Morgunblaðið - 24.08.2008, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 24.08.2008, Blaðsíða 36
Síðumúla 21 • 108 Reykjavík • S . 588 9090 • fax 588 9095 www.eignamidlun. is • e ignamidlun@eignamidlun. is Sverr ir Kr ist insson, löggi ltur fasteignasal i Langalína 27-29 - til afhendingar strax Formfegurð og hreinar línur. Einstök samsetning áræðinna hugmynda og klassískrar hönnunar. Skýrar útlínur og hagnýt hönnun sem höfðar til allra skilningarvita. Jacob Jen- sen og sonur hans Timothy Jensen eru heimsfrægir danskir hönnuðir sem hlotið hafa fjöl- margar viðurkenningar fyrir verk sín, og hafa m.a. hannað fyrir Bang & Olufsen og Gag- genau. Þ.G. Verk hefur ákveðið að stíga skrefið til fulls og velja aðeins það besta þegar kemur að innréttingum í Löngulínu 27-29 í Garðabæ. OPIÐ HÚS Í DAG SUNNUDAG OG Á MORGUN MÁNUDAG MILLI KL 17:00 OG 18:00 Vallakór - til afhendingar strax Glæsileg fullbúin, 3ja herbergja íbúð með sérinngangi af svalagangi. Innréttingar eru afar vandaðar og eru sprautulakkaðar hvítar. Húsið er staðsett í hinu vinsæla Kórahverfi í Kópavogi steinsnar frá einni stærstu og glæsilegustu íþróttamiðstöð landsins, Íþróttaaka- demíu Kópavogs. Leitast var við að hafa útlit og notkunargildi hússins einfalt, stílhreint, klassískt og notadrúgt. OPIÐ HÚS Í DAG SUNNUDAG OG Á MORGUN MÁNUDAG MILLI KL 17:00 OG 18:00 Kolbeinsmýri 4 - Seltjarnarnes Fallegt raðhús á tveimur hæðum með innbyggðum bílskúr. Húsið skiptist þannig að á neðri hæð er forstofa, gestasnyrting, eldhús, þvottahús, stofa og borðstofa. Á efri hæð er hol, tvö barnaherbergi, hjónaherbergi og baðherbergi. V. 64,5 m. 3754 OPIÐ HÚS Í DAG SUNNUDAG MILLI KL 15:00 OG 17:00 Lækjargata - einstök útsýnisíbúð Einstaklega falleg og vel innréttuð 3ja herbergja íbúð á fimmtu og efstu hæð þessa vin- sæla húss. Íbúðin er samtals 114,2 fm með geymslu, auk þess fylgir íbúðinni stæði í bíla- geymslu. Íbúðin er innréttuð á afar smekklegan hátt, marmari er á öllum gólfum og sér- smíðar innréttingar setja mjög sterkan svip á íbúðina, hátt er til lofts og er innbyggð lýs- ing í loftum, eldhúsinnrétting ásamt öðrum innréttingum í aðalrými íbúðarinnar er úr "lig- gjandi" hnotu. V. 55,0 m. 3756 Granaskjól - endaraðhús Glæsilegt 185,8 fm (þ.a. er innbyggður bílskúr 21,6 fm) endaraðhús á eftirsóttum stað í Vesturbænum. Eignin skiptist í forstofu, þrjár stofur, þrjú svefnherbergi, baðherbergi, gestasnyrtingu, þvottaherbergi og risloft. Gróinn og fallegur garður er við eignina. Hiti er í bílaplani. Eignin er staðsett innarlega í botnlanga. V. 64,0 m. 3741 Sæviðarsund - innst í botnlanga Einstaklega vel staðsett einbýlishús á einni hæð innst í lokaðri botnlangagötu, lóðin sem er 863 fm að stærð er sérlega sólrík og skjólsæl, hellulögð verönd með steinhleðslu. Hús- ið er 139,6 fm auk 33,6 fm bílskúr, samtals 173,2 fm og skiptist í anddyri, gestasnyrtingu, þvottahús, geymslu, stofu, borðstofu, eldhús, fjögur svefnherbergi, baðherbergi og bíl- skúr. Húsið og garðurinn bera þess greinilega merki um að það hafi alla tíð fengið gott viðhald. V. 57,0 m. 3641 OPIÐ HÚS OPIÐ HÚS OPIÐ HÚS 36 SUNNUDAGUR 24. