Morgunblaðið - 08.08.2008, Page 34
34 FÖSTUDAGUR 8. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ
dagbók
Í dag er föstudagur 8. ágúst, 221. dagur
ársins 2008
Orð dagsins: Drottinn er hlutskipti
mitt og minn afmældi bikar; þú held-
ur uppi hlut mínum. (Sálm. 16, 5.)
Fyrir nokkru las Víkverji frétt umað nú væri komið farsíma-
samband á öllum hringveginum.
Gladdist hann mjög enda hefur hann
verið ástríðumaður um fjarskipti ár-
um saman.
x x x
Vissulega er það mikil framför aðfólk geti látið vita af sér, sent
SMS, horft á sjónvarp í þriðju kyn-
slóðar farsímum, valsað um netið og
gert næstum það sem hugurinn girn-
ist. En þessi samskipti eru þó ekki
eins skemmtileg og fjarskiptin í
gamla daga þegar Víkverji var ungur.
Þá voru opnar útvarpsrásir sem allir
gátu fylgst með. Bátabylgjan var vin-
sæl og menn hlustuðu sér til ómældr-
ar ánægju á Gufunes og samskipti
bílstjóranna.
x x x
Nú er öldin önnur. GSM-rásirnareru lokaðar. Neyðarlínan og
lögreglan geta miðað mann út og sagt
er að leyniþjónustur erlendra ríkja
geti jafnvel hlustað á samtöl í GSM-
kerfinu. Tvennum sögum fer þó af því
og Víkverji hefur engar áhyggjur.
x x x
GSM-símarnir eru skammdrægir.Fyrir rúmum 30 árum urðu far-
stöðvar mjög vinsælar hér á landi og
var jafnvel stofnað Félag farstöðva-
eigenda. Gátu menn talast við innan
höfuðborgarsvæðisins, suður á
Reykjanes og norður á Snæfellsnes.
Stundum komu skemmtileg skilyrði
svo að allt landið lá undir. Jafnvel
heyrðist þá betur í Ísfirðingum en
Hafnfirðingum og einhverjir Norð-
menn og jafnvel Júgóslavar trufluðu
fjarskiptin hér á landi. Þá var gaman
að lifa því að aldrei var á vísan að róa í
hverjum heyrðist. Lögðust margir í
talstöðvarabb og vöktu um nætur.
x x x
Um daginn lenti Víkverji á flakkog hugðist njóta þess að tala í
farsímann á þjóðvegi 1. Ferðinni var
heitið vestur á Firði. Vestfirðir eru
utan hringvegarins og því er farsíma-
sambandið þar ærið stopult. Það
kárnaði því gamanið. víkverji@mbl.is
Víkverjiskrifar
Reykjavík Gunnar Elí fædd-
ist 27. maí. Hann vó 2.635 g
og var 48,5 cm langur. For-
eldrar hans eru Karen Hann-
esdóttir og Ingvar Helgi
Kristinsson.
Reykjavík Margréti Schev-
ing og Hlyni Ólafssyni
fæddist drengur 7. júlí.
Hann vó 4.145 g og var 53
cm langur.
Nýirborgarar
Krossgáta
Lárétt | 1 kýr, 4 gelta, 7
heimabrugg, 8 hráslaga-
veður, 9 rekkja, 11 lengd-
areining, 13 grætur hátt,
14 þátttakanda, 15 flutn-
ing, 17 vistir, 20 skordýr,
22 hundur, 23 sætta sig
við, 24 hitt, 25 þjálfa.
Lóðrétt | 1 öskra, 2 rist-
ill, 3 keyrir, 4 ræfil, 5
sár, 6 eldstæði, 10 önug,
12 lærði, 13 sjór, 15
gamla, 16 fjáðan, 18
kvendýrum, 19 jarð-
setja, 20 fjarski, 21 vilj-
ug.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt: 1 snarráður, 8 Japan, 9 áliti, 10 dót, 11 klasi, 13
tengi, 15 stökk, 18 angur, 21 ull, 22 spónn, 23 daunn, 24
viðunandi.
Lóðrétt: 2 nepja, 3 rindi, 4 ásátt, 5 urinn, 8 sjúk, 7 hiti,
12 sök, 14 ein, 15 sess, 16 ölóði, 17 kunnu, 18 aldna, 19
grund, 20 rann.
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16
Sudoku
Þrautin felst í því að fylla út í
reitina þannig að í hverjum 3x3-
reit birtist tölurnar 1-9. Það verð-
ur að gerast þannig að hver níu
reita lína bæði lárétt og lóðrétt
birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei
má tvítaka neina tölu í röðinni.
Lausn síðustu Sudoki.
www.sudoku.com
© Puzzles by Pappocom
Skák
Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is
1. d4 d5 2. Rf3 c6 3. c4 Rf6 4. e3 Bf5 5.
