Morgunblaðið - 16.08.2008, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 16. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Eftir Skúla Á. Sigurðsson
skulias@mbl.is
„ÞAÐ eru dæmi þess að menn þurfi
að keyra átta kílómetra til að sækja
póstinn og svo getur hver sem er
farið í þetta,“ segir Einar Hafliða-
son, bóndi í Fremri-Gufudal í Reyk-
hólasveit. Hann er ósáttur við þá
þjónustu sem Íslandspóstur veitir
bóndabæjum á landinu. Hann telur
jafnvel hugsanlegt að hún standist
ekki lágmarkskröfur laga um póst-
þjónustu.
Nú er pósturinn ýmist keyrður
heim á hlað allt að fimm sinnum í
viku eða honum komið í póstkassa
við afleggjara sem liggja að bæj-
unum en kassarnir eru ólæstir.
Einar telur fyrir neðan allar
hellur að pósturinn sé ekki keyrður
heim að dyrum alls staðar. Eins og
er berst pósturinn heim að Fremri-
Gufudal fimm sinnum í viku en hann
segir Póst- og fjarskiptastofnun
hafa heimilað að skiptunum verði
fækkað í þrjú. Hann býst jafnvel við
að brátt verði honum gert að sækja
póstinn í póstkassa úti við veg.
Ólík aðstaða
Ágústa Hrund Steinarsdóttir, for-
stöðumaður markaðs- og kynning-
ardeildar Íslandspósts, segir mjög
erfitt að gera kröfur um sömu póst-
þjónustu við sveitabæi og íbúa í
þéttbýli. „Við reynum að gera eins
vel við alla viðskiptavini og hægt
er,“ segir hún en alltaf þurfi að taka
tillit til aðstæðna og kostnaðar. Þess
vegna sé málum svo háttað sem
raun ber vitni hér á landi sem og
víða erlendis.
Aðspurð hvort þetta standist lög
segir Ágústa svo vera. Íslandspóst-
ur starfi undir handleiðslu Póst- og
fjarskiptastofnunar og ekkert sé að-
hafst án leyfis hennar.
Í lögum um póstþjónustu frá
árinu 2002 segir að íslenska ríkið
skuli tryggja öllum landsmönnum
póstþjónustu á jafnréttisgrundvelli.
Krafa er gerð um að notendur sem
búa við sambærilegar aðstæður
skuli fá sömu þjónustu og að póstur
skuli borinn út alla virka daga
„nema kringumstæður og land-
fræðilegar aðstæður hindri slíkt“.
Ekki sáttur
við þjónustu
Íslandspósts
Morgunblaðið/Júlíus
Póstkassar Á leið um landið eru
kassar sem þessir algeng sjón.
Í HNOTSKURN
»Íslandspóstur færir fólkipóstinn heim að dyrum eða
setur hann í póstkassa við af-
leggjara viðkomandi bæjar.
»Pósturinn er borinn út alltað fimm sinnum í viku.
»Póstþjónusta við sveitabæier með þessum hætti víða
um heim og hefur verið hér-
lendis um langt skeið.
Ekki stendur til að breyta
þessu fyrirkomulagi í heild en
sums staðar er ætlunin að taka
upp nýjar dreifingaraðferðir.
MATSMENN sem Hagar hf. létu dómkveðja í
Héraðsdómi Reykjavíkur vegna ágreinings við
verðlagseftirlit ASÍ um verðlækkanir í 10-11-
verslununum í kjölfar lækkunar á virðisaukaskatti
og vörugjöldum af matvælum 1. mars 2007 hafa nú
skilað matsgerð. Þeir segja að verðlækkanir hjá
10-11 hafi verið í fullu samræmi við það sem vænta
mátti. Innkaupakarfa matvæla í 10-11 hafi lækkað
um 8,99% en vænt lækkun verið 8,98%.
