Morgunblaðið - 24.08.2008, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 24.08.2008, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 24. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ „MÉR finnst það fáránlegt ef á að koma með skipanir að ofan eða lögþvinga lágmarksstærð sveitarfélaga. Það á bara að leyfa fólki að sameinast að þess eigin vilja,“ segir Davíð Pétursson, oddviti Skorradals- hrepps, um hugmyndir um að hækka lágmarks- íbúafjölda sveitarfélaga í eitt þúsund. Ef sveitarfélög fái aukin verkefni geti þau sinnt þeim með samvinnu. Það sé ekki flókið mál. „Þau hafa gert það og gengið ágætlega,“ segir Davíð. „Það er ekkert verra að vinna saman að því en að vera í einni sæng,“ bætir hann við. Hann bendir á að ef ráðist yrði í svo víðtækar samein- ingar og fækkun sveitarfélaga eins og þessi hugmynd ber með sér, þýddi það t.d. að nýja sveitarfélagið Hval- fjarðarsveit stæðist ekki þessar kröfur og yrði að sam- einast öðrum. Íbúar í Skorradalshreppi voru 56 að tölu 1. desember síðastliðinn. „Ef menn finna ekki hjá sér þörfina eða hvötina til að sameinast þá eiga þeir að fá að vera í friði með sín sveitarfélög,“ segir Agnar H. Gunnarsson, oddviti Akra- hrepps, en íbúar þar voru 204 í desember sl. „Sveit- arfélögum hefur fækkað gríðarlega mikið á undan- förnum árum og það hlýtur að vera vegna þess að menn sjá sér hag í því. Hins vegar finnst mér að ekki eigi að setja lög um þetta heldur getur þetta orðið að sjálfu sér. Ég er stuðningsmaður Sjálfstæðisflokksins en sjálf- stæðismenn eiga að passa sig á að vera ekki að þvinga menn út í eitthvað og virða frelsið sem þeir eru alltaf að tala um að eigi að vera til,“ segir hann. Agnar segir að mikið hafi verið predikað um að allt sem er stórt í sniðum sé af hinu góða en smærri ein- ingar séu ómögulegar. „Nú er að koma í ljós að margt þetta stóra stendur bara á brauðfótum og menn lenda víð í vandræðum vegna þess. Ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar að bæði þurfi að vera hér stór og lítil sveit- arfélög rétt eins og stór og lítil fyrirtæki. Flóra af stóru og litlu gerir mannlífið skemmtilegra,“ segir hann. „Ríkisstjórnin ætti bara að vera með sín verkefni í ró- legheitum um þessar mundir. Það hafa ekki öll verkefni sem hafa verið færð til gengið svo vel. Ég nefni símann sem dæmi. Menn út á Skaga búa t.d. við það að fá ekki viðgerð á símalínu í heila viku.“ Menn fái að vera í friði með sín sveitarfélög fyrir skipunum að ofan FRÉTTASKÝRING Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is ÓHÆTT er að ganga að því vísu að málefni sveitarfélaganna verði í brennidepli pólitískrar umræðu á komandi mánuðum. Áform eru uppi um róttækar breytingar sem gætu leitt til mikillar fækkunar sveitarfé- laga og unnið er fullum fetum að undirbúningi að stórtækum tilflutn- ingi verkefna til sveitarfélaganna á næstu árum. Áfangaskýrsla um málefni fatlaðra tilbúin Verkefnisstjórn ráðuneyta og sveitarstjórna hefur unnið að und- irbúningi að flutningi málefna fatl- aðra og öldrunarþjónustu til sveit- arfélaganna. Nú liggur fyrir áfangaskýrsla um málefni fatlaðra og möguleika á tilflutningi þeirra, sem ekki hefur verið gerð opinber. Var hún rædd á stjórnarfundi Sam- bands íslenskra sveitarfélaga á föstudag. Samþykkti stjórnin að nú væri áfanga náð og ríki og sveit- arfélög þyrftu næst að ná saman um viljayfirlýsingu eða samkomulag um næstu skref. Þetta mál er komið á fleygiferð, að sögn Halldórs Halldórssonar, formanns sambandsins, en í þessari vinnu hefur verið miðað við að sveitarfélögin taki við málefnum fatlaðra árið 2011. „Við höfum unn- ið í þessu af krafti í eitt ár í ýmsum nefndum,“ segir hann. Vinna við undirbúning að tilflutningi málefna aldraðra er skemmra á veg komin þar sem flóknara er að skilgreina málaflokkinn. Þar hafa menn eink- um beint sjónum að heimahjúkrun aldraðra. Verði þessir tveir málaflokkar fluttir frá ríki til sveitarfélaga vex hlutur sveitarfélaga í opinberri samneyslu úr um 32-35% í yfir 40%. Umfangi þessara málaflokka má líkja við flutning grunnskólans til sveitarfélaganna um miðjan sein- asta áratug. 