Morgunblaðið - 10.05.2008, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 10.05.2008, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. MAÍ 2008 31 lánum, vogunar- og hrægamma- sjóðum, skuldatryggingamilliliðum o.s.frv. Þetta eru hins vegar nýtil- komnir og léttvægir áhrifavaldar í okkar, að stærstum hluta til heimatilbúna, vanda. Almennt var ríkjandi andvaraleysi eða með- virkni á meðan á stóriðju-, skatta- lækkunar- og útrásarveisluhöld- unum stóð og fjölmiðlar, fræðasamfélag, forystumenn sam- taka o.fl. sungu góðærisklisjunni lof og dýrð. Ótrúlega fáir urðu til að benda á innistæðuleysið. Varn- aðarorð um gríðarlegan við- skiptahalla og háskalega erlenda skuldasöfnun voru að engu höfð, hvað þá að menn teldu vaxandi misskiptingu og siðlausa græðgi- svæðingu áhyggjuefni. Fáir ef nokkrir hafa reynt oftar en und- irritaður að benda á hættumerkin og vara við, í ræðum, blaðagrein- um og jafnvel í bókarformi, allt frá árunum 2002-2003. Það veitir mér að vísu takmarkaða huggun eins og nú er komið en ég þarf þó a.m.k. ekki að burðast með sam- viskubit eða svara áleitnum spurn- ingum sem ég ætla rétt að vona að ýmsir glími nú við. Spurningum eins og: Hvar var ég? Hvað var ég að hugsa? Af hverju hélt ég kjafti? Ríkisstjórnin sem hrökklaðist frá haustið 1988 hafði ríflegan þingmeirihluta. Að henni stóðu þrír af fjórflokkunum rótgrónu. Hún varð samt að játa sig sigraða frammi fyrir alþjóð, aðstæðurnar tóku völdin. Sú staðreynd varð ekki um flúin þá, frekar en hún verður nú, að ríkisstjórn sem ræð- ur ekki við verkefni sitt víkur með einhverjum hætti fyrr eða síðar. VERÐBÓLGA mælist nú nálægt 12% á viðurkenndan mælikvarða og horfur fyrir næstu mánuði og fram til haustsins eru dökkar. Flest bendir til tveggja stafa verð- bólgutölu, a.m.k. í all- marga mánuði á þessu ári. Ekki er víst að allir geri sér grein fyrir hvers konar tímamót hér er um að ræða. Á sjöunda og eink- um áttunda og níunda áratug síðustu aldar fór verðbólga vaxandi og víxlhækkanir verð- lags og launa festust í sessi. Fram- an af þessum tíma voru allar fjárskuldbindingar óverðtryggðar og því brann sparnaður almenn- ings hratt upp í verðbólgunni en óverðtryggð lán rýrnuðu að sama skapi og greiðslubyrði þeirra létt- ist, þ.e.a.s. hjá þeim sem fengu á annað borð lán. Við þessar að- stæður varð það að hlunnindum að fá lán á Íslandi og kunningsskapur við bankastjóra skipti sköpum. Þegar verðbólga keyrði úr hófi var verðtrygging lána tekin upp í áföngum. Verðtrygging lána er þannig skilgetið verbólguafkvæmi og neyðarkostur, en þarf þó ekki að valda miklum vandræðum svo lengi sem vextir eru hóflegir og óumbreytanlegir og svo lengi sem kaupgjald er verðtryggt jafnframt. En því var ekki alltaf og er ekki enn til að dreifa. Árið 1983 komst til valda ríkisstjórn Sjálfstæð- isflokks og Framsóknarflokks. Sú stjórn rauf með lögum samhengi verðtryggingar lána og launa sem leiddi til hins illræmda „misgeng- is“. Lánin skrúfuðust upp í tugpró- senta verðbólgu en launin sátu eft- ir. Þúsundir heimila lentu í miklum erfiðleikum, margir misstu íbúðir sínar en sátu engu að síður eftir með skuldir og eiga jafnvel enn um sárt að binda. Tímamót í hagstjórn 1990 Níundi áratugurinn var tími efnahagslegra og pólitískra svipt- inga og sá þess m.a. stað í því að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Alþýðuflokks