Morgunblaðið - 16.08.2008, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 16. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
Það eru aðeins
nokkrar vikur síðan ég
var með nöfnu minni,
Helgu Einarsdóttur, í
góðum hóp að reyna
sig við Vatnajökul og
svo allt í einu er hún öll í blóma lífs-
ins. Það var auðvitað hún sem hafði
dregið mig í að ganga á hnjúkinn og
lýsandi um margt. Ég hafði ekki ætl-
að, enda hélt ég að það krefðist þjálf-
unar og svo yrði sjónleysið mér til
trafala. En viku fyrir ferðina hitti ég
hana og hún spurði hversvegna ég
ætlaði ekki með og svaraði úrtölum
mínum þannig: „Iss, þú getur þetta
alveg“. Og þannig var hún Helga –
alltaf að hvetja blint og sjónskert fólk
að klífa af eigin rammleik hæsta tind-
inn.
Best kynntist ég Helgu eftir að við
hófum störf hjá Blindrafélaginu ung
að árum. Hún hafði svo að segja alist
þar upp og hafði óvenjulega innsýn í
aðstæður blindra. Hún helgaði sig
starfi að málefnum blindra og sjón-
skertra og var ein af lykilmanneskj-
unum í að koma á fót nýrri þjónustu-
miðstöð sem er stærsta fram-
faraskref í málaflokknum sl. áratug.
Auk þess að vera hugsjónakona og
baráttumanneskja hafði hún þann
höfuðkost að umgangast blint og
sjónskert fólk í verki sem jafningja
og sem þær ólíku persónur sem við
erum en ekki sem manngerð. Ekkert
var henni fjær skapi en „aumingja-
gæskan“, en það er algeng framkoma
við fatlað fólk sem bæði er þrúgandi
og heilsuspillandi. Enda taldi hún
ekki að sjónskert fólk væri neitt aum-
ara en fólk flest og meira að segja allt
í lagi að skamma „það“, einsog annað
fólk. Það var alltaf stutt í húmorinn
og það er auðvelt að heyra hlátur
hennar þó hún sé gengin. Hjá okkur
er skarð fyrir skildi þar sem Helga
var, en það er þó sem hjóm eitt hjá
missi eiginkonu og móður í blóma
lífsins. Megi guð gefa Jakobi og börn-
unum styrk í þeirri sorg.
Helgi Hjörvar.
Helgu Einarsdóttur kynntumst við
fyrst vel er hún gerðist nemandi í
stærðfræðivali KHÍ haustið 1987.
Fljótlega varð með henni og kenn-
aranum jafnræði í öllum umræðum.
Helga var hrein og bein, fróð og víð-
sýn og traustur vinur alla tíð.
Hræðsla og hentistefna voru hvorki
til í hennar orðaforða né viðhorfum.
Hún var kát og sá það spaugilega í
hlutunum. En ekki síður var hún
ábyrg, stefnuföst, eljusöm og hvetj-
andi. Þessar minningar rifjast upp við
að fletta bók frá þeim tíma. Bókin
geymir fallega litmynd sem Helga
hafði tekið og er táknræn fyrir hana.
Þar er hjálparsveitarfólk á æfingu,
líklega á Jökulsárlóni. Hún var um
skeið í hjálparsveit skáta, enda var
hún líkamlega vel á sig komin, tilbúin
að hjálpa og liðsinna, útivistarkona
sönn og félagi góður. En einnig var
hún vanur ferðamaður, hélt ung í æv-
intýraferð austur til Síberíu og sagði
glettnislega margar sögur af því.
Það var ekki undrunarefni að
Helgu væru hugstæð málefni blindra.
Einar faðir hennar var forystumaður
í málum blindra og Rósa móðir henn-
ar missti sjón barn að aldri. Helga
ólst upp í Blindraheimilinu við
Hamrahlíð. Nú síðustu árin var skiln-
ingur hennar, góð fræðileg þekking
og margvísleg hæfni til að vinna mál-
efnum blindra lið að koma skýrt í ljós.
