Morgunblaðið - 24.08.2008, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 24.08.2008, Blaðsíða 28
28 SUNNUDAGUR 24. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ E inn góðan veðurdag í sumar gekk ég fram á Jörmund Inga Reykja- víkurgoða þar sem hann stóð í sparifötunum með glæsilegan hatt og var að uppfræða heilan hóp af fólki sem býr við Mel- haga í Reykjavík um uppvaxtarár sín við þessa merku götu sem reist var á árunum þegar stríðsgróðinn var sem óðast að komast í stein- steypu. Sannarlega dreif eitt og annað á daga Jör- mundar og annarra íbúa götunnar á þessum viðburðaríku árum þegar hið unga lýðveldi var nánast að „missa barnatennurnar og fullorð- instennurnar að koma niður“. En Jörmundur Ingi á að baki mjög sér- stæðan feril að ýmsu öðru leyti en hvað varðar uppvaxtarárin, hann var sem kunnugt er alls- herjargoði ásatrúarmanna og þjóðþekktur sem slíkur en stundum er sagt að snemma beygist krókurinn og hvar skyldi hann hafa farið að beygjast í tilviki Jörmundar. „Það var á Melhaganum. Ég held að það hafi verið árið 1955 sem ég taldi mig vera al- veg vissan um það að ég væri ásatrúar,“ segir Jörmundur. „Þá stofnaði ég með sjálfum mér Reykjavík- urgoðorð. Þá var ég 15 ára og stundaði nám í landsprófi í gamla Iðnskólanum við Tjörnina.“ „En hvernig mæltist þetta tiltæki þitt fyrir hjá fjölskyldu þinni? „Fjölskyldan sagði ekk- ert og ég veit nú ekki einu sinni hvort fólk hafi tekið það alvarlega þótt ég hafi sagt eitthvað. En fólkið mitt var sér mjög meðvitandi um að ég hafði mikinn áhuga á trúmálum. Það hafði miklar áhyggjur af því að ég læsi of mikið í Biblíunni, það þótti varla normalt þótt það þætti gott að vera kristinn. Foreldrar mín, Jörgen F.F. Hansen kaup- maður og Helga Eiríksdóttir Breiðdal (báðir foreldrarnir eru með ættarnafn sem var sjald- gæft), voru ekki ánægðir með að ég vildi ekki fermast tæpum tveimur árum áður en ég gerðist ásatrúarmaður. Ég féllst þó á að ferm- ast af því að allir gerðu það. Svo miklaði ég líka fyrir mér hvað ég myndi fá mikið af gjöf- um. Ég fékk það mikið að það hefði nægt fyrir bíl ef ég hefði haft bílpróf.“ Var skemmtilegt að búa á Melhaganum? „Jú, ég man ekki annað en að það hafi verið ósköp huggulegt, ef svo má segja. Foreldrar mínir bjuggu á Melhaga 12 sem bygging- arsamvinnufélag verslunarmanna reisti. En flest önnur hús á Melhaganum voru byggð af bankamönnum, þarna var því eiginlega fjár- málamiðstöðin í bænum. Þegar við komum á Melhagann árið 1953 var þetta malargata og allan tímann voru þarna þeir alstærstu drullupollar sem ég hef séð. Melaskólinn var við eystri enda götunnar en kókakólaverksmiðjan við hinn endann. Það átti eftir að byggja ein fjögur hús þegar við fluttum í götuna. Beint á móti okkar húsi stóð risastór braggi sem ég vissi ekki til hvers var notaður, enginn sást fara þar inn eða út, enn bragginn bar ægishjálm yfir götumyndina. Hinum megin við götuna frá Kókakólaverk- smiðjunni var Camp Knox. Það var ekki mikill samgangur milli íbúa Melhaga og Camp Knox. En það gengu miklar sögur um íbúana, ábyggilega langflestar ósannar, og systkini mín sem bjuggu þarna sögðu mér að þau hefðu aldrei farið heim með skólasystkinum sínum sem bjuggu í kampinum. Ég var í Gagnfræðaskóla Vesturbæjar í gamla Stýri- mannaskólanum sem síðan flutti út í JL-húsið. Kórónaði allt saman Ég er elstur sex systkina svo það var líflegt hjá okkur, tvö þau yngstu fæddust á Melhag- anum. Allar konur voru heimavinnandi á þessum árum og fylgdust vel með því sem gerðist í götunni. Einu sinni fékk yngsta systir mín stóra dúkku frá Ameríku sem mjög