Morgunblaðið - 08.08.2008, Síða 14
14 FÖSTUDAGUR 8. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
FRÉTTASKÝRING
Eftir Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
KÍNVERSKIR athafnamenn eru
stórhuga. Þeir sjá sóknarfæri í
hverju horni og stefna ótrauðir á að
byggja upp verðmætustu fyrirtæki
heims. Hátækniiðnaðurinn gegnir
þar stóru hlutverki og ef fram heldur
sem horfir mun „Drekahagkerfið“,
eins og kínverska hagkerfið er
stundum nefnt, verða í fararbroddi
tækniþróunar í heiminum.
Vísbendingar um þetta eru þegar
komnar fram. Fjöldi skráðra kín-
verskra hátæknifyrirtækja á Nas-
daq og í kauphöllinni í New York
nálgast sjötíu. Heima fyrir hafa þau
greiðan aðgang að fjármagni, fjöldi
fjárfesta á kínverska hlutabréfa-
markaðnum fór yfir hundrað millj-
óna markið árið 2007.
Þessi umskipti eru viðfangsefni
blaðakonunnar Rebeccu A. Fannin í
bókinni Kísildrekinn: Hvernig Kín-
verjar eru að sigra í kapphlaupinu
um tæknina, sem út kom um áramót-
in. Fannin dregur þar upp yfir-
litsmynd af þeim gríðarlega upp-
gangi sem verið hefur í kínverska
hátækniiðnaðinum hin síðari ár.
Þúsundir tæknifyrirtækja
Hún nefnir sem dæmi hugbún-
aðarþróunina í Zhongguancun-
tæknigarðinum í Beijing, þar sem
sérfræðingar á hinum ýmsu sviðum
við tólf þúsund smærri fyrirtæki
starfa við hvers kyns tækniþróun.
Að hennar sögn koma margir
frumkvöðlanna úr Tsinghua-háskól-
Reuters
Rísandi iðnveldi Keppt verður í nokkrum greinum í íþróttahúsi tækniháskólans í Beijing á Ólympíuleikunum.
Gífurlegur uppgangur í hátækniiðnaði Kína Stærsti net- og farsímamarkaður heims knýr þróunina
Fyrirtækin hafa aðgang að 100 milljónum fjárfesta Netfyrirtækið Baidu stærra en Google 2018?
Í HNOTSKURN
»Kínverski bílamarkaður-inn á þátt í vexti hátækni-
geirans, en þar í landi eru nú
yfir 30 milljónir bifreiða.
»Vöxtur bílamarkaðarinsknýr tækniþróun, en hann
er hátt í 40 prósent á ári.
»Talið er að heildarveltaauglýsingamarkaðarins í
farsímum í Kína muni fara
yfir átta milljarða króna í ár.
Drekahagkerfið tæknivæðist
NÝ TÆKNI sem sagt er frá í nýj-
asta tölublaði náttúrufræðatímarits-
ins Nature er talin stórt skref í þró-
un gerviauga og annarra gervilima.
Hópur bandarískra vísindamanna
hefur þróað myndavél sem getur
lagað sig að hvelfdu yfirborði.
Hefðbundnar myndavélar nota
sveigða linsu til að beina mynd á
flatt yfirborð og þar greinir annað
hvort filma eða stafrænir skynjarar
ljósið. Þar sem myndin bjagast þeg-
ar sveigð linsa varpar henni á flatt
yfirborð þarf hins vegar kerfi af mis-
munandi linsum til að lagfæra
myndina. Þetta flækir málin og
myndavélin verður meiri um sig.
Innblástur frá náttúrunni
Mannsauganu dugir hins vegar
aðeins ein linsa, vegna þess að hún
varpar myndinni á íhvolft yfirborð. Í
20 ár hafa vísindamenn reynt að
herma eftir þessari tækni náttúr-
unnar en það sem hefur staðið í veg-
inum er að búa til rafræna ljósnema
sem hægt er að sveigja. Efni sem
eru venjulega notuð í raftækni eru
hins vegar svo hörð að þau brotna ef
reynt er að sveigja þau.
Vísindamennirnir leystu vanda-
málið með því að raða 256 ljós-
nemum úr kísli á fíngert vírnet, og
umluktu netið svo með þunnri filmu
af sveigjanlegu plastefni. Galdurinn
var að búa til svo litla ljósnema að
sveigja yfirborðs kúlu á stærð við
augað hefði ekki áhrif á þá, rétt eins
og sveigja jarðkúlunnar hefur ekki
áhrif á byggingar.
Þessi nýja tækni hefur að sögn
vísindamannanna marga ótvíræða
kosti því sjónsvið myndavélarinnar
eykst, myndin er upplýst á jafnari
hátt og bjögunin er minni en ef
myndinni er varpað á sléttan flöt.
