrir einstaklinga sem skara fram úr Tölvunarfræðideild og Tækni- og verkfræði- deild HR bjóða í sameiningu upp á sérsniðið nám fyrir afburðaeinstaklinga. Markmiðið með Aperio-kerfinu er að gefa ein- staklingum sem skara fram úr meðal jafnaldra sinna þverfaglegt innsæi til að rækta vísinda- lega hugsun og nýsköpun. Tækifæri til að rækta þessa hæfileika með það fyrir augum að verða leiðtogar í þjóðfélaginu. Námið er sérsniðið að styrk, áhugasviðum og þörfum hvers og eins og gefur því nemandanum þann sveigjanleika sem hann þarf til að þroska frekar einstaka hæfileika sína. Nánari upplýsingar má finna á slóðinni www.hr.is/aperio P L Á N E T A N 2 0 0 8 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. MAÍ 2008 21 ÁRBORGARSVÆÐIÐ Stjórnar Þórir Erlingsson er verk- efnisstjóri „Vors í Árborg“. Árborg | Afmælis- og menning- arhátíðin Vor í Árborg hófst form- lega á Selfossi fyrradag og stendur sleitulaust til sunnudagsins 18. maí eða í 10 daga. Á þessum dögum verður gestum og gangandi boðið upp á ýmsan fróðleik, skemmtun og afþreyingu. Tónlistin verður í fyrirrúmi, kór- ar, klassík, djass, rokk og dægurlög og þar mun gleðin rísa hæst þegar Saga sveitaballanna verður rifjuð upp og helstu hljómsveitir austan fjalls í gegnum tíðina birtast á svið- inu í íþróttahúsinu Iðu. Listamenn opna vinnustofur sín- ar og söfnin munu standa öllum op- in. Söngvakeppni barna, spurninga- leikur fyrirtækja og hagyrðinga- slagur og gengið í fylgd leiðsögu- manna um bæjarkjarnana. Sér- stakur fjölskylduleikur verður í gangi þar sem fjölskyldan fer af stað með sín vegabréf, rannsakar hina ýmsu staði, leysir þrautir og safnar stimplum. Vegleg verðlaun verða veitt og dregið úr innsendum lausnum. Hugmyndir frá bæjarbúum „Það hefur gengið vel að und- irbúa Vor í Árborg, allir hafa verið boðnir og búnir að leggja sitt af mörkum svo hátíðin megi vera sem glæsilegust,“ segir Þórir Erlings- son verkefnisstjóri. „Við fengum margar góðar hugmyndir frá bæj- arbúum og mikið af þeim er nýtt í dagskránni. Það hefur verið mjög skemmtilegt að vinna að þessu verkefni og raða saman skemmti- legri dagskrá af öllu því frábæra starfi sem unnið er í Sveitarfé- laginu Árborg. Á hátíðinni er leitast við að draga fram allt það góða starf sem unnið er í félögum, klúbb- um og af einstaklingum í Árborg, draga fram menninguna í sem víð- astri mynd,“ sagði Þórir þegar hann var spurður hvernig undir- búningurinn hefði gengið. Dagskráin á „Vor í Árborg“ er sérstaklega glæsileg enda verið að fagna 10 ára afmæli Árborgar en sveitarfélagið varð til við samein- ingu fjögurra sveitarfélaga í febr- úar 1998. „Já, dagskráin er glæsileg í alla staði þar sem allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Dag- skráin er upp á 18 síður, ég hef ekki talið saman fjölda viðburða en það er ljóst að þeir eru ansi margir og úr mörgum áttum. Mér finnst erfitt að tala um einhvern hápunkt hátíð- arinnar en get þó nefnt sveitaballa- hátíðna laugardagskvöldið 10. maí í Iðu, sem Ólafur Þórarinsson eða Labbi í Glóru stjórnar með Einar Bárðarson sem kynni,“ sagði Þórir. „Vor í Árborg er hátíð fólksins, okkar íbúanna sem og gesta okkar, sem vonandi verða sem flestir. Við erum með sérstaka lykla sem fólk kaupir en þá kemst það inn á alla tónleika sem haldnir eru á hátíð- inni. Þá erum við með mjög skemmtilegan fjölskylduleik í gangi en þá fer fjölskyldan saman á ýmsa viðburði sem merktir eru sérstak- lega í dagskránni og fær stimpil í vegabréfið. Þegar ákveðnum fjölda er náð en vegabréfið sett í pott og glæsilegir vinningar dregnir út. Ég hvet alla til að kynna sér dagskrá hátíðarinnar á heimasíðu Árborg- ar,“ sagði Þórir. Saga sveitaballanna verður rifjuð upp Í HNOTSKURN »Verkefnisstjóri