Morgunblaðið - 24.08.2008, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 24.08.2008, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 24. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ Eftir Ásgeir H Ingólfsson asgeirhi@mbl.is Þ egar ég horfi út um bílgluggann á leið- inni frá make- dónsku landamær- unum til Pristina vekja öll þessi tómu glæsihótel og bens- ínstöðvar furðu mína. Hvorki er útlit fyrir að þjóðin þurfi allt þetta bensín né er líklegt að túristarnir fari að flykkjast á þjóðvegahótel í Kosovo á næstunni, ef þá einhvern tímann. Enginn virðist vita ástæðuna en flesta grunar þó að eitthvað skugga- legt sé á seyði. Óljós staða landsins hefur verið frjór jarðvegur skipu- lagðrar glæpastarfsemi og þetta kunna að vera birgðastöðvar þeirrar starfsemi. Pristina sjálf virðist svo töluvert hreinlegri en búast mátti við, svona við fyrstu sýn. Íbúarnir eru flestir vel klæddir og átök fortíðar virðast víðs- fjarri. Atvinnuleysi er þó greinilega enn töluvert, sem sést best á ótelj- andi sölumönnum sem eigra um kaffihús og göngugötur með fangið fullt af sígarettum – en aldrei virðast þeir selja neitt. Hér má heyra ensku út um allt, enda útlendingafjöldinn í miðborginni á við mestu túr- istaborgir álfunnar, þökk sé þús- undum starfsmanna alþjóðastofnana sem haldið hafa friðinn og reynt að byggja upp landsvæðið undanfarin ár. Þessar stofnanir setja mikinn svip á eina aðalgötuna, Luan Haradinaj, þar sem höfuðstöðvar UNMIK (UN Mission in Kosovo) eru klárlega mest áberandi. Þar er öryggisgæslan ströng, spegli er brugðið undir bíla sem fara í gegnum hliðið og örygg- isverðir út um allt. Á hverju götuhorni má svo sjá veggspjöld af Adem Jashari með yf- irskriftinni „Bac, U Kry!“ Jashari lést ásamt 28 fjölskyldumeðlimum (alls voru fórnarlömin 58) við að verja heimili sitt og hefur síðar orðið goð- sagnakennd þjóðhetja meðal Kos- ovo-Albana. Aðeins einn hinna um- kringdu komst lifandi úr hildarleiknum og hann fullyrti að Jashari hefði sungið albanska þjóð- sönginn á banastundinni. Undirskrift veggspjaldanna vísar í að nú geti sá gamli loks hvílt í friði, landar hans hafi lokið ætlunarverki hans. Þegar ég kem á gistiheimilið mitt blasir hins vegar við mér önnur Pristina. Hálfkláruð hús blandast við gamlar rústir, það er sögð lenska hér að byggja þannig að alltaf sé hægt að bæta við einni hæð í viðbót um leið og húseigandi er kominn í frekari álnir. Á leið minni aftur í miðbæinn geng ég niður holótta brekku sem hindrar þó ekki börnin í að leika sér í fótbolta og á línuskautum. Kaffihúsin fyrir ut- an miðbæinn láta sér flest nægja eitt eða tvö kerti í lýsingu nú þegar byrj- að er að myrkva, það er þó ekki fyrr en daginn eftir sem rafmagnið fer af. Hrjótandi risar Serbinn Nikola Tesla var einn mesti brautryðjandi mannkynssög- unnar í framleiðslu rafmagns. Saraj- evo var fyrsta borg Evrópu til að fá rafmagnssporvagna og nú er Kosovo einn af fáum stöðum Evrópu þar sem enn má upplifa almennilegt raf- magnsleysi reglulega. En þótt það sé rafmagnslaust í Pristina eru rafalar fyrir utan þau kaffihús og veit- ingastaði sem hafa efni á því. Mið- bænum er haldið gangandi á þessum tækjum þetta kvöld og hljóðið minnir á tíu hrjótandi risa. Hér er rafmagns- laust við og við flesta daga, sjaldan þó svona lengi í einu, oftast aðeins tvo tíma í senn. Mér skilst að ástandið sé enn verra en í fyrra og það þarf lítið til þess að setja allt úr skorðum. Þeg- ar rapparinn 50 cent hélt tónleika hér fyrr í vetur fór rafmagnið af allri borginni, ekki bara meðan á tónleik- unum stóð heldur líka þegar gerðar voru hljóðprufur. Og jafn þreytandi og þetta getur verið þá er þetta vita- skuld miklu verra í mestu vetr- arhörkunum. Höfuðborgin hefur stækkað hratt síðan friður komst á. Helstu átökin áttu sér stað í minni borgum landsins sem og í sveitunum. Það varð til þess að fólksflutningar