Morgunblaðið - 14.05.2008, Page 12

Morgunblaðið - 14.05.2008, Page 12
12 MIÐVIKUDAGUR 14. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERINU SKÍÐASVÆÐIN á Íslandi hafa lok- ið starfsemi sinni þennan veturinn og óhætt er að segja að aðsókn að skíðasvæðunum hafi verið sú allra mesta frá upphafi. Á ársfundi Samtaka skíðasvæða á Íslandi, sem haldinn var á skíð- svæðinu í Oddsskarði dagana 8.-9. maí s.l., voru birtar aðsóknartölur aðskíðasvæðum landsins á liðnum vetri. Fyrstu skíðasvæðin voru opnuð í byrjun desember og þeim síðustu var lokað núna um hvítasunnuna. Alls sóttu um 170 þúsund manns skíðsvæðin sem er það mesta síðan talningar hófust. Mest var aðsóknin í Bláfjöllum, eða um 60 þúsund manns, og í Hlíðarfjalli á Akureyri voru gestirnir um 50 þúsund. Í fyrsta skipti í mörg ár voru öll skíðsvæðin á landinu opin á sama tíma. Aukin aðsókn var að öllum skíða- svæðum á landinu. Til marks um það var sala á skíða- og snjó- brettabúnaði með besta móti og seldist margvíslegur búnaður sem er til sölu í skíðavöruverslunum upp um miðjan vetur, sérstaklega var tekið eftir aukningu á notkun skíðahjálma. Morgunblaðið/Árni Sæberg Metaðsókn Landsmenn fjölmenntu í skíðabrekkur landsins í vetur enda snjór með mesta móti. Biðröð í lyftur var algeng sjón í vetur. Aðsókn að skíðasvæðum sló öll fyrri met á nýliðnum vetri HÁSKÓLINN á Bifröst og Price- WaterhouseCoopers (PwC) standa fyrir ráðstefnu undir yfirskriftinni Stjórnhættir hins opinbera og einkageirans – má læra hvort af öðru. Ráðstefnan fer fram á Grand Hótel föstudaginn 16. maí frá kl. 14-16. Þáttökugjald er 2.000 krón- ur og greiðist við inngang. Skrán- ing er á bifrost@bifrost.is. Á ráðstefnunni verður leitað svara við því hvaða stjórnarhættir séu ákjósanlegastir og hvort hið op- inbera og einkageirinn geti lært hvort af öðru og hvort æskilegt sé að stjórna opinberum fyrirtækjum með sama hætti og einkafyr- irtækjum. Erindi flytja: Bryndís Hlöðversdóttir, aðstoðarektor Há- skólans á Bifröst, Björgvin G. Sig- urðsson viðskiptaráðherra, David Austin PwC, Ragnar Þ. Jónasson, fyrirtækjaráðgjöf PwC, Ástráður Haraldsson lögmaður og Ágúst Einarsson, rektor Háskólans á Bif- röst. Léttar veitingar verða í lokin. Ólöf Nordal stjórnar ráðstefnunni. Morgunblaðið/Þorkell Stjórnarhættir Háskólinn á Bifröst stendur fyrir ráðstefnu ásamt PwC. Ráðstefna um stjórnarhætti SAMBAND íslenskra sveitarfélaga og Stofnun stjórn- sýslufræða og stjórnmálafræða við Háskóla Íslands standa fyrir málþingi föstudaginn 16. maí kl. 14-16 í Há- skólatorgi HÍ, stofu HT-105. Málþingið, sem er öllum op- ið endurgjaldslaust, markar upphaf þriggja ára þróun- ar- og rannsóknarverkefnis þessara aðila um íbúalýðræði. Fjallað verður um það með hvaða hætti sveitarstjórnir á Íslandi haga samstarfi við ólíka aðila í samfélaginu. Erindi flytja: Gunnar Helgi Kristinsson prófessor, Gunnar Svavarsson, bæjarfulltrúi í Hafn- arfirði og alþingismaður, Sigrún Björk Jakobsdóttir, bæjarstjóri á Akureyri, Hanna Birna Kristjánsdóttir, forseti borgar- stjórnar í