hátíðarinnarer Þórir Erlingsson, mat- reiðslumaður á Eyrarbakka. Hann er giftur Katrínu Ósk Þrá- insdóttur og börn þeirra eru Ey- dís Líf, 9 ára, og Eyþór Ás, 6 ára. »Þórir og fjölskylda eru aðflytjast úr landi tímabundið, eða til Suður-Karólínu til borgar sem heitir Columbia, þar sem Þórir fer til framhaldsnáms. Menningarhátíðin „Vor í Árborg“ stendur í 10 daga Selfoss | Um 30 manna sendinefnd frá Kína var stödd á Hótel Selfossi á dögunum til að halda fund um við- ræður Kína og Íslands um samstarf í hinum ýmsu málaflokkum. Um var að ræða fjórðu lotu samninga- viðræðna um fríverslun milli Ís- lands og Kína. Ísland hefur samið um fríverslun við fjöldamörg ríki um allan heim, oftast í samfloti við EFTA-ríkin Noreg, Sviss og Liechtenstein. Kína var hins vegar ekki til viðræðu um samning við EFTA en vildi semja við Ísland. Ísland er fyrsta ríki í Vestur-Evrópu sem hefur hafið við- ræður. „Fundurinn gekk eftir atvikum vel, hægt var að gera út um mörg tæknileg málefni, m.a. um ákvæði varðandi tæknilegar viðskipta- hindranir og heilbrigðiseftirlit. Kínverska sendinefndin notaði ein- mitt tækifærið og heimsótti Mat- vælastofnun á Selfossi,“ sagði Gunnar Snorri Gunnarsson, sendi- herra Íslands í Kína, um leið og hann bætti því við að næsta lota yrði væntanlega í Kína, annað hvort í lok júní eða næsta haust. Heima hjá ráðherra Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra, sem er bú- settur á Selfossi, notaði tækifærið og bauð kínversku sendinefndinni heim til sín. Nefndin kunni vel að meta heimboð ráðherrans og fannst gaman að fá að koma í heimahús. Hér er sendinefndin saman komin í tröppunum á heimili viðskiptaráðherra, ásamt Ragnheiði Hergeirsdóttur, bæjarstjóra í Árborg, og öðrum embættismönnum nefndarinnar. Kínverjar í heim- sókn hjá ráðherra Eftir Jón H. Sigurmundsson Þorlákshöfn | Síðustu tónleikar Tóna við hafið í Þorlákshöfn á þess- um vetri voru haldnir síðastliðinn sunnudag þegar fluttur var söng- leikurinn „Lifandi skógur“. Lögin í söngleiknum eru eftir Norðmann- inn Thor Karseth og fjalla textarnir um skógrækt og umhverfisvernd. Tónleikarnir voru samstarfs- verkefni menningarnefndar Ölfuss, Grunnskóla Þorlákshafnar og Tón- listarskóla Árnesinga. Ester Hjart- ardóttir kórstjóri færði verkið í leikbúning sem hentaði þeim hópi er þarna kom fram en það voru börn úr öllum þremur kórum grunnskólans og lúðrasveit Þor- lákshafnardeildar tónlistarskólans. Gestur Áskelsson, stjórnandi lúðra- sveitarinnar, útsetti lögin og bæði Ester og Gestur æfðu verkið með börnunum í vetur. Yfir 50 börn voru á sviðinu allan tímann en verk- ið tók tæpan klukkutíma í flutningi. Þau yngstu voru í 1. bekk en þau elstu í 7. bekk. Með grípandi laglín- um og skemmtilegum texta miðl- uðu börnin upplýsingum um nauð- syn umhverfisverndar, upplýsing- um um lífríki skógarins og skóg- rækt. Þarna komu fram ýmis skógardýr, ávextir, tré og runnar auk manna. Börnin stóðu sig ein- staklega vel og fipuðust ekki þó að fyrir framan þau sætu um 250 manns að horfa og hlusta á þau. Leikmyndin var skemmtileg og litrík en hana vann Sigrún Berglind Ragnarsdóttir, kennari við grunn- skólann. Anna Berglind Júlíus- dóttir dansari æfði hreyfingar og dansa með börnunum og Halldór Sigurðsson, skólastjóri grunnskól- ans, aðstoðaði við uppsetningu. Þetta er í annað skipti sem Tónum við hafið lýkur með stóru sam- starfsverkefni skóla og menningar- nefndar og er stefnt að því að halda því áfram. Morgunblaðið/Jón H. Sigurmundsson Í skógi Söngleikurinn Lifandi skógur var setur á svið í Þorlákshöfn á loka- tónleikum „Tóna við hafið“ sem þar er haldið úti. Söngleikurinn „Lifandi skógur“ settur á svið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.