Morgunblaðið - 10.05.2008, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 10.05.2008, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. MAÍ 2008 35 því láni að fagna að sitja í stjórn hans ágæta félags Hraðfrystihúss Eski- fjarðar (síðar Eskju) og kynnast fjöl- skyldu hans og helstu starfsmönnum og naut ég þess ávallt að fá þannig að vera hluti af því sem Alla var kærast. Alli kenndi mér margt með við- horfum sínum til sjávarútvegs og þá ekki síst hinnar miklu vinnu sem fylgdi. Alli hafði af stórhug byggt upp sitt fyrirtæki, átti sér stóra drauma um framgang þess og gaf sig allan í það sem hann tók sér fyrir hendur. Hann var vakandi og sof- andi yfir gangi veiða skipa sinna og þó það hafi legið fyrir honum að setj- ast í forstjórastól, var viðvera hans við skrifborðið lítil. Alli var allsstað- ar á ferli, á tali við fólkið sitt, og eins og Alli orðaði það sjálfur í ágætri bók Ásgeirs Jakobssonar „Ég fór úr síldargallanum í fínni föt, en ekki hlýrri.“ Alli vildi hag Eskifjarðar sem mestan og vildi að þar væri næg vinna, enda átti hann erfitt með að skilja það fólk sem fluttist af fjörðum upp á hérað „því þar var engin yf- irtíð.“ Alli sýndi það líka og sannaði að með dugnaði og áræði geta menn komið miklu til leiðar. Í mínum huga var Alli öðlingur, hlédrægur á köflum, en alltaf stutt í strákinn í honum. Alli ríki, eins og hann var oftsamlega kallaður, var sannarlega ríkur maður, stundum í efnahagslegu tilliti, en alltaf af mannkostum og umhyggju fyrir fjöl- skyldu sinni, vinum og síðast en ekki síst Eskifirði. Samúðarkveðjur sendi ég Guð- laugu og börnunum, Björk, Kristni og Elfari og fjölskyldum þeirra. Mikilmenni hefur yfirgefið okkur. Brynjólfur Bjarnason. Góðvild góðs vinar Máttur sem lætur blinda sjá Og dumba heyra Mesti auður manns Sem öll auðæfi heimsins Geta aldrei keypt (Gunnar Dal.) Nú þegar kveðjustundin er runnin upp kemur í ljós að vinátta okkar Að- alsteins hefur varað í um 40 ár og hefur verið mér mikils virði. Kynni okkar Alla eins og hann var ævinlega kallaður voru í fyrstu við spilaborðið. En við áttum eftir að verða góðir vin- ir þó aldursmunur okkar væri nokk- ur. Alli var vinur vina sinna. Margar ferðirnar fórum saman til að spila brids vítt og breitt um landið og allar voru þær skemmtilegar hvernig svo sem spilamennskan gekk. Alli var hrókur alls fagnaðar, skemmtilegur, hnyttinn í tilsvörum og gat alltaf gert að gamni sínu. Það væri hægt að rifja upp ótal sögur úr þessum ferðalögum. Eins og til dæmis þegar við vorum að koma frá Tálknafirði og einhver gangtruflun var komin í Range Roverinn eftir að hafa tekið bensín á Blönduósi. Alli taldi fljótt að bensínið hefði verið lé- legt og hringdi í Óla heitinn hjá Olís og tjáði honum það. Sú ferð endaði þannig að Roverinn varð eftir á Hofsósi með ónýta bensíndælu en ekkert var að bensíninu. Við héldum áfram för ásamt félögum okkar á bílaleigubíl og sóttum við Alli Rover- inn seinna. Þó Alli notaði ekki vín síðustu 35 árin þá átti hann ferðabar og það var ósjaldan sem hann hringdi og sagði: Heyrðu vinur, ég verð með barinn, þú sérð um hitt. Barinn opnaði hann aldrei fyrr en eftir spilamennsku. Alli var einn af stofnendum BRE, Bridgefélags Reyðarfjarðar og Eskifjarðar, sem var stofnað árið 1968 og var spilað til skiptis á stöðunum. Við héldum því fram seinna að með stofnun BRE hefði verið stigið fyrsta skrefið