Reykjavík, Gunnar Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi, Stefán Gíslason, verkefnisstjóri Staðardagskrár 21 á Íslandi og Björg Ágústdóttir, lögfræðingur hjá Alta. Málþinginu stýrir Dagur B. Eggertsson. Þátttöku þarf að skrá á www.stjornsyslustofnun.hi.is/page/lydraedi. Málþing um íbúalýðræði Háskóli Íslands RÁÐSTEFNA um stöðu neytenda- mála og stefnumörkun til fram- tíðar verður haldin á vegum við- skiptaráðuneytisins á Grand Hóteli í dag, miðvikudag, klukkan 8.10. Á ráðstefnunni verða m.a. kynntar nýjar skýrslur þriggja stofnana Háskóla Íslands. Skýrslu Félagsvísindastofnunar kynna dr. Ragna Benedikta Garðarsdóttir og Ásdís Aðalbjörg Arnalds. Skýrslu Hagfræðistofnuna kynnir Þórólfur Matthíasson. Skýrslu Lagastofnunar kynna Ása Ólafs- dóttir og Eiríkur Jónsson. Björg- vin G. Sigurðsson viðskiptaráð- herra flytur ávarp og dr. Gunni kynnir sjónarmið neytenda. Fund- arstjóri verður Jón Þór Sturluson. Ráðstefna um neytendamál HINN 1. maí sl. voru stofnuð for- eldrasamtök gegn áfengisauglýs- ingum. Rétt á aðild að samtökunum eiga foreldrar og forráðamenn barna og unglinga og aðrir sem láta sig velferð barna og unglinga varða. Gengið var frá stofnskrá og kjör- in stjórn en hana skipa: Árni Guð- mundsson, María Jónsdóttir, Geir Bjarnason, Ösp Árnadóttir og Ólaf- ur J. Stefánsson. Á næstu vikum munu samtökin opna heimasíðu. Auk almennrar umfjöllunar um þetta málefni mun fólki gefast færi á að tilkynna í gegnum síðuna um brot á lögum um bann við áfengisauglýsingum. Samtök gegn aug- lýsingum stofnuð STUTT Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is GRÆNLENSKA sjávarútvegsráðu- neytið hefur fengið í hendur tölvulík- an sem notað verður til að þróa stjórnkerfi fyrir fiskveiðar við Græn- land í framtíðinni. Einnig er fyrirhug- að að nota líkanið við vinnu nefndar sem vinnur að undirbúningi nýrrar fiskveiðilöggjafar. Danska fyrirtækið OS Consulting I/S gerði líkanið en Ís- lendingurinn Hilmar Ögmundsson er annar eigandi þess. Hilmar segir að um sé að ræða tölvulíkan sem reiknar kosti og galla við mismunandi fiskveiðistjórnunar- kerfi. Möguleiki sé að athuga upp- byggingu flotans með mismunandi samsetningu fiskiskipa eftir stærðum (allt frá trillu og upp í frystitogara) og veiðarfærum (línu, neti eða botn- vörpu) og framleiðslu og frystingu á hafi úti. Líkanið getur meðal annars svarað spurningum um hversu stór skip þurfi til að geta skilað hagnaði og hversu mikinn kvóta útgerðin þurfi til að standa undir kostnaði við fjárfest- ingar, til að geta skilað eigin hagnaði og tekjum til samfélagsins. Með það sem útgangspunkt getur líkanið reiknað hvaða samsetning af fiski- skipaflotanum og landframleiðslu er hagkvæmust út frá völdum markmið- um, það er að segja hvað kemur best út fyrir samfélagið í heild þegar tekið er mið af meðal annars tekjum út- gerða og einstaklinga, rekstrarkostn- aði, atvinnu, opinberum fjárfesting- um, skattatekjum og veiðileyfagjaldi. Þar sem ekki hafa verið stundaðar skipulegar við Grænland frá því um 1990 eru gögn um þorskveiðar og fiskvinnslu af skornum skammti. OS Consulting