Morgunblaðið - 14.05.2008, Side 4
FÍKNIEFNI fundust við húsleit á
tveimur stöðum í Reykjavík sl. föstu-
dag en um nokkurt magn var að
ræða. Í íbúð í miðborginni var lagt
hald á bæði amfetamín og hass, sam-
tals um 200 grömm, auk tveggja
kannabisplantna. Á sama stað fund-
ust 150 þúsund krónur í peningum
sem grunur leikur á að séu tilkomnir
vegna fíkniefnasölu. Lögreglan lagði
sömuleiðis hald á amfetamín og hass
í húsi í vesturbæ Reykjavíkur á
föstudag en um minna magn var að
ræða, eða rúmlega 30 grömm. Tveir
karlar voru handteknir í tengslum
við þessi mál en annar þeirra hefur
játað sölu fíkniefna. Húsleitin var
framkvæmd að undangengnum
dómsúrskurði. Fyrrnefndar aðgerð-
ir eru liður lögreglu í að hamla gegn
sölu og dreifingu fíkniefna.
Fundu fíkniefni
við húsleit
Eftir Andra Karl
andri@mbl.is
VERSLUNAR- og þjónustufyrir-
tækið N1 mun taka við rekstri all-
margra starfsstöðva sinna á lands-
byggðinni, í stað umboðsmanna
sem sjá um reksturinn í dag. Á
liðnum tólf mánuðum hefur N1 tek-
ið yfir rekstur fimm starfsstöðva,
en um sextíu stöðvar eru enn í
rekstri umboðsmanna. Samkvæmt
heimildum Morgunblaðsins gætir
óánægju meðal nokkurra umboðs-
manna, en dæmi eru um að menn
hafi rekið stöðvar sínar í allt að
áratug.
Hermann Guðmundsson, forstjóri
N1, segir að með því að yfirtaka
rekstur þessara stöðva gefist frek-
ari tækifæri til að leita hagræð-
ingar, auka vöruúrval og bæta
þjónustu. „Hluti af skýringunni er
að þessar starfsstöðvar bera okkar
nafn en eru ekki í okkar rekstri, og
til þess að við getum staðið undir
því þjónustustigi sem við viljum að
nafnið N1 standi fyrir getum við
illa lagt þær kvaðir á núverandi
umboðsmenn. Þann kostnað þurfum
við að axla sjálfir, og þá ábyrgð
sem af auknu þjónustustigi leiðir.“
Hermann bendir þannig á að um-
boðsmenn hafi ýmsir haft fjárhags-
legan stuðning N1 í gegnum tíðina.
„Og eins höfum við á tíðum verið
með rekstrarstyrki til að halda
þeim starfsstöðvum í rekstri þar
sem rekstrargrundvöllur er hæp-
inn; á minnstu stöðunum.“
Hvert tilvik skoðað fyrir sig
Ekki er ákveðið hvenær N1 tek-
ur yfir rekstur stöðvanna. Her-
mann segir þetta lifandi kerfi sem
sé síbreytilegt. „Það er verið að
skoða þetta.
Margir þessara
samninga eru
með endurnýjun-
arákvæðum. Þeg-
ar þeir koma til
endurnýjunar
skoðum við hvert
og eitt tilvik fyrir
sig. Sumir þessir
staðir eru þannig
að það er lítið
sem ekkert sem við getum bætt við
þjónustustigið. Því er ekki áhuga-
vert fyrir okkur að breyta rekstr-
arfyrirkomulaginu. Aðrir staðir
hafa meiri burði til þess og þá höf-
um við kosið að taka þá yfir sjálfir.
Þetta er ekki einhver kúvending, en
þetta er áherslubreyting hjá okk-
ur.“
N1 greiðir umboðsmönnum fyrir
reksturinn, þ.e. allar birgðir og
fjárbindingu í rekstrinum. Hins
vegar verður ekki greitt fyrir við-
skiptavild, „enda er hún háð okkar
nafni, sem stendur utan á þessum
starfsstöðvum“, segir Hermann.
„Við getum ekki verið að kaupa
okkar eigin viðskiptavild. það er
ómögulegt að borga einhverjum
öðrum fyrir hana.“
Spurður hvort hann hafi heyrt af
óánægju meðal starfsfólks starfs-
stöðvanna segir Hermann að öllum
sem unnið hafa fyrir umboðsmenn-
ina hafi verið boðin ráðning, þannig
að ekkert breytist hjá þeim, fyrir
utan nafnið á launaseðlinum. „En
þeir sem hafa verið umboðsmenn
eru í einhverjum tilvikum örugg-
lega ósáttir, kannski búnir að eyða
miklum kröftum í að byggja upp
rekstur. En það verður ekki búin til
ommeletta án þess að brjóta nokk-
ur egg.“
N1 tekur við
rekstrinum af
umboðsmönnum
Fyrirtækið hefur tekið yfir rekstur
fimm starfsstöðva á landsbyggðinni
Leggja ekki kvaðir við eflingu þjón-
ustustigs á umboðsmennina
Hermann
Guðmundsson
4 MIÐVIKUDAGUR 14. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Eftir Önund Pál Ragnarsson
onundur@mbl.is
YFIR 800 athugasemdir höfðu bor-
ist Sigurði Jónssyni, byggingafull-
trúa í Ölfusi, undir kvöld í gær,
vegna auglýstrar breytingartillögu á
aðalskipulagi Ölfuss. Tillagan gerir
ráð fyrir Bitruvirkjun, allt að
135MW jarðgufuvirkjun við Öl-
kelduháls, skammt ofan Hvera-
gerðis. Hafa Hvergerðingar m.a.
