Morgunblaðið - 10.05.2008, Side 24

Morgunblaðið - 10.05.2008, Side 24
lifun 24 LAUGARDAGUR 10. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ H ér er mikið gæsavarp og ein þeirra er búin að liggja á í meira en tvær vikur. Ég á von á að ungarnir komi hjá henni í næstu eða þarnæstu viku,“ segir Hrafn Gunnlaugsson þar sem hann gengur um sjávarlóð- ina sína á Laugarnestanganum þar sem hann býr í einu sérstæðasta húsi borgarinnar. Garðurinn er hálfgert náttúrugallerí og þar ægir saman ótrúlegustu hlutum, gömlum og nýjum. Þar eru leifar af niður- gröfnu skotfærabyrgi frá því í seinni heimsstyrjöldinni og loft- varnabyssustandur, en líka sitthvað sem hann hefur föndrað við sjálfur. Hann hefur meðal annars gert haug Hallgerðar langbrókar, fyrsta femínista Íslands að hans sögn. „Í Njálu segir að hún sé grafin í Laugarnesi og eina nóttina dreymdi mig hana hér rétt fyrir ut- an húsið svo mér fannst við hæfi að gera henni haug þar sem ég sá hana standa. Hún var í langbrók- inni og langt því frá berrössuð.“ Í garðinum eru meðal annars guðir úr Hrafninn flýgur og hof, gömul kafbátaþil ofan úr Hvítanesi og mikið af stórum steinbjörgum. „Ég er að rækta álfa í þessum steinum því það er skortur á hús- næði fyrir þá innan borgarmark- anna. Eftir gjaldþrot þeirra í fiski- ræktinni og loðdýraræktinni kann ég því vel að stunda álfarækt, hún er áhættuminni og það eru jafnvel meiri líkur á að menn sjái álf hér en hval í hvalaskoðun.“ Hrafn keypti lóðina og húsið upp- haflega til að koma þar fyrir leik- myndasmiðju fyrir um 25 árum. „Síðan vatt þetta upp á sig og smám saman varð leikmyndaverk- stæðið að íbúðarhúsi og ég hef búið hérna undanfarin rúm fimmtán ár. Hér líður mér vel og ég hef samið við allar vættir og drauga í ná- grenninu og í þessu húsi, svo and- rúmið er gott. Hér eru allar árstíð- irnar fallegar. Á vetrum getur brimið barið á gluggana en aftur á móti vorar mjög snemma hér vegna hitans af sjónum og vegna skjólsins. Hér getur hvönnin orðið á þriðja metra á hæð á einu sumri. Þegar húmið leggst yfir á haustin er gott að sitja á veröndinni og njóta þess að sjá borgarljósin kvikna.“ Hrafn hefur byggt heilmikið við húsið sem er þrjár hæðir, með sól- skálum, veröndum og ýmsum út- nárum. Þetta er völundarhús. Dásamlega stórt kaos þar sem margt er frá gömlum tíma í nýju hlutverki. „Þetta heimili er í raun allsherjar endurvinnsla. Eldhúsborðið er til dæmis úr kjalviði úr skipasmíða- stöð, einn veggurinn er hlaðinn úr Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Hausasafn Við innganginn er fjöldi útskorinna hausa sem Hrafn hefur viðað að sér á ferðalögum sínum um veröldina og þeir skreyta líka hof úr Hrafninn flýgur. Allsherjarendurvinnsla og á Viltu rjóma í kaffið? Hrafn þjónustar gesti sína innan um potta og pönnur í eldhúsi sem teygir anga sína víða. Klukkur og steinar Þennan vegg hlóð Hrafn úr múrsteinum úr ofni frá brotajárnsverksmiðjunni í Straumi. Hann hefur gaman af því að skapa híbýli sín út frá eigin forsendum og hann lætur efnið og umhverfið ráða forminu. Kristín Heiða Kristinsdóttir heimsótti Hrafninn á Laugarnestanganum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.