Morgunblaðið - 08.08.2008, Síða 28

Morgunblaðið - 08.08.2008, Síða 28
28 FÖSTUDAGUR 8. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Hún Pálína amma okkar átti vísur sem hún hélt mjög mikið upp á og lifði svo eftir boðskap þeirra en þær eru svona: Vertu alltaf hress í huga hvað sem kann að mæta þér. Lát ei sorg né böl þig buga baggi margra þyngri er. Vertu sanngjarn, vertu mildur vægðu þeim sem mót þér braut. Bið þinn Guð um hreinna hjarta hjálp í lífsins vanda og þraut. Treystu því að þér á herðar þyngri birði ei varpað er. En þú hefur afl að bera orka blundar næg er þér. Þerraðu kinnar þess er grætur þvoðu kaun hins særða manns. Sendu inn í sérhvert hjarta sólargeisla kærleikans. (Höf. ók.) Amma var alltaf svo brosmild og rosalega hress. Hún var líka mjög já- kvæð og hjá henni voru engin vanda- mál, bara lausnir. Ef eitthvað var að plaga okkur þá stóð ekki á henni að leysa það með okkur, eða bara fyrir okkur ef við vildum það. Þegar við vorum yngri var svo gott að vera hjá henni því hún hafði alltaf nægan tíma fyrir okkur til að spila og spjalla, og svo pönnukökurnar henn- ar, mmm … langlangbestar. Amma leit alltaf svo vel út, hefði getað verið tuttugu árum yngri en árin sögðu til um. Það var yndislegt að koma til henn- ar og við munum minnast síðustu daganna þegar við skiptumst á að heimsækja hana og hún var aldeilis ✝ Pálína MargrétHafsteinsdóttir fæddist á Skaga- strönd 1. janúar 1930. Hún lést á heimili sínu 22. júlí síðastliðinn. Útför Pálínu fór fram frá Fossvogs- kirkju 30. júlí sl. ekki að tala um sjúk- dóm sinn eða kvarta þótt hún væri svona mikið veik. Nei, hún var að spá í hvað við værum að gera og ætl- uðum að gera skemmtilegt í sumar og hvort við hefðum það ekki gott. Við þökkum ömmu fyrir allt sem hún kenndi okkur og var okkur í lífinu. Við munum alltaf minnast þín, svo ynd- isleg, lífsglöð og fjörug sem þú varst. Takk fyrir allt, elsku amma. Davíð, Baldur og Haukur. Hún elsku Palla okkar hefur kvatt. Annað skarð rist í samheldinn hóp sjö systra sem kenna sig við Reykholt á Skagaströnd. Við systkinin ólumst upp við hlátrasköll og sögur þessara frábæru „stelpna“ og höfðum ávallt gaman af því að fá að vera með og hlusta á þær þegar þær létu gamminn geysa. Fyr- ir fermingarveislu okkar allra voru þær alltaf mættar til að baka og skreyta. Þá var hlátur og gleði við völd fram á nætur. Palla var hæglát- ust þeirra systra og hnussaði oft í henni yfir látum systra sinna. Hún var þó alltaf með og hafði gaman af og leiðrétti gjarnan sögur þeirra þeg- ar henni þótti nóg um skáldskapinn. Palla hafði sig lítið í frammi við skreytingarnar en var þá heldur með uppþvottaburstann á lofti og var búin að þvo og þrífa allt áður en maður sneri sér við, eða lagði frá sér glasið. Við uppvaskið stóð hún hverja veisl- una eftir annarri og lét lítið yfir því. Við systkinin töluðum oft um Pöllu sem „Pöllu fínu“ því hún var alltaf svo fín. Með nýlagt hvítgráa hárið, gjarn- an eftir eina systurina, með varalitinn sinn, klútinn og bara alltaf svo fín. Hún hélt því alveg fram á síðasta dag. Hún lét veikindin ekki aftra sér frá því að punta sig né lét hún þau aftra sér frá því að skreppa norður í land til systur sinnar á Akureyri. Þar var hún mætt í allt fjörið hjá henni mömmu og lét engan bilbug á sér finna. Þar vorum við svo lánsöm að fá að eiga með henni yndislegar stundir á hennar síðustu vikum, sem við er- um þakklát fyrir. Æskuminningar okkar um Pöllu eru fyrst og fremst á Bræðraborgarstígnum. Litla kjall- araíbúðin sem þó var ekki lítil þegar ferðalanga norðan úr landi bar að garði og alltaf pláss fyrir fleiri. Minn- ingar um flækingskettina sem hún fitaði á rjóma. Eldhúsið með litla borðinu og fína dúknum, mjólkurglas og jólakaka. Notalegar minningar sem við geymum um leið og við kveðjum góða móðursystur og segjum: „Takk fyrir allt og allt.