í sameiningu sveitarfélaganna sem síðar varð. Alli vildi veg félagsins sem mestan og var því gott að leita til hans fyrir stjórnendur BRE. Bridsinn var honum mikilvægur, bæði spilið sjálft og ekki síður fé- lagsskapurinn sem fylgdi. Það fann ég vel þegar hann fór að missa sjón- ina og treysti sér ekki lengur til að spila. Guðlaug Stefánsdóttir, eigin- kona Aðalsteins, var honum mikil stoð og stytta í öllu sem hann tók sér fyrir hendur og tók ávallt vel á móti okkur þegar spilað var á Bakk- astígnum. Við Álfheiður vottum Guðlaugu og öðrum ástvinum þeirra okkar dýpstu samúð á þessari stundu. Kristján Kristjánsson. Ég kynntist Aðalsteini Jónssyni fyrst árið 1969 þegar því síldaræv- intýri var lokið sem hafði verið upp- haf velgengni hans og þess fyrirtæk- is sem hann veitti forystu. Nú þurfti að byggja á nýjum grunni og laga starfsemina að nýjum aðstæðum. Að því verki gekk Aðalsteinn af krafti og bjartsýni. Um þetta leyti var ég að taka við starfi bankastjóra Lands- bankans eftir lát Péturs Benedikts- sonar sem Aðalsteinn hafði dáð og treyst umfram aðra menn. Hann lét á sér skilja að erfitt yrði að feta í þau fótspor, enda þótt hann vænti góðs af samstarfi við mig. Ég reyndi að bregðast ekki þeim vonum, enda lærði ég fljótt að meta hæfileika Að- alsteins og það hispursleysi sem hann hafði til að bera. Öll þau ár sem ég starfaði í bankanum var mér það sérstök ánægja að sinna málefnum Eskifjarðar, og raunar Austfjarða allra, og átti ég á þeim tíma margar góðar stundir á heimili þeirra Að- alsteins og Guðlaugar. Það viðurnefni sem Aðalsteinn hlaut snemma, að kallast hinn ríki, var rangnefni að því leyti sem það leiddi hugann að eftirsókn eftir ver- aldlegum gæðum. En slíkt var fjarri skapferli hans. Það sem fyrir honum vakti var blómleg starfsemi öllum til heilla, og þá ekki síst þeirri heima- slóð sem hann unni heitast. Það sem knúði hann til átaka var sjálft æv- intýri athafnanna. Eitt sinn á miðri loðnuvertíð hringdi hann til mín og sagði mér að taka fyrstu flugvél og koma austur. Ég yrði að sjá þessa sjón, skipin sigla inn drekkhlaðin, þrærnar fullar, verksmiðjureykinn yfir lygnum firðinum. Ég kom að vörmu spori og Aðalsteinn sýndi mér þetta allt um leið og hann kallaðist á við skipstjórana úti á sjó og sölu- menn afurðanna fyrir sunnan. Ég tók mér enn ferð á hendur til að kveðja Austfirði og Aðalstein rétt áður en ég lét af störfum í bankan- um. Við sátum þá tveir saman í blíðu síðsumarveðri framan við hús hans og horfðum á Hólmatind standa á höfði í spegilsléttum firðinum. Við vorum hljóðir í kyrrðinni þar til Að- alsteinn kvað upp úr með orðunum: „Og héðan vilja menn flytja“. Jónas H. Haralz. Sá, sem hér heldur á penna, hefir oftsinnis haldið því fram, að það hafi verið ungir einkaframtaksmenn í út- vegi, um og upp úr miðri síðustu öld, er áttu drýgstan þátt í að lyfta ís- lenzkri þjóð úr öskustó fátæktar til efnalegs sjálfstæðis. Áræði þeirra og framtak hafi fleytt þjóð þeirra úr ör- birgð til bjargálna. Einn af þessum mönnum, og í fremstu fylkingu, var Aðalsteinn Jónsson á Eskifirði, sem nú hefir gengið fyrir ætternisstapann. Þótt einhverjum kunni að þykja það óvið- eigandi í þessum orðum er skyldugt að benda á, að ef núgildandi fisk- veiðifargan hefði verið tíðkað á sokkabandsárum Aðalsteins Jóns- sonar hefði hann aldrei náð vopnum sínum í íslenzkum sjávarútvegi. Og svo er um