Morgunblaðið - 14.05.2008, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. MAÍ 2008 29
Helgi var ljúfur drengur og hafði
góða nærveru. Hann var góður faðir
og afi og naut hann þess að vera
með barnabörnunum þrátt fyrir
veikindin. Gússa og Helgi voru sam-
hent hjón og góðir vinir og er henn-
ar missir mikill. Ég votta Gússu,
Jóni Garðari, Eddu Dóru, Hálfdáni
og fjölskyldum þeirra mína dýpstu
samúð og bið Guð að styrkja þau í
sorg þeirra.
Jónína.
Að heilsast og kveðjast það er lífs-
ins saga og nú hefur Helgi Víðir,
besti vinur minn, kvatt þetta líf og
lagt upp í ferðina til hins eilífa aust-
urs, langt um aldur fram. Hans er
sárt saknað.
Helgi Hálfdánarson var fæddur á
Akranesi 1. apríl 1944 og yngstur
fjögurra systkina. Þau eru Hilmar
Snær, Rannveig Edda og Sveinn
Gunnar. Faðir þeirra var Hálfdán
Sveinsson, „eðalkrati“ og þekktur í
sínu bæjarfélagi og móðir þeirra frú
Dóróthea Erlendsdóttir húsfreyja,
sómafólk allt saman.
Fljótlega eftir að ég hóf störf hjá
Brunabótafélagi Íslands í desember
1970 kynntist ég mörgum umboðs-
mönnum og svæðisstjórum félagsins
um land allt og Helgi var einn af
þeim. Hann starfaði lengst af sem
umdæmisstjóri Brunabótafélags Ís-
lands á Austurlandi með aðsetur á
Eskifirði og náði svæði hans frá
Hornafirði í suðri að Vopnafirði í
norðri.
Það var happ fyrir Brunabóta-
félag Íslands að velja hann sem um-
dæmisstjóra því traustari og
ábyggilegri mann hefði ekki verið
hægt að finna. Hann var einstaklega
hlýr og þægilegur maður sem hafði
góða nærveru.
Starf umdæmisstjóra er ekki ein-
falt starf. Hann þarf að vera í sam-
bandi við alla stærstu viðskiptavini
félagsins á svæðinu auk allra um-
boðsmanna í öllum hreppum og
sveitarfélögum í hans umdæmi.
Helga fórst þetta einstaklega vel úr
hendi enda mikill mannþekkjari og
átti auðvelt með að sætta ólík sjón-
armið.
Ekki er hægt að minnast Helga
án þess að nefna Gússu eiginkonu
hans sem vann með honum á um-
dæmisskrifstofunni á Eskifirði. Þau
voru ekki bara hjón heldur einstakir
vinir og vinnufélagar í marga ára-
tugi.
Börn Helga og Gússu, þau Jón
Garðar, Edda Dóra og Hálfdán
Helgi hafa alla tíð verið mjög náin
foreldrum sínum, þrátt fyrir að hafa
oft búið fjarri þeim, Jón Garðar í
Noregi og Edda Dóra varð eftir á
Eskifirði eftir að þau fluttu suður.
Þau hafa staðið þétt saman í veik-
indum föður síns.
Helgi og Gússa voru miklir vinir
fjölskyldu minnar og eigum við ein-
göngu góðar minningar með þeim
og börnum þeirra. Eldri börnin mín
urðu þeirrar gæfu aðnjótandi að fá
að dvelja hluta úr sumrum á Eski-
firði hjá þeim hjónum við leik og
störf, þar sem meðal annars var
veiddur marhnútur á bryggjunni og
farið í berjamó upp í fjall.
Við Helgi brölluðum ýmislegt
saman. Eitt af því var að fara í bók-
söluferðir um landið og fórum við
nokkrar slíkar. Þá sá maður hversu
auðvelt hann átti með að umgangast
fólk og hafði ljúfa og góða fram-
komu sem sannfærði fólk og upp-
skar hann samkvæmt því. Þessar
ferðir eru mér ógleymanlegar þó
áratugir séu liðnir síðan.
