Morgunblaðið - 14.05.2008, Page 28
28 MIÐVIKUDAGUR 14. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Helgi Víðir Hálf-dánarson fædd-
ist á Akranesi 1. apr-
íl 1944. Hann lést á
sjúkrahúsi í Antalya
í Tyrklandi hinn 30.
apríl síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Hálfdán Sveinsson,
f. 7.5. 1907, d. 18.11.
1970, og Dóróthea
Erlendsdóttir, f. 1.9.
1910, d. 15.1 1983.
Helgi var yngstur
fjögurra systkina,
hin eru Hilmar
Snær, f. 24.2. 1934, Rannveig Edda,
f. 6.1. 1936, og Sveinn Gunnar, f.
23.7. 1939.
Helgi kvæntist 28.12. 1968
Ágústu Guðbjörgu Garðarsdóttur,
f. 9.4. 1944. Foreldrar hennar voru
Jón Garðar Helgason, f. 15.10.
1911, d. 14.1. 1984, og Jensína
María Karlsdóttir, f. 19.5. 1915, d.
7.4. 1997. Börn Helga og Ágústu
eru 1) Jón Garðar, f. 20.11. 1965,
kvæntur Elise Mathisen, börn
þeirra eru Matthias
Helgi, August Erlend
og Anna Helena. 2)
Edda Dóra, f. 6.11.
1970, maki Ingvar
Arnar Ingvarsson,
börn þeirra eru Jens-
ína Martha og Helgi
Már. 3) Hálfdán
Helgi, f. 14.1. 1985,
unnusta Elínborg
Sædís Pálsdóttir.
Helgi ólst upp á
Akranesi. Hann lauk
gagnfræðaprófi frá
Gagnfræðaskóla
Akraness og verslunarprófi frá
Verslunarskóla Íslands. Helgi bjó
og starfaði í rúm fjörutíu ár á Eski-
firði og veitti lengst af fjórðungs-
skrifstofu Brunabótafélags Íslands
og síðar VÍS forstöðu á Austur-
landi. Helgi flutti til Hafnarfjarðar
2003 og veitti skrifstofu VÍS í Hafn-
arfirði forstöðu síðustu árin.
Útför Helga verður gerð frá
Hafnarfjarðarkirkju í dag, 14. maí,
kl. 15.
Elsku pabbi minn.
Það er erfitt að sitja hér í Álfa-
skeiðinu og skrifa til þín nokkur orð,
minningarnar streyma fram en það
er erfitt að koma þeim á blað. Ein-
hvern veginn er það þannig að ég sit
og bíð eftir að þú komir og kveikir á
sjónvarpinu og útvarpinu til að
hlusta á fréttirnar, því helst varðst
þú að hlusta á þær á öllum rásum,
en því miður kemur þú ekki, sama
hversu lengi ég bíð. En þú ert í
hjörtum okkar eins og Jensína
Martha afastelpan þín sagði er ég
sagði henni að þú værir dáinn. Auð-
vitað veit ég að þú munt fylgjast
með okkur og vernda okkur. Elsku
pabbi þú varst mér allt, yndislegur í
alla staði. Áttir svör við öllu og mik-
inn kærleik, sama á hverju gekk. Þú
varst mjög stoltur af fjölskyldunni
þinni og ekki síst afabörnunum þín-
um sem áttu hug þinn allan. Það var
mér mikil gleði að þú og mamma
skylduð vera viðstödd fæðingu
frumburðar míns hennar Jensínu
Mörthu sem er fædd í nóvember
1997 og ekki síður stuðningur. Ég
man að þú hafðir miklar áhyggjur af
því að ég myndi fæða í byrjun mán-
aðarins því þá var mamma erlendis,
þú varst búinn að setja upp plan um
sjúkraflutning og allt en sem betur
fer þurfti þess ekki með. Tíu árum
seinna fæddist svo litli skæruliðinn
eins og þú kallaðir nafna þinn hann
Helga Má.
Elsku pabbi, þú veist ekki hvað ég
var ánægð með að geta gefið þér
nafna og að þú skyldir halda honum
fyrir mig undir skírn. Ofboðslega
þótti mér leitt þegar þið mamma
fluttuð suður þó að ég viti að það var
ykkur fyrir bestu og þar fékkst þú
góða læknisþjónustu hjá henni Hlíf
Steingrímsdóttur. En við töluðumst
við í síma á hverjum degi, stundum
oftar en einu sinni, og var sjaldan
farið að sofa án þess að hringja í
Hafnarfjörðinn og bjóða góða nótt.
