Morgunblaðið - 14.05.2008, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 14.05.2008, Qupperneq 38
38 MIÐVIKUDAGUR 14. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ 10.05.2008 1 15 17 26 38 7 8 4 6 4 7 0 2 7 9 16 7.05.2008 10 13 14 15 26 27 287 43 FJÖLMARGIR Íslendingar skelltu sér í bíó um hvítasunnuhelgina og fóru samanlagt um 8.000 manns á mestu sóttu myndirnar tvær. Tekjuhæsta myndin að þessu sinni var bandaríska gamanmyndin What Happens In Vegas. Nákvæm- lega 3.925 manns skelltu sér á hana um helgina og námu tekjur af henni rúmum 3,5 milljónum króna. Það eru þau Cameron Diaz og Ashton Kutcher sem fara með aðalhlut- verkin í myndinni sem segir frá tveimur New York-búum sem bregða sér til Las Vegas til að hressa upp á sálina. Þar lenda þau auðvitað í hinum ýmsu ævintýrum og ganga meðal annars í það heil- aga. Þótt What Happens In Vegas sé í efsta sæti Bíólistans að þessu sinni var hún þó ekki mest sótta myndin í íslenskum kvikmyndahúsum um helgina. Flestir fóru nefnilega á spennumyndina Iron Man sem skartar engum öðrum en Robert Downey Jr. í aðalhlutverkinu. Það munaði þó ekki miklu á What Happ- ens In Vegas og Iron Man því að- eins sex fleiri sáu síðarnefndu myndina, eða 3.931. Það er varla innan skekkjumarka. Tekjur af Iron Man námu tæpum 3,5 milljónum króna, sem er aðeins minna en í tilfelli What Happens In Vegas, og skýrist það af því að miðaverð var lægra á nokkrar sýn- ingar á Iron Man. Alls hafa um 18.000 manns séð Iron Man hér á landi og nema heild- artekjur af henni rúmum 15 millj- ónum króna en myndin var frum- sýnd hinn 30. apríl. Sérstaka athygli vekur að tón- leikamyndin U2 3D nær sjötta sæt- inu, en í myndinni má sjá tónleika með írsku stórhljómsveitinni í þrí- vídd. Um 300 manns sáu Bono og félaga hans með þeim hætti um helgina og hafa tekjurnar því num- ið um 330.000 krónum. Loks nær kvikmyndin Hunting Party níunda sætinu með 240 áhorfendur, en helstu leikarar í myndinni eru Richard Gere og James Brolin. Tekjuhæstu bíómyndirnar á Íslandi Diaz, Kutcher og Downey Jr.        +=                             !    "  # %  &  %  '( )%**)(+)*, )% -               Stuð Það virðist vera gaman hjá þeim Diaz og Kutcher í Las Vegas.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.