Morgunblaðið - 10.05.2008, Page 16

Morgunblaðið - 10.05.2008, Page 16
16 LAUGARDAGUR 10. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT TB W A\ RE YK JA VÍ K\ SÍ A Eftir Jóhönnu Maríu Vilhelmsdóttur jmv@mbl.is „ALLUR maturinn og tækin sem við náðum að koma inn í landið hefur verið gerður upptækur,“ hafði dag- blaðið New York Times eftir Paul Risley, fulltrúa Matvælastofnunar Sameinuðu þjóðanna í Bangkok, í gær. Matvælastofnunin aflýsti áætl- uðum hjálparsendingum til Búrma í gær en þær voru ætlaðar fórnar- lömbum fellibylsins sem reið yfir landið fyrir viku. Stjórnvöld í Búrma hafa vísað ásökunum Matvælastofnunar SÞ á bug og segja að ötullega sé unnið að dreifingu aðfanganna í landinu. Áætlað er að Matvælastofnunin haldi sendingum áfram til landsins í dag. Hömlur herforingjastjórnarinnar á hjálparstarf erlendra ríkja og sam- taka hafa verið harðlega gagnrýndar af alþjóðasamfélaginu og eru taldar óviðunandi miðað við neyðar- ástandið í landinu. Búrma er „ekki reiðubúið til að þiggja hjálp erlendra hjálparstofnana“, sagði í tilkynningu frá stjórnvöldum í gær. „Við vonumst til að fleiri komist inn í landið á komandi dögum,“ sagði Michael Annear, talsmaður alþjóða- deildar Rauða krossins, í samtali við AFP-fréttastofuna. Hann sagði að sjö starfsmenn Rauða krossins hefðu fengið vegabréfsáritun í dag og að viðræður við stjórnvöld héldu áfram. Neyðarástand ríkir á flóðasvæð- um í suðurhluta landsins og óttast er að farsóttir og hungursneyð auki enn á mannfallið. Talið er að yfir 100.000 manns hafi þegar látist og að 1,5 milljónir þurfi nauðsynlega á aðstoð að halda. Vilja íhlutun öryggisráðsins Fjölmargar þjóðir hafa lýst sig reiðubúnar til aðstoðar og þrýsting- ur alþjóðasamfélagsins á stjórnvöld um að landið verði opnað vex dag frá degi. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, lýsti í gær yfir stuðn- ingi við tillögu Bernard Kouchner, utanríkisráðherra Frakklands, sem vill að öryggisráð Sameinuðu þjóð- anna þvingi stjórnvöld í Búrma með einhverjum leiðum til að opna landið fyrir alþjóðlegu hjálparstarfi. „Ég styð tillögu Frakka um að örygg- isráðið taki hættuástandið í Búrma til skoðunar. Það væri óábyrgt ef ör- yggisráðið kæmi ekki að málinu,“ sagði m.a. í yfirlýsingu frá Merkel. Herforingjastjórnin þykir með eindæmum tortryggin í garð vest- rænna ríkja. Að mati stjórnmála- skýrenda hefur hún fyrst og fremst áhyggjur af því að með komu útlend- inga til landsins, þ.m.t. hjálparliðar, aukist líkurnar á uppreisn meðal íbúa landsins. Einnig er talið að stjórnvöld óttist innrás af hálfu Bandaríkjanna, hnattvæðingu og það að menningu landsins verði stefnt í hættu. „Herforingjastjórnin er haldin miklu útlendingahatri og telur að sér standi ógn af öllum og öllu,“ hef- ur AP-fréttastofan eftir Sean Tur- nell, sérfræðingi í málefnum Búrma við Macquarie háskólann í Ástralíu. „Ef stjórnvöld verða uppvís að því að ráða ekki við ástandið en neyðast til að hleypa vestrænum þyrlum inn í landið sýnir það íbúunum vanmátt hersins,“ segir Turnell. Hann segir jafnframt að herforingjastjórnin sé uppteknari af völdunum og því að halda andlitinu gagnvart lands- mönnum en að bjarga lífi þeirra. Einangruð undir harðstjórn Herforingjastjórnin hefur stuðlað að einangrun landsins í áratugi og má vantraust hennar á vestrænum ríkjum líklega helst rekja til nærri aldarlangrar nýlendustjórnar Breta sem lauk árið 1948. Þingræði var í landinu í stuttan tíma eftir að nýlendustjórninni sleppti eða þar til valdarán tryggði harðstjóranum Ne Win völd árið 1962. Á 26 árum skerti stjórn Ne Wins mannréttindi landsmanna verulega. Áhrif stjórnarandstöðu landsins eru einnig skert auk þess sem landið hefur verið lokað gagn- vart umheiminum. Herforingjastjórnin hefur sett ýmis lög til að takmarka áhrif að ut- an og til