Morgunblaðið - 24.08.2008, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 24.08.2008, Blaðsíða 3
– bankinn þinn ...árangri! MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. ÁGÚST 2008 3 Eftir Skúla Á. Sigurðsson skulias@mbl.is VINNUDÖGUM kennara við framhaldsskóla á Íslandi fjölgaði um tæplega tvo að meðaltali frá skólaárinu 2006-2007 til síðasta skólaárs. Eru þeir nú að jafnaði ríflega 182. Er fjölgunin frá skóla- ári 2001-2002 um tveir og hálfur dagur. Kemur þetta fram í tölum um starfstíma í framhaldsskólum frá Hagstofunni. Fram kemur einnig að fjöldi reglulegra kennsludaga 2007-2008 hafi verið frá 144 til 156. Sam- kvæmt lögum um framhaldsskóla skulu þeir ekki vera færri en 145. Þá eiga kennslu- og prófdagar að vera að minnsta kosti 175 en þeir voru færri en það í ellefu skólum. Aðeins sex skólar með bekki Við gagnasöfnun fyrir saman- tektina var einnig kannað hvort sérdeild væri starfrækt við skóla og hvort í skólanum sé notast við áfanga- eða bekkjakerfi. Í 21 fram- haldsskóla er starfandi sérdeild. Bekkjakerfi reyndist aðeins við lýði í sex skólum á landinu. Upplýsinga til grundvallar töl- um þessum var aflað hjá 25 fram- haldsskólum. Þar sem Menntaskól- inn Hraðbraut og Snyrtiskólinn notast við þriggja anna kerfi voru þeir ekki teknir inn í útreikning meðaltala. Vinnudögum kennara fjölgar en próf- og kennsludagar eru of fáir í 11 skólum                       UM 200 sérinnfluttar Volkswagen- bifreiðar voru ferjaðar á stórum flutn- ingabílum til Reykjavíkur í gær. Komu þær hingað til lands með Norrænu í liðinni viku. Bifreiðarnar eru af sjöttu kynslóð tegundarinnar Golf en þær verða heims- frumsýndar á bílakynningu hér á landi í komandi septembermánuði. Kynningin er sú stærsta sem haldin hef- ur verið á Íslandi en um 1500 blaða- og fréttamenn frá 80 löndum munu koma hingað til lands til að fylgjast með henni. Að auki munu helstu forsvarsmenn bíla- framleiðandans verða viðstaddir. Í fréttatilkynningu frá Heklu, umboði Volkswagen, segir að Ísland hafi verið val- ið vettvangur frumsýningarinnar vegna náttúrufegurðar landsins. skulias@mbl.is Morgunblaðið/Golli Ný kynslóð rennir í hlað ÞYRLA Landhelgisgæslunnar var kölluð út snemma í gærmorgun vegna alvarlegs bílslyss í námunda við Laugavatn. Tveir ungir menn voru þar á ferð í bíl sem lenti út af. Annar þeirra var ekki í bílbelti og kastaðist út úr bílnum. Voru áverk- ar hans metnir þannig að beðið var um þyrluna en hann var þó ekki tal- inn í lífshættu samkvæmt upplýs- ingum frá Landspítalanum. Félagi hans var í bílbelti og hlaut minni áverka og var fluttur í sjúkrabíl á næstu sjúkrastofnun. Lögreglan á Selfossi er með til- drög slyssins til nánari rannsóknar og vill hún í tilefni atburðarins árétta mikilvægi þess að fólk noti ávallt bílbelti. Kastaðist út úr bílnum SEX manns voru látnir gista fanga- geymslur lögreglunnar á höfuð- borgarsvæðinu vegna ölvunar eða óspekta aðfaranótt laugardags. Töluverður erill var í borginni að sögn lögreglu en alvarleg mál þó engin. Nokkuð var þó um stymp- ingar og pústra sem kölluðu á af- skipti lögreglu. Um klukkan fjögur um nóttina var ekið á tré á mótum Höfðabakka og Fálkabakka. Ökumaðurinn meiddist minniháttar að sögn lög- reglu en var grunaður um ölvun og færður til blóðsýnatöku á lög- reglustöð og síðan sleppt. Alls voru fimm ökumenn stöðvaðir af lög- reglunni vegna gruns um ölvun við akstur. Pústrar og erill í bænum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.