Morgunblaðið - 08.08.2008, Page 27
efast ég um að ég hafi nokkur tíma
hrósað henni heldur eins og hún átti
skilið. Hún var þekkt fyrir að vera
með eindæmum barngóð og þar sem
ég er eins og barn að því leyti að mér
finnst mjög gaman að hlusta á sögur
þá náðum við sérstaklega vel saman.
Oft var það sem ég þagði nánast alla
heimsóknina því ég vildi ekki með
nokkru móti hafa af henni orðið. Og
ekki skemmdi fyrir ef hún bauð upp á
saltkjöt og baunir eins og henni einni
var lagið.
Amma mín, ég sakna þeirra stunda
sem við áttum á Torginu og ég hugsa
mikið til þín. Vonandi gerum við þig
stolta.
Þinn sonarsonur,
Yngvi.
Elsku amma Lín er látin. Hún
kvaddi á fallegasta degi sumarsins
þegar hvert hitametið var slegið.
Ótal minningar hafa komið fram í
huga minn síðustu daga og þá sér-
staklega frá æskuárunum. Ég vildi
hvergi annars staðar vera en hjá
ömmu þegar foreldrar mínir voru í
vinnunni. Það þýddi ekkert að setja
mig í leikskóla því hann var við sömu
götu þar sem amma og afi bjuggu.
Það var því nokkuð auðvelt að hrópa
og kalla á ömmu þar til hún sótti mig
og ekki þurfti ég að kalla lengi. Þegar
ég byrjaði svo í skóla var förinni heitið
beint til ömmu þegar skóladeginum
lauk. Þrátt fyrir mikinn umgang og
stórt heimili hafði amma tíma til að
spjalla, spila á spil og segja sögur.
Hún bjó til himneskar kleinur og ekki
var steikta brauðið síðra. Amma
eyddi dágóðum tíma í eldhúsinu enda
þurfti að vera nóg til að bíta og
brenna eins og hún orðaði það sjálf.
Amma var alltaf með heitan mat í há-
deginu og oftast margrétta. Hún vildi
gera öllum til hæfis og enginn mátti
fara svangur frá borði. Það var mikið
líf og fjör á Iðavöllum 2 í þá daga.
Hin síðari ár bjó amma ein í húsinu
og var hún ekki til viðræðu að flytja
sig um set meðan hún væri fullfrísk.
Þá var gott að kíkja í kaffi og spjall við
eldhúsborðið.
Elsku amma Lín, takk fyrir allt.
Harpa.
Elsku amma mín,
ekki bjóst ég við því þegar ég var
stödd á Húsavík helgina áður en þú
kvaddir að það yrði í síðasta skipti
sem við myndum hittast.
Ég fór til þín áður en ég lagði í
hann suður til að kveðja þig en þú
varst sofandi. Mér var alltaf illa við að
vekja þig, hugsaði því með mér að við
myndum bara hittast næst þegar ég
kæmi og kyssti þig á ennið. Þegar ég
er svo að labba út mæti ég mömmu,
segi við hana að þú sért sofandi og ég
vilji ekki vekja þig. Hún sneri mér þá
við og sagði að við myndum bara
vekja þig. Mikið er ég ánægð í dag að
hafa gert það, því ég veit ekki hvernig
mér myndi annars líða.
Við áttum þarna saman góða stund
eins og alltaf en þegar leið að kveðju-
stund sagði ég við þig, „við sjáumst
svo bara næst þegar ég kem, amma
mín“. En þú sagði við mig, „nei, veistu
ég held bara ekki“. Ég brosti bara til
þín og sagði, „jú, jú, við sjáumst næst
þegar ég kem“. Kvaddi þig og kyssti
og hélt suður. Þarna varstu að kveðja
mig án þess að ég vissi. Þremur dög-
um síðar fékk ég símtalið og þú varst
farin. Þetta skeði mjög snögglega og
varst þú bara ein. Ég veit um marga
sem hefðu viljað vera hjá þér og
kveðja þig en held engu að síður að
þetta hafi verið það sem þú vildir og
ætla ég að lifa með því.
Elsku amma, þú munt eiga stórt
pláss í hjarta mínu og fullt af minn-
ingum. Sérstaklega frá Iðavöllum
sem þér þótti svo vænt um og hugs-
aðir svo vel um. Þú vildir alltaf hafa
garðinn þinn vel hirtan og nýsleginn,
sparitröppurnar þínar vildir þú alltaf
hafa hreinar og fínar. Þú varst algjör
snyrtipinni. Eins var það alveg sama
hvenær maður kom þú fylltir alltaf
borðið af kræsingum, hvort sem mað-
ur vildi eða ekki, pönnukökurnar og
púðursykurskökurnar voru þá í sér-
stöku uppáhaldi.