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Sýnum í dag þetta glæsilega ein- lyfta 203 fm einbýlishús á besta stað í Hæðunum í Garðabæ. Húsið skiptist í 170 fm íbúðarrými og 32,5 fm bílskúr. Mjög skemmti- leg hönnun á húsinu þar sem það samanstendur af þremur steyptum rýmum sem tengjast með glerþaki sem veitir góðri birtu um húsið. Mjög mikil og góð lofthæð og frábært skipulag. Allur frágangur og hönnun til fyrirmyndar og mjög vandað- ar innréttingar og gólfefni. Skemmtilegur garður með stórum sólpöll- um, skjólveggjum og heitum potti. Fallegt útsýni. Verð 82,0 millj. Ýmissmakaskipti koma til greina á ódýrari eignum. HÚSIÐ VERÐUR TIL SÝNIS Í DAG Á MILLI KL. 13,30 OG 14,30 Ólafur B. Blöndal, löggiltur fasteignasali. Borgartúni 22 • 105 Reykjavík • Fax 5 900 808 fasteign@fasteign.is • www.fasteign.is 5 900 800 SÖLUSÝNING Í DAG KL. 13,30-14,30 MELHÆÐ 3 – GARÐABÆ M b l1028419 Ármúla 1, sími 588 2030 – fax 588 2033 SKIPTU VIÐ FAGMENN - ÞAÐ BORGAR SIG HÖRÐUKÓR 1 - KÓPAVOGI SKIPTI Á SÉRBÝLI Á EINNI HÆÐ Íbúðin er glæsilega innréttuð 98 fm út- sýnisíbúð á 9. hæð ásamt stæði í bíl- skýli. Vönduð gólf- efni og sér smíðað- ar innréttingar með granít borðplötum, opnanlegar gler lokanir eru á svölum og einstakt útsýni til þrig- gja átta. Mjög góð staðsetning í þessu eftirsótta húsi. Skipti á sérbýli allt að 150 fm. helst í Mosfellsbæ eða Kópavogi. MÉR hefur fundist sá útbreiddi mis- skilningur ágerst nokkuð á und- anförnum árum að menn telji mig af biskupsættum. Það er þó líklega ekki vegna afreka minna og því síður hæfileika eða gáfna heldur sennilega vegna nafnsins sem ég ber og e.t.v. starfa í gegnum tíðina og hugsjóna. Við erum engu að síður miklir mátar, minn kæri nafni, Sigurbjörn biskup, og ég og bið ég honum og öllum hans góðu niðjum eilífrar Guðs blessunar. Sigurbjörn í Vísi Föðurafi minn sá er ég heiti í höfuðið á og er alnafni var kennd- ur við verslunina Vísi við Lauga- veg sem hann átti og rak á þriðja áratug fyrir miðja síðustu öld. Hann var alla tíð einlægur krist- inn trúmaður og lét til sín taka á sviði kirkju og kristni sem og jafnframt á fleiri sviðum á sinni tíð. Hann sat m.a. í stjórn KFUM í 56 ár, var einn af stofnendum Gídeonfélagsins á Íslandi, sat í sóknarnefnd Dómkirkjunnar yfir 20 ár, varð síðar fyrsti formaður Hallgrímssafnaðar og tók m.a. fyrstu skóflustunguna sem slíkur að því mikla mannvirki og Guðs húsi. Eftir hann ligg- ur sjálfsævisaga í fimm bindum, Him- neskt er að lifa, sem kom út á árunum 1966–1977. Í skírnarveislu Í einni af bókum sínum segir hann meðal annars frá at- viki frá 1911 úr skírnarveislu Sól- veigar, næstelsta barns síns og Gróu Bjarnadóttur fyrri konu hans sem dó í spænsku veikinni 1918. Í skírnarveisluna var að sjálfsögðu nánustu ættingjum og vinum boðið enda þótt hús- næðið væri lítið og menn yrðu að sitja þröngt, en „þröngt mega jú sáttir sitja.“ Eiginmaður Guð- laugar Magnúsdóttur, einnar af náfrænkum Gróu, var Bjarni Jónsson frá Vogi sem sat m.a. á Alþingi Íslendinga um tíma. Mæt- ur maður, vel gefinn og merkur sem tekið var mark á. Oftast nær er þeir hittust þeir kappar afi minn og Bjarni frá Vogi lentu þeir einhverra hluta vegna í einhverjum stælum sem beindust oft í þrætur um trúmál. Bjarni sem var mjög gáfaður maður taldi sig vera trúlausan og því ósammála afa í þeim efnum. Í umræddri skírnarveislu endurtók þetta sig og hljóp nokkurt kapp í umræðurnar. Afi varð nokkuð hvassyrtur að vanda við að verja trú sína og varð