“ Gulli og perlum að safna sér sumir endalaust reyna. Vita ekki að vináttan er verðmætust eðalsteina. Gull á ég ekki að gefa þér og gimsteina ekki neina en viltu muna að vináttan er verðmætust eðalsteina. (Hjálmar Freysteinsson.) Elsku Bára, Hafsteinn, Laufey og fjölskyldur, Sæmi og fjölskylda, við sendum ykkur samúðarkveðjur. Hafey, Birgitta, Ríkharð, Helga Dóra, Hafsteinn, Jón Birkir og fjölskyldur okkar. Ég hef alltaf verið stolt af því að vera nafna hennar Pöllu móðursystur minnar og ekki þótti mér verra að vera sögð lík henni hér áður fyrr því hún var glæsileg kona og eftir henni tekið hvar sem hún fór. Þegar ég kom til Reykjavíkur í nám, 16 ára krak- kakjáni, var heimili Pöllu og Þórðar mannsins hennar athvarf sem stóð mér alltaf opið sama hvaða tíma dags eða nætur það var. Oftar en ekki var nýbakað hveitibrauð á boðstólunum sem rann ljúflega niður með kaffi- sopa og góðu spjalli. Samskipti okkar urðu enn meiri þegar ég svo flutti í fyrstu íbúð mína sem var nokkrum húsum frá þeim á Bræðraborgar- stígnum. í mínum huga var Reykja- vík bara Vesturbærinn og Vestur- bærinn er enn í mínum huga Palla frænka, þó svo að hún hafi nokkru eftir að Þórður lést 1991, flutt í Kópa- voginn. Tilviljun réð því svo seinna meir að ég og fjölskyldan mín fluttum líka í Kópavoginn ekki langt frá Pöllu minni. Ég var ekki sú eina sem naut þess að eiga athvarf hjá Pöllu og Þórði, allflestir ættingjar okkar og fleira fólk að norðan gistu hjá þeim þegar þeir þurftu að koma til Reykja- víkur. Nú mætti halda að Palla og Þórður hefðu búið í stóru einbýlishúsi með fjölda herbergja, en raunin er sú að þau bjuggu ásamt þremur börnum sínum í lítilli kjallaraíbúð á Bræðra- borgarstígnum sem hefur ekki verið stærri en u.þ.b. 60 fermetrar. Þessir 60 fermetrar held ég að hafi verið töfrum gæddir því allar þær stór- veislur og allur sá fjöldi fólks sem gisti hjá þeim en aldrei virkaði íbúðin lítil og alltaf var nóg pláss fyrir fólkið. Sennilega hefur þó Pöllu og Þórði stundum fundist nóg um allan þenn- an ágang, en aldrei fann maður fyrir því í viðmóti þeirra enda hjartahlýtt fólk með eindæmum. Eftir að ég eignaðist mína eigin fjölskyldu urðu samskiptin minni en við eigum nokkrar perlur sem standa upp úr. Ein af þeim er frá því við fjölskyldan fluttum til Kaupmannahafnar og móðursystur mínar þær Palla og Ása komu í heimsókn til okkar vorið 1997. Þær komu svo aftur í heimsókn til okkar sumarið 2003 ásamt móður minni þá í skírn yngsta sonar okkar. Það var mikið hlegið af því að þær væru álfkonurnar þrjár við skírnina og barnið væri mikið blessað með nærveru þeirra. Það var óendanlega mikið hlegið og spjallað í þessum heimsóknum og lengi vakað. Nýjasta perlan í minningasafninu er svo ferð- in okkar til Manchester í des. sl. með þeim Pöllu, Ásu og mömmu. Það er ógleymanleg ferð og þó svo Palla hafi ekki