undir forystu Þorsteins Pálssonar liðaðist í sundur undir haust 1988. Var höfuðástæðan, fyrir utan ósætti milli manna, uppgjöf gagn- vart miklum efnahagserfiðleikum. Fastgengisstefna, sem hafði verið reynd misserin á undan, endaði með ósköpum og haustið 1988 blasti við að hjól atvinnulífs- ins, einkum í útflutn- ings- og samkeppn- isgreinum, voru að stöðvast. Ríkisstjórnin sem þá var mynduð á um það bil 10 dögum í september 1988 fékk það erfiða hlutskipti í hendur að gera allt í senn: tryggja eftir föngum kaupmátt launa og verja lífskjörin, halda atvinnulífinu gang- andi, sporna gegn atvinnuleysi og kljást við verðbólgudrauginn sem gekk ljósum logum. Sú glíma verður ekki rakin nán- ar hér, aðeins fullyrt að ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar vann mikið og gott starf. Sjávarútvegur- inn og aðrar útflutningsgreinar komust á rétt ról, hættunni á stór- felldu atvinnuleysi var bægt frá dyrum. Síðast en ekki síst lagði söguleg samvinna aðila vinnumark- aðarins, í góðu samstarfi við rík- isstjórn og Bændasamtökin, grunn að þjóðarsáttinni sem markaði mikil tímamót í hagstjórn og allri þróun efnahagsmála eftirstríðs- áranna. Verðbólgan var slegin nið- ur og það svo hraustlega að nánast skapaðist þjóðhátíðarstemming haustið 1990 þegar eins stafs ver- bólgutala leit í fyrsta sinn dagsins ljós á Íslandi eftir tveggja til þriggja áratuga barning í ólgusjó óstöðugleika. „Hvar var ég?“ Það er þessi stóri ávinningur sem nú er við það að glatast sök- um ábyrgðarleysis og hagstjórnar- mistaka ríkisstjórna Sjálfstæðis- flokks og Framsóknarflokks og sökum dauðyflisháttar núverandi ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar. Að sjálfsögðu er hér við fleiri eða fleira að sakast en ríkisstjórnir einar. Heimsbúskapn- um svelgist nú á afurðum nýfrjáls- hyggju- og græðgiskapítalismans, fyrirbærum eins og undirmáls- Þjóðarsáttin glötuð – Verð- bólgudraugurinn vaknaður Steingrímur J. Sigfússon skrifar um efnahagshorfurnar. Steingrímur J. Sigfússon » Það er þessi stóri ávinningur sem nú er við það að glatast sökum ábyrgðarleysis og hagstjórnarmistaka ríkisstjórna Sjálfstæðis- flokks og Framsóknar- flokks og sökum dauð- yflisháttar núverandi ríkisstjórnar … Steingrímur J. Sigfússon er alþing- ismaður, formaður Vinstrihreyfing- arinnar græns framboðs. stöðvar hér á landi. Ég skora á borg- arfulltrúa Reykjavíkur að leyfa flug- vellinum að vera áfram á sínum stað, fólk úti á landi þarf á því að halda að komast til Reykjavíkur á sem hag- kvæmastan hátt, jafnvel til vinnu, lækninga og fleira. ERLING ARNAR ÓSKARSSON, stýrimaður. MANNI er nú alveg farið að blöskra þessi umræða um flugvöllinn í Reykjavík eftir að hafa séð í fréttum að nánast allir borgarfulltrúar séu fylgjandi því að færa flugvöllinn nema borgarstjóri. Enginn virðist geta axlað þá ábyrgð og hafa til þess getu að ákveða flugvellinum heppi- legan stað. Þetta er með öllu ólíðandi gagnvart okkur hinum sem búum úti á landi og þurfum á þessum velli að halda, staðsetning á flugvellinum er ekkert einkamál Reykvíkinga. Þessi umræða er orðin úr sér gengin og sýnir óendanlegt getuleysi þeirra sem fara með þessi mál, það væri fyr- ir löngu búið að leysa þetta fólk frá störfum ef það ætti að þjóna sam- bærilegu stórfyrirtæki og Reykjavík er. Flugstöðin í Reykjavík er til skammar, samanber aðrar