Aldrei var farið um Austurland án
þess að koma við hjá Helga og
Gússu á Eskifirði og oftast gist í
nokkrar nætur. Móttökurnar voru
frábærar og oft var ekið um svæðið
og skoðaðir nýir staðir undir leið-
sögn þeirra hjóna.
Ég minnist þess hversu nærgæt-
inn og mikla virðingu Helgi bar
ávallt fyrir foreldrum mínum, sér-
staklega í veikindum þeirra.
Að leiðarlokum vil ég þakka
Helga fyrir nærri fjögurra áratuga
vináttu sem aldrei bar skugga á.
Við fjölskyldan sendum Gússu,
börnunum og fjölskyldum þeirra
innilegar samúðarkveðjur á þessari
sorgarstundu.
Matthías Guðm. Pétursson.
✝ Þorsteinn Páls-son fæddist á
Syðri-Steinsmýri,
Meðallandi, 17. des-
ember 1926. Hann
lést á líknardeild
Landakots 5. maí
sl.
Foreldrar hans
voru Páll Jónsson,
bóndi á Syðri-
Steinsmýri, f. 7.
júní 1874, d. 12.
júní 1963, og Ragn-
hildur Ásmunds-
dóttir, f. 1. júlí
1888, d. 23. janúar 1954. Systkini
Þorsteins eru 1) Jón Bjarnmund-
ur, f. 1909, d. 2002, 2) Halldór, f.
1912, d. 2001, 3) Jónína, f. 1912,
d. 2004, 4) Ásmundur, f. 1915, d.
1996, 5) Elín, f. 1916, d. 1956, 6)
Ingibjörg, f. 1919, d. 2008, 7)
Magnús, f. 1921, d. 2005, 8) Þor-
steinn, f. 1926, d. 2008, 9) Sig-
rún, f. 1930, 10) Jóhanna, f.
1932, 11) Haraldur, f. 1934.
Þorsteinn ólst upp í foreldra-
húsum á Syðri-
Steinsmýri ásamt
stórum systk-
inahópi. Hann lærði
bílamálun og við-
gerðir og vann við
ýmis störf hjá bróð-
ur sínum, í álverinu
og Sölunefndinni.
Þorsteinn átti þrjár
dætur: 1) Ragnheiði
Öddu, f. 12. októ-
ber 1957, hún á sex
börn, Þorstein Rún-
ar, f. 6. febrúar
1978, Þorberg
Svavar, f. 6. febrúar 1978, Þórð
Sigurel, f. 26. janúar 1982, Arn-
fríði Olgu, f. 13. júní 1987, And-
reu Guðrúnu, f. 11. desember
1990, Lísu Maríu, f. 5. febrúar
2001. 2) Alda, f. 1. desember
1958 og 3) Bára, f. 1. desember
1958. Móðir þeirra er Guðrún
Jónsdóttir.
Útför Þorsteins fer fram frá
Fossvogskirkju í dag, 14. maí, kl.
15.
Þegar gróður landsins er að
vakna til lífsins eftir vetrardvala er
kvaddur mikill sómamaður sem ég
átti samleið með um langt árabil.
Margar ánægjulegar endurminn-
ingar rifjast upp frá þeim tíma sem
Þorsteinn Pálsson var starfsmaður
Sölu varnarliðseigna. Á þeim
starfsvettvangi gekk hann í öll störf
og var jafnvígur í erfiðum útistörf-
um sem og í sölumennsku í verslun
þar sem hann sýndi jafnan mikla
lipurð. Á þeim rúmlega 30 árum
sem hann starfaði fyrir Sölu varn-
arliðseigna varð honum sjaldan
misdægur, enda mikið hraustmenni
uns erfiður sjúkdómur lagði hann
að velli.
