Morgunblaðið - 16.08.2008, Page 33

Morgunblaðið - 16.08.2008, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. ÁGÚST 2008 33 ég dáðist að glæsilegu nöglunum á henni. Hún var glettin, stutt í brosið, skapgóð og hló svo skemmtilega. Gústa var listakokkur; í einu orði sagt frábær húsmóðir; en orðið „húsmóð- ir“ má ekki heyrast í dag. Þegar frændi minn varð einn yfirmanna við Íra- og Ljósafossvirkjun fluttu þau austur. Þar bjuggu þau sér falleg heimili sem voru prýdd fínum hús- gögnum og munum, handavinnu hús- freyjunnar og miklum bókakosti þeirra hjóna, en Teddi frændi er bæði fróður og eins og gangandi ættfræði- rit. Oft spurði ég frænda hvort hann þekkti til skyldleika við ýmsa aðila. Næst þegar við hittumst hafði hann aflað sér allra upplýsinga um ættir viðkomandi – og oftar en ekki hafði hann grafið upp skyldleika aftur í ætt- um. Ættfræði var áhugamál þeirra Gústu og vandfundin samrýndari hjón. Milli okkar Gústu var alla tíð ná- in vinátta og þakka ég henni einstaka væntumþykju sem aldrei bar skugga á. Þegar frændi fór á eftirlaun keyptu þau sér hús á Selfossi og bjuggu þar allar götur síðan. Þangað var gott að koma og var mikill kærleikur og vin- átta þeirra á milli. Frændi hefur nú misst sinn besta vin og félaga. Gústa var svo hress og dugleg að óvænt andlát hennar er mikið áfall. Hún var svo ung í anda, leit vel út og bar af í smekklegu útliti. Það hvarflaði ekki að neinum að hún ætti svo stutt eftir. En sagt er „að öllu sé afmörkuð stund og að allt hafi sinn tíma“. Við verðum að trúa því að tími okkar í þessu jarðlífi sé fyrirfram ákveðinn. Gústa var einstök mann- gerð; ein af þeim kjarnakonum sem setja mark á mannlífið. Þannig minn- umst við hennar og sem slíkrar mann- eskju syrgjum við hana. Hún á vísar góðar móttökur handan okkar jarðlífs og víst er að hún biður þeim líknar sem nú gráta hana á sama hátt og við gerum er hún nú blessar okkur í nýj- um heimkynnum. Missir frænda er mestur – ólýsanlegur. Fyrir hönd minnar og fjölskyldu minnar bið ég honum líknar í þraut. Börnum og barnabörnum þeirra sendi ég samúð- arkveðjur. Hvíl í friði, elsku Gústa mín, Arndís Björnsdóttir. Bjarney Ágústa Skúladóttir var stóra systir móður minnar og í mínum huga ávallt Gústa, en vestfirska gælu- nafnið fylgdi henni alla tíð. Þegar ég var lítil og synir hennar, örlítið eldri en ég, sögðu mér að mamma þeirra héti Bjarney Ágústa þá taldi ég víst að nú væru þeir að reyna að plata mig. En Gústa sannfærði mig um að hún héti svo virðulegu nafni og sagði mér í leiðinni sögur af ýmsum nafngiftum að vestan. Ég man Gústu ekki öðru- vísi en með Kjartan eiginmanninn sér við hlið. Hann er kallaður Teddi innan fjölskyldunnar og gjarnan talað um þau eins og eitt, Gústa og Teddi. Þegar ég heyri lýsingar af heima- vinnandi konum sem eru hógværar, elda góðan mat, eru gestrisnar, eiga fallegt heimili og hafa hlúð vel að fjöl- skyldunni þá finnst mér verið að lýsa Gústu frænku. Ég gæti sagt margt fleira gott, því hún var fyrirmyndar- húsmóðir í þeim besta skilningi sem ég legg í það hugtak. Að auki var hún listræn og fann því einkum farveg við postulínsmálun. Margir innan fjöl- skyldunnar eiga muni eftir hana. Í jarðskjálftunum á Selfossi fyrr í sum- ar skemmdist mikið af því sem hún hafði málað. Hún tók því með rósemi og ætlaði að halda áfram. Skömmu fyrir sjúkrahúsvistina, sem hún átti ekki afturkvæmt úr, heimsótti hún mömmu, var hress og hafði verið að kaupa postulín til að mála. Fyrst man ég eftir Gústu og fjöl- skyldu þegar þau bjuggu við Ránar- götuna í Reykjavík. En fyrir nærri fimm áratugum fluttu þau austur fyr- ir fjall, þar sem Teddi starfaði við Sogsvirkjun. Þau bjuggu lengst við Steingrímsstöð en fluttu síðar að Íra- fossi og svo á Selfoss. Upp úr 