Morgunblaðið - 14.05.2008, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 14.05.2008, Qupperneq 14
14 MIÐVIKUDAGUR 14. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is RÁÐAMENN í Búrma virðast stað- ráðnir í að hafna kröfum um að er- lendum hjálparstarfsmönnum verði hleypt til landsins. George W. Bush Bandaríkjaforseti og Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóð- anna, hafa fordæmt þessa afstöðu herforingjastjórnarinnar. Birgðir af hjálpargögnum hafa hlaðist upp á flugvöllum vegna þess að hermenn Búrma hafa ekki komið þeim til nauðstaddra á flóðasvæðunum. Anders Fogh Rasmussen, for- sætisráðherra Danmerkur, tók í gær undir með Frökkum og sagði að ástandið í Búrma væri svo skelfilegt að nauðsynlegt gæti verið að beita hervaldi til að tryggja að neyðarað- stoð bærist fólki. Til greina kæmi að grípa til slíkra ráða jafnvel þótt ekki fengist fyrir því samþykki í örygg- isráði SÞ. Erlendir sérfræðingar segja að her Búrma skorti kunnáttu til að sjá um dreifingu hjálpargagna auk þess sem hermennirnir hafi ekki nægileg- an tækjabúnað. Er fullyrt að sums staðar á óshólmasvæði Irrawaddy, þar sem tjónið er mest, sé hjálpar- gögnum dreift með eintrjánungum. Stjórnvöld segja að staðfest sé að rúmlega 34.000 manns hafi farist auk þess sem tæplega 28.000 sé saknað eftir fellibylinn Nargis fyrir 11 dög- um. Talið er að 1,5 milljónir manna séu heimilislaus. Fólkið skortir tjöld, teppi, mat og hreint drykkjarvatn og óttast emb- ættismenn SÞ kóleru og fleiri sjúk- dóma. „Staðan núna er mjög hættu- leg,“ sagði Ban Ki-moon. „Ef meiri hjálp berst ekki mjög fljótt til lands- ins gætu brotist úr smitsjúkdómar og vandinn sem nú er fyrir hendi yrði smávægilegur í samanburði við þann sem þá yrði reyndin.“ Andrew Kirkwood, yfirmaður Búrmadeildar samtakanna Barnaheilla, er bjart- sýnni en talsmenn SÞ. Telur hann að sögn breska blaðsins The Guardian að búið sé að koma hjálp til nær helmings fórnarlamba hamfaranna. Gögn á svarta markaðinn? Bandaríkin hafa lengi haft forystu um það meðal lýðræðisríkjanna að beita viðskiptarefsingum til að þrýsta á herforingjana um að tryggja mannréttindi og leyfa frjáls- ar kosningar. Bandaríkjamenn kröfðust þess í fyrstu að fá að stjórna dreifingu hjálpargagna sjálfir en sendu á mánudag flugvélar með gögn sem voru afhent her Búrma. Þegar hafa heyrst sögusagnir um að hjálpargögnum hafi verið stolið og þau seld á svörtum markaði. Búrma hafnar áfram erlend- um hjálparstarfsmönnum Anders Fogh Rasmussen segir að nauðsynlegt geti orðið að beita hervaldi, jafnvel án samþykkis öryggisráðsins, til að koma hjálpargögnum til bágstaddra í Búrma Reuters Aðstoð Búrmabúar af flóðasvæð- inu bíða eftir matargjöfum. Í HNOTSKURN »Búrma flytur út mikið af gasiog timbri, einkum til Taí- lands, Kína og Indlands. Tekj- urnar af gasi jukust um 80% árið 2007 miðað við 2006 og gjaldeyr- isforði landsins, nú um fjórir milljarðar dollara, hækkar um 150 milljónir dollara á mánuði. »Herforingjarnir hafa tryggtsér einkaleyfi á margvís- legum viðskiptum og hafa á ferli sínum sankað að sér geysimikl- um auðæfum. En þorri lands- manna, sem eru um 50 milljónir, býr við sult og seyru. RIFIÐ plakat með mynd af Boris Tadic, forseta Serbíu, á götu í Belgrad í gær. Sambandsflokkur Tadic fékk flest atkvæði í þingkosningunum um helgina, tæp 39%, en bandalagið boðar aðild Serbíu að Evrópusamband- inu. Helsti flokkur þjóðernissinna, Róttæki flokkurinn, sem vill samstarf við Rússa, var með nær 30%. Leiðtog- inn, Tomislav Nikolic, hyggst reyna að mynda stjórn með smáflokkum sem einnig boða þjóðernisstefnu. Reuters Flokkur Tadic sigraði í Serbíu Mesópótamía. AP. | Í friðsælu og raf- magnslausu bóndabýli með gaslýs- ingu dunda tvær stúlkur með hatta og í bláum síðkjólum við að líma saman flöskur af útrunninni salat- sósu, þurrka ryk af beygluðum grænmetisdósum og sælgætis- kössum. Þetta eru vörur sem banda- rískir stórmarkaðir hafa skilað. Verslunin er í eigu fjölskyldu úr röðum Amish-fólksins, strangtrúaðs trúflokks af hópi mennoníta sem er mjög fastheldinn á forna lifnaðar- hætti. Amish-menn reka margar verslanir sem bjóða upp á ýmsan hræódýran varning sem aðrar versl- anir hafa skilað vegna galla eða vegna þess að vörurnar eru útrunn- ar. Amish-menn eru lítt hrifnir af nútímalegum verslunarháttum og halda rekstrarkostnaðinum í algjöru lágmarki. Slíkar verslanir njóta sí- vaxandi vinsælda í Bandaríkjunum nú þegar farið er að harðna á daln- um. „Hér er allt frá Mercedes-bílum á bílastæðum okkar til hesta og barna- vagna,“ sagði Ray Marvin, versl- unarstjóri B.B.’s Grocery Outlet, verslunarkeðju í eigu Amish-manna í Quarryville í Pennsylvaníu. Í skilavöruverslunum Amish- fólksins eru meðal annars seld út- runnin matvæli og jafnvel lyf. Mat- væla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna bannar ekki sölu á útrunnum vörum, að mjólkurblöndu handa pelabörn- um undanskilinni. Einnig er bannað að selja lyf sem eru fölsuð eða með röngu vörumerki. „Við erum steinhissa á því hversu vel okkur hefur gengið,“ sagði Re- becca Miller, Amish-kona sem opn- aði verslunina N&R Salvage ásamt eiginmanni sínum í fyrra í útjaðri Mesópótamíu, í norðaustanverðu Ohio-ríki. Verslunin hefur blómstrað þótt hjónin hafi aldrei auglýst hana. Flestar verslananna hafa verið rekn- ar í nokkur ár en eigendur þeirra segja að viðskiptin hafi aukist veru- lega á síðustu mánuðum vegna hækkandi eldsneytis- og matvæla- verðs, lánsfjárkreppu og aukinna vanskila á húsnæðisveðlánum. Nokkrir kaupmannanna vildu ekki gefa upp sölutölurnar. Einn þeirra, eigandi Amelia-s Grocery Outlet í New Holland í Pennsylv- aníu, segir að salan hafi aukist um 12% á síðasta ári og útlit sé fyrir að velta 11 verslana hans aukist um 23% í ár. Amish-fólkið býr í alls 28 ríkjum Bandaríkjanna en flestir eru í Ohio, Pennsylvaníu og Indiana. Amish- menn hafa yfirleitt stundað land- búnað án rafmagns og annarra nú- tímaþæginda en margir þeirra hafa brugðið búi á síðustu árum, stofnað fjölskyldufyrirtæki eða fengið vinnu hjá byggingafyrirtækjum eða í verk- smiðjum. Útrunnar og gallaðar vörur rokseljast Hræódýrar verslanir í eigu Amish-fólksins blómstra í Bandaríkj- unum vegna efnahagssamdráttar AP Hræódýrt Viðskiptavinir í verslun í eigu Amish-fjölskyldu í Ohio. Washington. AP. | Aukinn stuðningur svonefndra ofurfulltrúa við Barack Obama hefur orðið til þess að hann getur tryggt sér nógu marga kjör- menn til að verða fyrir valinu sem forsetaefni demó- krata þegar for- kosningunum lýk- ur 3. júní – þótt hann tapi í þrem- ur af sex ríkjum þar sem kosið verður á næstu þremur vikum. Útkoman í for- kosningum demó- krata í Vestur-Virginíu í gær var því talin mundu hafa lítið að segja um heildarstöðuna, en Hillary Clinton hafði þegar tryggt sér 15 af 28 kjör- mönnum ríkisins þegar Morgunblað- ið fór í prentun í nótt. Alls hafa 26 ofurfulltrúar lýst yfir stuðningi við Obama á einni viku. Útlit er því fyrir að hann hafi tryggt sér nógu marga kjörmenn – eða 2.025 – þegar forkosningunum lýkur. Hvorki Obama né Clinton geta fengið svo marga kjörmenn í for- kosningunum sjálfum og úrslitin ráð- ast því af stuðningi 800 ofurfulltrúa, sem sitja landsfund demókrata, geta kosið hvort þeirra sem er og eru ekki bundnir af úrslitum forkosninganna. Þessi staða hefur orðið til þess að Obama er farinn að beina sjónum sín- um að baráttunni við John McCain, forsetaefni repúblikana. Obama eflist Barack Obama Clinton sigraði í Vestur-Virginíu Beirút. AFP. | Her Líbanons kvaðst í gær vera tilbúinn til að beita valdi til að binda enda á mannskæð átök milli vopnaðra hópa stuðningsmanna rík- isstjórnar landsins og liðsmanna Hizbollah-hreyfingarinnar. Fregnir hermdu í gær að a.m.k. 62 menn hefðu beðið bana og 200 særst í átökunum á sex dögum. Eru þetta mannskæðustu átök milli líbanskra fylkinga frá borgarastríðinu á árun- um 1975-1990 og óttast er jafnvel að þau leiði til nýs borgarastríðs. George W. Bush Bandaríkjafor- seti sagði í gær að stjórn sín myndi styðja stjórn Líbanons með því að efla herinn. Hann áréttaði ásakanir sínar um að stjórnvöld í Íran og Sýr- landi hefðu staðið fyrir átökunum og sagði að ríki heims myndu ekki láta það viðgangast að Líbanon þyrfti að lúta erlendu valdi að nýju. Hótar að beita valdi AÐ MINNSTA kosti 60 manns biðu bana og 150 særðust í sprengju- tilræðum í ferðamannaborginni Jaipur á norðvestanverðu Indlandi í gær. Sjö sprengingar urðu á úti- mörkuðum og fleiri stöðum í Jaipur, að sögn yfirvalda í indverska ríkinu Rajasthan. Ein sprengjanna sprakk nálægt hindúahofi. Hundruð þúsunda ferðamanna koma til Jaipur og nágrennis á ári hverju og svæðið er einkum þekkt fyrir fornar hallir og hindúahof. Lögreglustjóri Rajasthan sagði að hermdarverkamenn hefðu verið að verki og markmið þeirra hefði aug- ljóslega verið að valda eins miklu manntjóni og mögulegt var. Mikill öryggisviðbúnaður var í stærstu borgum Indlands og á flug- völlum og lestastöðvum út um allt landið eftir tilræðin. Minnst 60 manns létu lífið Hryðjuverk í Jaipur á Indlandi ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.