47 sveitarfélög ná ekki 1.000 íbúa viðmiðinu Sveitarstjórnarmál heyra nú und- ir samgönguráðuneytið og þar á bæ er hafin mikil vinna fyrir hugsan- legar breytingar á sveitarstjórnar- lögum, sem gætu komið fram í frumvarpi á næsta þingi. Ekki hef- ur þó enn verið ákveðið hvort ein- stök atriði verða tekin fyrir á næst- unni eða hvort sveitarstjórnarlögin í heild sinni verða tekin upp og end- urskoðuð. Kristján L. Möller samgönguráð- herra kynnti hugmyndir sínar um eflingu sveitarstjórnarstigsins og hvort tímabært væri að hækka lág- marksíbúafjölda sveitarfélaga úr 50 í þúsund, á seinasta landsþingi Sambands ísl. sveitarfélaga. „Þetta féll í góðan jarðveg og það kom mér í sjálfu sér ekki á óvart. Hins vegar kom það mér á óvart að sumir eru farnir að tala um hærri tölu en eitt- þúsund,“ segir Kristján. „Ríkis- stjórnin ætlar að færa frekari verk- efni til sveitarfélaganna og málefni fatlaðra eru þar mjög ofarlega á baugi. Ég er sannfærður um að það á að vera mögulegt á kjörtíma- bilinu. Þá þurfum við samhliða því að vera búin að styrkja sveitar- félögin til að taka við þessu verk- efni, ekki eingöngu með breyting- um á tekjustofnum þeirra heldur verða einingarnar líka að vera stærri. Það segir sig sjálft að 50, 100 eða 200 manna sveitarfélag er ekki í stakk búið til að taka við frekari málefnum frá ríkinu,“ segir hann. Verði íbúaþröskuldurinn stilltur á eittþúsund hefði það í för með sér mikil umskipti og fækkun. Kristján bendir á að af núverandi sveitar- félögum sem eru 78 talsins eru alls 47 sveitarfélög með færri íbúa en eittþúsund. Vilja frekari sameiningar með frjálsri aðferð Gangi þetta allt eftir myndi sveit- arfélögum landsins fækka í rúmlega 30. Þetta er í raun umbreyting á öllu stjórnkerfi landsins ef litið er aftur til ársins 1990 þegar sveit- arfélögin voru 202 talsins. „Afstaða sveitarfélaganna og sveitarstjórnarmanna er mjög mis- jöfn en afstaða sambandsins hefur komið fram í samþykktum lands- þinga um nokkuð langt skeið. Landsþing og þar með sveitarfélög- in í landinu vilja frekari sameiningu sveitarfélaga en með frjálsri að- ferð,“ segir Halldór Halldórsson. „Komi ráðherra fram með frum- varp þessa efnis, þá þarf það að fá sérstaka umfjöllun á vettvangi sveitarfélaganna,“ bætir hann við. Samgönguráðherra segir að sveitarfélögum yrði gefinn aðlögun- artími að fyrirhuguðum breyting- um, t.d. með svokölluðum sólarlags- ákvæðum í lögum. En hvernig sér Kristján fyrir sér að breytingarnar gætu hugsanlega gengið eftir á næstu árum? „Við erum að vinna þetta á fullu og þessi hugmynd hefur fengið mjög góðar viðtökur. Ef við förum einhverja svona leið, þá fá sveit- arfélögin að sjálfsögðu aðlögunar- tíma hvort sem það yrðu 3 eða 4 ár. Næst verður kosið til sveitarstjórna á árinu 2010. Segjum sem svo að sólarlagsákvæðin yrðu í tvö ár til viðbótar þá tækju lögin gildi 2012 hjá þeim sveitarfélögum, sem ekki hafa sameinast og þá gætu menn kosið eftir nýju kerfi árið 2014, ef af þessu verður,“ segir Kristján L. Möller. Grænlendingar fækka sveitarfélögum úr 18 í fjögur Þó sameiningar og fækkun sveit- arfélaga séu mjög umdeildar, sér- staklega þegar um þvingaðar sam- einingar er að ræða, þá er engum blöðum um það að fletta að unnt er að gjörbreyta fyrirkomulagi sveit- arstjórnkerfa, sé litið til annarra landa. Þetta ætla Grænlendingar að sýna fram á 1. janúar nk. en þá verður grænlenskum sveitarstjórn- um fækkað úr 18 í fjögur með laga- boði. Eftir breytinguna mun enginn Grænlendingur búa í sveitarfélagi með færri en átta þúsund íbúum. Mál sveitarfélaga á fleygiferð  Vinna við undirbúning að flutningi málefna fatlaðra til sveitarfélaga er komin í fullan gang  Sveitarstjórnarlög endurskoðuð og hugmyndir um mikla fækkun sveitarfélega á næstu sex árum                                                 !"     # $   %      & %  '    (        ( ()         *    +    $          ,  , !  , '  -     *)    . . -    ,    !    /  ,! $ 0     -"    1   (  #  +   /'2*3%4* &+  *) !  ,(  %   $ 4  , +  / )       ,              !       / .     .        5    . %            +        #   )     6   #       / .  #  !   7(           (    8           7.  Morgunblaðið/RAX Fámenn byggð Landselur í Norðurfirði í Árneshreppi en þar eru 49 íbúar. Í 14 sveitarfélögum eru íbúar færri en 200. Í HNOTSKURN »Fjöldi sveitarfélaga náðihámarki árið 1950 en þá voru þau 229 talsins. »Árið 1994 hafði þeimfækkað í 171 og fjórum ár- um síðar voru þau 124. »Á kjörtímabilinu 1998 til2002 fækkaði sveitar- félögum enn eða um 19 alls og við upphaf núverandi kjör- tímabils hafði þeim fækkað í 79. »Gangi eftir hugmyndir umað lágmarksfjöldi íbúa sveitarfélaga verði 1.000 mun sveitarfélögum fækka veru- lega þar sem íbúar eru undir þeirri viðmiðun í 47 sveitar- félögum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.