Það var ómetanleg reynsla að fá
tækifæri til að fylgjast með störfum
Helgu við að leiða verulega sjón-
skertan einstakling inn á nýjan
vinnustað, leiðbeina og aðstoða á hlýj-
an, einlægan hátt. Einnig að taka þátt
í námskeiði sem hún undirbjó og hélt
fyrir samstarfsmenn en markmið
þess var að aðstoða vel sjáandi til að
✝ Helga Einars-dóttir fæddist í
Reykjavík 7. ágúst
1965. Hún lést á
heimili sínu 31. júlí
síðastliðinn og fór
útför hennar fram
frá Fossvogskirkju
14. ágúst.
setja sig í spor hinna
sem ekki eru eins vel
settir. Það gerði hún á
þann hátt að aldrei
gleymist. Lifandi fram-
setning efnisins, djúp-
ur skilningur á við-
fangsefninu og frábær
notkun kennslutækj-
anna komu skilaboðum
hennar alla leið. Helgu
verður sárt saknað á
þessum vettvangi. En
verkin hennar eru þeg-
ar farin að tala, aug-
lýstir hafa verið styrk-
ir til þeirra sem vilja læra meira um
kennslu blindra og vinna að uppbygg-
ingunni sem hún hóf af bjartsýni og
krafti. Það gerðist svo snöggt að
missa Helgu í blóma lífsins og var svo
ótímabært. Við slíkar aðstæður verð-
ur manni það helst til huggunar að
leita í safn minninganna. Brosið, orð-
hnyttnin, samhugurinn og hvatning-
in, allt er það að finna í fjölmörgum
minningabrotum sem gott er að eiga.
Við sendum Jakobi, Rósu, Páli og
Karli, svo og móðurfjölskyldu Helgu,
hugheilar samúðarkveðjur. Minning-
in um hana mun lifa lengi og hvetja
marga.
Anna Kristjánsdóttir og
Arnlaugur Guðmundsson.
Það er mikið reiðarslag að Helga
frænka sé látin svo langt fyrir aldur
fram og algjörlega fyrirvaralaust.
Margar minningar koma upp í hug-
ann enda var mikið samband milli
okkar frændsystkinanna í æsku.
Helga var tveimur árum eldri en ég
og því var hún stóra frænka sem við
systkinin litum upp til. Ég minnist
þess að hlakka alltaf til að fara í fjöl-
skylduboðin vitandi það að ég myndi
hitta Helgu frænku til að leika við.
Sérstaklega man ég eftir þeirri hefð
að Helga og fjölskylda kom alltaf í
þrettándagleði til okkar og var þá oft
mikið fjör. Helga var orkubolti og
hrókur alls fagnaðar í afmælum, jóla-
boðum og sláturveislum stórfjöl-
skyldunnar.
Helga átti mjög auðvelt með að
kynnast fólki og rækta tengsl við það.
Því kynntist ég vel á ferð okkar til
Rússlands eftir menntaskóla, en þá
hitti ég Helgu í Helsinki þar sem hún
var skiptinemi. Við gistum hjá vinum
hennar þar og fórum svo með Síb-
eríulestinni þvert yfir Sovétríkin og
enduðum í Japan þar sem við gistum
hjá öðrum vinum hennar sem hún
hafði kynnst sem skiptinemi. Helga
var sérstaklega skemmtilegur ferða-
félagi og var þessi ferð mjög eftir-
minnileg.
Helga kynntist Jakobi eiginmanni
sínum á háskólaárunum, en hann var
skólabróðir okkar Birnu í verkfræði
við Háskóla Íslands. Það var greini-
legt frá fyrstu tíð að þau voru sálu-
félagar og að þau urðu strax mjög
samrýnd. Fyrsta barn þeirra, Rósa,
fæddist á meðan við vorum í háskól-
anum og þótti okkur skólafélögunum
það merkisviðburður enda fæst okk-
ar farin að huga að barneignum. Við
dáðumst að dugnaði þeirra við barna-
uppeldið og börnin urðu fleiri þegar
Palli og svo Kalli bættust í hópinn.