fleiri, og raunar flesta sem mest kvað að í efnalegri viðreisn þjóðarinnar á liðinni öld. Hinum stórvægilega þætti Aðal- steins í íslenzkum sjávarútvegi verða ekki gerð skil í örfáum kveðjuorðum, enda hefir lífshlaup hans verið rakið á bók skilmerkilega. En upp hófst Aðalsteinn í útgerð með tvær hendur tómar, en fullur með kjark og áræði, ótrúlega framsýnn og umfram flesta menn aðra í atvinnugreininni. Ef einhverjum kemur til hugar að það hafi allajafnan verið tekið út með sitjandi sældinni að eiga í því stíma- braki þá er það á vanþekkingu eða misskilningi byggt, nema hvoru- tveggja sé. En aldrei sást Aðalsteini bregða á hverju sem gekk. Hann var ókval- ráður og hispurslaus í allri fram- göngu og hreinskiptinn með afbrigð- um. Undirritaður og kona hans áttu því láni að fagna að vera félagar Að- alsteins í laxveiði um allmörg ár. Þeirra stunda er gott að minnast og gleðilegt. En Aðalsteinn var ekki einn á ferð í umsvifum sínum. Við hlið hans stóð hans góða kona, Guðlaug Stefáns- dóttir og var ekki eftirbátur hans í blíðu og stríðu. Um leið og við Greta minnumst Aðalsteins með hlýhug, virðingu og þakklæti, sendum við Guðlaugu okk- ar innilegustu samúðarkveðjur og biðjum henni og hennar blessunar þess sem öllu ræður. Sverrir Hermannsson. „Ættgeng fátækt fylgdi þangað Jóni.“ Svo kvað Jón Samsonarson, bóndi og skáld á Hávarðsstöðum, um sjálfan sig og býlið í Hvammsheið- inni, þar sem hann bjó langa ævi við þröngan kost. Þangað átti Aðal- steinn Jónsson ættir sínar að rekja og við báðir. Hann kynntist svo sannarlega kröppum kjörum í sínum uppvexti þó dugnaður og áræði ætti síðar eftir að skila honum miklum umsvifum og viðurnefninu „Alli ríki“. Ég varð málkunnugur Alla fyr- ir meira en 20 árum og frá því um 1990, þegar skyldleiki okkar var rifj- aður upp í tengslum við ættarmót Hávarðsstaðamanna, tókum við að kalla hvor annan frænda. Reyndar hló ég þegar mér varð ljóst hve ná- skyldir þeir voru, karl faðir minn og Alli, því ég hafði áður veitt því at- hygli hversu líkir þeir voru í vexti og útliti og ýmsum töktum. Aðalsteinn Jónsson var athafna- skáld af bestu gerð. Það var margt skylt með hans atorkusemi, sjálf- stæðismannsins, og því sem sósíal- istarnir handan fjallsins stóðu fyrir á Norðfirði. Það sem öllu skipti var að byggja upp, tryggja fulla atvinnu, vöxt og viðgang byggðarinnar og bætt lífskjör íbúanna. Á báðum stöð- um þekktu menn af sárri reynslu hvað atvinnuleysi og fátækt hafði í för með sér. Það var ógleymanlegt að fara bryggjurúntinn með frænda árla morguns, koma við í bræðslunni, taka á móti drekkhlöðnu loðnuskipi og sjá áhugann og kraftinn sem fylgdi honum, vakandi af lífi og sál yfir rekstrinum og velferð starfs- manna sinna. Lífsviðhorfum hans lýsir vel hvernig hann svaraði ungri fréttakonu sem vildi spyrja út í ríki- dæmið: „Ég er ekki ríkur, góða mín, en þú ert rík því þú átt allt lífið fram undan.“ Hafi Alli yfirhöfuð farið í mann- greinarálit þá var það fyrst og fremst, að hann hafði skömm á hvers kyns snobbi og yfirlæti. „Það er í lagi með þig, góði minn. Þú hefur ekki tekið veikina,“ sagði hann við ungan mann sem nokkru áður hafði valist til forystustarfa innan sjávarútvegs- ins. Það sem Alli átti við var að veg- tyllurnar höfðu ekki stigið viðkom- andi til höfuðs. Þannig var hann, hreinn og beinn og eins við alla. „Ég vildi ég hefði hausinn þinn, frændi,“ sagði hann einu sinni við mig þegar við höfðum verið að rökræða um efnahags- og byggðamál og auðvitað sjávarútveginn ekki síst. „Áttu þá við útlitið?