Morgunblaðið - 24.08.2008, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 24.08.2008, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. ÁGÚST 2008 47 Þjóðleikhúsið Af öllum sviðum lífsins 551 1200 | midasala@leikhusid.is Miðasalan er opin mánudaga og þriðjudaga kl.12:30-18:00, aðra daga vikunnar frá kl. 12:30 til 20, og alltaf klukkustund fyrir sýningu ef um breyttan sýningartíma er að ræða. Stóra sviðið Skilaboðaskjóðan Sun 7/9 kl. 14:00 Sun 14/9 kl. 14:00 Ath. aukasýn. 4. maí Ástin er diskó - lífið er pönk Lau 30/8 kl. 20:00 Lau 6/9 kl. 20:00 Sun 7/9 kl. 20:00 Sýningar haustsins komnar í sölu Engisprettur Lau 4/10 kl. 20:00 Fös 10/10 kl. 20:00 Kassinn Utan gátta Fös 17/10 frums. kl. 20:00 Lau 18/10 kl. 20:00 Kúlan Klókur ertu - Einar Áskell Lau 30/8 frums. kl. 15:00 Sun 31/8 kl. 11:00 Sun 31/8 kl. 12:15 Brúðusýning fyrir börn Borgarleikhúsið 568 8000 | midasala@borgarleikhus.is Fló á skinni (Stóra sviðið) Fös 5/9 frums. kl. 20:00 Lau 6/9 2. sýn. kl. 19:00 Sun 7/9 3. sýn. kl. 20:00 Mið 10/9 aukas. kl. 20:00 Fös 12/9 4. sýn. kl. 19:00 Lau 13/9 5. sýn. kl. 19:00 Fim 18/9 aukas. kl. 20:00 Fös 19/9 6. sýn. kl. 19:00 Fýsn (Nýja sviðið) Fös 12/9 frums. kl. 20:00 Lau 13/9 2. sýn. kl. 20:00 Sun 14/9 3. sýn. kl. 20:00 Fös 19/9 4. sýn. kl. 20:00 Lau 20/9 5. sýn. kl. 20:00 Sun 21/9 6. sýn. kl. 20:00 Gosi (Stóra sviðið) Sun 7/9 kl. 14:00 Sun 14/9 kl. 14:00 Sun 14/9 kl. 17:00 Sun 21/9 kl. 14:00 Sun 21/9 kl. 17:00 Sun 28/9 kl. 14:00 Leikfélag Akureyrar 460 0200 | midasala@leikfelag.is Óvitar (LA - Samkomuhúsið ) Lau 30/8 frums. kl. 20:00 Sun 31/8 kl. 18:00 Fös 5/9 kl. 20:00 Lau 6/9 kl. 20:00 Sun 7/9 kl. 15:00 Lau 13/9 kl. 20:00 Fjölskylduskemmtun Hafnarfjarðarleikhúsið 555 2222 | theater@vortex.is Mammamamma (Hafnarfjarðarleikhúsið) Sun 31/8 kl. 20:00 Ö Fim 4/9 kl. 20:00 Sun 7/9 kl. 20:00 Fim 11/9 kl. 20:00 Sun 14/9 kl. 20:00 síðustu sýningar Íslenska óperan 511 4200 | midasala@opera.is Cavalleria Rusticana og Pagliacci Fös 19/9 frums. kl. 20:00 Ö Sun 21/9 kl. 20:00 Fim 25/9 kl. 20:00 Lau 27/9 kl. 20:00 Lau 4/10 kl. 20:00 Sun 5/10 kl. 20:00 Fös 10/10 kl. 20:00 Sun 12/10 kl. 20:00 Forsala miða hefst 20. ágúst á www.opera.is! Kómedíuleikhúsið Ísafirði 8917025 | komedia@komedia.is Pétur & Einar (EinarshúsBolungarvík) Fim 4/9 kl. 20:00 Fim 11/9 kl. 20:00 Fim 18/9 kl. 20:00 Íslenski dansflokkurinn 568 8000 | midasala@borgarleikhus.is Duo (Litla svið) Fim 16/10 1. sýn kl. 20:00 Fös 17/10 kl. 20:00 Fös 24/10 kl. 20:00 Lau 25/10 kl. 20:00 Sun 26/10 kl. 20:00 Landnámssetrið í Borgarnesi 437 1600 | landnamssetur@landnam.is BRÁK eftir BrynhildiGuðjónsdóttur (Söguloftið) Sun 24/8 kl. 16:00 Ö Fös 29/8 kl. 20:00 U Lau 30/8 kl. 15:00 Ö Lau 30/8 kl. 20:00 Lau 6/9 kl. 15:00 Lau 6/9 kl. 20:00 U Sun 7/9 kl. 16:00 Fös 3/10 kl. 20:00 U Lau 4/10 kl. 15:00 Lau 4/10 kl. 20:00 Þrjár tilnefningar til Grímunnar Eftir Helga Snæ Sigurðsson helgisnaer@mbl.is HELGI Marvin Rúnarsson, rann- sóknarlögreglumaður í Reykjavík, er sendur út á land til að aðstoða Ingu Aradóttur sem fer með rann- sókn á torráðnu máli í viðkomandi lögsagnarumdæmi. Dularfull slys og dauðsföll hafa orðið á stað þar sem unnið er að framkvæmdum við um- deilda vatnsvirkjun. Margir telja or- sakir hinna dularfullu atburða ekki af þessum heimi. Þannig er söguþræði Hamarsins, sakamálaþáttaraðar sem verið er að taka upp þess dagana, lýst (í ögn lengri útgáfu að vísu) í bréfi frá framleiðslufyrirtækinu Pegasus. Handrit að þáttunum skrifaði Svein- björn I. Baldvinsson og leikstjóri er Reynir Lyngdal. Þegar blaðamaður sló á þráðinn til Reynis í liðinni viku var hann á leið- inni í tökur fyrir austan fjall. Tökur á þáttunum hófust fyrir um