Morgunblaðið - 10.07.2008, Side 16

Morgunblaðið - 10.07.2008, Side 16
16 FIMMTUDAGUR 10. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Ólafur Þ. Stephensen. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Útlitsritstjóri: Árni Jörgensen. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Íbúar í Norð-lingaholtihafa mót- mælt áformum Reykjavík- urborgar um að starfrækja áfangaheimili fyrir fólk, sem lokið hefur vímuefnameðferð. Íbúarnir gagnrýna að borg- in hafi ekkert samráð haft við þá; þeir hafi frétt af áform- unum fyrir tilviljun. „Það er ekki kynnt fyrir okkur hvað standi til. Það er eins og það eigi bara að skjóta fyrst og spyrja svo,“ segir Þormóður Skorri Steingrímsson, íbúi í hverfinu, í Morgunblaðinu í gær. Íbúarnir hafa líka efasemd- ir um staðsetningu áfanga- heimilisins í miðri íbúða- byggð. Þær efasemdir eru á misskilningi byggðar. Fíklar, sem hafa lokið meðferð og eru að komast á rétta braut á ný, þurfa einmitt á því að halda að búa í venjulegu hverfi, inn- an um venjulegt fólk, af því að markmið þeirra er að lifa venjulegu lífi á ný. Íbúarnir hafa áhyggjur af að hætta fylgi heimilinu. Sú hefur ekki verið raunin, þar sem svipuð heimili eru rekin í íbúðarhverfum. Virkir fíklar, sem búa í íbúðahverfum úti um allan bæ, eru miklu hættulegri en fólk í afturbata, sem er að leitast við að ná tökum á lífi sínu. Jórunn Frí- mannsdóttir, for- maður velferð- arráðs Reykjavíkur, seg- ir í Morgun- blaðinu í gær að mótmæli íbú- anna byggist á þekkingarleysi og hefur þar nokkuð til síns máls. En hverjum er það þekking- arleysi að kenna? Hefur borg- in miðlað þeim upplýsingum og þekkingu um rekstur áfangaheimilis af þessu tagi sem henni ber? Svo virðist ekki vera. Jór- unn Frímannsdóttir ber það fyrir sig að samningar um heimilið séu ófrágengnir og þess vegna ekki hægt að kynna starfsemina fyrir íbú- um. Þetta er tómur fyr- irsláttur. Borgin á auðvitað að upplýsa íbúana um þau áform, sem fyrir liggja, jafn- vel þótt ekki sé búið að hnýta alla enda. Það er að sjálf- sögðu óþolandi fyrir íbúa að frétta af áformum um rekstur sem þennan utan að sér. Enn er hægt að bæta úr þessu. Borgin á að kynna íbú- um í Norðlingaholti rækilega í hverju rekstur áfangaheim- ilisins felst og hver er reynsla íbúa í öðrum hverfum af ná- býli við slíkar stofnanir. Þá verður misskilningi vonandi eytt. Fíklar sem hafa lok- ið meðferð þurfa á því að halda að búa í venjulegu hverfi} Hverjum er þekkingar- leysið að kenna? Tveir höfundaraðsendra greina í Morg- unblaðinu í gær telja að í um- ræðum um vernd náttúru Íslands undanfarin ár hafi stærsta umhverfismálið gleymzt, sem sé uppgræðsla landsins. Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, bendir á að á Íslandi sé stærsta eyðimörk Evrópu og gróðurþekjan hafi minnkað öldum saman. Land- græðsla og skógrækt geti skil- að mikilvægum árangri til að hefta fok og endurheimta landgæði, auk þess sem upp- græðslan bindi verulegt kol- efni. „Hvernig væri að halda tónleika til að vekja athygli á þessu mikilvægasta umhverf- is- og náttúruverndarvið- fangsefni þjóðarinnar?“ spyr Friðrik. „Hvernig væri að byrja á að sameinast um að greiða þá skuld sem varð til við ofbeit og skógartekju til orkuvinnslu á liðnum öldum þegar þjóðin reyndi að halda í sér lífi?“ Margrét Jónsdóttir á Akra- nesi tekur í sama streng: „Hvers vegna í ósköp- unum heyrir mað- ur þetta svokall- aða náttúruvernd- arfólk aldrei nefna ástand gróðurs á Íslandi? Hvers vegna? Heldur það virkilega að landið sé óspillt og ósnort- ið? Er það virkilega svona grænt?