1960 þótti það mikið ferðalag að fara úr Kópavoginum, þar sem við bjuggum, og um 70 kílómetra leið austur fyrir fjall að Steingrímsstöð í Grafningi. Of langt fyrir eins dags ferð og því voru heimsóknir okkar austur til þeirra oftast helgarferðir. Hjá Gústu og Tedda var alltaf rúm fyrir nætur- gesti, helst kvartað yfir því að við dveldum ekki nógu lengi. Við krakk- arnir vorum gjarnan sammála þar, því hjá okkur var líf og fjör. Gústa sagði skemmtilega frá, sér- staklega þótti mér gaman að heyra hana segja sögur af fólki og sérkenni- legum atvikum að vestan. Þá var hún kímin á svip og með glettnisblik í auga. Svipað má segja þegar hún og systkini hennar minntust uppvaxtar- áranna heima á Ísafirði. Gestagangur var mikill á heimili afa og ömmu og oft viku börnin úr rúmum fyrir gestum, næturlangt eða lengur. Gústa bar arf- inn áfram því gestrisnari manneskju hef ég varla þekkt. Stundum bauð hún fólki heim af ákveðnu tilefni en oftar fékk hún fólk til sín án annars tilefnis en að njóta góðra stunda. Af veislum Gústu er mér einkum minn- isstætt þegar hún hélt mikla veislu í Steingrímsstöð í tilefni af gullbrúð- kaupi foreldra sinna vorið 1976, þar voru afi og amma glöð og sæl. Gústa var ættrækin og hún tók mig með á fyrstu ættarmótin sem ég fór á. Mamma var ekki heima, en Gústa tók ekki annað til greina en ég kæmi með. Fyrir það er ég þakklát. Ég þakka samfylgdina og votta Tedda og fjölskyldu þeirra samúð mína. Sigrún Pálsdóttir. Skrifuð á blað verður hún væmin bænin sem ég bið þér en geymd í hugskoti slípast hún eins og perla í skel við hverja hugsun sem hvarflar til þín. (Hrafn Andrés Harðarson.) Það fylgir því að eldast að sjá á eftir góðvinum yfir móðuna miklu. Kveðja þá, sem okkur hefur þótt vænt um og við bundumst traustum vináttubönd- um. Hinn 4. ágúst lést á Selfossi mín góða vinkona Ágústa Skúladóttir frá Ísafirði. Vinátta okkar hófst í faðmi fjalla blárra þegar við vorum ungling- ar. Þá var gaman að lifa. Foreldrar Ágústu voru Sigrún Finnbjörnsdóttir og Skúli Þórðarson bátasmiður, mikil heiðurshjón. Skúli var hagmæltur, glettinn og gaf sér tíma til að rabba við okkur krakkaskinnin en um bit- ann og sopann sá hún Sigrún. Hjá þeim var hvorki vítt til veggja né hátt til lofts en þangað var gott að koma. Ágústa bar arfleið foreldra sinna vel, hún var fagurkeri og snyrtimennska og vandvirkni voru henni í blóð borin; hún gerði allt betur en vel. Bar heimili hennar og garður þess ljósast vitni. Hún var félagslynd og var stofnandi Oddfellow-stúkunnar Þóru á Selfossi og yfirmeistari þar. Einnig starfaði hún á vegum kvenfélagsins í Gríms- nesi og kvenfélags Sjálfstæðisflokks- ins á Selfossi. Fjölskyldan var henni allt, enda naut hún ástar hennar og virðingar. Ekki er hægt að minnast Ágústu án þess að geta Kjartans um leið, svo samtvinnað var lífshlaup þeirra. Hann bar konu sína á höndum sér og vildi veg hennar sem mestan. Mjög var gestkvæmt á heimili þeirra hjóna og þar ríkti glaðværð og hlýja. Kjart- an er hafsjór af fróðleik, ættfróður og hefur frá mörgu að segja. Ágústu fell sjaldan verk úr hendi, hún var list- feng, málaði á postulín og á seinni ár- um fékkst hún við að mála myndir. Kjartan sat þá gjarnan hjá henni og las um flest milli himins og jarðar henni til ununar. Þau hjón ferðuðust mikið áður fyrr, bæði innanlands sem utan. Fór ég í margar ferðir með þeim um Hornstrandir og Aðalvík en þaðan eru þau bæði ættuð. Voru þessar ferð- ir frábærar því þau hjón þekktu öll ör- nefni, bæi og búendur. Einnig fórum við saman nokkrar ferðir til útlanda. Árin líða, aldurinn fer að segja til sín og við förum okkur hægar, en alltaf var jafn gott að hittast og rifja upp gamlar minningar. Ég minnist tryggðar þeirra hjóna og vináttu í minn garð þegar á