Hin síðari ár höfum við verið ná-
grannar á Laugalæknum. Við rek-
umst gjarnan á fjölskylduna og oftar
en ekki er verið að koma úr veiðiferð,
fara í útilegu eða Helga að hjóla í
vinnuna, en Helga var ávallt mikil úti-
vistarmanneskja og naut þess að
ferðast um landið.
Við hittum Helgu síðast snemma í
sumar í stúdentsveislu Rósu. Þá var
Helga full af orku og lífi og svo stolt
af dótturinni. Ekki gat okkur grunað
þá að það yrði í síðasta sinn sem við
sæjum hana Helgu okkar í lifanda lífi.
Elsku Jakob, Rósa, Palli og Kalli,
við vottum ykkur okkar dýpstu sam-
úð. Minningin um yndislega og kraft-
mikla konu lifir.
Sigurður Magnús og Birna.
Þar var sumarið 1976, að hingað á
Syðra-Velli, komu tvær stelpur úr
Reykjavík, til þriggja daga dvalar á
vegum Æskulýðsráðs Reykjavíkur.
Helga var önnur þeirra sem hingað
kom og þessa daga varð til vinátta
okkar á milli, sem staðið hefur til
þessa dags. Helga sagði oft að við
sætum uppi með sig, en það var bara
mjög ánægjulegt að „sitja uppi með
hana“. Helga féll strax vel inn í fjöl-
skylduna, tók þátt í gleði okkar og
sorgum, það var eins og við hefðum
alltaf þekkt hana.
Helga var mjög sjálfstæð strax
sem krakki og bjó alla tíð að góðu
uppeldi Rósu móður sinnar, sem var
afar merk kona. Í Blindraheimilinu í
Hamrahlíð 17 ólst Helga upp og fólk-
ið í húsinu var eins og ein stór fjöl-
skylda. Í annarri heimsókn hennar
hingað þetta fyrsta sumar, lést afi
minn hér heima. Rósu voru sögð tíð-
indin og hvort hún vildi að Helga yrði
send heim. Kvað hún það alveg
óþarft, Helga væri svo sterk. Helga
var einmitt svo sterk. Hún kom alltaf
beint framan að hlutunum og var fljót
að greina kjarnann frá hisminu. Hún
var með eindæmum jákvæð mann-
eskja og skapgóð en fjarri því að vera
skaplaus. Það fór enginn neitt með
hana ef hún hafði myndað sér skoðun
og ef hún ætlaði sér eitthvað, þá var
hlutunum fylgt eftir af einurð. Helga
var alltaf lífið og sálin í hverjum hóp,
var vinmörg, glaðvær og skemmtileg
með einstaklega smitandi hlátur og
góða nærveru. Helga kom miklu í
verk, meira en margur gerir á lengri
ævi. Fátt vílaði hún fyrir sér og úti-
vist og ferðalög voru hennar ær og
kýr, var hún sannkölluð flökkukind.
Hennar glaðværð og jákvæða sýn
á lífið hafa alltaf hjálpað henni þegar
erfiðleikar hafa bankað upp á og í
raun fannst henni ekkert ómögulegt.
Með Jakob lukkuriddarann sinn sér
við hlið, varð Helga enn sterkari.
Missir fjölskyldunnar er mikill, það
er fátt sem fær huggað þegar svona
áfall dynur yfir, sem enginn átti von
á.
Nú þegar okkar leiðir skilja, er
mér efst í huga þakklæti fyrir að hafa
verið svo lánsöm að kynnast Helgu,
ég held bara að það hafi ekki verið til-
viljun. Helga hefur verið hluti af mínu
lífi síðan þetta sumar forðum daga og
eftir því sem árin hafa liðið, æ stærri
hluti, vináttan vaxið og dýpkað.
