Morgunblaðið - 09.07.2008, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 09.07.2008, Blaðsíða 36
MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ 191. DAGUR ÁRSINS 2008 »MEST LESIÐ Á mbl.is »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2950 HELGARÁSKRIFT 1800 PDF Á MBL.IS 1700 SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana ÞETTA HELST» Misjafnar undirtektir  Undirtektir undir nýja tillögu um byggð á Kársnesi í Kópavogi eru með ýmsu móti, margir mjög óánægðir með þá miklu fjölgun sem hún boðar en aðrir líta hana bjartari augum. Kom það fram á kynning- arfundi í gær en flestir hafa áhyggj- ur af stóraukinni umferð verði tillög- unni hrint í framkvæmd. » 2 Færri og stærri verkefni  Ólafur Jóhann Ólafsson, rithöf- undur og aðstoðarforstjóri Time Warner-fjölmiðlasamsteypunnar, er nýr hluthafi í Geysir Green Energy og var kjörinn stjórnarformaður í gær. Sagði hann að félagið myndi einbeita sér að færri en stærri verk- efnum í framtíðinni og hann kvaðst ekki hafa áhyggjur af fjármögnun þeirra. Verða þau á næstunni eink- um á fjórum markaðssvæðum, þeim íslenska, bandaríska, þýska og kín- verska. » 11 Hvítvín og snafsar í sókn  Sala á áfengi jókst um rúmlega 3% á fyrri hluta þessa árs og virðist hvítvínið vera í sókn samkvæmt töl- um frá ÁTVR. Sala á snöfsum jókst einnig verulega og meira er drukkið af bjór, rúmlega sjö millj. lítra á fyrra misseri ársins. Áfengissala í júní var hins vegar 8,7% minni nú en í fyrra. » 2 SKOÐANIR» Ljósvakinn: Stórkostlegur grínisti Staksteinar: Samkeppni í heilsu- gæzlu Forystugreinar: Eiga dómarar að svara? | Eyja reis úr hafi UMRÆÐAN» Óásættanleg niðurstaða Að fara fram úr Allt er vænt sem vel er grænt Staðreyndum snúið á haus 3   3  3% 3 3 %3% %3 4  $5!'  .# !+ #$ 6 #"  # #"!! &! !%% 3%  3 3% 3  %3  3% 3% - 71 '    3 3 3  %3  3 89::;<= '>?<:=@6'AB@8 7;@;8;89::;<= 8C@'7!7<D@; @9<'7!7<D@; 'E@'7!7<D@; '2=''@&!F<;@7= G;A;@'7>!G?@ '8< ?2<; 6?@6='2+'=>;:; Heitast 22° C | Kaldast 12° C Norðvestlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s. Léttskýjað um mestallt land en þokubakkar með N- og A-strönd. » 10 „Af hverju í ósköp- unum getum við ekki búið til fyndna risapöndu?“ spyrja Kínverjar örvænt- ingarfullir. » 29 KVIKMYNDIR» Naflaskoðun Kínverja BÓKMENNTIR» Var Franz Kafka haldinn strípihneigð? » 29 Brjótið sparibauk- ana, kaupið lífrænt ræktaða ætiþistla, tjaldið heima og finnið gamla Don Cano-gallann. » 35 TOPP TÍU» Kreppulífs- leikni KVIKMYNDIR» Kenndi Bogart eða Uma þér að reykja? » 34 TÓNLIST» Jack White semur ljóð um æskustöðvarnar. »30 reykjavíkreykjavík VEÐUR» 1. Með augastað á syni Bjarkar 2. Hætti vegna lágra launa 3. Þyrlur sóttu tugi manna 4. Steve-O á geðheilbrigðisstofnun  Íslenska krónan veiktist um 0,7% ÓÞARFLEGRAR hörku hefur gætt í tímafrestum sem Útlendinga- stofnun hefur veitt kenísku hjón- unum Paul Ramses og Rosemary Atieno Athiembo. Þetta segir Katrín Theodórsdóttir, lögmaður hjónanna. Dæmi hafi verið um að bréf hafi ver- ið póstlagt eftir að gefnum tíma- fresti lauk eins og varðandi tíma- frest sem Rosemary fékk til að gæta andmælaréttar vegna yfirvofandi brottvísunar. Allsherjarnefnd Alþingis fundaði um mál Pauls Ramses og hælisleit- enda í gær. Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður nefndarinnar, sem stýrði fundinum sagði að engin ákveðin niðurstaða hefði fengist. Boltinn væri hjá Ramses og lög- manni hans um að kæra. Berist kæra færi hún á borð dómsmála- ráðuneytisins „og ég treysti því að þeir fari faglega yfir málið“. Rætt hefði verið á fundinum hvort nefndin ætti að senda frá sér sam- eiginlega yfirlýsingu vegna málsins. Ágúst Ólafur segist ekki hafa séð ástæðu til þess. „Einstakir nefnd- armenn geta gert það og hafa gert það,“ segir hann. Málið væri í með- förum kerfisins og því væri ekki lok- ið. Nefndin væri ekki úrskurðaraðili í málinu. | 9 Óþarfleg harka Eftir Andrés Skúlason Djúpivogur | Þessi umkomulausi yrðlingur hafði orðið viðskila við fjölskyldu sína í Geithellnadal í Djúpavogs- hreppi um síðustu helgi og var hann sársoltinn. Þáði hann því hangikjöt með þökkum og renndi hverjum bit- anum á fætur öðrum niður í tóman magann. Yrðlingar vaxa hlutfallslega hraðar en ungviði flestra annarra rándýra en þeir ná 90% af endanlegri stærð á tæpum 4 mánuðum. Þá verða þeir sjálfbjarga við fæðuöflun strax þriggja mánaða gamlir og verða óháðir foreldrum fjögurra mánaða gamlir. Ekkert dýr hefur þéttari feld en heimskautarefurinn en talið er að hann þoli allt að 70 gráða frost í logni. Heimskautarefurinn hefur aðlagast staðháttum á Ís- landi og er stofnstærð talin u.þ.b. 3-4.000 dýr. Villur vegar í Geithellnadal Sársoltinn yrðlingur þáði hangikjöt með þökkum Morgunblaðið/Andrés Skúlason Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is NÍELS Hafstein, safnstjóri Safna- safnsins á Svalbarðsströnd, hefur afþakkað að safnið verði tilnefnt til Íslensku safnaverðlaunanna. Í til- kynningu sem Morgunblaðinu barst í gær sagði m.a. að vegna sér- stöðu Safnasafnsins, sem safni markvisst alþýðulist úr öllum landsfjórðungum um leið og það vinni með frumlegan sköpunar- kraft, sé vafasamt að tilnefna það til verðlauna ásamt byggðasöfnum sem sinni eingöngu þröngum stað- bundnum verkefnum. Með því að afþakka tilnefninguna sé þó hvorki verið að gera lítið úr byggðasöfnum né úr verðlaunun- um. „Ég er búinn að fá tvær tilnefn- ingar til Eyrarrósarinnar og það var talsvert áfall í seinna skiptið að bjórhátíð á Ísafirði skyldi fá verð- launin en ekki öflugar menningar- stofnanir eins og Karlakórinn Heimir eða Safnasafnið. Ég missti alla tiltrú á verðlaunum yfirleitt. Mér finnst líka að þegar safn er komið á þetta stig þá eigi ekki að tilnefna það til eins né neins. Menn eiga að verðlauna það ef þeir hafa áhuga fyrir því.“ Níels segir að Safnasafnið miði sig við það besta sem gerist á al- þjóðlegum vettvangi og að fulltrúar erlendra listhúsa og -tímarita sem sóttu það á Listahátíð í vor hafi gengið dolfallnir um sali og fullyrt að í Safnasafninu færi fram hljóðlát bylting í alþjóðlegum safnrekstri. Afþakkar tilnefningu Safnasafnið ekki sambærilegt við byggðasöfn að mati safnstjórans Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Nei takk Níels Hafstein undirbýr sýningu í Safnasafninu í fyrra. Margar sýningar eru jafnan í gangi í einu í safninu en um helgina opnar Gjörningaklúbburinn sýningu þar. Æ FLEIRI eru sakfelldir á Íslandi fyrir vörslu kláms og er þar fyrst og fremst um að ræða efni sem tengist börnum. Árið 2007 voru 10 sakfelldir og 13 árið 2006 og er fjölgunin því mikil frá fyrri árum en sem dæmi má nefna að árið 1993 var enginn sak- felldur fyrir vörslu kláms. Aukið aðgengi að klámefni kann að skýra aukninguna, að mati Helga Gunnlaugssonar afbrotafræðings. Nú geti nánast allir orðið sér úti um efnið á netinu og þá hljóti lögreglumálum að fjölga. Hann telur þó að svokölluð netsíun, þar sem lokað er á aðgang að síðum sem innihalda ofbeldi gegn börnum, veiti falskt öryggi. | 4 Fleiri dæmdir vegna kláms 0 0 ! E 2   ,B7   K : ' ;  5   /, 5   0LL1  1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.