hefur bjátað á lífs- tíð minni. Hafa engir verið fljótari en þau hjón að rétta mér vinarhönd. Hvað er dýrmætara í þessum harða heimi en eiga svo trausta vini sem alltaf má reiða sig á? Allt tekur enda í heimi hér. Nú er komið sólarlag og einum vini færra. Gott er þá að vita að sól rís á ný og vermir þá sem eftir lifa. Ég þakka vinkonu minni vináttuna, bið henni guðs blessunar á þeim til- verustigum sem sál hennar fetar nú. Kjartani mínum og öllu hans fólki sendi ég hugheilar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Ágústu Skúla- dóttur, Guðrún Gunnarsson. Á síðasta ári urðu miklar breyting- ar í Húnahópnum okkar, ýmiss konar veikindi dundu yfir og erfiðleikar samfara þeim og nú skellur önnur bylgja yfir hópinn þar sem þú, Gústa mín, hefur kvatt okkur í hinsta sinn. Þú ert farin í ferðina yfir móðuna miklu og flutt yfir á annað tilveru- skeið, sem við náum ekki sambandi við. 9. ágúst sl. ætluðum við Húnahóp- urinn, að leggja land undir fót og fara í dagsferðalag um Suðurnesin þar sem við höfðum hugsað okkur að njóta náttúrunnar og samvista hvers annars með nesti og nýja skó, eins og við höfum svo oft gert undanfarin ár í mislöngum og misstórum ferðum, all- ar tókust þessar ferðir okkar svo vel með ykkur hjónin oftast í fararbroddi, að við höfum sóst eftir samverunni og hlakkað til næstu ferðar með hópn- um, en skjótt skipast veður í lofti og nú hafa vindar snúist í aðra átt því í staðin fyrir rútuferðina þann dag kveðjum við þig hinstu kveðja í Sel- fosskirkju í dag. Þú varst glæsileg kona og engin gat trúað hve árin þín voru orðin mörg því þú barst þau ekki utan á þér, þú tókst þátt í öllu sem við hin yngri tókum upp á í ferðum okkar og aldrei lést þú deigan síga, húm- orinn og góða skapið voru ríkjandi þáttur í þínu fari og elli kerling var ekki farin að láta á sér kræla, þú hafð- ir þægilega og góða nærveru. Einhvern tíma í náinni framtíð höf- um við hugsað okkur að taka upp þráðinn að nýju og halda áfram þar sem frá var horfið, en þá verðum við án þinnar samfylgdar, en ég veit að þú verður með okkur í anda og munt trúlega brosa þínu hlýja bjarta brosi af gríninu og vitleysunni hjá okkur hinum. Ég þakka þér vinan fyrir samfylgd- ina, ég er þakklát fyrir okkar kynni, þau voru góð en hefðu mátt vera lengri. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Kjartan minn, þinn söknuður er sár og missirinn mikill eftir tæplega 60 ára samveru, ég votta þér og fjöl- skyldu þinni alla mína samúð. Sigríður J. Guðmundsdóttir (Sirrý). Nú er ég kominn á þann stað í til- verunni að sjálfur er ég kominn yfir miðjan aldur og kynslóðin á undan mér byrjuð að týna tölunni. Það er samt eins og núna hafi orðið ákveðin tímamót. Gústa frænka mín er dáin og þar með er ákveðnum kafla í tilver- unni lokið. Mestalla mína barnæsku og fram á fullorðinsár var heimili Gústu og Tedda móðurbróður míns mitt annað heimili og börnin þeirra mér eins og systkyni. Það var þegar þau fluttu í Sogið sem ég byrjaði að koma til þeirra til dvalar í flestum fríum. Þetta hefur verið upp úr 1960 eða svo. Þau settust í byrjun að við Ljósafossstöð- ina, þar sem Teddi var vélstjóri. Ég man ljóslifandi hvernig ég fór oft fyrstu árin austur með lítilli rútu sem í raun var gamall amerískur herbíll sem breytt hafði verið í langferðabíl. Það var ýmist ekið um Grímsnesið eða um Þingvelli og þá var ekið um Almannagjá. Nokkru seinna flutti fjölskyldan að Steingrímsstöð, og þaðan á ég flestar mínar minningar úr Soginu. Í Stein- grímsstöð bjuggu þau í prýðilegu ein- býlishúsi sem stóð ásamt öðru sams konar húsi á uppfyllingu við vatnið, ábyggilega hlaðinni úr efninu sem grafið var úr göngunum sem liggja milli Þingvallavatns og Úlfljótsvatns. Í Steingrímsstöð var ég alltaf vel- kominn og alltaf vel um mig séð, engu síður en frændsystkyni mín. Mér er meira að segja minnisstætt að ein- hvern tíma þegar við strákarnir vor- um eitthvað ódælir, hótaði Teddi okk- ur flengingu og bætti sérstaklega við: „Og það á líka við um þig, Theodór, þó að þú sért gestkomandi!