Það er stórt skarð sem Helga skil-
ur eftir sig. Það eru margir sem
syrgja og sakna, fjölskyldan, vina-
hópurinn stóri, skjólstæðingar henn-
ar og annað samferðafólk. Það er fátt
sem hægt er að segja fjölskyldunni til
huggunar, en þegar frá líður munu
minningarnar ylja og gleðja. Þið eigið
samúð okkar allra hér á Syðra-Velli,
okkar hugur hefur verið hjá ykkur
kæru vinir, þessa síðustu daga. Inni-
lega kveðju senda foreldrar mínir,
sem áttu upphafið að kynnum okkar
Helgu, þau þakka vináttu og tryggð.
Einnig er góð kveðja frá systrum
mínum og fjölskyldum þeirra.
Blessuð sé minning Helgu Einars-
dóttir, sem við nú kveðjum um sinn.
Megi ljós eilífðarinnar lýsa henni til
nýrra heimkynna. En hversu dimmt
sem er hjá okkur nú um stundir, þá
skulum við hafa í huga, að sólin kem-
ur alltaf upp aftur.
Margrét Jónsdóttir.
Meira: mbl.is/minningar
Ég átti því láni að fagna að vinna
með Helgu undanfarin ár, fyrst á
Sjónstöð Íslands og nú síðasta árið
við undirbúning nýrrar þekkingar-
miðstöðvar fyrir blinda og sjón-
skerta. Bjartsýni, glaðværð og
óþrjótandi orka var mjög einkenn-
andi fyrir Helgu. Hún hafði skýrar
hugsjónir, þor og trú á verkefnin.
Helga var fljót að sjá lausnir á öllu og
vandamálin vöfðust ekki fyrir henni,
hún talaði frekar um verkefni sem
þyrfti að leysa. Hún átti auðvelt með
að vinna með fólki að hinum ýmsu
verkefnum og var oftar en ekki sú
sem stýrði og leiddi þau til lykta.
Helga var full af eldmóði og engin
lognmolla í kringum hana. Það leyndi
sér aldrei þegar hún var á ferðinni,
hlátur hennar og glaðværð heyrðist
langar leiðir og fór ekki framhjá nein-
um á 5. hæðinni í Hamrahlíðinni.
Það var ekki eingöngu í vinnunni
sem Helga var hugmyndarík og orku-
mikil. Það var alltaf tilhlökkunarefni
að hitta hana eftir sumarleyfi og jafn-
vel eftir venjubundið helgarfrí. Við
fengum að heyra af hjólaferð fjöl-
skyldunnar til Finnlands og öðrum
ævintýraferðum til útlanda, fjalla- og
veiðiferðum innanlands, húsamálun í
Laugalæknum, pallasmíði hjá vinum
sínum og svona mætti lengi telja. Ég
hafði eitt sinn á orði við Helgu að
maður gæti alveg orðið þreyttur af
tilhugsuninni einni saman um allt
sem hún gat framkvæmt á ótrúlega
stuttum tíma. Það komust fáir með
tærnar þar sem Helga hafði hælana.
Helga var öflug samstarfskona og
unnum við saman að ýmsum verk-
efnum. Ég met mikils þá dýrmætu
reynslu sem ég bý að eftir þetta sam-
starf. Við ræddum einnig oft um ýmis
málefni sem tengdust starfinu og eru
þessar stundir mér mjög dýrmætar.
Ég er Helgu þakklát fyrir þann
stuðning sem hún veitti mér í starfi
mínu.
Helga var mjög metnaðarfull og
gerði miklar kröfur til sjálfrar sín
sem og annarra. Með virðingu fyrir
öllu því ágæta fólki sem komið hefur
að undirbúningi fyrirhugaðrar þekk-
ingarmiðstöðvar er ekki á neinn hall-
að þótt ég segi að Helga hafi verið ein
aðalforystukonan í þeirri vinnu. Ég
trúi því að hugsjónir hennar lifi áfram
í samstarfshópnum og að ekkert geti
stöðvað okkur í því að koma á lagg-
irnar metnaðarfullri og faglegri
þekkingarmiðstöð sem byggist á
þekkingu, framsýni og virðingu fyrir
einstaklingnum.