verið eins hress og hún hefði vilj- að þá var samt ferðin yndisleg, mikið spjallað og hlegið, svo við nefnum nú ekki verslunarröltið og innkaupin. Elsku Palla mín, ég hefði viljað hafa þig hér svo miklu miklu lengur og fara með þér í fleiri Manchester- ferðir eins og við plönuðum. En ég á hafsjó af góðum minningum um þig og get því með ljúfsáru brosi kvatt þig. Megi englar alheimsins og allir góðir vættir gæti þín þar til við sjáumst á ný, himnarnir hafa fengi glæsilega konu til liðs við sig. Þín, Pálína Freyja. Palla, systir hennar ömmu … ég hélt reyndar í bernsku minni að hún væri stóra systir hennar mömmu … í það minnsta var hún framan af ein- hvern veginn eina frænkan sem ég átti. Palla, með síða, liðaða hárið … í augum stelpuskotts var hún falleg eins og góða álfkonan í Öskubusku og augun alltaf full af brosi og blíðu þeg- ar hún horfði á mig … pínulítið í kross. Palla, góða Palla … sem stormaði á fund æðri máttarvalda og heimtaði lækningu mér til handa á fjórða æviári … og náttúrlega fékk hana. Mér hefur vart orðið misdægurt síð- an … og einhvern veginn alltaf fund- ist ég eiga Pöllu lífið að þakka. Palla með stóra hjartað … sú eina sem nennti að mala í símann við fjög- urra ára málóða stúlku á batavegi sem vissi fátt skemmtilegra en að spjalla í símtól. Aumingja Palla … Palla og Þórður … sem komu í heimsókn til okkar á sunnudögum á græna jeppanum sem alltaf virtist að hruni kominn en hrundi samt aldrei. Og voru svo í heiðri höfð að þeim var stillt upp í stofunni báðum megin við mig þegar ljósmyndarinn kom. Ég á ennþá myndirnar … og Palla með síða, liðaða hárið … góða álfkonan mín. Palla á Bræðraborgarstígnum … þar var alltaf hlýtt og alltaf kaffilykt og stór strætó sem stoppaði fyrir ut- an eldhúsgluggann. Mín fyrsta svað- ilfararminning þegar við mamma brutumst frá Pöllu heim í Hlíðar með Heiðrúnu í barnavagninum í glóru- lausri stórhríð og urðum næstum úti … nema Heiðrún sem hraut í gærupokanum. Ég hringdi glaðbeitt í Pöllu við heimkomuna og tilkynnti að við værum enn í lifenda tölu. Palla og börnin hennar … Bára með rauða hárið, barnfóstran sem vakti mig af værum blundi til að pissa til öryggis … og Lolla sem var minni en ég en lét illa að stjórn í leikjum … og Haddi sem var unglingur í for- stofuherberginu með Önnu kær- ustu … ég fékk að sitja þar á kolli og horfa á þau kyssast meðan mamma drakk kaffi með Pöllu. Það var lær- dómsríkt … Palla með mjallhvíta hárið og lagn- inguna sem aldrei haggaðist. Fas hennar allt og útlit og framkoma lif- andi orðabókarskilgreining á dönskuslettunni „lekker“. Þekki enga konu jafninnilega lekker og Pöllu. Fastur punktur í öllum okkar fermingarveislum og stúdents- veislum og skírnarveislum og brúð- kaupsveislum. Enda systir hennar Pálína Margrét Hafsteinsdóttir Í mínum augum hef- ur Jón frændi minn alltaf verið stórmenni. Ég er svo lánsöm að kynnst Jóni móðurbróður þegar ég var barn en hann rúmlega tvítugur ungur maður nýkvæntur. Mínar fyrstu minningar eru frá Ketilsstöðum þar sem for- eldrar mínir bjuggu mín fyrstu æviár í þessu stóra húsi ásamt systkinum mínum, afa, ömmu, Hallgrími, Elsu og Jóni. Alltaf hafði stóri frændi tíma fyrir litla frænku, meinstríðinn, glað- lyndur en fyrst og fremst hlýr. Það eru margar minningarnar. Frændi að hjálpa mér að leita að týnda pelanum mínum í kúaskítnum en hann hafði