að halda menningu Búrma óspilltri. Erlendur gjaldmiðill er m.a. óheimill í landinu og lands- mönnum bannað að hýsa útlendinga í híbýlum sínum. Ferðamönnum var ekki hleypt inn í landið á áttunda áratugnum en þá var hægt að fá tak- markaðar vegabréfsáritanir í eina viku. Samkvæmt upplýsingum AP- fréttastofunnar geta ferðamenn nú- orðið fengið vegabréfsáritanir í allt að mánuð í senn en blaðamenn lúta harðari reglum. Jafnframt þurfa er- lendir erindrekar leyfi til að ferðast utan Yangon, sem er aðalviðskipta- borg landsins. Þiggja aðstoð erkióvinarins Bandaríkin eru meðal helstu óvinaríkja Búrma að mati herfor- ingjastjórnar landsins en Bandarík- in hafa sett viðskiptahöft á stjórnina auk þess að gagnrýna skerðingu mannréttinda í landinu. Stjórnmálaskýrendur vilja meina að skyndileg ákvörðun stjórnarinnar árið 2005 um að flytja höfuðborg landsins frá Yangon til afskekktu borgarinnar Naypyitaw, sem liggur djúpt inni í frumskógi, stafi af ótta við innrás Bandaríkjahers. Í gær barst Bandaríkjunum þrátt fyrir allt yfirlýsing frá stjórninni í Búrma sem hyggst þiggja neyðar- hjálp frá Bandaríkjastjórn og mun C-130 vél Bandaríkjahers fljúga til Búrma næstkomandi mánudag. Erlendar hjálparsveitir myndu sýna vanmátt stjórnarhersins                        " #    $                       !"  #  ! #  #$%&$ $ #  & $   # $# '  (  $# $ ' $$)* $ !  $ &)%  &  # ! &  % & '()* +'%          ! ! "# #$%    &' "('# %) &  !"  # *++'( ! ! ,!&# -!! .(! ,-   . ,-. ,-. ./, 0.1 0.1 000 000 2/, 20. ,- 1, ,- 30 0/ 04 02 23 2/ 1 1 ,#! /0 12,% 3/, ,!(! 4 ( 56 ! ! 0 ! / ! 12(! -! !# ( /+ !! ! 7! 8+! /!&+% " )1 12, /9 # C@ N C  + ,, /   !" REUTERS Heimilislaus Lítill drengur að leik í rústum þess sem áður var heimili hans í þorpinu Bogalay, einu þorpanna á flóðasvæðunum í suðurhluta Búrma. Í HNOTSKURN »Herforingjastjórn Ne Winsnáði völdum í Búrma árið 1962. »Einangrun landsins hefurverið gífurleg á síðustu ára- tugum og hafa stjórnvöld viljað hindra öll erlend áhrif á íbúa og menningu Búrma. »Talsmaður Rauða krossins erbjartsýnn á að fleiri starfs- mönnum verði hleypt inn í landið á næstu dögum. Búrma hefur einangrast verulega á síðustu áratugum og herforingjastjórnin viljað hefta öll erlend áhrif Tókýó. AFP. | Veðurfræði telst ekki vera íþrótt og því síður keppnisgrein á Ólympíuleikum. En veðurstofur í átta löndum og svæðum ætla samt sem áður að halda sína eigin keppni í Beijing í ágúst, um leið og sumar- leikarnir fara fram í borginni. Sig- urvegarinn verður sá sem spáir ná- kvæmast fyrir um veðrið meðan leikarnir standa yfir. Keppnisliðin eru frá Ástralíu, Kanada, Austurríki, Kína, Frakk- landi, Hong Kong, Japan og Banda- ríkjunum. Munu þau gera athuganir á hita, rakamettun og úrkomu í Beij- ing og grennd og spá fyrir um næstu 36 stundir. Liðin munu senda kín- versku veðurstofunni niðurstöður sínar og þar verða þær bornar sam- an, að sögn Kazuo Saito sem fer fyrir japanska liðinu. Keppnin er ekki ein- vörðungu haldin til gamans, ætlunin er að gefa veðurstofunum tækifæri til að bera saman kerfi og aðferðir og hugsanlega bæta eigin vinnubrögð, segir annar Japani, Tsuyoshi Wat- anabe. Japanarnir ætla að gera sínar spár með aðstoð ofurtölvu í Tsukuba sem er öflug miðstöð fyrir vísindarann- sóknir. Saito segir að japanska keppnisliðinu hafi gengið vel í síð- ustu verkefnum sínum en aðrar þjóðir hafi bætt tæknina og erfitt sé að spá um árangurinn í ágúst. Og reyndar mistókst japönsku veður- stofunni gersamlega að spá fyrir um ágústveðrið í Beijing í fyrra, þá gerði hitabylgju og hitinn fór í 35 stig á Celsíus. Hver fær gull í veðri? Veðurstofur nokkurra landa hyggjast keppa í Beijing um að spá fyrir Ólympíuleikana sem verða í ágúst Morgunblaðið/Rax Ólympíuveður? Andlit í skýjum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.