“ Þetta eru athyglisverðar spurningar. Uppgræðsla landsins var á síðustu öld eitt mikilvægasta umhverfismál þjóðarinnar. Margt hug- sjónafólk hefur lagt skógrækt og landgræðslu lið, ekki sízt með gríðarlegu sjálfboða- starfi. Undanfarin ár hefur þessi barátta hins vegar fallið nokkuð í skuggann af baráttu gegn stórvirkjunum á hálend- inu. Nú þarf ekki að vera nokkur mótsögn í því fólgin að berjast gegn virkjunum og því að berj- ast fyrir uppgræðslu landsins. En er samt ekki góð ástæða til að spyrja hvort mikilvægasta umhverfismálið hafi gleymzt? Baráttan fyrir upp- græðslu landsins hefur fallið í skuggann} Gleymt stórmál? H vað merkir að hafa pólitíska sýn? Er það pólitík að vilja grípa fram fyrir hendurnar á lög- bundnum stjórnvöldum af því að maður er ekki sammála því sem þau leggja til? Jafnvel þótt reglurnar sem stjórnvöld vinna eftir séu settar með fulltingi manns sjálfs? Eða reistar á alþjóðasamningum sem við Íslendingar erum aðilar að og mærum í annan tíma? Er það pólitísk sýn að hafa skoðanir á hverju því dægurmáli sem fram kemur vegna þess að þannig kemst nafnið í blöðin eða viðkomandi fær nokkur prik í einhverri kaffistofunni? Eða er það pólitísk sýn að hugsa um einfald- ar skyndilausnir á flóknum vanda í stað þess að horfast í augu við að hlutirnir taka oft langan tíma, mun lengri en eitt til tvö kjörtímabil? Nei. Þannig getur það ekki verið. Pólitísk sýn og póli- tískt erindi verður að snúast um allt annað og meira. Það snýst um grundvallarafstöðu fólks til þess hvernig þjóðfé- lagið á að þróast. Það snýst um að hafa hæfileika og áhuga á því að ímynda sér þjóðfélagið og heiminn eftir langan tíma og þar með skýra hugsun um hvernig hagsmunum einstaklingsins og þjóðar verði best fyrir komið. Það snýst einmitt um það að horfa upp úr dægurþrasinu en um leið skynja samtímann og skapa umgjörð um fram- tíðina. Það mun margt breytast á næstu 50 árum, mun meira en við getum nokkurn tímann gert okkur í hug- arlund. Það hljótum við að taka með í reikninginn þegar við ákveðum t.d. að draga úr útblæstri gróð- urhúsalofttegunda á þessu tímabili. Þegar slík- ar ákvarðanir eru teknar vonumst við til að tækniframfarir verði áfram örar þannig að við finnum leiðir til að mæta þessu. Í því efni verð- um við að stóla á stórsókn í menntun þjóðar- innar þannig að nýsköpun og frjó hugsun geti orðið að liði við þetta verkefni. Við verðum líka að gera okkur grein fyrir stöðu okkar í heim- inum, hvar við getum lagt okkar af mörkum og hvað við viljum að aðrar þjóðir viti og skilji um okkur sjálf. Við þurfum að skapa tekjur til þess að búa þjóðina sem best undir framtíðina og þær tekjur ættu að koma úr frjóum jarðvegi hvers einstaklings í landinu. Við eigum að stilla okkur saman og bera virðingu fyrir þeim verk- efnum sem hvert okkar sinnir. Grunnurinn að allri framþróun hlýtur því að vera í menntun þjóðarinnar til skemmri og lengri tíma og enn og aftur, skilningur á því að menntun og rannsóknir er fjárfesting sem við munum njóta arðs af eftir nokkurn tíma. Pólitísk sýn snýst um leiðir til að skapa samfélag þar sem hver og einn vex og dafnar á þann hátt sem hæfileikar hans leyfa. Þótt menn eigi auðvitað að bregðast við þeim málum sem fyrir liggja á hverjum tíma, verður alltaf að gæta þess, að við slíkt sé horft til grundvallarsjónarmiða í ein- stökum málaflokkum og málum í heild en hlaupa ekki eftir því sem orðið getur til skammbúinna vinsælda. Slíkt kann ekki góðri lukku að stýra. olofnordal@althingi.is Ólöf Nordal Pistill Að hafa pólitíska sýn Á Hæstiréttur aðeins að tjá sig í dómum? FRÉTTASKÝRING Eftir Halldór Armand Ásgeirsson haa@mbl.is M eð skrifum sínum í nýjasta tölublað tímaritsins Lög- réttu, rauf Jón Steinar Gunn- laugsson, dómari við Hæstarétt, þá grafarþögn sem jafnan ríkti í Dóm- húsinu þegar störf réttarins voru op- inberlega gagnrýnd. Sú hefð hafði mótast að hæsta- réttardómarar hyrfu frá opinberri umræðu um lögfræðitengd álitamál inn í myrkviði réttarins, er þeir tóku við starfi. Dómarnir