flug- Reykjavíkurflugvöllur Frá Erling Arnari Óskarssyni Bréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is VIKA hjúkrunar er nú haldin í þriðja sinn á Landspítala. Þá kynna hjúkrunarfræðingar og ljósmæður hluta af því mikla þró- unar- og umbótastarfi sem fer fram í hjúkrun á spítalanum. Hjúkr- unarráð hefur veg og vanda af viku hjúkr- unar, en vikan er uppskeruhátíð hjúkr- unarfræðinga og ljós- mæðra um leið og minnst er fæðing- ardags Florence Nightingale. Í viku hjúkrunar eru ýmsir viðburðir, m.a. verður opið hús á göngudeild þvagfæra- rannsókna og á lungnadeild þann 14. maí, en þar kynna hjúkrunarfræðingar störf sín og starfs- hætti. Nýjungar í starfsemi og rann- sóknar- og þróun- arverkefni eru kynnt á veggspjöldum og í ár eru kynnt 47 verk- efni. Þessi verkefni sýna mikla grósku í starfi hjúkrunarfræð- inga og ljósmæðra á Landspítala sem samhliða umönnun sjúklinga leita sífellt leiða til umbóta í hjúkrun. Dæmi um verkefni sem kynnt eru: Aukið aðgengi að vatns- meðferð fyrir konur í fæðingu; geð- þjónusta öldrunarsviðs, rannsókn á upplifun filippeyskra sjúklinga á Landspítala; lífsgæði og endurhæf- ingarþarfir sjúklinga sem fá lyfja- meðferð við krabbameini; þjónusta við sjúklinga sem greinst hafa með fyrirferð í lunga og svo mætti lengi telja. Veggspjaldasýningin hófst þann 7. maí og stendur til 21. maí nk. Veggspjöldin eru til sýnis miðsvæðis á Landspítala í Fossvogi og á Hring- braut og er sýningin opin öllum með- an spítalinn er opinn. Hjúkrunarfræðingar og ljós- mæður fjalla lítið um eðli starfsins á opinberum vettvangi, líklega vegna nálægðar við einstaklinga og fjöl- skyldur þeirra á erfiðum tímum. Ímynd hjúkrunar er því oftast lýst sem umhyggju, kærleik og umönn- un. Umhyggja og nærvera eru horn- steinar hjúkrunar en starf hjúkr- unarfræðinga og ljósmæðra og þekking þeirra felst ekki síður í flóknum hjúkrunarmeðferðum, mati á einkennum og líðan sjúklinga og þekkingu til að grípa inn í þegar bataferlið fer af réttri leið. Hjúkrunarfræð- ingar og ljósmæður greina hættumerki í bataferli sjúklings, veita fyrstu meðferð og leita samvinnu við aðra heilbrigðisstarfsmenn til að snúa þeirri þróun við. Hjúkrunarfræði er sjálfstæð fræðigrein og rannsóknum á árangri hjúkrunar hefur vaxið fiskur um hrygg á und- anförnum árum og nið- urstöður þeirra hafa þegar skilað sér í um- bótum í hjúkr- unarmeðferð hér á landi. Merki þess sáust á Vísindum á vordögum á Landspítala og nú á veggspjaldsýningu í viku hjúkrunar. Erlendar rannsóknir hafa sýnt tengsl á milli menntunar hjúkr- unarfræðinga og mönn- unar við líðan sjúk- linga, legutíma og tíðni ýmissa fylgikvilla, s.s. sýkinga í blóði, þvagfærasýkinga og öndunarbilunar. Þessar rannsóknir sýna að lengd menntunar hjúkr- unarfræðinga skiptir sköpum fyrir velferð og öryggi sjúklinga. Mik- ilvægt er því að hafa vel menntaða og þjálfaða hjúkrunarfræðinga og ljósmæður í starfi á háskólasjúkra- húsinu Landspítala. Stjórnendur Landspítala þakka hjúkrunarráði fyrir að halda viku hjúkrunar og sýna þannig hjúkr- unarfræðingum, ljósmæðrum, öðr- um starfsmönnum spítalans, sjúk- lingum og aðstandendum þeirra þá grósku sem er í hjúkrun á Landspít- ala. Jafnframt þakka þeir hjúkrun- arfræðingum og ljósmæðrum fyrir óeigingjarnt og metnaðarfullt starf sem eflir og bætir þjónustu við sjúk- linga Landspítalans. Vika hjúkrunar á