Morgunblaðið - 24.08.2008, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 24.08.2008, Blaðsíða 46
Þetta er bara eins og mjólkurauglýsing, belj- ur og blár himinn … 47 » reykjavíkreykjavík „BERGÞÓRA hefði orðið sextug á þessu ári,“ segir Eyfi hugsi og hefur svo gang niður traðir tímans. „Ég kynntist Bergþóru árið 1980, þá ekki orðinn tvítugur. Það var svo merkilegt að í miðju pönkfári hittist hópur fólks reglulega á Borginni til að spila vísnatónlist. Bubbi þar á meðal. Fljótlega varð til hljómsveitin Hálft í hvoru, skipuð mér, Inga Þór, Gísla Helga, Aðal- steini Ásberg, Örvari Aðalsteins og Bergþóru.“ Hálft í hvoru gaf út nokkrar plötur og lék á tónleikum víða um land og einnig í Skandinavíu. „Ég kynntist Bergþóru mjög vel á þessum ár- um. Við fórum t.d. hringinn í kringum landið ár- in 1981 og 1982 til að kynna plöturnar Heyrðu og Almannarómur. Í síðara skiptið spiluðum við á vinnustöðum um daginn sem gerði það að verkum að það var allt fullt á tónleikunum um kvöldið!“ Bergþóra sagði skilið við sveitina haustið 1982 til að hleypa sólóferli af stokkum. Hann átti eftir að reynast gifturíkur og Bergþóra varð fljótlega að „nafni“ í íslensku tónlistarlífi. „Leiðir skildust þarna en við héldum alltaf sambandi. Ég kíkti til hennar í kaffi á Skóla- vörðustíginn og við rifumst um pólitík og hlóg- um saman. Við höfðum svipaða kímnigáfu og það var taug á milli okkar.“ Haldið á lofti Eyjólfur aðstoðaði Bergþóru eftir kostum á ferli hennar og fór m.a. í ævintýralegt tónleika- ferðalag með henni árið 1984, en þá brast á alls- herjarverkfall í landinu. „Við fórum hringinn í kringum landið á bíln- um hennar Bergþóru, Lada 1500. Við gátum ekki hringt heim út af verkfallinu og lifðum á þremur harðfiskpokum. Bíllinn bilaði síðan á Akranesi. Maður sá til Reykjavíkur og ég var orðinn svo lúinn og pirraður eftir tveggja vikna volk að ég barði af öllum kröftum í þak bílsins og skildi þar eftir lófafar!“ Bergþóra átti síðan eftir að flytja til Dan- merkur og fundir urðu stopulir en því gleðilegri. „Við andlátið kviknaði hugmyndin að þessari plötu. Málið er að ég alltaf haldið alveg sér- staklega upp á Bergþóru sem lagahöfund og fannst eins og ég þyrfti að gera eitthvað fyrir þessi lög hennar og halda nafni hennar á lofti. Ég og fyrrverandi eiginmaður Bergþóru, Þor- valdur Ingi Jónsson, fórum til Spánar með öll lögin hennar, ca. 110 lög, og völdum úr tólf stykki.“ Eyjólfur hefur verið að nostra við plötuna síð- an en ásamt honum syngja á plötunni þau Guð- rún Gunnarsdóttir, Stefán Hilmarsson, Björg- vin Halldórsson, Ragnheiður Gröndal, Páll Óskar Hjálmtýsson, Ellen Kristjánsdóttir, Edgar Smári, Erna Hrönn Ólafsdóttir, Anna Hlín Stefánsdóttir og Egill Ólafsson. Lögin opnuð Eyjólfur segist setja „sitt“ mark á lögin, eðli- lega. „Það var skringilegt að mæta í hljóðver með tilbúin lög og texta. Ég hef aldrei upplifað það áður á ferlinum. Mig langaði til að halda aðeins í stíl Bergþóru, þannig að ég spila mikið af kassa- gíturum þarna. En svo poppa ég þetta dálítið upp, „moog“ og aðrir hljóðgervlar leysa þver- og blokkflautur af. Ég reyndi að opna lögin svo- lítið, set mikið af röddum á, sem er eiginlega mitt skrásetta vörumerki (hlær). En lögin, hljómagangurinn og slíkt, standa en mig langaði fyrst og fremst til að leiða þjóðina í sannleikann um það hvað Bergþóra var merkilegur lagahöf- undur.“ En hvaða skýringar getur Eyfi gefið á því að nafn Bergþóru lifir enn með tónlistar- áhugamönnum. „Bergþóra var eiginlega „júník“. Það voru ekki margir kventrúbadúrar sem störfuðu af viðlíka krafti. Söngröddin var hrjúf, sterk … og mikill karakter í henni. Þú veist um leið að þetta er Bergþóra þegar þú heyrir lag með henni.“ Eyfi mun hugsanlega kynna efnið betur á tónleikum og segist vera að hugsa um Hafn- arborg í Hafnarfirði sem vettvang undir það en Eyfi er Hafnfirðingur í húð og hár. Þá er hann með margt á prjónunum næstu misseri og ár reyndar. „Það er nóg að gera í söngnum, þetta rúllar ansi stöðugt. Svo eru ýmsar hugmyndir í gangi. Ég ætla að vinna eitthvað meira með þessa Eagles-heiðrunartónleika sem ég hef verið að setja upp og svo er ákveðið verkefni í Eyjum sem er að fara í gang. Ég er þá búinn að panta nýja tónlistarhúsið við höfnina þann 16. apríl, 2011, en þá ætla ég að fagna fimmtugsafmælinu. Ég ætla gera sólóplötu 2009 eða 2010 og svo getur vel verið að ég og Stefán Hilmarsson vin- ur minn hendum í aðra ábreiðuplötu. Það var ótrúlega gaman að gera þessa fyrstu (Nokkrar notalegar ábreiður, 2006).“ Þess má að lokum geta að á þessu ári kom út box með öllum upprunalegu plötum Bergþóru. Sýnir kemur út nú eftir helgi. Morgunblaðið/Ómar „Hrjúf, sterk … og mikill karakter“ Vísnasöngkonan góðkunna Bergþóra Árnadóttir lést úr krabbameini fyrir rúmu ári. Vinur hennar og samstarfs- maður, Eyjólfur „Eyfi“ Krist- jánsson, hefur unnið plötuna Sýnir til að heiðra minningu hennar en til liðs við sig fékk hann marga af helstu söngvurum landsins. „Bergþóra var al- veg einstök kona,“ segir Eyfi í samtali við Arnar Eggert Thoroddsen. „Og frábær lagasmiður líka. Þeirri staðreynd vil ég halda á lofti.“ Góðir vinir Bergþóra Árnadóttir og Eyfi. arnart@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.