talið mér trú um að kýrnar hefðu líklegast étið hann eftir að pelinn var látinn hverfa. Jón með mig í fanginu að kenna mér smá- mæltri að segja rrrr …, eða á hest- baki. Og þvílíka ofurtrú hafði ég á Jóni að ég taldi hann geta kveikt og slökkt á sólinni fyrir mig, en þetta hafði eitthvað með ljósavél heimilis- ins að gera áður en „venjulegt“ raf- magn kom í sveitina. Síðar eftir að við fluttum á Seyðisfjörð var oft dval- Jón Bergsson ✝ Jón Bergssonfæddist 25. júní 1933 á Ketilsstöðum á Völlum. Hann lést á Heilbrigð- isstofnun Austur- lands á Egilsstöðum miðvikudaginn 23. júlí síðastliðinn. Útför Jóns fór fram frá Egilsstaða- kirkju 2. ágúst sl. ist í sveitinni á Ketils- stöðum bæði hjá afa og ömmu og síðar Jóni og Elsu. Margt var brallað í gegnum tíðina með frændsystkinum og þeim mörgu börnum sem hafa dvalið sumar- langt á Ketilsstöðum. Jón var skapmikill og ákveðinn og bárum við krakkarnir ómælda virðingu fyrir honum, en alltaf var stutt í kímnina. Afi kenndi okkur að beita hesti fyrir rakstrarvél við heyskapinn, taldi hana raka dreif- ina betur en nýmóðins tækin, og Jón kenndi okkur að nota traktor. Og að sjálfsögðu snerist lífið mikið um hesta. Árin hafa liðið og oft langur vegur milli mín og frænda, en alltaf hefur heimili hans og Elsu staðið okk- ur opið, með kaffi á könnunni og mat eins og hver gat í sig látið. Þær eru ófáar minningarnar úr eldhúsinu á Ketilsstöðum, oftast mannmargt, mikið spjallað og margt rætt þar sem Jón er hrókur alls fagnaðar með píp- una, jafnstríðinn og glaðlyndur og forðum. Það er mikið áfall fyrir mann í fullu fjöri að lamast, en Jón tókst strax á við breyttar aðstæður sem verkefni og vann ötull að sinni end- urhæfingu þrátt fyrir að við bættist banvænn sjúkdómur. Aldrei heyrðist hann kvarta yfir hlutskipti sínu en tók örlögum sínum með ótrúlegu æðruleysi. Ég kveð með söknuði frænda minn og geymi um hann minningu frá reið- túr niður á Nesi með fjölskyldunni á fallegu sumarkvöldi eftir athafnadag í heyskap. Elsku Elsa, Dóra, Bergur, Ragnheiður, Steinunn og fjölskyldur, megið þið fá styrk í sorg ykkar. Við öll vottum ykkur samúð við frá- fall þessa hjartahlýja stórmennis sem Jón Bergsson var. Hildur Tómasdóttir. Þá ertu farinn, kæri vinur! Ég var ekki nema fimm ára gamall þegar ég kynntist Jóni fyrst fyrir liðlega hálfri öld. Þá var Jón nýkvæntur Elsu sinni og þau á leiðinni heim á Ketilsstaði til að njóta hveitibrauðsdaganna. Hér áður fyrr voru hveitibrauðsdagar ef- laust á talsvert lægri nótum en tíðk- ast nú á dögum. Þeir voru til að mynda varla taldir næg ástæða til að taka sér langt frí eða víkjast undan skyldum og greiðvikni í annarra garð. Í tilviki Jóns og Elsu fylgdi sá böggull skammrifi að þau höfðu lofað mág- konu Jóns, systur Elsu, og svila í Reykjavík að taka strákhnokka nokkurn til „geymslu“ á meðan þau brugðu sér út fyrir landsteinana í fyrsta sinn. Þannig varð það að ég var afhentur Jóni og Elsu daginn eftir að þau voru gefin saman. Að sjálfsögðu bar ég þá ekkert skynbragð á þann heiðurssess sem mér hlotnaðist í lífi Jóns og Elsu. En mikið hefur mér lík- að vistin vel þar sem alls urðu sumrin níu sem ég dvaldi hjá þeim á Ketils- stöðum. Þessi sumur reyndust senni- lega mikilvægasti mótunartími þess unga manns sem þar dvaldi. Á þess- um tíma kynntist ég Jóni og Elsu sem ungu fólki, sem voru að byrja lífið full