Þorsteinn Pálsson átti sér ýmis
áhugamál og var m.a. þjóðkunnur
safnari. Á löngum ferli eignaðist
hann gott myntsafn auk þess sem
hann safnaði ýmsum minnispening-
um sem félög og félagasamtök víðs
vegar á landinu gáfu út. Var ekki
óalgengt að ýmsir myntsafnarar
heimsæktu hann í hádegis- eða
kaffitímum til að bera saman bæk-
ur sínar. Sýndi Þorsteinn mikla
natni við þetta áhugamál sitt og í
safni hans var hver peningur á sín-
um stað.
Þorsteinn var tíður gestur í Kola-
portinu og eignaðist þar marga
góða kunningja og vini sem ráku
verslun þar. Leysti hann þá stund-
um af hólmi. Kolaportið er eins
konar torg borgarinnar þar sem
ólíkir straumar mætast. Munu
margir gestir Kolaportsins hafa
þekkt Þorstein og notið þess að
spjalla við hann um landsins gagn
og nauðsynjar.
Þorsteinn var mikill dýravinur.
Eftir að starfsferli lauk var hann
tíður gestur í Laugardalnum í
Reykjavík þar sem hann lagði í
vana sinn að gefa fuglunum, ekki
síst þegar hart var í ári. Hann bjó í
næsta nágrenni og taldi ekki eftir
sér að sinna slíku verkefni.
Þorsteinn var vel liðinn af sam-
starfsmönnum sínum og viðskipta-
vinum Sölu varnarliðseigna. Hann
var góður lærifaðir yngri dóttur
minnar sem naut leiðsagnar hans
eins og mörg ungmenni í sumar-
störfum í fyrirtækinu. Jafnan var
glatt á hjalla þegar dætur Þorsteins
heimsóttu föður sinn á vinnustað en
ekki fór á milli mála að mikill kær-
leikur ríkti á milli þeirra.
Þorsteini Pálssyni fylgja bestu
kveðjur þegar hann fetar nýjar
slóðir. Blessuð sé minning hans.
Alfreð Þorsteinsson.
Í dag kveðjum við elsku pabba
okkar. Hann var okkur systrum
mjög góður pabbi. Hann hafði vel-
ferð okkar systra alltaf í fyrirrúmi.
Hann fór oft í Grasagarðinn í Laug-
ardal en hann var safnari í eðli
sínu. Hann kom oft í heimsókn til
okkar þegar við áttum heima fyrir
norðan, og honum þótti líka mjög
vænt um dýr. Hann veiktist í febr-
úar og systir hans líka. Þau lágu
bæði mikið veik og það var mjög
stutt á milli þeirra; Imba dó 18.
apríl og pabbi 5. maí.
Okkur langar að kveðja hann
með þessum versum.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum.)
Láttu nú ljósið þitt
loga við rúmið mitt.
Hafðu þar sess og sæti,
signaði Jesús mæti.
(Höf. ók.)
Guð geymi þig og varðveiti, elsku
besti pabbi okkar,
þínar
Alda og Bára.
Þorsteinn Pálsson
Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is
Vaktsími: 565 5892 & 896 8242 • Sólarhringsvakt
Komum heim til aðstandenda ef óskað er
ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR
Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur
Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar
Suðurhlíð 35 Fossvogi • www.utforin.is
Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 • Sólarhringsvakt
Komum heim til aðstandenda ef óskað er
Bryndís ValbjarnardóttirSverrir Einarsson
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför
Hermann Jónasson Yvonne Tix
Það er margs að
minnast frá glaðvær-
um og áhyggjulausum
menntaskólaárunum.
D-bekkurinn var fyrsti blandaði
máladeildarbekkurinn í MR. Við
bekkjarfélagarnir komum úr ýms-
um áttum en ekki leið á löngu þar
til góður andi hafði myndast, svo
góður að vináttan helst enn.