Hagar hf. sendu frá sér fréttatilkynningu af
þessu tilefni í gær. Þar er minnt á að Hagar hf.
hafi gefið út yfirlýsingu fyrir 1. mars 2007 um að
öll lækkunin kæmi strax fram í verðlækkunum til
neytenda. Verðlagseftirlit ASÍ gerði á þessum
tíma verðmælingar til þess að fylgjast með skatta-
og gjaldabreytingunni. ASÍ sagði 16. apríl 2007 að
verðlækkun í verslunum 10-11 á tímabilinu frá
febrúar 2007 til mars 2007 hafi verið 4,4%. Hagar
gerðu strax athugasemd við þessa tilkynningu
ASÍ því hún væri röng. Daginn eftir sendi ASÍ frá
sér nýja og leiðrétta fréttatilkynningu, þar sem
verðlag í 10-11 var sagt hafa lækkað um 6,1% á
umræddu tímabili. Það var einnig minna en vænta
mátti vegna skattabreytinga. „Ljóst er að rangar
fréttatilkynningar ASÍ eru gróf atlaga að 10-11,“
segir m.a. í fréttatilkynningu Haga hf.
Matsmennirnir fengu óheftan aðgang að öllum
upplýsingum og gögnum innan 10-11 og gátu
skoðað allt sem gæti gefið rétta mynd af þeim
verðbreytingum sem urðu 1. mars 2007.
„Niðurstaðan er mikill áfellisdómur yfir verð-
lagseftirliti ASÍ. Hagar hafa gagnrýnt verðlags-
eftirlit ASÍ. Meginástæðurnar fyrir þeirri gagn-
rýni hafa í fyrsta lagi verið óvönduð og ónákvæm
vinnubrögð verðlagseftirlits ASÍ, í öðru lagi
fréttatilkynningar og yfirlýsingar ASÍ, sem ekki
eiga við rök að styðjast og í þriðja lagi að verðlags-
eftirlitið er ríkisstyrkt og því rétt að gera kröfu
um vönduð vinnubrögð,“ segir í tilkynningu Haga.
ASÍ vísar matsgerðinni á bug
„Við vísum þessu alfarið á bug,“ sagði Henný
Hinz verkefnisstjóri verðlagseftirlits ASÍ um
matsgerðina sem Hagar létu vinna. „Þessi mats-
gerð hefur í rauninni ekkert með hvorki gögn né
vinnubrögð Alþýðusambandsins að gera. Þeir eru
að meta gögn frá versluninni sjálfri. Það fer ekk-
ert mat þarna fram á starfi verðlagseftirlitsins.
Við söfnum ekki gögnum úr tölvukerfum verslana.
Við förum og söfnum þeim gögnum sem neytend-
ur hafa aðgang að og eru hillumerkingar í versl-
unum og verslunum ber að veita neytendum þær
réttar. Þetta mat segir nákvæmlega ekkert um
vinnubrögð verðlagseftirlitsins.“ gudni@mbl.is
Matsmenn staðfesta lækkun hjá 10-11
Í HNOTSKURN
»Virðisaukaskattur ogvörugjöld af matvælum
voru lækkuð 1. mars 2007.
Ætlunin með því var að lækka
matvöruverð hér á landi.
»Verðlagseftirlit Alþýðu-sambands Íslands fylgdist
með því hvernig þessar lækk-
anir á sköttum og gjöldum
skiluðu sér til neytenda.
»Hagar hf. mótmæltu nið-urstöðu varðandi 10-11 í
könnun ASÍ í apríl 2007.
Morgunblaðið/Golli
Þvegið fyrir gestina
Öruggur á útskotinu
HANN var öruggur á útskotinu, gluggaþvottamaðurinn sem sprautaði
vatni á Grand Hótel í gríð og erg nýlega. Enda eins gott að hafa öryggið í
fyrirrúmi þegar sleipir gluggar eru annars vegar.
Víst er að gestir hótelsins munu geta notið útsýnisins eftir þvottinn.
Fljótsdalshérað | Einbreiðum brúm á
hringveginum fækkar um eina nú í
haust þegar tekin verður í notkun
ný brú á Rangá hjá Flúðum, norðan
Fellabæjar.
Brúin á Rangá við bæinn Flúðir er
fjörutíu ára gömul og einbreið. Hún
hefur verið rifin og á sama stað er
verið að byggja 28 metra langa, tví-
breiða brú. Einnig er verið að
breikka veginn beggja vegna. Á
meðan fer umferðin um framhjá-
hlaup skammt ofan við brúna.
Samið var við Malarvinnsluna hf.
á Egilsstöðum um smíði brúarinnar.