umhyggju, bjartsýni og eldmóðs. Þegar ég horfi til baka er mér minn- isstætt hversu mikill stemningsmað- ur Jón var. Hann var gjarnan hrókur alls fagnaðar og naut þess að skiptast á skoðunum við heimilisfólk og gesti um landsins gagn og nauðsynjar eða önnur dægurmál. Jón var prýðisgóð- ur söngmaður og á góðum stundum átti hann til að taka lagið eða stíga dansspor með Elsu sinni á eldhús- gólfinu heima sem við krakkarnir fylgdumst með, full aðdáunar. Í bú- skaparlegum efnum bar áhuga Jóns á hrossarækt og kynbótastarfi senni- lega hæst. Ketilsstaðakynið hefur hlotið margvíslegar viðurkenningar og er nú vel þekkt á meðal hesta- manna hérlendis og jafnvel erlendis. Til að mynda völdu Bændasamtök Ís- lands Ketilsstaði sem ræktunarbú ársins 1998. Ketilsstaðir hafa auk þess margoft hlotið slíkar tilnefning- ar á liðnum árum. Það var ennfremur vel við hæfi að síðastliðið sumar skyldi Jón vera heiðraður fyrir framlag sitt til hrossaræktar á Fjórðungsmóti Aust- urlands. Viðurkenningar Ketilsstaða og Jóns í hrossarækt voru afrakstur þrotlauss starfs og fórna. Hér var Jóni mikill styrkur að hafa Elsu sem bakhjarl svo og son þeirra, Berg. Það hefur auk þess verið Jóni hvatning að aðrir ástvinir deildu sumir hverjir ákafa hans í þessu áhugamáli og lífs- starfi hans. Ávallt var gestkvæmt á Ketilsstöð- um enda gestrisni Jóns og Elsu ein- stök. Og þar var aldrei neitt til sparað þó að á ýmsu hafi gengið í búskapn- um. En stór hópur vina og nákominna ástvina er vitnisburður um auð sem hvorki mölur né ryð fá grandað, sú tegund auðs sem ein skiptir máli þeg- ar upp er staðið. Við Gunnhildur sendum Elsu og börnum hennar og Jóns þeim Dóru, Bergi, Ragnheiði og Steinunni og öðrum ástvinum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Megi Guð gefa þeim styrk í sorg þeirra. Vinur minn, hvíl í friði! Gunnar Helgi Hálfdanarson. Fallinn er nú frændi minn Jón Bergsson á Ketilsstöðum. Það sækja að minningar og þær á ég um Jón frá því ég fyrst man eftir mér, eða í ríf- lega hálfa öld. Á mínum æskuárum var hann tíður gestur hjá foreldrum mínum enda frændi þeirra beggja. Þegar ég man fyrst eftir Jóni vann hann við byggingu Grímsárvirkjunar – það voru kannski Kárahnjúkar þess tíma. Þá átti hann bláan Chevrolett- vörubíl og það voru uppgrip enda fannst mér hann alltaf vera með 500- kall í brjóstvasanum – þessa stóru brúnu og mér fannst þetta spennandi frændi. Hann vék sér alltaf að mér og spjallaði við mig. Hann sagði mér t.a.m. að ég bölvaði fallega, tók mig upp og sagði að það væri blý í rass- inum á mér. Þessu trúði ég fram eftir öllu og var stoltur af. Ég sóttist eftir því að vera nálægt þegar hann kom, því honum fylgdi ævinlega glaðværð og það voru sagðar sögur og hlegið og hann hló svo að tárin runnu niður vangana. Þegar ég fullorðnaðist kynntist ég frænda mínum á nýjan hátt í gegnum áhugamál mitt hesta- mennskuna sem fylgdi Jóni alla tíð. Hann sá alltaf gæðingsefnið í ís- lenska hestinum og þegar hlutverk hestsins sem vinnudýrs leið undir lok var Jón einn af þeim mönnum sem um og upp úr miðri síðustu öld tóku að vinna að því að rækta íslenska hestinn til nýs og breytts hlutverks. Hrossaræktin varð rauði þráðurinn í gegnum allt hans ævistarf og ein- kenndi Ketilsstaðaheimilið. Jón hafði afar næmt auga fyrir hrossum og

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.