“ spurði ég á móti og svo hlógum við báðir. Það var gaman í nærveru Alla. Aðalsteinn Jónsson var gæddur ríkum persónutöfrum, góðum gáfum og það svo að jaðraði við yfirskilvit- lega hæfni þegar kom að því að taka djarfar ákvarðanir á réttum tíma. Það var mikið lán fyrir Eskifjörð að Sigurveig Samsonardóttir fylgdi þeim bræðrum sínum ekki til Vest- urheims heldur varð eftir og stofnaði fjölskyldu af hverri Aðalsteinn Jóns- son spratt. Nú er kempa hvíldinni fegin eftir langa og viðburðaríka ævi og vanheilsu síðustu árin. Ég kveð hann með virðingu og er þakklátur fyrir að hafa fengið lítillega að kynn- ast honum, eftirminnilegum per- sónuleika og heiðursmanni. Ég votta aðstandendum samúð mína og fjöl- skyldu minnar. Steingrímur J. Sigfússon. Ég man fyrst Alla þegar ég tjáði móður minni, þá nýorðinn 15 ára, að nú vildi ég ekki lengur fara í sum- arvinnu í sveitina. Tími væri kominn SJÁ SÍÐU 36 ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, ÞORGERÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR, Dalbæ, Dalvík, áður til heimilis að Víðilundi 24, Akureyri, lést á Sjúkrahúsi Akureyrar 24. apríl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Helgi Jónatansson, Ólöf Maríusdóttir, Örn Berg Guðmundsson, Ragnhildur Gröndal, Guðm. Ingi Jónatansson, Guðrún Konráðsdóttir, Jón Geir Jónatansson, Kristín Jósteinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Faðir minn, tengdafaðir, tengdasonur og afi, LÁRUS JÓHANNES KRISTJÁNSSON, lést af slysförum sunnudaginn 4. maí. Kristján Helgi Lárusson, Hrönn Waltersdóttir, Kristrún Guðjónsdóttir, Lárus Helgi Kristjánsson, Ragnheiður Magnúsdóttir, Rúnar Karl Kristjánsson, Linda Jóhannsdóttir, Sonja Ósk Kristjánsdóttir, Egill Örn Egilsson, Guðjón Óskar Kristjánsson, Hera Guðmundsdóttir. ✝ Ástkær móðir okkar, amma og langamma, BJARNEY INGIBJÖRG KRISTJÁNSDÓTTIR, Aðalstræti 26a, Ísafirði, andaðist á heimili sínu aðfaranótt sunnudagsins 4. maí. Útför fer fram frá Ísafjarðarkirkju laugardaginn 17. maí kl. 14.00. Helgi Kristján Sveinsson, Guðmundur Sigurður Sveinsson, Alda Kolbrún Haraldsdóttir, Sigríður Kristín Sveinsdóttir, Guðmundur Páll Kristjánsson, Margrét Sveinsdóttir, Bjarni Jón Sveinsson, Elzbieta Pawluczuk, Berglind Sveinsdóttir, Pálmi Ólafur Árnason, Sveinbjörg Sveinsdóttir, Kristinn Halldórsson, ömmubörn, langömmubörn og aðrir ástvinir. ✝ Elskulegi maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGÞÓR GUÐMUNDSSON frá Blönduósi, Hlíðartúni 27, Höfn, lést á krabbameinsdeild Landspítalans miðvikudaginn 7. maí. María Marteinsdóttir, Þórunn Sigþórsdóttir, Páll Gíslason, Brynja Reynisdóttir, Björn Sverrisson, Sigurbjörg Hákonardóttir, Jón Sigurðsson, Hólmfríður Sigþórsdóttir, Ingvaldur Mar Ingvaldsson, afabörn og langafabörn. ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, FRIÐÞJÓFUR ÍSFELD GUNNLAUGSSON skipstjóri, Hamarsstíg 33, Akureyri, lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri fimmtudaginn 8. maí. Jarðarförin verður auglýst síðar. Vilhjálmur Friðþjófsson, Herdís Eyþórsdóttir, Steinunn Erla Friðþjófsdóttir, Björn Ingólfsson, Hallveig Friðþjófsdóttir, Tonni Christensen, Jóna Lísa Þorsteinsdóttir, afabörn og langafabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.