“. Ekki minn- ist ég þess þó að nokkur hafi nokkurn tíma verið flengdur, en svona var þetta, ég var bara eins og hver annar heimilismaður og leið eins og ég væri heima hjá mér. Í raun má segja að ég hafi notið þess besta af tveimur heimum, að búa í Reykjavík og njóta þess sem borgin hefur upp á að bjóða og að fá að vera í Soginu og njóta þar frelsisins og nátt- úrunnar. Það var yndislegt að vera þarna og njóta samverunnar við frændsystkini mín. Sérstaklega varð okkur vel til vina mér, Óla og Skúla, enda vorum við á sama reki. Við lék- um okkur um allt í nágrenninu, príl- uðum í Þrengslunum, eins og við köll- uðum farveg Sogsins milli Þingvallavatns og Úlfljótsvatns, fór- um í Skinnhúfuhelli, gengum á Búr- fell og rerum á vatninu. Í Steingrímsstöð var mikill gesta- gangur, enda heimilið sérstaklega notalegt og gestrisni mikil. Oft gæti ég trúað að fullmikið hafi verið af því góða, en allir voru alltaf velkomnir. Sérstaklega var mikil umferð um helgar, en þá var vinsælt meðal vina og ættingja á höfuðborgarsvæðinu að bregða sér í sunnudagsbíltúr austur fyrir fjall, enda mjög heppileg vega- lengd. Gústa var mikil fyrirmyndarhús- móðir og rak heimilið af sérstakri natni. Þarna var heimilisbragurinn ansi ólíkur heimili foreldra minna, án þess að ég sé neitt að lasta mitt æsku- heimili. Þetta fólst aðallega í því að Gústa vann alltaf heima og var alltaf til staðar. Hún lagði sig sérstaklega fram við að þjóna fjölskyldunni og hélt öllu sérlega vel til haga. Þarna lærði ég ýmislegt gott og gagnlegt, sem oft hefur komið mér til góða á lífsleiðinni. Ég er mjög þakklátur fyrir allt sem Gústa og Teddi hafa gert fyrir mig og hugsa oft til þessara gömlu góðu daga með söknuði og trega. Hvíldu í friði. Theodór Gunnarsson. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, KRISTÍN H. H. MAGNÚSDÓTTIR, sem andaðist föstudaginn 1. ágúst, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju mánudaginn 18. ágúst kl. 15.00. Arndís R. Magnúsdóttir, Gunnar G. Kristjánsson, Magnús Á. Magnússon, Hrafnhildur Ingólfsdóttir, Sverrir S. Magnússon, Svala H. Jónsdóttir, Sævar Magnússon, Halla Þ. Stephensen, Halla B. Magnúsdóttir, Þorsteinn G. Ólason, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, AÐALBJÖRN BENEDIKTSSON frá Grundarási, sem lést 13. ágúst á Landspítalanum verður jarðsunginn fimmtudaginn 21. ágúst frá Fossvogs- kirkju kl. 13.00. Guðrún Benediktsdóttir, Sigrún Aðalbjarnardóttir, Þórólfur Ólafsson, Inga Hjördís Aðalbjarnardóttir, Helgi Jón Jónsson, Aldís Aðalbjarnardóttir, Páll Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Faðir okkar, tengdafaðir og afi, STEINN HERMANN SIGURÐSSON bifreiðastjóri, Álftahólum 6, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 31. júlí. Útförin hefur farið fram. Fyrir hönd annarra aðstandenda, Sigurður Einar Steinsson, Soffía Sigrún Gunnlaugsdóttir, Þráinn Steinsson, Eyþóra Geirsdóttir, Hanna Steinsdóttir og barnabörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, sonur okkar, faðir, tengdafaðir og afi, ÖRN GUNNARSSON kennari, Breiðvangi 73, Hafnarfirði, sem lést á heimili sínu þriðjudaginn 12. ágúst, verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju miðvikudaginn 20. ágúst kl. 15.00. Jóhanna Valdemarsdóttir, Gunnar Pétursson, Guðbjörg Helga Guðbrandsdóttir, Númi Arnarson, Þóra Birna Ásgeirsdóttir, Helga Björg Arnardóttir, Andrés Björnsson, Alexander Örn Númason.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.