Morgunblaðið - 14.05.2008, Síða 9

Morgunblaðið - 14.05.2008, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. MAÍ 2008 9 FRÉTTIR Hverfisgötu 6 101 Reykjavík sími 562 2862 Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigur 5 • Sími 581 2141 Sumardress frá „BLEYJUNAR hækkuðu veru- lega,“ segir foreldri tvíbura, sem ekki var alls kostar sátt við ummæli Guðmundar Marteinssonar, rekstr- arstjóra Bónuss, í Morgunblaðinu í gær. Þar sagði Guðmundur að hvorki hefði orðið hækkun á Pamp- ers eða Libero-bleyjum hjá Bónus síðustu mánuði. Foreldrið sem um ræðir lét Morg- unblaðinu í té innkaupastrimla sína. Þar sést að pakki af Liberos maxi + bleyjum fyrir 10-16 kg þungt barn kostaði 963 krónur í Bónus 24. mars sl. 9. apríl kostaði sama pakkning 1.259 krónur, sem er 296 króna mun- ur, eða tæplega 24% verðhækkun. Í gær kostuðu sami bleyjupakki 1.279 krónur. Frá mars og fram í apríl urðu ekki breytingar á verði pakka af bleyjuþurrkum frá Pampers. Guðmundur Marteinsson segir að á heildina litið hafi lítil hækkun orðið á barnavörum hjá Bónus. 22. október kostuðu bleyjurnar 1.259 krónur og 14. nóvember 2006 kostaði pakkinn 1.285 krónur,“ segir hann. Bleyjurnar kostuðu 963 krón- ur í janúar, febrúar og fram í mars á þessu ári. Í lok mars hækkuðu þær í 1.098 krónur, í 1.259 krónur í apríl og loks í 1.279 krónur, sem er núverandi verð. „Við eltum öll tilboð, þetta getur tengst því,“ segir Guðmundur. Hugsanlegt sé að samkeppnisaðili hafi verið með tilboð í gangi og því hafi verðið í Bónus lækkað um tíma. Bleyjurnar hækk- uðu verulega Rekstrarstjóri Bónuss segir litla hækkun á barnavörum þegar á heildina er litið RJÚPAN er nú sem óðast að koma sér fyrir á varpstöðvum og víða má sjá skjannahvíta karra vakta óðul sín. Ljósmyndarinn rakst á þetta fallega rjúpnapar í sólskininu í Að- aldal í Suður-Þingeyjarsýslu um hvítasunnuhelgina. Karrarnir mæta á varpstöðvar um hálfum mánuði á undan kvenfuglum. Varp- ið hefst svo í maílok. Kvenfuglinn á myndinni er byrj- aður að klæðast sumarbúningnum. Rjúpan skiptir þrisvar sinnum á ári um búning og líkist þá mjög um- hverfinu. Litarbreytingin er vörn gegn ránfuglum. Sumar- og haust- fiður er brúnleitt (dekkra á körr- um) en vetrarfiðrið að mestu hvítt. Fjaðurskipti karranna eru mjög hæg á vorin og þeir komast ekki í sumarbúning fyrr en upp úr miðjum júnímánuði. Það kemur fálkanum vel, því talið er að hann drepi þriðjung og jafnvel allt að helmingi allra rjúpnakarra á þess- um tíma. Farfuglarnir eru nú flestir komn- ir en sá næstsíðasti í röðinni, óðins- hani, sást hér 12. maí, að því er fram kemur á farfuglasíðu Yanns Kolbeinssonar (http://www.hi.is/ ~yannk/migrants.htm). Þórshaninn er einn ókominn svo vitað sé, en venjulega kemur hann upp úr þriðju viku maí. Þetta er 11. árið sem Yann skráir komudaga far- fugla og má sjá af skránni að flestir farfuglar koma í mars og apríl. Flækingar á ferð Brynjúlfur Brynjólfsson, í Félagi fuglaáhugamanna Hornafirði, sagði að þetta vor skæri sig ekki úr hvað varðaði komur flækingsfugla. Á