Það verður því skrítin tilfinning að
koma til Húsavíkur núna án þess að
eiga viðkomu hjá þér og er ég ekki
enn búin að gera mér fulla grein fyrir
því.
Ég vil biðja guð um að geyma þig,
elsku amma mín, og þakka þér fyrir
allar góðu stundirnar sem við áttum
saman. Þú ert komin á góðan stað og
veit ég að þú hefur fengið konungleg-
ar móttökur frá afa sem þú elskaðir
svo mikið. Loksins eru þið sameinuð
aftur eftir allt of langan aðskilnað. Ég
vil þú takir utan um hann og kyssir
hann frá mér.
Þín,
Helga Dögg.
Elsku amma mín hefur kvatt okk-
ur. Höggið var þungt þegar fregnin
kom. Minningarnar þutu fram og til
baka í kollinum og svo kom söknuður-
inn. Þetta á víst fyrir okkur öllum að
liggja en kemur samt alltaf eins og
reiðarslag. Ég á margar góðar minn-
ingar frá Iðavöllum 2 hjá ykkur afa.
Ég var ekki há í loftinu þegar ég flutti
til ykkar afa og varði hjá ykkur nær
16 árum. Við brölluðum margt á þess-
um árum.
Það er af svo mörgu að taka, hvort
heldur við sátum og spiluðum fram á
nætur eða dönsuðum á náttkjólunum
við undirleik Lúdó og Stefáns. Og sér-
stök voru sparikvöldin hjá okkur þeg-
ar þú tókst fram sparistaupin og við
skáluðum í skyrmysu. Kvöldin enduð-
um við svo á að bankast á milli her-
bergja til að bjóða góða nótt. Þegar ég
lít til baka þá sé ég hvað ég var hepp-
in. Ómetanleg þykir mér sú tilhugsun
að á hverjum degi þegar skólinn var
búinn og ég labbaði heim eða kom á
skíðunum heim, þá varst þú þar.
Tilbúin með steikt brauð og kleinur
eða vínarbrauð. Það er svo margt sem
mig langar að þakka þér fyrir. Þér og
afa sem kvaddi okkur allt of snemma.
Skjólið sem þið veittuð mér var ómet-
anlegt. Öryggi og skjól. Fyrir það ber
mikið vel að þakka.
Svo leið tíminn og fyrr en varði var
ég orðin fullorðin, komin sjálf með
börn sem þú fylgdist vel með og alltaf
fylltust þau spennu þegar Húsavíkur-
ferð til ömmu Lín var á næsta leiti. Þó
svo að við sæjumst ekki eins oft og áð-
ur þá héldum við alltaf góðu símasam-
bandi. Alltaf varstu söm við þig. Alltaf
stutt í gamnið og glensið.
Það er af svo mörgu að taka, en í
þessum kveðjuorðum til þín, elsku
amma mín, vil ég umfram allt þakka
fyrir allt. Þið afi munuð alltaf eiga
stóran hluta af mér. Megi algóður Guð
gæta þín, elsku amma mín, og afa líka.
Þín,
Kristín.
Hún elsku Lína mín er komin yfir
móðuna miklu. Ég hugsa til þín, Lína
mín, með söknuði, ég hef aldrei fundið
eins góða og hlýja manneskju eins og
þig og hef þó víða farið. Já, Lína mín,
við áttum margar góðar stundir sam-
an. Þær eru óteljandi, ég þakka þér
fyrir allan hlýhug til mín og ég tala nú
ekki um hana Kiddý mína, það verður
aldrei fullþakkað. Þú varst sú besta
mamma, amma og tengdamamma
sem hugsast getur. Ég veit að þú ert
búin að skila þínu hlutverki í þessu lífi.
Það eru kveðjur til ömmu Lín frá
Hjördísi og Hafdísi, þú varst þeim
eins og besta amma.
Guð veri með þér, Lína mín, ég veit
að þér líður vel núna þar sem þú ert.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð.
Þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Elsku Bjössi, Villi, Óli, Aðalsteinn,
Linda og fjölskyldur,
ég votta ykkur samúð mína við frá-
fall yndislegrar konu.
Þín,
Dalrós.
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. ÁGÚST 2008 27
ir því að ég kæmi auga á hana.