Ég votta eiginmanni, börnum og
öðrum ættingjum innilega samúð
mína á þessari erfiðu stundu.
Rannveig Traustadóttir,
Sjónstöð Íslands.
Með söknuði kveð ég kæra vinkonu
og samstarfskonu, Helgu Einarsdótt-
ur, með hjartans þökk fyrir sam-
fylgdina.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins
degi
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist
eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast
þér.
(Ingibj. Sig.)
Elsku Jakob, Rósa, Palli, Kalli og
aðrir ástvinir. Ég sendi ykkur inni-
legustu samúðarkveðjur og megi Guð
styrkja ykkur í sorginni.
Vala Jóna.
Með fáum orðum viljum við kveðja
kæra vinkonu og nágranna, Helgu
Einarsdóttur, sem lést langt um ald-
ur fram. Helga setti mikinn svip á
umhverfi sitt, enda litrík og áhuga-
verð manneskja. Skarð er fyrir skildi
í vinahópi okkar. Helga var ávallt til
staðar, traustur vinur sem gaf af sér
og gat um leið séð skoplegu hliðarnar
á hverju máli. Hún hafði sannarlega
sinn eigin stíl, var jákvæð og for-
dómalaus. Helga velti sér þannig
aldrei upp úr smámunum og sá alltaf
ljósu hliðarnar á hverju máli. Hún
vakti okkur til umhugsunar með til-
svörum sínum, enda kunni hún listina
að lifa fyrir líðandi stund. Helga var
mikil fjölskyldumanneskja. Kemur
upp í huga okkar hve fallega hún tal-
aði um eiginmann sinn og börn, sem
hún var afar stolt af. Helga var mikill
mannvinur, og voru umhverfismál
ekki síður en mannúðarmál henni
ávallt hugleikin. Helga var mikill
frumkvöðull, og vann af alúð og eft-
irtektarverðri fagmennsku að mál-
efnum blindra og fatlaðra. Þar var
Helga sífellt að bæta við sig reynslu
og þekkingu. Helga var stór mann-
eskja, sönn og hrein í sínum viðhorf-
um og framkomu. Æðruleysi hennar
og lífsviðhorf verður fjölskyldu henn-
ar án efa styrkur og leiðarljós í nýj-
um kafla lífsins. Við viljum þakka fyr-
ir góða vináttu og ómetanlegar
samverustundir. Með þeim orðum
vottum við Jakobi, Rósu, Palla og
Kalla okkar innilegustu samúð.
Heiðruð sé minning góðrar konu.
Anna Björg, Edda, Maggý,
Þórunn, Margrét og Auður.
Leiðir okkar Helgu vinkonu minn-
ar lágu fyrst saman haustið 2005 þeg-
ar við hófum nám í fötlunarfræði við
Háskóla Íslands. Hún vakti fljótt at-
hygli mína vegna áhuga síns og þekk-
ingar á málefnum blinds og sjón-
skerts fólks. Hún var alin upp í húsi
Blindrafélagsins í samfélagi sem hún
þekkti líklega betur en flestir þeir
sem hafa sjón. Í náminu gaf hún okk-
ur skólafélögum sínum innsýn í þann
heim. Bakgrunnur og áhugamál okk-
ar Helgu voru ólík en samt var eins
og við hefðum alltaf þekkst. Samstarf
og umræður okkar í náminu um sjón-
arhorn og kenningar voru lærdóms-
ríkar. Smám saman bættust við per-
sónulegri mál og þegar líða tók á
námið ræddum við um lokaverkefni
okkar og lífið eftir MA-ritgerð og út-
skrift. Þannig urðum við Helga góðar
vinkonur og samstarfskonur í námi
og starfi. Betri vinkona er vandfund-
in.