Elsku pabbi, það er svo leitt að
hugsa til þess að þú komir ekki aust-
ur að heimsækja okkur Ingvar í
nýja húsið okkar sem við erum ný-
lega búin að flytja í og koma okkur
fyrir. Þið mamma ætluðuð að koma í
heimsókn eftir Tyrklandsferðina en
ekki má gleyma að fyrst ætluðuð þið
að koma við á Akureyri og fylgjast
með Jensínu minni á Andrésar and-
ar-leikunum en enginn veit sína
framtíð fyrirfram elskan mín. Pabbi
minn, síðustu þrjár vikur eru búnar
að vera svakalega erfiðar, þú mikið
veikur í Tyrklandi og ég hér heima á
Íslandi. Mamma og Garðar báru þér
kveðju mína á hverjum degi og var
það mjög gott fyrir okkur systkinin
mig og Hálfdán Helga að vita að
Garðar bróðir skyldi vera með
mömmu á spítalanum þennan erfiða
tíma en þú vaknaðir ekki aftur elsku
hjartans pabbi minn. Þetta er skrít-
ið líf, en þetta er víst leiðin okkar
allra. Ingvar saknar þín mjög mikið
og þú varst honum sem faðir.
Elsku pabbi, ég skal gæta að
mömmu eins vel og ég get. Minning
þin mun lifa.
Sofðu rótt elsku pabbi minn.
„Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá
aftur huga þinn, þú munt sjá, að þú grætur
vegna þess, sem var gleði þín.“
(Kahlil Gibran)
Ástarkveðja.
Þín elskandi dóttir,
Edda Dóra og fjölskylda.
Helgi bróðir minn, sem er yngst-
ur í hópi okkar fjögurra systkina, er
fallin frá, 64 ára gamall. Hann og
Ágústa Garðarsdóttir, kona hans,
voru á ferðalagi í Tyrklandi þegar
hann veiktist nokkuð skyndilega.
Eftir nokkurra daga dvöl í landinu
var hann lagður inn á sjúkrahús og
átti ekki þaðan afturkvæmt í lifandi
lífi. Þau hjón lögðu upp í þessa lang-
þráðu Tyrklandsferð hinn 7. apríl sl.
og þar lést hann 30. apríl eftir mjög
erfið veikindi.
Þegar maður fæðist inn í og er
uppalinn í félagslegu umhverfi leiðir
það kannski af sjálfu sér að maður
sinnir ýmiss konar félagsmálum og
verður meðlimur í ótal félögum á
lífsleiðinni. Svo er t.d. raunin um
lífshlaup þess er þessar línur setur á
blað. Sum þessara félaga eru manni
kærari en önnur. Það félag sem mér
er kærast er kannski ekki félag í
orðsins fyllstu merkingu. Ég held að
upphafsmaður þess félags hafi verið
Helgi, bróðir minn. Það var lokað fé-
lag, sem hægt er að segja að hafi
orðið til fyrir um 30 árum. Það voru
aðeins fjórir einstaklingar sem gátu
orðið félagsmenn, þ.e.a.s. við systk-
inin. Sem sagt bæði í gamni og al-
vöru lagði Helgi til að við stofnuðum
„Bræðrafélagið“ og félagsmenn
gætu einungis verið við þrír bræð-
urnir og eina systirin í hópnum.
Skyldi hún verða æviformaður eins
og gerist og gengur í „góðum“ ein-
ræðisríkjum.
Þannig var hann Helgi bróðir
minn, vildi hafa gaman og glens í
bland við alvöru lífsins. Hann vildi
efla samheldni og samhug í systk-
inahópnum. Og það var gaman að
fylgjast með áhuga hans fyrir vel-
gengni systkinabarnanna og fundu
þau í honum góðan vin.