tveimur vikum og þær munu fara fram víða um Suðurland á næstu vikum, innan- sem utandyra. Hamarinn dregur ekki nafn sitt af verkfæri heldur landslagi, þ.e. klettavegg. Prime Suspect, Forbrydelsen og X-Files „Það gengur rosalega vel,“ segir Reynir um tökurnar til þessa. Skriftan hafi að vísu fengið ofnæm- iskast, líklega vegna nálægðar við hross. Þetta er fyrsta saka- málaþáttaröðin sem Reynir leik- stýrir. Hann segir verkefnið dálítið ólíkt þeim sem hann hafi áður tekið að sér. „Þetta er kannski svolítið eins og þessir bresku þættir með Helen Mirren, Prime Suspect, dálít- ið í þá áttina, örlítið Forbrydelsen og svo kannski pínu X-Files,“ svarar Reynir spurningu þess efnis hvort hann líti til einhverra erlendra saka- málaþátta við leikstjórnina. Beljur og blár himinn Sagan sé frekar raunsæ með „spúkí“ ívafi og því nefni hann X-Files. „Það er smá „dass“ af huldufólki, það er eitthvað sem býr í hamrinum, eitthvað sem býr í nátt- úrunni, meira heldur en annars stað- ar,“ segir Reynir. Efniviðurinn sé áhugaverður og leikararnir frábær- ir, það sé ástæða þess að hann tók verkið að sér. Verða þetta mjög gráir og drungalegir sakamálaþættir? „Nei, ég verð nú að viðurkenna það að við erum búin að skjóta sein- ustu daga í glampandi sól, þetta er bara eins og mjólkurauglýsing, belj- ur og blár himinn,“ segir Reynir og hlær. Hin íslenska sveit sé einfald- lega svo litrík og falleg. Þú ætlar þá ekki að draga úr öll- um litum og birtu í eftirvinnslunni? „Nehehei. Þetta verður nú kannski ekki eins og Dexter, ekki litaglatt en náttúran fær að njóta sín, náttúra Íslands er aukakarakter í þáttunum,“ svarar Reynir. Reykja- vík verði þó eflaust eitthvað grárri. „Þetta er mjög skemmtilegt, ógeðslega gaman,“ segir Reynir um verkefnið og spáir því að tökum muni ljúka í október. Þættirnir verða sýndir í Sjónvarp- inu á næsta ári og hafa einnig verið seldir til sjónvarpsstöðva í Svíþjóð, Noregi og Finnlandi. Eitthvað býr í Hamrinum  Tökur á sakamálaþáttunum Hamrinum standa yfir fyrir austan fjall  Reynir Lyngdal þreytir frum- raun sína í leikstjórn slíkra þátta  Leikstjórinn segir efniviðinn áhugaverðan og leikarana frábæra Náttúrufegurð Íslensk náttúra og íslensk hross fara einnig með hlutverk í sjónvarpsþáttunum. Reykjavíkurlögga Björn Hlynur leikur rannsóknarlögreglumanninn. Úti á landi Dóra Jóhannsdóttir í hlutverki Ingu Aradóttur. Hverjir leika í Hamrinum? Björn Hlynur Haraldsson og Dóra Jóhannsdóttir fara með aðal- hlutverk en með önnur hlutverk fara Hilmar Jónsson, Halldóra Geirharðsdóttir, Tinna Hrafns- dóttir Sveinn Ólafur Gunnarsson, María Ellingsen, Herdís Þorvalds- dóttir, Arnmundur Ernst Bach- mann, Hera Hilmarsdóttir, Björn Ingi Hilmarsson, Harpa Arnars- dóttir og Rúnar Freyr Gislason. Hver er framleiðandi þáttanna? Snorri Þórisson hjá Pegasus. Pegasus framleiðir þættina. Hvernig eru þeir fjármagnaðir? Framleiðslan er styrkt af Kvik- myndamiðstöð Íslands og Nor- ræna kvikmynda- og sjónvarps- sjóðnum en fyrirtæki Björgólfs Guðmundssonar, Ólafsfell ehf, mun einnig leggja fjármagn til framleiðslunnar í samræmi við samkomulag RÚV og Ólafsfells ehf. Heildarkostnaður við fram- leiðsluna er 157 milljónir. Hver er Reynir Lyngdal? Reynir hóf að gera stuttmyndir sem unglingur og nam kvik- myndagerð við CECC í Barce- lona. Reynir hefur leikstýrt fjölda stuttmynda, auglýsinga og þátta og hefur hlotið fjölda verðlauna fyrir verk sín. Reynir er giftur leikkonunni Elmu Lísu Gunnarsdóttur. Hann þeytir skífum meðfram leik- stjórastörfum, sem plötusnúð- urinn Geysir í plötusnúðatvíeyk- inu Gullfossi og Geysi. Gullfoss er jafnan kallaður Jói B. S & S
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.