Helga var fjölskyldukona og hún
var stolt af fjölskyldu sinni. Hún var
góður vinur og ræktaði af alúð vina-
sambönd við stóran vinahóp. Hún var
útivistarkona og þátttakandi í björg-
unarstörfum. Helga var baráttukona
sem barðist fyrir því að blint og sjón-
skert fólk ætti jafna möguleika og
aðrir til að vera virkir þátttakendur í
samfélaginu. Hún var fræðikona sem
vann að rannsóknum og miðlaði
þekkingu um málefni blinds og sjón-
skerts fólks. Hún var kennsluráðgjafi
sem vann að þeim sjálfsögðu mann-
réttindum að námsaðstæður blindra
og sjónskertra barna tækju mið af
þörfum þeirra. Hún var heimskona
sem hafði ferðast víða og búið í Finn-
landi og á Nýja-Sjálandi. Helga var
einstök kona sem stóð fyrir svo
margt sem ómögulegt er að telja upp.
Hennar verður sárt saknað.
Lífið eftir útskrift verður öðruvísi
en við Helga töluðum um. Minningar
mínar um einstaka vináttu, ómetan-
legar samverustundir og samstarf
okkar munu fylgja mér. Helga bauð
mér að taka þátt í verkefnum sem
hún vann að. Í veganesti uppskar ég
sýn á persónuleg viðhorf hennar og
meiri þekkingu á málefnum blinds og
sjónskerts fólks en ég hefði annars
fengið. Það er dýrmæt reynsla fyrir
mig að hafa fengið tækifæri til að fara
með Helgu á fundi og í skoðunarferð-
ir til útlanda og að taka á móti sam-
starfsfólki frá útlöndum vegna Evr-
ópusamstarfs um menntun og
atvinnuþátttöku blinds og sjónskerts
fólks. Það er mikill heiður að hafa
fengið að taka þátt í MA-námi Helgu
og fylgjast með verkefnavinnu og
lokarannsókn hennar sem allt tengist
baráttumálum og störfum hennar.
Helga skilur eftir sig mikla þekkingu.
Ég vona að mér auðnist að fylgja eftir
einhverjum af þeim verkefnum sem
hún lagði grunninn að. Ég sakna
góðrar vinkonu og samstarfskonu.
Kæri Jakob, Rósa, Páll og Karl.
Ég og fjölskylda mín sendum ykkur
og öðrum ástvinum Helgu okkar inni-
legustu samúðarkveðjur. Megi minn-
ingin um einstaka konu vera ykkur
styrkur.
Olga Björg Jónsdóttir.
Kveðja frá
Eftirbátum í HSSR.
Einhvern sólríkasta dag sumarsins
dregur skyndilega fyrir sólu sálarinn-
ar. Harmafregn berst um skyndilegt
fráfall góðs vinar og félaga. Hún
Helga okkar er dáin. Mann setur
hljóðan og minningarnar hellast yfir.
Spurningar vakna, af hverju, en eng-
in svör fást. Í okkar ágæta hópi hefur
Helga verið mikilvægur hlekkur,
ávallt hvetjandi, til í framkvæmdir og
mjög hugmyndarík. Helga hafði líka
einstaklega góða nærveru, ávallt létt í
lund og sló á létta strengi, og ávallt
reiðubúin að rétta hjálparhönd. Hún
hafði þannig einstakt lag á að auðga
umhverfi sitt og bæta líðan þeirra
sem hún umgekkst hverju sinni, bæði
í leik og starfi. Já, manni leið alltaf vel
í návist Helgu. Við kveðjum nú góðan
félaga, hennar verður sárt saknað úr
hópnum. Um leið erum við þakklát
fyrir þær stundir sem við áttum sam-
an, og minningarnar um þær munu
hægt en örugglega hjálpa okkur fram
á veg. Jakobi og börnunum vottum
við okkar dýpstu samúð.
F.h. A1-Eftirbáta í Hjálparsveit
skáta í Reykjavík.
Gunnlaugur Briem.
Helga Einarsdóttir
Fleiri minningargreinar um Helgu
Einarsdóttur bíða birtingar og munu
birtast í blaðinu næstu daga.