Og þannig finnst mér hjónaband
Helga og Ágústu hafa verið. Sam-
heldni og gagnkvæm ást var grund-
völlur sambands þeirra og sam-
bands þeirra við börnin sín þrjú,
tengdabörnin og barnabörnin. Það
var og er vakað yfir velferð hvert
annars. Það kom kannski best í ljós í
veikindum Helga undanfarin ár. Í
glímunni við krabbameinið stóðu
þau þétt saman, sem einn maður. Og
það kom enn betur í ljós síðustu
dagana sem Helgi minn dró lífsand-
ann í framandi landi. Frumburður-
inn Jón Garðar fór þegar í stað til
þeirra og var móður sinni stoð og
stytta þessa erfiðu daga. Og hin
börnin, Edda Dóra og Hálfdán
Helgi, sem og tengdabörnin og
barnabörnin stóðu vaktina hér heima
og í Noregi. Öll stóðu þau saman á
þessum erfiðu tímum.
Mestalla starfsævi sína starfaði
Helgi að tryggingamálum á Austur-
landi, fyrst hjá Brunabótafélagi Ís-
lands og síðan hjá Vátryggingafélagi
Íslands. Þau Ágústa hófu sinn bú-
skap á Eskifirði, þar ólu þau upp
börnin sín og þar finnst mér rætur
þeirra vera. Þau fluttu síðan haustið
2003 til Hafnarfjarðar eftir að Helgi
greindist með þennan alvarlega
sjúkdóm. Þar starfaði hann áfram
hjá VÍS meðan heilsan leyfði. Og þar
hafa þau unað hag sínum.
Ása, kona mín, hefur alltaf sagt að
Helgi væri skemmtilegastur og best-
ur okkar systkina. Ég hygg að sú
skoðun hennar eigi við rök að styðj-
ast. Helgi var drengur góður. Við
kveðjum hann með söknuði og biðj-
um guð að blessa minningu hans og
styrkja og styðja Ágústu, börnin
þeirra, tengdabörnin og barnabörn-
in. Guð veri með ykkur öllum.
Farðu í friði, kæri bróðir.
Sveinn.
Mig langar að minnast Helga
mágs míns nokkrum orðum.
Fyrir 45 árum kynnti Gússa systir
hann fyrir fjölskyldunni. Helgi þá
rétt tvítugur.
Ég er ekki viss um að það hafi allt-
af verið auðvelt fyrir Helga að tengj-
ast fjölskyldu okkar. Fjölskyldan ná-
in og kröfuhörð á sína. Helgi og
Gússa voru t.d. fyrst af okkur systk-
inunum til að eignast börn og finnst
mér ég alltaf eiga dálítíð í þeim.
Helgi og Gússa settust að á Eski-
firði. Fjölskylda Helga bjó á Akra-
nesi og er mér minnisstætt hvað það
var gaman þegar þau komu til Eski-
fjarðar á sumrin. Þá var vakað lengi,
mikið hlegið og sungið, en Helga
fannst mjög gaman að syngja og
hafði góða rödd.
Eitt var það sem litaði líf Helga
um tíma og gerði honum og fjöl-
skyldu hans lífið leitt, en það var
áfengið. Hann leitaði sér hjálpar og
var það mikil gæfa.
Eftir að við Svavar stofnuðum fjöl-
skyldu í Reykjavík tengdumst við
enn sterkari böndum. Það var alla tíð
mikill samgangur milli fjölskyldn-
anna og þegar Hálfdán fæddist
bjuggu þau hjá okkur um tíma vegna
veikinda hans.
Eitt sumarið fórum við í fimm
daga gönguferð um Víknaslóðir.
Ógleymanleg ferð í yndislegu veðri.
Þá vorum við systur heppnar að eiga
söngelska maka því þeir björguðu
heiðri okkar á kvöldvöku þar sem við
þurftum að koma með skemmtiat-
riði. Það átti að endurtaka leikinn ári
síðar og fara í gönguferð um Lóns-
öræfi en þá hafði Helgi greinst með
hvítblæði.
Helgi og Gússa fluttu til Hafnar-
fjarðar 2003 og áttum við góðar
stundir saman. Helgi var mikill
áhugamaður um fótbolta og var oft
mikið fjör þegar hann kom og horfði
á leiki með Svavari, Garðari og Hall-
grími.