Landspítala Anna Stefánsdóttir segir frá þróunar- og umbótastarfi sem fer fram í hjúkrun á Landspítalanum Anna Stefánsdóttir»Umhyggja og nærvera eru hornsteinar hjúkrunar en starf hjúkr- unarfræðinga og ljósmæðra og þekking þeirra felst ekki síður í flóknum hjúkr- unarmeðferðum Höfundur er framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítala. Við eigum að festa gengið í 120 kr. evruna. Hætta í bili við þetta fljót- andi gengi krónunnar, sem var nýlega að falla og setti allt úr skorðum. Verðbólga flæðir yfir landið. Matvara hækk- ar, bensín hækkar og verðtryggð lán hækka. Eyðileggur árangur kjarasamninga, sem voru nýlega gerðir. Til þess að hægt sé að festa gengið í 120 kr. evran og það sé trúverð- ugt þá verðum við að hafa 1.000 miljarða varasjóð í gjaldeyri til að bakka krónuna upp. Ekki dugar minna sbr. nýlega tillögu Lands- bankans um þjóðarsjóð. Virkja tillöguna og taka upp. Fyrst myndum við biðja Alþjóðagjaldeyrissjóðinn (I.M.F) um yfirdrátt til að verja gengið. Þeir hafa lánað okkur áður. Þekkja okkur – hjálpuðu okkur áður. Næst myndum við ræða við Al- þjóðabankann um lán með lágum vöxtum. Þeir lánuðu okkur (í kring- um 1965) til að byggja rafstöð við Búrfell með lágum vöxtum sem gerði álverið í Straumsvík mögulegt. Var upphaf álvera og stór-rafvæðingar Íslands. Er Alþjóða- bankanum að þakka. Á móti þessum lán- um upp á 500-1000 milljarða myndum við auka strax álfram- leiðslu okkar árlega í milljón tonn til að hafa meiri tekjur í gjald- eyri. Einnig myndum við semja við þessa tvo banka og sjóð um að reisa strax verk- smiðjur, sem fram- leiddu vetni og metha- nol á bíla til að gera bensín og díselolíur óþarfar. Væri til að flýta þeirri þróun í heiminum, væri heims- forysta. Við yrðum að virkja, virkja og virkja sem óðir menn. Fá gjaldeyri. Við myndum leita til Kín- verja um að lána okkur svona 500 milljarða. Á móti myndum við fá kín- verska verkamenn til að vinna við þessar framkvæmdir auk Íslendinga. Gerði þær ódýrari og arðbærari. Svo gætum við virkjað í Kína heitt vatn o.fl. sem við kunnum. Það kæmi á móti. Kínverjar þekkja okkur. Skipta mikið við okkur, eru vinir okkar. Um leið og evran er föst og trygg í 120 kr. gagnvart krónunni með svona varasjóði, 1.000 miljörðum, þá eru núverandi 15% stýrivextir óþarf- ir til að halda gengi krónunnar uppi. Stýrivextir færu síðar í 4% eða í lægra 2-3%. Engin verðbólga. Þetta gerðu Svíar fyrir 10 árum rúmlega. Greinarhöfundur var úti í Svíþjóð tvisvar til þrisvar sinnum fyrir um 10 árum. Mjög háir stýrivextir þar lækkuðu í 2-3%. Þá var auglýsing á forsíðu Dagens Nyheter þar sem boðnir voru rúmlega 4% vextir á bílaláni í evrum. Önnur bílalán Svía þá 10-15%. Sýndi lækkun vaxta. Til að framleiða milljón tonn af áli, ásamt vetni og methanoli, þarf ný stjórn að taka við. Framsókn yrði að semja við Sjálfstæðisflokk. Eru virkjunarflokkar. Hafa meirihluta á Alþingi. Frjálslyndi flokkurinn kæmi með til að styrkja stjórnina, yrði boð- ið það. Bylting 2008. Þetta er ný og rétt leið til að bjarga þessu öllu. Engin verðbólga lengur enda gengið fast. Bönkunum bjargað líka um leið. Fast gengi 120 kr. evran Lúðvík Gizurarson skrifar um efnahagsmál Lúðvík Gizurarson » Þetta er ný og rétt leið til að bjarga þessu öllu. Höfundur er hæstaréttarlögmaður. www.sjofnhar.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.