Rc3 e6 6. Rh4 Bg6 7. Be2 Rbd7 8. O–O
Re4 9. g3 Rd6 10. b3 Be7 11. Rxg6
hxg6 12. Dc2 Rf6 13. Hd1 Dc7 14. Bf1
O–O–O 15. Bg2 Hh5 16. c5 Rf5 17. h3
Hdh8 18. e4 dxe4 19. Bf4 Dd8 20. g4
Hxh3 21. gxf5 Hxc3 22. Dxc3 Rd5 23.
Dc1 gxf5 24. Kf1 Hh4 25. Be5 Dh8 26.
Ke1 Hg4 27. Bf1 Hg1 28. Dc4 Dh4 29.
Ke2 Bg5 30. Hdb1 f4 31. Hb2 f3+ 32.
Kd1 e3 33. Ke1 e2 34. Hxe2.
Staðan kom upp á 5. Karpov-mótinu
í Poikovsky í Rússlandi sem lauk fyrir
skömmu. Alexei Shirov (2741) sem
teflir fyrir Spán hafði svart gegn Rúss-
anum Ernesto Inarkiev (2675). 34…
Hxf1+! og hvítur gafst upp enda mát í
næsta leik.
Svartur á leik.
Brids
Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is
Óþarfa hittingur.
Norður
♠KD
♥--
♦ÁG943
♣ÁKDG106
Vestur Austur
♠109 ♠G7652
♥DG98752 ♥63
♦K72 ♦D8
♣4 ♣9873
Suður
♠Á843
♥ÁK104
♦1065
♣52
Suður spilar 6G.
Vestur opnar á 3♥, norður tekur
undir sig stökk í 6♣, sem suður breytir
í 6G út á hjartastyrkinn. Grófar, en
hreinlegar sagnir. Útspilið er ♠10.
Slagasumman á höndum sagnhafa er
tólf en stíflan í spaðanum er til vand-
ræða – það kostar slag að yfirdrepa
♠D og þá vantar einn. Ef til vill má
vinna úrslitaslaginn úr tígullitnum, en
þá þarf að velja réttu íferðina. Þetta er
þekkt staða: hjónin fimmtu úti og að-
eins ein innkoma til reiðu. Hér gengur
að spila smáum tígli úr borði fyrst, en
sé gert ráð fyrir háspili öðru í vestur er
íferðin sú að spila fyrst að blindum.
Þennan „hitting“ má þó forðast með
því að taka alla svörtu slagina í borði,
spila síðan ♦Á og tígli. Þá er sama hvor
mótherjinn á háspil annað, sá hinn
sami verður að spila suðri inn.
(21. mars - 19. apríl)
Hrútur Þú ert harður af þér. Þér er hrint
en þú stendur bara upp og dustar af þér
rykið. Ekki af því að þér sé sama, heldur
veistu að þetta er hluti af þroskanum sem
þú sækist eftir.
(20. apríl - 20. maí)
Naut Enginn hefur sama persónuleika. Þú
kannt að meta þann lit sem það gefur lífi
þínu. Þér finnst smámunasama fólkið hafa
meira fram að færa en það andvaralausa.
(21. maí - 20. júní)
Tvíburar Það er áskorun að halda einbeit-
ingunni því margt vill dreifa huganum frá
verkinu. Getur verið að þessi utanað-
komandi skemmtilegheit séu málið?
(21. júní - 22. júlí)
Krabbi Þú hvetur félaga til dáða sem býr
yfir hæfileikum – þú stendur vörð um
andagift hans. Stattu þína plikt ef lista-
maðurinn finnur fyrir vonleysi.
(23. júlí - 22. ágúst)
Ljón Þú ert einbeittur og tilbúinn. Heim-
urinn lætur reyna á ásetning þinn og þú
segir bara: „Látið það koma!“ Í nótt sef-
urðu vel í miðri ringulreið.
(23. ágúst - 22. sept.)
Meyja Þú ert valinn til að vera með í fund-
arhöldum mjög áhrifaríks fólks. Þú óskar
þess að þetta taki aldrei enda um leið og
þú veltir fyrir þér í hverju þú sért eig-
inlega að taka þátt.
(23. sept. - 22. okt.)
Vog Réttlæti snýst allt um jafnvægi. Það
sem virðist óréttlátt til styttri tíma litið er
kannski besta lausnin til lengri tíma litið.
Treystu á „karma“.
(23. okt. - 21. nóv.)
Sporðdreki Þú þarft að standa í fé-
lagslegum leiðindum eins og afsökunum
og átökum. En þú nennir því ekki og flýtir
þér að skipta um umræðuefni.