miklar áhyggjur af mengun frá
virkjuninni. Að sögn Sigurðar er von
á að athugasemdirnar fylli þúsund
áður en yfir lýkur, enda hafi ein-
hverjar þeirra eflaust verið póst-
lagðar í dag.
Athugasemdirnar verða í kjölfarið
teknar saman og yfirfarnar af skipu-
lagsnefnd Ölfuss, sem fundar næst
20. maí. Nefndin leggur athuga-
semdirnar og umsögn sína um þær
því næst fyrir bæjarstjórn, sem næst
fundar 29. maí. Samþykki bæjar-
stjórn skipulagsbreytinguna verða
öll gögn málsins, þ.á m. athugasemd-
irnar þúsund, send til Skipulags-
stofnunar sem fer yfir vinnuferla
sveitarfélagsins í málinu, að sögn
Sigurðar.
Ólafur Áki Ragnarsson, bæjar-
stjóri í Ölfusi, segir í samtali við
Morgunblaðið að beiðni Orkuveitu
Reykjavíkur, sem er landeigandi á
Ölkelduhálsi, um skipulagsbreyt-
ingu vegna virkjunarinnar hafi verið
tekin til greina eins og allar aðrar
beiðnir landeigenda um skipulags-
breytingar. Því næst berist athuga-
semdirnar, þannig sé eðlilegur gang-
ur lýðræðisins. „Við höfum ekki
staðið í vegi fyrir því að landeigend-
ur fái að skoða möguleika á breyttri
landnýtingu hjá sér,“ segir Ólafur.
Efast um hæfi sveitarstjórnar
Landvernd sendi sveitarfélaginu
erindi í gær þar sem auglýsing tillög-
unnar var sögð haldin vanköntum og
efast um hæfi sveitarstjórnar til að
fjalla frekar um málið, þar sem sveit-
arfélagið hafi með samningi við OR
skuldbundið sig til þess að skipu-
leggja svæðið til samræmis við fram-
kvæmdir sem fyrirhugaðar eru.
„Okkar skilningur er sá að við höf-
um farið löglega að þessu eins og
öðrum breytingum á skipulagi sem
við höfum auglýst,“ segir Ólafur Áki.
Nær þúsund athugasemdir
við skipulagstillögu Ölfuss
Bæjarstjóri segir
tillögur allra land-
eigenda auglýstar
!
"
EINBEITINGIN skein úr augum barnanna í 4. bekk
Háteigsskóla á Austurvelli í gær. Þar komu þau sér vel
fyrir á hellulagðri jörðinni með blýant og stílabók og
vönduðu sig sem mest þau máttu við að teikna Alþing-
ishúsið og Dómkirkjuna. Öðrum fannst hentugra að
teikna við fótskör styttu Jóns Sigurðssonar forseta.
Smáatriði Alþingishússins fönguð
Morgunblaðið/Golli
ÍTALSKUR ferðamaður fannst við
vestanverð mörk Breiðamerkurjök-
uls á sjötta tímanum í gærdag.
Neyðarsendir hans fór í gang vegna
bilunar eða mistaka en maðurinn
reyndist ekki í hættu. Þyrla Land-
helgisgæslunnar var kölluð út en var
snúið við eftir að maðurinn fannst.
Var heill á húfi
við Vatnajökul
SAMTÖK breskra fjármálafyrir-
tækja, BBA, hafa ákveðið að endur-
skoða útreikninga vaxta á milli-
bankamarkaði í London,
svokallaðra Libor-vaxta. Útreikn-
ingar vaxtanna byggjast á upplýs-
ingum sem BBA fær frá aðildar-
bönkum sínum en eins og greint
var frá í Morgunblaðinu 21. apríl sl.
lék grunur á að einhverjir bankar
hefðu vísvitandi veitt rangar upp-
lýsingar og því væru Libor-vext-
irnir mun lægri en efni stóðu til.
Aukinn kostnaður lánþega um
allan heim hækki vextirnir
Samkvæmt Vegvísi Landsbank-
ans verður aðferðin við útreikninga
Libor-vaxtanna endurskoðuð en
hækki vextirnir mikið í kjölfarið
getur það haft í för með sér aukinn
kostnað fyrir lánþega um allan
heim enda eru vextirnir almennt
notaðir sem viðmið við fjármögnun
á alþjóðlegum mörkuðum.
Útreikning-
arnir endur-
skoðaðir
♦♦♦