þurfti því að leita víðar fanga og fengust mikilvægar upplýs- ingar hjá íslenskum stjórnvöldum, fyrirtækjum og einstaklingum. Segja má að íslenska fiskveiðistjórnunar- kerfið og vinnsla á þorski í heild hér á landi hafi verið mikilvæg fyrirmynd við gerð reiknilíkansins. Líkanið var afhent grænlenska sjávarútvegsráðu- neytinu í lok síðasta mánaðar. Nýtt þorskævintýri í vændum? OS Consulting er ráðgjafarfyrir- tæki sem sérhæfir sig í að hanna hag- ræn og efnahagsleg reiknilíkön. Sjávarútvegsráðuneytið á Græn- landi hafði samband við OS Consult- ing í júní á síðasta ári og bað fyrirtæk- ið að þróa líkan sem gæti reiknað út hvers konar fiskveiðistjórnun myndi henta best við þorskveiðar á Græn- landi í framtíðinni. Fyrirtækið hefur áður þróað líkön í kringum rækju- veiðar og grálúðuveiðar á Grænlandi fyrir ráðuneytið og eru þau reglulega notuð við stjórnun þeirra veiða. „Ástæðan sem ráðuneytið gaf okkur fyrir nauðsyn slíks líkans var að útlit væri fyrir að þorskveiðar gætu hafist í stórum stíl við Grænland á árunum 2008 eða 2009,“ segir Hilmar. Þorskveiðar á Grænlandi hafa ekki verið stundaðar með skipulegum hætti síðan á níunda áratugnum en þá hrundi þorskstofninn. Um mitt síð- asta ár hófst mikil umræða um að þorskurinn væri að koma til baka í stórum stíl eftir að grænlenska haf- rannsóknastofnunin gaf það út að stofninn væri að styrkjast. Umræðan snerist um að nú væri nýtt þorskæv- intýri að hefjast svipað því sem var á sjöunda áratugnum þegar það veidd- ust allt að 450 þúsund tonn á ári. Nú hefur mjög dregið úr væntingunum. Frjáls aðgangur að fiskimiðunum hefur verið talinn hluti af veiðihefð Grænlendinga en í seinni tíð hefur komið skýrt í ljós, samkvæmt upplýs- ingum Hilmars, að fullt frelsi til nýt- ingar á mikilvægum auðlindum sjávar leiðir til ofnýtingar þeirra og því hef- ur verið talið nauðsynlegt að tak- marka sókn í flesta nytjastofnana. Þannig var settur heildarkvóti á grá- lúðu á árinu 2007. Utanskersveiðar á þorski voru takmarkaðar við 3.000 tonn á síðasta ári og kvótum einkum úthlutað í tilraunaskyni en áfram veittur frjáls aðgangur innan skerja. Vísindalegt mat hafrannsókna- stofnunarinnar á Grænlandi á ástandi sjávarauðlinda og ráðgjöf um há- marksafla úr hverjum stofni eru grundvöllur leyfilegs heildarafla sem landstjórnin á Grænlandi ákveður fyrir tiltekna stofna. Hilmar segir að við vinnuna við líkanið hafi verið erfitt að fá upplýsingar um stærð þorsk- stofnsins vegna skorts á gögnum. Nýjar upplýsingar bárust hins vegar þegar unnið var úr niðurstöðum rann- sóknarleiðangurs við austurströnd Grænlands sem bentu til að stofninn væri ekki jafn stór og menn höfðu verið að vona. Holger Hovgård, fiski- fræðingur hjá grænlensku hafrann- sóknastofnuninni, sagði Hilmari og félaga hans að ef stofnunin mætti ráða yrðu engar þorskveiðar leyfðar á næstunni. Hins vegar, ef setja ætti hámarksafla, ætti landstjórnin að vera mjög varkár og undir engum kringumstæðum að setja hámarks- afla yfir 10.000 tonn, til þess að stofn- inn gæti stækkað. Á undanförnum mánuðum hefur