nokkuð aumur undan hárbeittum skotum og til- svörum hins gáfaða manns, Bjarna frá Vogi. Fannst afa hann fara halloka í trúvörninni enda af- ar erfitt að sanna trú. Því þar koma aðeins fullyrðingar á móti fullyrðingum. Afi var mikill keppnismaður og átti erfitt með að gefast upp jafn- vel þótt staðan væri erfið. Jukust því stóryrðin stöðugt þangað til afi varð alveg eyðilagður yfir því að þetta skyldi einmitt hafa þurft að koma fyrir á skírnardegi litlu dóttur hans og það á hans eigin heimili. Þegar þarna var komið sögu sendi afi bænarandvarp upp til Guðs, að hann bjargaði honum út úr þeim vanda sem hann var bú- inn að hleypa sér í. Og ekki stóð á svarinu. Um leið og hann end- aði þessar bænahugsanir sínar segir mágkona Bjarna sem þarna var einnig stödd: „Eigum við ekki að draga orð úr Biblíunni, Sig- urbjörn, eins og svo oft er gert þegar þið fáið gesti í heimsókn?“ Einhverjir viðstaddra voru fljótir að taka undir uppástunguna og einn viðstaddra sagði: „Já það væri skemmtilegt. Hefurðu ekki „mannakornin“ ykkar hérna ein- hversstaðar við hendina?“ Manna- korn eru litlir, þunnir pappamiðar sem á eru prentaðar tilvitnanir í 720 ritningarstaði víðsvegar úr Biblíunni. Margir hafa gripið til þeirra bæði í einrúmi og eins þeg- ar fleiri eru saman komnir. Afi varð alls hugar feginn að heyra þessar góðu tillögur vina sinna og ættingja og þakkaði Guði í hljóði fyrir að snúa þessu á þennan veg. Var nú Biblían sótt og „manna- kornin“ tekin fram sem að minnsta kosti Bjarni frá Vogi hafði líklega aldrei séð. Drógu nú allir viðstaddir sitt mannakorn og hófst afi því næst handa við að fletta textunum upp til að lesa fyrir viðstadda. Síðast kom að Bjarna frá Vogi. Brá afa mínum mikið þegar hann leit yfir textann sem hann hafði dregið eftir að hafa flett honum upp og ætlaði hann varla að þora að lesa hann upphátt. En þegar viðstaddir sáu eitthvert hik koma á hann sagði einn þeirra: „Svona, láttu okkur heyra hvað hann fékk.“ Ákvað afi því í kjölfarið að lesa textann. Ritningarstaðurinn var skráður í 14. Davíðssálm, fyrsta vers, og hljóðar þannig: „Heimsk- inginn segir í hjarta sínu: Enginn Guð er til!“ Alla setti hljóða og einnig Bjarna frá Vogi, sem þó rauf þögnina fyrstur og sagði: „Ja hérna, margt er skrítið í þeirri gömlu.“ Að síðustu las afi orðin sem hann hafði dregið sjálfur: „Náðin Drottins vors Jesú Krists, kær- leiki Guðs og samfélag heilags anda sé með yður öllum. Og frið- ur Guðs sem er æðri öllum skiln- ingi mun varðveita hjörtu yðar og hugsanir yðar í Kristi Jesú.“ Ekki var mikið rætt um trúmál eftir þetta og sátu menn nú held- ur prúðari og hljóðari en áður, líklega hugsi um það sem gerst hafði. Fullvissa um það sem menn vona Í Hebreabréfi Nýja testament- isins stendur: „Trúin er fullvissa um það sem menn vona, sannfær- ing um þá hluti, sem eigi er auðið að sjá. – Jesús Kristur er í gær og í dag hinn sami og um aldir.“ Guð er ekki til Sigurbjörn Þorkels- son segir frá sam- skiptum tveggja mætra manna í skírnarveislu » Trú er afar erfitt að sanna eða af- sanna. Þar standa aðeins fullyrðingar á móti fullyrð- ingum. Sigurbjörn Þorkelsson Höfundur er rithöfundur, fram- kvæmdastjóri Laugarneskirkju og m.a. fyrrv. frkvstj. KFUM og KFUK og Gídeonfélagsins á Íslandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.