Fyrirtækið bauðst til að vinna verkið
fyrir tæpar 58 milljónir kr. Nýja
brúin á að vera tilbúin til notkunar
um mánaðamót. helgi@mbl.is
Einbreið-
um brúm
fækkar
STJÓRNIR kjördæmissambands
framsóknarmanna í Reykjavík,
Framsóknarfélags Reykjavíkur og
Félags ungra framsóknarmanna í
Reykjavík lýstu í gær einróma
stuðningi við ákvörðun Óskars
Bergssonar, borgarfulltrúa fram-
sóknarmanna, að ganga til við-
ræðna við Sjálfstæðisflokkinn um
myndun nýs meirihluta í Reykjavík.
Segir í tilkynningu að óviðunandi
staða hafi verið komin upp fyrir
íbúa Reykjavíkur. Við það hafi ekki
verið unað, leita hafi þurft leiða til
að mynda starfhæfan meirihluta.
Styðja ákvörð-
un Óskars
SKRISTOFUVÖRUVERSLUNIN
Office 1 hefur ákveðið að hafa
ákveðnar verslanir sínar opnar all-
an sólarhringinn í tilefni þess að
skólar eru að byrja.
Meðal þeirra er verslun Office 1 í
Skeifunni, sem opin verður allan
sólarhringinn í heila viku.
Kristrún Kristinsdóttir, verslun-
arstjóri í Skeifunni, segir að starfs-
menn þurfi hvort eð er að vera á
staðnum allan sólarhringinn á þess-
um árstíma. Það þurfi að panta
vörur og fylla í verslanir. Því hafi
verið ákveðið að hafa opið allan sól-
arhringinn og segir hún þjónustuna
fyrst og fremst vera fyrir fram-
haldsskólanema og foreldra sem
vinna vaktavinnu og vilja geta kom-
ið við eftir vinnu. andresth@mbl.is
24 stundir Námsmönnum mun gef-
ast góður tími til að versla í Office 1.
Skóladót allan
sólarhringinn
Eftir Andrés Þorleifsson
andresth@mbl.is
HÉRAÐSDÓMUR Norðurlands eystra hefur
sýknað mann sem gefið var að sök að hafa tvisvar
til þrisvar sinnum rassskellt tvo drengi, sex og
fjögurra ára. Taldi ákæruvaldið háttsemina falla
undir ákvæði hegningarlaga um minni háttar lík-
amsárás og kynferðislega áreitni.
Atvik voru þau að móðir drengjanna kynntist
manninum á spjallrás á netinu. Hófu þau að hittast
og sýndi maðurinn mikinn áhuga á að hitta syni
hennar, en þeir dvöldu hjá henni þrjár helgar í
mánuði. Hann hafi viljað fá að vita um hvert ein-
asta skipti sem þeir gerðu eitthvað af sér og varð
konan við þessu. Hafi hann þá farið með annan
drenginn í einu inn í herbergi og rassskellt hann
og að því loknu hafi hann borið olíu á rassinn á hon-
um. Í eitt skipti var móðir drengjanna viðstödd.
Í niðurstöðum héraðsdóms segir að almennt
varði það við hegningarlög að slá mann nauðugan
á rassinn svo að undan roðni. Hins vegar verði að
sýkna þar sem tíðkast hafi að flengja börn og að
ákærði hafi flengt drengina með samþykki móður
þeirra í tilefni af því að þeir höfðu sýnt af sér
óþekkt, þótt ekki liggi fyrir í hverju hún hafi falist.
Ákæruvaldið krafðist þess til vara að háttsemin
yrði heimfærð undir refsiákvæði barnaverndar-
laga. Um það sagði í dómnum að ekkert mat lægi
fyrir á því að flengingarnar hafi verið til þess falln-
ar að skaða drengina andlega eða líkamlega. Þá
var ekki talið að í þessu fælist kynferðisleg áreitni.
Maðurinn var líka ákærður fyrir líkamsárás
með því að hafa ítrekað slegið móðurina á beran
rassinn með beltisól. Hann var sýknaður þar sem
sýnt þótti að athæfið hefði verið hluti kynlífsat-
hafna þeirra, en „ákærði kveðst hafa sérstakan
áhuga á flengingum og bindileikjum (BDSM) í
kynlífi,“ eins og segir í dómnum.
Sýknað í flengingarmáli