Við vorum álitin dálítið baldin,
eða svo sögðu kennararnir okkur,
enda var margt brallað á þessum
árum sem ekki verður tíundað hér.
Ein úr hópnum, Helga Þórarins-
dóttir sagnfræðingur, hefur nú ver-
ið kölluð á burt fyrirvaralaust og
við söknum hennar sárt. Það eru
rétt 45 ár síðan við lukum stúdents-
prófi og nutum gleðinnar sem
fylgdi því að hlakka til framtíð-
arinnar og njóta samvista á vordög-
um 1963.
Helga gat verið bráðskemmtileg
og það hrukku ófáir gullmolar af
vörum hennar þessi ár. Hún var
fjölfróð, maður kom aldrei að tóm-
um kofunum hjá henni. Það var
auðvelt fyrir suma latínuratana að
snúa sér að Helgu og fá lánaðar
glósur þegar allt var komið í óefni.
Helga var fjölmenntuð kona og
naut þeirrar gæfu að starfa
að áhugamálum sínum á sviði
menningarmála. Hún og maður
hennar, Sigurður Steinþórsson
jarðfræðingur, studdu hvort annað
af hlýhug og gagnkvæmri um-
hyggju. Mörg okkar minnast gleði-
stunda með þeim, bæði á ferðalög-
um og á mannamótum.
Helga var gjafmild og hug-
myndarík en jafnframt síleitandi að
Helga Þórarinsdóttir
✝ Helga fæddist íReykjavík 3.
nóvember 1943.
Hún varð bráð-
kvödd á heimili
sínu, Kaplaskjóls-
vegi 53 í Reykjavík,
aðfaranótt 2. maí sl.
Bálför hennar var
gerð frá Neskirkju í
Reykjavík 9. maí sl.
þeirri menntun og
þroska sem gefur líf-
inu gildi.
En Helga gat líka
verið dálítill galgopi.
Hún kom iðulega á
óvart með skemmti-
legum tilsvörum og
skondnum athuga-
semdum svo hlátur
brast á.
Á 30 ára stúdents-
afmælinu ákvað D-
bekkurinn að leggjast
í ferðalög. Við heim-
sóttum Ítalíu í
ógleymanlegri ferð og þar nutum
við visku og þekkingar Helgu sem
fræddi okkur um Etrúska.
Fjórum árum síðar hélt hópurinn
til Grikklands og sigldi á milli
Hringeyjanna í ferð sem verður
lengi í minnum höfð.
Við kveðjum góða vinkonu og
bekkjarfélaga með þakklæti fyrir
góðar stundir sem munu lifa í minn-
ingu okkar allra.
Sigurði, Ragnheiði móður Helgu
og öðrum ættingjum vottum við
innilega samúð okkar.
D-bekkur Menntaskólans í
Reykjavík árgangur 1963.
Morgunblaðið birtir minning-
argreinar alla útgáfudagana.
Skil | Greinarnar skal senda í gegn-
um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is –
smella á reitinn Senda efni til Morg-
unblaðsins – þá birtist valkosturinn
Minningargreinar ásamt frekari
upplýsingum.
Minningargreinar
Kæra vinkona, nú
hefðir þú átt afmæli
dag og af því tilefni
langar mig að senda
þessa kveðju frá mér
og fjölskyldu minni.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Bryndís Gróa
Jónsdóttir
✝ Bryndís GróaJónsdóttir fæddist
í Hafnarfirði 24. maí
1946. Hún lést á líkn-
ardeild Landspítalans
í Kópavogi 10. apríl
síðastliðinn og var
jarðsungin frá Frí-
kirkjunni í Hafn-
arfirði 22. apríl.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðj-
um,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að
minnast,
svo margt sem um hug minn
fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð.
Þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Emil og börnum votta ég samúð
mína.
Þórdís Sigríður
Óskarsdóttir Huseby (Dísa).