til Pristina urðu miklir, auk þess sem störf sköpuðust vegna veru alþjóðastofnana sem flestar hafa höfuðstöðvar sínar í Pristina. Þannig hefur mannfjöldi borgarinnar nær tvöfaldast og telur nú yfir hálfa milljón íbúa, allar slíkar tölur virðast þó enn töluvert á reiki. Jafnvel fyrir tíma Milosevic var Kosovo fátækasta svæði Júgóslavíu, þjóðarframleiðsla á mann þar var að- eins fjórðungur af meðaltali Júgó- slavíu allrar. Svæðið hefur lengi verið vanþróað, sérstaklega til sveita það- an sem enn heyrast fréttir af heið- ursmorðum, svipuðum og þeim sem við þekkjum frá Sturlungaöld – nema núna hafa hríðskotabyssur og bílar tekið við af sverðum og hestum. En óróinn núna er sagður hvað mestur í Mitrovica við serbnesku landamærin, borg þar sem áin skilur á milli Alb- ana og Serba og herlið KFOR (al- þjóðlegt herlið í Kosovo undir forystu NATO) gætir brúnna á milli. Leigubílstjórinn og Björk Vehbi Aliu heitir leigubílstjórinn sem keyrir mig til Mitrovica. Þýskan hans er miklu betri en mín og þegar ég gef upp þjóðerni mitt er hann fljótur að lýsa yfir hrifningu sinni á Björk og stuðningi hennar við sjálfstæði Kos- ovo, en á tónleikum í Japan tileinkaði hún Kosovum lagið „Declare Indep- endence“, en þeir höfðu einmitt nýlega farið að ráðum hennar. Hann bjó í hálft ár í Stokkhólmi og ber Svíum einnig vel söguna. En hann varar mig við að ég geti líklega ekki farið yfir brúna nema fylgdarmaður KFOR fari með mér, ólgan sé enn svo mikil. Hann segir Serbana að vísu ferðast vand- ræðalaust yfir til albanska hlutans en enginn fari í hina áttina. Mig grunar einhvern veginn að leigubílstjórar hin- um megin segi söguna öðruvísi. Karlar dansa Þegar ég geng inn í miðbæ Mitro- vica mætir mér haf af köflóttum pils- um, skólastúlkur alls staðar og pilsin öll eins, en þó bara pilsin – annar klæðnaður virðist algjörlega frjáls. Þetta er ung þjóð í mörgum skilningi, hér virðast flestir vera undir tvítugu. En síðan kem ég við á skyndibita- stað – og á meðan ég bíð eftir matn- um sé ég að staðurinn er fullur af karlmönnum sem allir horfa þöglir og einbeittir á sjónvarpið. Þar er ver- ið að sýna frá réttarhöldum í Haag, þulurinn talar albönsku ofan í ensk- una – en skyndilega tryllast allir af kæti. Bjórglösum er kastað í gólfið og fljótlega tæmist staðurinn – og gleðin heldur áfram utan við gluggann. Þar eru mættir menn með trommur og karlarnir stíga trylltan dans – en konurnar láta sér nægja að horfa á. Það er eins og mig minni að þetta hafi verið öfugt á skólaböll- unum í gamla daga. Seinna kemst ég að því að þeir eru að fagna frelsi Ramush Haradinaj. Niðurstaðan er þeim staðfesting á að hann hafi verið stríðshetja en ekki stríðsglæpamaður. Haradinaj var einn helsti foringi andspyrnuhreyf- ingar Kosovo-Albana, KLA, og varð seinna forsætisráðherra Kosovo um hríð, frá 2004-5. Hann hætti sem for- sætisráðherra og gaf sig sjálfur fram Nýburaland Beint á móti höfuðstöðvum UNMIK (United Nations Mission in Kosovo) má sjá skýr skilaboð um nýja tíma – en fæðingin verður seint sársaukalaus. Einbeittir Þessir ungu menn í Peja hlustuðu með athygli á hátíðarræður og -söngva dagsins þegar frelsi Ramush Haradinaj var fagnað. Þegar var búið að semja lag um frelsi Haradinaj sem hljómaði á götum borgarinnar. Kosovo er líklega nýjasta ríki veraldar. Enn er þó óvíst hvenær það fær fullt samþykki sem slíkt hjá alþjóða- samfélaginu, Rússland og Kína hafa bæði hafnað sjálf- stæði landsins og fjölmargar aðrar þjóðir halda að sér höndunum. En þetta samþykki er engu að síður líklega frekar spurning um hvenær frekar en hvort, Kosovo er ekki líklegt til þess að verða aftur hluti af Serbíu á næst- unni og það verður ekki að eilífu undir forsjá Samein- uðu þjóðanna eða Evrópusambandsins. En hvernig ætli sé umhorfs í þessu nýja ríki? Trylltur dans í Kosovo
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.