Mikið er ég þakklát fyrir daginn
sem við áttum saman systkinin
ásamt mökum, börnum, tengdabörn-
um og barnabörnum í Húsafelli sum-
arið 2005. Það var yndisleg stund og
eina skiptið sem við vorum öll sam-
an. Helgi og Svavar voru þá báðir
mikið veikir en tóku samt þátt í söng
og gleði. Einnig kom Helgi, meira af
vilja en mætti, þegar við stórfjöl-
skyldan hittumst aftur á Vatnshömr-
um 2007. Þrátt fyrir eigin veikindi
var Helgi okkur stuðningur í veik-
indum Svavars sonar okkar. Kom
hann oft í heimsókn og töluðu þeir
mikið saman og hafa eflaust skilið
hvor annan. Í árslok 2005 fór Helgi í
beinmergsskipti til Svíþjóðar. Að-
gerðin sem slík tókst og var Helgi
þakklátur Hilmari bróður sínum fyr-
ir lífgjöfina. Síðastliðið eitt og hálft
ár hefur verið Helga mjög erfitt, en
þegar aðeins rofaði til kom löngunin
til að gera eitthvað nýtt og hann
pantaði 10 daga ferð til Tyrklands.
Ekki datt mér í hug þegar ég kvaddi
þau kvöldið áður en þau fóru að það
yrði í síðasta skiptið sem ég sæi
hann.
Helgi Víðir
Hálfdánarson
✝
Þökkum innilega öllum þeim sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns
míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa,
GARÐARS SÖLVASONAR,
Þórðarsveig 1,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki deildar 6a á
Landspítalanum í Fossvogi fyrir góða umönnun.
Guð blessi ykkur öll.
Edda Hrönn Hannesdóttir,
María Garðarsdóttir, Theodór S. Friðgeirsson,
Elín Inga Garðarsdóttir, Brynjar H. Jóhannesson,
Ríkey Garðarsdóttir, Margrét Sigurðardóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug
við andlát og útför móður okkar, tengdamóður,
ömmu og langömmu,
LUKKU INGIBJARGAR MAGNÚSDÓTTUR,
Höfðavegi 5,
áður Vallnesi,
Höfn í Hornarfirði,
sem andaðist á Heilbrigðisstofnun Suðausturlands
þriðjudaginn 22. apríl.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Heilbrigðisstofnunar
Suðausturlands.
Sigurður Eymundsson, Olga Óla Bjarnadóttir,
Anna Margrét Eymundsdóttir, Guðjón Davíðsson,
Agnes Eymundsdóttir, Grétar Geir Guðmundsson,
Eygló Eymundsdóttir, Jakob Ólason,
Albert Eymundsson, Ásta Ásgeirsdóttir,
Ragnar Hilmar Eymundsson, Rannveig Sverrisdóttir,
Brynjar Eymundsson, Guðbjörg Elsa Guðmundsdóttir,
Benedikt Þór Eymundsson,
Halldóra Eymundsdóttir,
Óðinn Eymundsson, Elísabet Jóhannesdóttir,
ömmubörn og langömmubörn.
✝
Ástkær eiginmaður minn,
JÓN MAGNÚS GUNNLAUGSSON
flugvirki,
Sólheimum 27,
Reykjavík,
lést sunnudaginn 4. maí.
Útför hans fer fram frá Langholtskirkju
fimmtudaginn 15. maí kl. 15.00.
Nína Sólveig Markússon.
✝
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug
við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður,
tengdaföður og afa,
SVEINS ÞÓRIS ÞORSTEINSSONAR,
Skólavörðustíg 28,
Reykjavík.
Hjördís Einarsdóttir,
Lísbet Sveinsdóttir, Árni Þór Árnason,
Sveinn Þórir Geirsson, Tinna Hrafnsdóttir,
Hjördís Árnadóttir, Ragnar Þórisson,
Þórdís Hulda Árnadóttir
og barnabarnabörn.
✝
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, sonur og bróðir,
ÓSKAR JÓNSSON
blikksmíðameistari,
Krummahólum 6,
lést á heimili sínu mánudaginn 5. maí.
Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju föstudaginn
16. maí kl. 13.00.
Marteinn Örn Óskarsson, Guðlaug Jónsdóttir,
Katrín Ýr Óskarsdóttir,
Helga Lilja Óskarsdóttir,
Jón Bjarni Óskarsson,
Jón Óskarsson, Katrín Marteinsdóttir,
Lilja Jónsdóttir, Ragnar D. Stefánsson,
Marteinn Jónsson, Þórunn Ásmundardóttir,
Kristján Jónsson, Kristín Ólöf Jansen,
systkinabörn.