töluðu sínu máli og gagnrýni á niðurstöður var aldrei svarað af höfundum þeirra. En var slík þögn æskileg? Eiga dómar Hæstaréttar að vera hinn eini og sanni endir þrætumála eða mun það mögulega leiða til frekari sáttar um störf dómstóla, kjósi dómarar að varpa frekara ljósi á niðurstöður sín- ar? Hvenær lýkur deilumáli? Sigurður Líndal, lagaprófessor, segist ekki vita til þess að nokkru sinni áður hafi dómari svarað gagn- rýni með þessum hætti. Hann segir eitthvað hafa tíðkast að dómarar skrifi fræðigreinar og birti eigin heilabrot um lögfræðileg málefni. Slíkt sé þó og hafi ávallt verið fátítt. Hann fer ekki í grafgötur með skoðanir sínar á þeirri ákvörðun Jóns Steinars að skýra sératkvæði sitt opinberlega. „Dómur Hæsta- réttar er endir þrætunnar. Dómar Hæstaréttar eiga að vera vel rök- studdir enda birtast í þeim end- anlegar niðurstöður réttarins. Ég tel að rétturinn eigi ekki að svara gagn- rýni á hans störf enda vaknar þá sú spurning hvenær málum er end- anlega lokið,“ segir Sigurður. Í grein Jóns er í raun ekki verið að útskýra eiginlega niðurstöðu rétt- arins heldur sératkvæði eins dóm- ara. Sigurður bendir á að þrátt fyrir þá staðreynd sé sératkvæðið engu að síður dómur minnihluta réttarins og því hluti af niðurstöðu hans. Málefnaleg umræða jákvæð Atli Gíslason, hæstarétt- arlögmaður og alþingismaður, segist lítið sjá að því að rétturinn í heild sinni svari gagnrýni á störf sín. Hann setur þó spurningarmerki við að einn dómari útskýri sína persónu- legu niðurstöðu. Ragnar Aðalsteinsson, hæstarétt- arlögmaður, segir málefnalega um- ræðu um niðurstöður dóma af hinu góða og í þessu tiltekna máli sé um að ræða afar athyglisvert lög- fræðilegt álitaefni – sönnunarkröfur í kynferðisbrotamálum. Hann telur því gott að slíkar vangaveltur fari fram uppi á yfirborðinu og menn rökræði þær sín á milli. Þórður S. Gunnarsson, forseti lagadeildar Háskólans í Reykjavík, tekur í sama streng og segir mál- efnaleg skoðanaskipti einungis já- kvæð. Umræða af þessum toga skýri forsendur dóma betur, sem aftur geti leitt til þess að fólk eigi auðveld- ara með að sætta sig við niðurstöður þeirra. Lakari vinnubrögð möguleg? Miklar deilur spruttu árið 2001 er þáverandi forseti Hæstaréttar svar- aði efnislega fyrirspurn forseta Al- þingis um hvernig bæri að túlka til- tekið atriði í Öryrkjadómnum svonefnda. Eiríkur Tómasson, lagaprófessor, gagnrýndi forseta réttarins fyrir svarið. Hann taldi að ef rétturinn gæti útskýrt dóma sína á opinberum vettvangi gæti slíkt leitt til þess að ekki yrði vandað nægilega til verka við uppkvaðningu dóma. Fleiri dæmi eru ekki þekkt um nánari útskýringar á forsendum dóma og forvitnilegt verður að sjá hvort þeim muni nú fara fjölgandi. Morgunblaðið/Kristinn Dómhúsið Grafarþögn hefur einatt ríkt í Dómhúsinu við Arnarhól er störf Hæstaréttar hafa verið gagnrýnd á opinberum vettvangi. „Menn verða að sætta sig við að af- brot sem engin vitni eru að verða yfirleitt ekki sönnuð með því að láta kunnáttumenn rannsaka heilabú fórnarlambs eða sakborn- ings og kanna sönnunargildi frá- sagna þeirra,“ segir í grein Jóns Steinars. Jón færir svo rök fyrir því að að- eins eigi að heyra til undantekn- inga að skýrslur sérfræðinga um andlegt ástand ætlaðs brotaþola geti haft sönnunargildi í málum. Atli Gíslason lögmaður segir at- hugunarvert hvort Jón hafi með þessum skrifum gert sig vanhæfan til að fást við kynferðisbrotamál. Hann segir að áfallastreituröskun sé viðurkennd sem sjúkdómur og beri fólk einkenni hennar geti það haft mikil áhrif við sönnunarfærslu. „Sem lögmaður myndi ég fara fram á að Jón viki sæti í slíku máli enda væri hann greinilega búinn að mynda sér skoðun fyrirfram.“ VALDA SKRIFIN VANHÆFI? ››

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.