Morgunblaðið - 24.08.2008, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 24.08.2008, Blaðsíða 48
48 SUNNUDAGUR 24. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ BUILDING-DESIGNING-THINKING Laugar- og sunnudag, 30.-31. ágúst kl. 10.30 Þriðja alþjóðlega Alvar Aalto-ráðstefnan um nútíma byggingarlist í samvinnu við Jyväskylä-háskólann og Alvar Aalto-akademíuna. Ráðstefnan fer fram á ensku. 1988 FEGURÐ MÁLSINS Þriðjudagur 26. ágúst kl. 20.00 Thor Vilhjálmsson vann bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 1988. Hann rifjar upp þennan og fleiri bókmenntaviðburði ásamt Halldóri Guðmundssyni rithöfundi. Tómas R. Einarsson og félagar spila og Ragnheiður Gröndal syngur. 2008 HANNAÐUR VERULEIKI Fimmtudagur 28. ágúst kl. 18.30 Charlotte Engelkes flytur einleikinn Sweet sem er sambland af leikhúsi, kabarett og uppistandi. Tónlist frá Retro Stefson, Reykjavík! og FM Belfast. Listahópurinn 128 hendur sýnir í anddyri hússins. 40 ár í Norræna húsinu Afmælisdagskrá 22.-31. ágúst Nánari upplýsingar á www.nordice.is 1978 NORRÆN SAMVINNA Mánudagur 25. ágúst 12.00 Vísnasöngkonan Hanne Juul og tríó. 20.00 Björgvin G. Sigurðsson, samstarfsráðherra Norðurlanda og Þorbjörn Broddason, prófessor leiða umræður um Norræna húsið og norræna samvinnu. Stuðmennirnir Egill Ólafsson og Valgeir Guðjónsson flytja tónlist. 1998 UMHVERFI OG NÝSKÖPUN Miðvikudagur 27. ágúst kl. 20.00 Umhverfismálin voru ofarlega á baugi 1998. Hefur einhver árangur náðst? Prófessor Þorsteinn Ingi Sigfússon og Andri Snær Magnason rithöfundur gefa álit. Hjaltalín spilar tónlist og fjöllistakonan Charlotte Engelkes sýnir brot úr einleiknum Sweet. 2018 KOMANDI TÍMAR Föstudagur 29. ágúst kl. 18.30 Næsta kynslóð tekur völdin í Norræna húsinu. Gjörningahópurinn Kúmíkat, hljómsveitirnar Sykur, Ásgeir Eysteinn & Sæji og danska sveitin Skandals leika framtíðarmúsík. Leikverk nemenda úr Vinnuskóla Reykjavíkur. JAZZHÁTÍÐ Í REYKJAVÍK Laugardagur 30. ágúst kl. 19.00 Færeyska stórsveitin Thórshavnar Stór Band ásamt klarinettleikaranum Hauki Gröndal flytja tónlist. Aðgangur er ókeypis á afmælisdagskrá og sýningar. Bókasafn og sýningar eru opin alla daga vikunnar kl. 12-17. Bistro Alvar A er opið virka daga kl. 10-17, helgar kl. 12-17 og þegar viðburðir eru í húsinu. Þökkum eftirtöldum aðilum fyrir góðan stuðning við afmælishátíðina: VOX Restaurant / Bistro, Olís, Globus ehf, Norræna Félagið og Statens Kulturråd í Svíþjóð Jóga í Garðabæ Byrjar í Kirkjuhvoli 8. september Framhaldstímar mánud. og fimmtud. kl. 18.00–19.15 Byrjendatímar mánud. og fimmtud. kl. 19.30–20.45 Kennari er Anna Ingólfsdóttir, Kripalu jógakennari. Upplýsingar og skráning í símum 565 9722 og 893 9723 eftir kl 17.00 og einnig á annaing@centrum.is. Anna Ingólfsdóttir ÞAÐ er líklega til marks um hratt flug tímans að þessi misserin komast Kryddpíurnar fyrrverandi iðulega í fréttir vegna barnsfæðinga, frekar en vegna afreka á tónlistarsviðinu. Nú hefur Melanie Chisholm, sem er kunn sem Mel C eða Sportkryddið, tilkynnt að hún sé með barni. Er hún sú síðasta af Kryddpíunum fimm til að eignast barn. Faðirinn er sam- býlismaður hennar til sex ára, Thomas Starr. Hinar pírnar hafa þegar gefið út yfirlýsingu um að þær samgleðjist vinkonu sinni. Þegar Sportkryddið verður létt- ara, verður barnið það áttunda sem fæðist inn í Kryddpíu-flokkinn. Geri á dóttur, Victoria á þrjá syni, Mel B á tvær dætur og Emma einn son. Reuters Sportleg Mel C mun vera í skýjun- um yfir að eiga von á barni. Sportkryddið á von á barni VÍÐA er fylgst með vandamálum Ronnie Wood, gítarleikara Rolling Stones. Hann er með tvær í takinu, eiginkonuna í 23 ár og tvítuga rúss- neska fyrirsætu, en hefur síðustu vikurnar dvalið á meðferðarstofnun, vegna áfengis-, fíkniefna- og kyn- lífsfíknar. Síðustu daga hefur eiginkonan heimsótt Wood daglega. Vinur hans sagði Wood eiga eftir að ákveða hvort hann færi aftur til eiginkon- unar eða hæfi nýtt líf með hinni ungu Ekaterinu Ivanova, eða Kat. „Hann segist innilega ástfanginn af Kat,“ segir vinurinn við The Sun. „Hann er alltaf að tala um hana. Hann kallaði hana „druslu“ en það er það sem fjölskyldan kallar hana. Ronnie segir að dóttir hans og sonur séu æf út í hann en hann fær meiri stuðning frá stjúpsyni sín- um.“ Ivanona hefur sagt að þau Wood muni senn stofna heimili saman. „Þetta verður ný byrjun, hann hefur tekið ákvörðun,“ sagði hún. „Það er leitt að við höfum sært aðra. Þetta hefur sært fjölskyldur okkar beggja en við erum bara ást- fangin.“ Aðrir meðlimir The Rolling Stones segja ekkert um málið. Wood veit ekki í hvorn fótinn hann á að stíga Ron Wood ÞAÐ var meiri þokki yfir George Lazenby árið 1969, þegar hann lék James Bond, heldur en þessa dag- ana, í skilnaðardeilu hans við eigin- konuna, tennisstjörnuna Pam Shriver. Stjörnunar berjast nú um forræðið yfir þremur ungum börn- um þeirra. Shriver, sem er 46 ára, hefur ásakað hinn 68 ára gamla Lazenby, sem lifir enn á þeirri frægð að hafa verið Bond fyrir mörgum leikurum síðan, um að vera „ofbeld- isfullur drykkjurútur“ sem hafi veist að henni með ofbeldi á Wimbledon- mótinu í fyrra. Þá hafi hann hótað að drepa hana ef hún reyndi að fá yfir- ráðaréttinn yfir börnunum. Lazenby heldur því fram á móti, að Shriver hafi á hverju kvöldi blandað sér „kokteil“ af svefntöflum, verkjalyfjum og sterku áfengi,sem hafi gert hana alveg „stjarfa“. Fyrir rétti sagði Lazenby að Shriver væri 22 árum yngri en hann, sterkur íþróttamaður og nærri 190 cm á hæð, og það væri fáranlegt fyr- ir hana að segjast vera hrædd við hann. Reuters Gamall Bond George Lazenby þótti nokkuð öflugur Bond en segir eigin- konuna Pam Shriver vera sterkari. Bondinn Lazenby í forræðisdeilu Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.