heimasíðu félagsins (www.fugl- ar.is) er gerð grein fyrir þeim flæk- ingum sem sjást hér hverju sinni. Tegundanöfnin eru litmerkt á síð- unni eftir því hve oft tegundirnar hafa sést hér. Meðal sjaldséðustu tegunda (sést sjaldnar en 16 sinnum fyrir 2003) sem hafa sést hér nýlega eru bjarthegri sem m.a. sást á Heimaey, hnúðsvanur á Stöðv- arfirði, vestræn korpönd við Þvott- árskriður og hvítönd á Djúpavogi. Þá hefur sést grátrana á Austur- landi sem ekki er algeng sjón. Í vor hafa svölur, bæði bæj- arsvölur og landsvölur, sést suð- austanlands og víðar. Þá bar tals- vert á barrfinkum á liðnu hausti og eins hafa þær sést víða í vor. Brynj- úlfur sagði hugsanlegt að ein- hverjar þeirra hefðu dvalið hér í vetur. Hann taldi ekki ósennilegt að barrfinkur settust hér að við aukna skógrækt. Ljósmynd/Sigurður Ægisson Tilhugalíf Rjúpnapar naut lífsins í S-Þingeyjarsýslu um helgina. Karrinn vaktar óðalið og kvenfuglinn er farinn að skipta litum fyrir sumarið. Vorfiðringur í fuglalífinu Eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur gudrung@mbl.is „ÞÆR hugmyndir sem uppi hafa verið á breytingum á [Hallar]garð- inum í tengslum við sölu á Frí- kirkjuvegi 11 og uppbyggingu á safni þar um Thor Jensen tel ég varasamar og hef ýmislegt við þær að athuga. Þær sýna bæði Hallargarðinum og húsinu, með sinni upphaflegu aðkomu frá Frí- kirkjuvegi, ákveðna vanvirð- ingu,“ segir Samson B. Harðarson landslagsarkitekt FÍLA í viðtali um Hallargarðinn í síðasta sunnudags- blaði Morgunblaðsins. Þar kom og fram að umræddur garður er í óformbundnum stíl amerísks mód- ernisma, en hann var hannaður af Jóni H. Björnssyni landslags- arkitekt á árunum 1953 og 1954. Hallargarðurinn var svo endur- hannaður af Jóni í upphaflegri mynd að nokkru árið 1986. Umhverfis- og samgöngusvið Reykjavíkurborgar mun að sögn Þórólfs Jónssonar, garðyrkjustjóra Reykjavíkurborgar, eiga samræður við kaupendur Fríkirkjuvegar 11. „Tillögur um frágang á bættu að- gengi að kjallara hússins, eins og kveðið er á um í kaupsamningi, voru samþykktar en engar end- anlegar teikningar eru komnar að þeirri framkvæmd. Bæði seljendur og kaupendur þurfa að samþykkja breytingar á garðinum,“ segir Þór- ólfur. „Miðað við þær samræður sem ég hef átt við fulltrúa kaupanda þá er fullur vilji hjá honum til að gera alla hluti vel sem snúa að Hallargarð- inum. Garðurinn er almenningseign og samkvæmt samningnum er að- eins þröng lóð utan um sjálft húsið sem fylgir með í kaupunum. Lóðin er samkvæmt nýja samningnum 903 fermetrar sem húsið stendur á, auk þess fylgir 760 fermetra leigulóð bak við húsið.“ Er þar svokallað Hestagerði? „Já. Það liggur fyrir tillaga um að stytta gat á veggnum á Hestagerði þannig að hægt sé að nýta það sem bílastæði með aðkeyrslu frá Lauf- ásvegi. En um slíkar framkvæmdir þarf að sækja til Fornleifanefndar ríkisins af því að umræddur veggur er það gamall.“ Þórólfur Jónsson Guðinn Adonis Bronsafsteypa í Hallargarðinum. Engar endanlegar teikningar AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.