(22. nóv. - 21. des.)
Bogmaður Þú ert að velja fólk til að hjálpa
þér með verkefni. Veldu það sem getur
haft umsjón með verkinu ef þú þarft að
bregða þér af bæ og jafnvel hefja annað
ævintýri.
(22. des. - 19. janúar)
Steingeit Samfélagið þitt þarfnast þín og
þú þarfnast þess. Það er svo gefandi að
helga sig verki sem þjónar heildinni. Ein-
beittu þér í kvöld með penna í hönd.
(20. jan. - 18. febr.)
Vatnsberi Þú ert við stjórnvölinn í vissu
sambandi. Það er þægilegt en krefst
vinnu. Þú tekur ákvarðanirnar en líka
ábyrgðina á slæmu ákvörðunum.
(19. feb. - 20. mars)
Fiskar Það er freistandi að gefa loforð
núna en reyndu að standast það og ekki
segja neitt sem gerir þig vandræðalegan
seinna meir. Vertu glaður og hvetjandi.
Stjörnuspá
Holiday Mathis
8. ágúst 1958
Þyrla frá Keflavíkurflugvelli
sótti N. R. Anderson skip-
stjóra á kafbátnum Nautilus,
sem þá var 14 mílur frá Ís-
landsströndum, en þessi fyrsti
kjarnorkukafbátur hafði fimm
dögum áður siglt undir íshell-
una á norðurpólnum. Skip-
stjórinn fór með flugvél til
Bandaríkjanna þar sem Ei-
senhower forseti tók á móti
honum.
8. ágúst 1959
Matthías Johannessen, 29 ára
blaðamaður, var ráðinn einn
af ritstjórum Morgunblaðsins.
Hann lét af störfum í árslok
2000 og hafði þá verið blaða-
maður og ritstjóri í tæpa hálfa
öld.
8. ágúst 1989
Móttaka einnota öl- og gos-
drykkjaumbúða hófst á 10
móttökustöðvum og 44 söfn-
unarstöðvum á vegum End-
urvinnslunnar hf. Greiddar
voru 5 krónur fyrir hverja um-
búðaeiningu.
Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson.
Þetta gerðist þá…
Þessar sætu stelpur, Anna Ólafs-
dóttir og Thelma Karen Halldórs-
dóttir frá Seltjarnanesi, komu til
Rauða kross Íslands og afhentu
ágóða af tombólu sem var 1.510
krónur.
Hlutavelta
Þær Aðalheiður Fanney, Kolbrún
Helga og Karen héldu tombólu fyr-
ir utan 10-11 verslun á Arnarbakka
í Breiðholti og gáfu Rauða krossi Ís-
lands ágóðan sem var 2.962 krónur.
AFMÆLISBARN dagsins, Páll Viðar Haf-
steinsson, er átta ára í dag. „Hún er fín,“ segir
hann spurður um töluna átta og segir hana uppá-
haldstöluna sína. Páll mun halda upp á daginn í
faðmi fjölskyldu sinnar og vina en svo heppilega
vill til að hann er í fríi frá námi í Ísaksskóla, þar
sem þriðji bekkur bíður hans.
Páli er augljóslega margt til lista lagt en hann
æfir ballett í Listdansskólanum í Reykjavík og
undanfarin tvö ár hefur hann stundað fornám í
fiðluleik í Tónlistarskólanum í Garðabæ. „Síðan er
ég boltastrákur hjá meistaradeild Stjörnunnar,“
bætir hann við en hann hefur brennandi áhuga á fótbolta og heldur
með Stjörnunni og Manchester United.
Uppáhaldskvikmyndir Páls eru Star Wars og Transformers. „Mér
finnst það eiginlega svolítið lélegt,“ segir hann hneykslaður um áform
um að gera tölvugerða Star Wars-mynd, „Það er búið að gera sex
myndir og síðan koma einhverjar tölvugerðar lélegar myndir.“ Uppá-
haldssögupersónan er Luke en hann heldur líka upp á klónana og orr-
ustuvélmennin í fyrstu þremur myndunum.
Þrátt fyrir ungan aldur er afmælisbarnið víðförult. Í sumar hefur
hann farið í tvö ferðalög, til Hellu og upp í sumarbústað til ömmu
sinnar og afa. Þá hefur hann m.a. ferðast til Ítalíu, Svíþjóðar, Dan-
merkur og Portúgals og lætur vel af. | andresth@mbl.is
Páll Viðar Hafsteinsson átta ára
8 ára 08.08.08
;)Nýbakaðir foreldrar?Sendið mynd af nýja ríkisborgaranum ásamtupplýsingum um fæðingarstað og stund,þyngd, lengd og nöfn nýbakaðra foreldra,á netfangið barn@mbl.is