hafrannsóknastofnunin dregið mjög úr væntingum um styrkingu þorsk- stofnsins. Þetta hefur valdið því að þjóðfélagsumræðan um nýtt þorska- ævintýri hefur fallið í gleymsku og í staðinn komið upp pólitísk umræða um úthlutun kvótans fyrir árið 2008. Landstjórnin ákvað nýlega að leyfi- legur heildarafli á þorski skyldi vera 15.000 tonn og fór þannig langt yfir ráðleggingar. Grænlenskar útgerðir fá 10.400 tonn en 4.600 tonn fara til ESB. Kvótanum var skipt á fyrirtæk- in eftir magni en ekki aflahlutdeild, hvert fyrirtæki fékk 1.000 til 1.500 tonna kvóta sem ekki er framseljan- legur, að minnsta kosti enn sem kom- ið er. Í hópi þessara fyrirtækja eru fjórar útgerðir sem eiga frystitogara og ættu að öðru jöfnu að geta nýtt út- hlutaðan kvóta en einnig fengu fisk- vinnslufyrirtæki úthlutun, þar á með- al eitt sem hvorki á skip né hefur haft leyfi til veiða. Hilmar segir að þótt kvótanum hafi verið úthlutað með þessum hætti í ár sé ekki hægt að full- yrða um skipulag til framtíðar. Vinna við undirbúning þeirrar stefnumörk- unar fari nú fram og nýtist tölvulíkan þeirra félaga við hana. Frystitogarar góð lausn Hilmar segir að erfitt sé að meta hverju skipting kvótans í ár skili þar sem ein útgerðin eigi ekki skip og skip hinna stundi aðallega grálúðu- og karfaveiðar. „Hins vegar sýna út- reikningar í líkaninu að ef tveir frysti- togarar veiða þessi 10.400 tonn og framleiða skinn- og roðlaus þorskflök fyrir Ameríku- eða Evrópumarkað myndu togararnir geta skilað allt að 150 milljónum danskra króna eða um það bil 2,3 milljörðum íslenskra í út- flutningstekjur fyrir Grænland,“ seg- ir Hilmar. Hann bætir því við að Grænlendingar eigi frystitogara og gætu þannig unnið þetta verkefni án verulegra fjárfestinga. Ef vinna ætti aflann í landi þyrfti að keyra í gang frystihús eða byggja ný með tilheyr- andi fjárfestingum sem þyrftu verk- efni til að minnsta kosti fimmtán ára. Tveir togarar gætu veitt allt að 120 manns atvinnu og um það bil 12 manns í óbeinni atvinnu. „Það væri að mínu mati mjög góð lausn, sérstak- lega ef Alcoa ákveður að byggja nýtt álver í Manitsoq á næstu árum en það myndi auka gífurlega eftirspurn eftir vinnuafli,“ segir Hilmar. Vísar hann þar til umræðna um gífurlega upp- byggingu á virkjunum og álveri á vesturströnd Grænlands sem myndi krefjast mikils erlends vinnuafls. # ## "$ %&%##$                        ! "  #  $ "    %& "    "   ' !(          &)   !" !" ! ! ! ! ! ! ! #!$ "! %                 ! # $%&!    Reiknar kosti og galla mismunandi kerfa Náttúran Ekki þarf neitt tölvulíkan til að reikna út náttúrufegurðina á Grænlandi. Hér er Hilmar Ögmundsson á ferð í Kulusuk. Hægt að reikna út að hagkvæmast sé að úthluta öllum þorskkvótanum við Grænland til tveggja frystitogara Í HNOTSKURN »Hægt er að reikna út hag-kvæmustu nýtingu leyfilegs þorskafla við Grænland. »Dregið hefur úr væntingumum nýtt þorskævintýri. »Úthlutun þorskkvótans viðGrænland hefur verið gagn- rýnd. »Hagkvæmt er talið að veiðaallan þorskinn með tveimur frystitogurum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.