Mamma og pabbi voru víst ekki allt-
af sátt við að amma tæki mig af leik-
skólanum eftir tveggja tíma dvöl en
mér fannst það frábært. Amma mín
var svo skemmtileg. Vísurnar sem
hún kenndi mér í eldhúsinu sem
litlum gutta voru margar hverjar
verulega hnyttnar, sumar hverjar
svo að ég man eftir að hafa hlegið þar
til ég gat ekki staðið í lappirnar. Ég
mun svo sannarlega sjá til þess að
þær lifi áfram í fjölskyldunni. Dóra
amma var alvöruamma. Hún gaf
okkur barnabörnunum alltaf mjúka
pakka, eitthvað sem hún hafði prjón-
að, heklað eða saumað. Hún átti líka
alltaf til kökur og jafnvel mola þegar
enginn sá til. Hjá henni vildi maður
ekki fá kókópuffs í morgunmat held-
ur súrmjólk með safti sem hún og
Jón afi bjuggu til. Í hennar huga not-
aði heldur enginn heilvita maður
keyptar sápur, nei sápan sem hún og
afi bjuggu til var mikið betri. Ég er
afar þakklátur fyrir allar yndislegu
stundirnar sem við amma áttum
saman, og það er mér mikils virði að
litla dóttir mín hafa einnig náð að
kynnast henni. Ég vil enda kveðjuna
með bæn sem amma söng svo oft fyr-
ir mig;
Ó, Jesús bróðir bezti
og barnavinur mesti,
æ, breið þú blessun þína
á barnæskuna mína.
(Páll Jónsson/A.P. Berggreen.)
Siggeir Fannar Brynjólfsson.
✝
Systir mín,
GUÐBJÖRG JÓNSDÓTTIR,
Ljósheimum 8,
Reykjavík,
er látin.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar
látnu.
Erla Jónsdóttir.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir, fósturfaðir, tengda-
faðir, afi, langafi og langalangafi,
EIRÍKUR GUÐMUNDSSON,
fyrrv. mjólkurbílstjóri,
Grænumörk 3,
Selfossi,
lést á Kumbaravogi laugardaginn 2. ágúst.
Útför hans fer fram frá Selfosskirkju laugardaginn
9. ágúst kl. 13.00.
Margrét Benediktsdóttir,
Ingvar D. Eiríksson, Eygló Gunnarsdóttir,
Óli Jörundsson,
Þorbjörg Henný Eiríksdóttir, Bjarni Einarsson,
Sigurður Eiríksson,
Guðmundur Eiríksson,
Benedikt Eiríksson, Helga Haraldsdóttir,
Guðrún Halldórsdóttir, Valdimar Valdimarsson,
afabörn, langafabörn
og langalangafabörn.
✝
Kæru vinir fjær og nær.
Innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýju
vegna andláts og útfarar elskulegs eiginmanns,
föður, tengdaföður og afa,
SR. BIRGIS SNÆBJÖRNSSONAR,
fv. prófasts,
Holtateigi 48,
Akureyri.
Guð blessi ykkur öll.
Sumarrós Garðarsdóttir,
Jóhanna Erla Birgisdóttir og fjölskylda,
Birgir Snæbjörn Birgisson og fjölskylda.
✝
Þökkum innilega vináttu og hlýhug við andlát og
útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður
og afa,
RAGNARS KJARTANSSONAR.
Helga Thomsen,
Ragnheiður Sif Ragnarsdóttir, Birgir Arnarson,
Regína Hrönn Ragnarsdóttir,
Jóhann Friðrik Ragnarsson, Ragnheiður Pétursdóttir,
Ragnar Örn Birgisson,
Anna Helga Jóhannsdóttir og Sunna María Jóhannsdóttir.
✝
Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
samúð og vinarhug við andlát og útför móður
okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
JÓHÖNNU GUÐMUNDSDÓTTUR,
Skólabraut 5,
Seltjarnarnesi.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki deilda 13E
og 14E á Landspítalanum við Hringbraut fyrir góða
umönnun.
Gylfi Gunnarsson, Sigurlín Sveinbjarnardóttir,
Gunnar Gunnarsson, Harpa Harðardóttir,
Helga Gunnarsdóttir, David Langham,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Móðir okkar, tengdamóðir og amma,
ÞÓRDÍS HARALDSDÓTTIR THORODDSEN
frá Þorvaldsstöðum í Bakkafirði,
til heimilis í Aðalstræti 78,
Patreksfirði,
sem andaðist laugardaginn 2. ágúst, verður
jarðsungin frá Patreksfjarðarkirkju kl. 14:00
mánudaginn 11. ágúst.
Börn, tengdabörn og barnabörn.
✝
Okkar kæra,
AÐALHEIÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR,
Baldursgötu 20,
andaðist á dvalarheimilinu Kirkjuhvoli, Hvolsvelli að
kvöldi þriðjudagsins 5. ágúst.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Jóhanna Stefánsdóttir.
✝
Elskulegur faðir okkar og bróðir,
PÁLL JÓHANN EINARSSON,
flugmaður,
andaðist aðfaranótt laugardagsins 2. ágúst á
líknardeild Landakots.
Útför hans verður gerð frá Fríkirkjunni í Reykjavík,
þriðjudaginn 12. ágúst kl. 15.00.
Carolin Einarsson Pálsdóttir, Kristín Einarsson Pálsdóttir,
Birgir Davidsen Pálsson,
Páll Ástþór Jónsson Pálsson,
Stefán (Norman) Mink Pálsson,
systkini og afkomendur.