Þá eru menn bjartsýnir á notk-
unarmöguleikana og segja slíka
myndavél geta komið að miklu gagni
í læknavísindum, svo sem við gerð
gervilima og myndgreiningu manns-
líkamans. sigrunhlin@mbl.is
Ný tækni skref í
átt að gerviauga
!
!
!
"#
# #
!
!
"#"
$%
&
'
( $
) ! %
&
!
**
$
+
Myndavél hefur augað sem fyrirmynd
Eftir Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
STJÓRNARFLOKKARNIR tveir í
Pakistan samþykktu á fundi á mið-
vikudagskvöld eftir þriggja daga við-
ræður að hefja undirbúning að
ákæru á hendur Pervez Musharraf,
forseta landsins, til embættismissis.
Flokkarnir hafa einnig ákveðið að
setja dómara, sem Musharraf rak
þegar hann lýsti yfir neyðarástandi í
fyrra, aftur inn í embætti.
Leiðtogar stjórnarflokkanna
tveggja eru Asif Ali Zardari, ekkill
Benazir Bhutto, og Nawaz Sharif,
fyrrverandi forsætisráðherra sem
Musharraf steypti í herforingjabylt-
ingu árið 1999. Tveir þriðju hlutar
fulltrúa á sameiginlegum fundi
beggja deilda þingsins þurfa að sam-
þykkja að Musharraf víki úr emb-
ætti til að það verði að veruleika og
óljóst hvort það tekst.
Fregnir herma að leiðtogarnir
vinni ákaft að málinu vegna ótta við
að Musharraf verði fyrri til og leysi
upp þingið. Myndi hann þá vafalaust
reyna að stjórna á ný með neyðar-
lögum. Fái hann stuðning hersins
gæti honum tekist það.
Zardari fordæmdi í gær stefnu
forsetans í efnahagsmálum og sagði
hann einnig hafa grafið undan um-
skiptunum til lýðræðis eftir þing-
kosningar í febrúar. Og hann varaði
forsetann við að leysa upp þingið.
„Ef hann gerir það verður það í síð-
asta sinn sem hann snýst gegn þjóð-
inni,“ sagði Zardari.
Forsetinn hefur undanfarnar vik-
ur neitað að láta undan þrýstingi og
hætta en þingið kaus hann í emb-
ættið á fundi í október sem flestir
andstæðingar hans hunsuðu. Mus-
harraf hefur þess í stað lýst því yfir
að hann sé reiðubúinn að vinna með
andstæðingum sínum.
Hyggjast reyna að
setja Musharraf af
AP
Í klípu Pervez Musharraf, forseti Pakistans, á hátíðarsamkomu í milljóna-
borginni Karachi í sunnanverðu landinu á miðvikudag.
Forsetinn talinn
íhuga að leysa upp
pakistanska þingið
Í HNOTSKURN
»Musharraf samþykkti ífyrra að hætta sem forseti
herráðs Pakistans.
»Flokkar sem styðja forset-ann töpuðu fylgi í febrúar
sl.
»Musharraf hefur notiðtrausts Bandaríkjamanna
eftir að hann ákvað að styðja
þá í stríðinu gegn hryðjuverk-
um.
SALIM Hamdan, bílstjóri hryðju-
verkaleiðtogans Osama bin Ladens í
Afganistan árin 1997-2001, var í gær
dæmdur í fimm og hálfs árs fangelsi
við herréttarhöld sem fram fóru í Gu-
antanamo-fangabúðum Bandaríkja-
hers á Kúbu.
Hamdan, sem er frá Jemen, var á
miðvikudag fundinn sekur um að hafa
stutt hryðjuverk en sýknaður af ásök-
unum um morðsamsæri. Hamdan hef-
ur þegar afplánað fimm ára fangelsi og mun því að lík-
indum verða frjáls maður á ný innan skamms. Hamdan
sagðist eingöngu hafa verið starfsmaður bin Ladens og
borið virðingu fyrir honum en ekki gert neitt saknæmt.
Hamdan harmaði að saklaust fólk hefði orðið fórnarlömb
hryðjuverka. „Ég bið þau persónulega afsökunar ef eitt-
hvað sem ég hef gert hefur valdið þeim þjáningu,“ sagði
hann.
Verjendur gagnrýndu málsmeðferðina harðlega sem
og stríðið gegn hryðjuverkum. Sögðu þeir að mannrétt-
indi Hamdans hefðu verið brotin, meðal annars með því
að beita ólöglegum aðferðum við yfirheyrslur.
kjon@mbl.is
Hlaut fimm og hálft ár
Salim Hamdan