líktist ungbarni. Sú næsta fyrir ofan hana, sem þá var átta ára, tók dúkkuna, sem var á stærð við ungbarn, og skellti henni í barnakerruna og hljóp með hana fram og aftur um götuna með miklum til- þrifum. Ég held að önnur hver kona við göt- una hafi verið búin að hringja í mömmu og jes- úsa sig yfir meðferðinni á litla barninu. Þegar systir mín var orðin viss um að allar konurnar væru farnar að fylgjast með henni greip hún dúkkuna á öðum fætinum og hljóp með hana inn í húsið. Þetta kórónaði allt saman. Ég bjó ekki stöðugt á Melhaganum, ein tvö ár bjó ég hjá afa og ömmu á Laufásvegi 63. Þau voru þá ein í risastóru húsi. Þau dóu með mjög stuttu millibili 1958 og ári síðar fór ég til Danmerkur.“ Byggingatæknifræði og arkitektúr Hvað varstu að gera þangað? „Ég fór til að stúdera byggingatæknifræði og arkitektúr. Ég hafði þó meiri áhuga á að verða stjörnufræðingur en það þótti ekki væn- legt lifibrauð. Í Kaupmannahöfn var ég í tvö ár í skóla en kom þá heim og fór að vinna í samstarfi við eiginmann föðursystur minnar, Guðmund Guðjónsson arkitekt, við að teikna Trú og lífsýn goða Morgunblaðið/Kristinn Reykjavíkurgoðinn Aðalstarf Jörmundar Inga er að sinna Reykjavíkurgoðorðinu en hann lætur sig dreyma um að skrifa bók. Í ágústmánuði miðjum sagði Jörmundur Ingi Reykjavík- urgoði hópi fólks frá æskuminn- ingum sínum á Melhaga. Guð- rún Guðlaugsdóttir ræddi við hann og fékk ítarlegri upplýs- ingar um æviferil hans, sem vík- ur talsvert frá meðalkúrfunni. skóla, kirkjur og félagsheimili á vegum húsa- meistara ríkisins. Í þessu var ég ein þrjú til fjögur ár. En svo varð ég afhuga húsateikningum og hætti áður en ég fékk réttindi.“ Sástu eftir því? „Bæði og. Ég hef síðan unnið mikið við hönnun, bæði á arkitektastofum og eins átti ég mitt eigið innréttingafyrirtæki í nokkur ár.“ Talaðu við hann Sveinbjörn Hvernig fór þetta starf saman með hinu fjöruga trúarlífi þínu? „Það rakst aldrei á nema samstarfsmenn mínir kvörtuðu stundum yfir að ég væri að sækja blót þegar mikið var að gera. Ásatrúar- félagið var stofnað 1973. Ég hafði löngum ver- ið að tala við menn og hvetja þá til að samein- ast mér í Reykjavíkurgoðorði en það gekk ákaflega illa. Ég sat löngum stundum á kaffi- húsum þessara erinda, ekki síst á Mokka. Eitt sinn var ég að tala við mann sem ég man ekki lengur hvað heitir og reyna að fá hann til að vera með mér í þessu. Þá sagði hann: „Þú ætt- ir að tala við Sveinbjörn Beinteinsson frá Draghálsi, hann er alltaf að staglast á þessu sama.“ Á þessum tíma þekkti ég Sveinbjörn ekki Nokkru áður en Jörmundur stofnaði Ása- trúarfélagið með öðrum tók hann þátt í stofnun Framboðsflokksins, eða O-listans. „Flestir stofnendur voru miklu yngri en ég og nemendur Ólafs Ragnars Grímssonar í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Þetta var mikið fjör og sprell í fjölmiðlum og ég held að við höfum í raun komið sjónvarpinu inn í kosningabaráttuna, fyrir okkar tíð voru haldnir framboðsfundir í sjónvarpinu, nokkurs konar leiðinleg útgáfa af hinum fjörugu framboðsfundum sem haldnir voru um land allt. Þegar menn voru komnir í sjónvarpssal urðu allir ákaflega uppstilltir og þurrpumpulegir. Við sprelluðum í sjón- varpinu og vorum meira að segja svo ófor- skömmuð að selja inn á framboðsfundi og fylltum húsið. Það er aldrei að vita hvort ég hefði haldið áfram í pólitík ef ekki hefði komið til stofnum Ásatrúarfélagsins. Fram- boðsflokkurinn var grín, en öllu gríni fylgir nokkur alvara. Pólitíkin í dag er löngu búin að slá O-flokkinn út.“ O-framboð mikið sprell
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.