Morgunblaðið - 24.08.2008, Page 3

Morgunblaðið - 24.08.2008, Page 3
– bankinn þinn ...árangri! MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. ÁGÚST 2008 3 Eftir Skúla Á. Sigurðsson skulias@mbl.is VINNUDÖGUM kennara við framhaldsskóla á Íslandi fjölgaði um tæplega tvo að meðaltali frá skólaárinu 2006-2007 til síðasta skólaárs. Eru þeir nú að jafnaði ríflega 182. Er fjölgunin frá skóla- ári 2001-2002 um tveir og hálfur dagur. Kemur þetta fram í tölum um starfstíma í framhaldsskólum frá Hagstofunni. Fram kemur einnig að fjöldi reglulegra kennsludaga 2007-2008 hafi verið frá 144 til 156. Sam- kvæmt lögum um framhaldsskóla skulu þeir ekki vera færri en 145. Þá eiga kennslu- og prófdagar að vera að minnsta kosti 175 en þeir voru færri en það í ellefu skólum. Aðeins sex skólar með bekki Við gagnasöfnun fyrir saman- tektina var einnig kannað hvort sérdeild væri starfrækt við skóla og hvort í skólanum sé notast við áfanga- eða bekkjakerfi. Í 21 fram- haldsskóla er starfandi sérdeild. Bekkjakerfi reyndist aðeins við lýði í sex skólum á landinu. Upplýsinga til grundvallar töl- um þessum var aflað hjá 25 fram- haldsskólum. Þar sem Menntaskól- inn Hraðbraut og Snyrtiskólinn notast við þriggja anna kerfi voru þeir ekki teknir inn í útreikning meðaltala. Vinnudögum kennara fjölgar en próf- og kennsludagar eru of fáir í 11 skólum                       UM 200 sérinnfluttar Volkswagen- bifreiðar voru ferjaðar á stórum flutn- ingabílum til Reykjavíkur í gær. Komu þær hingað til lands með Norrænu í liðinni viku. Bifreiðarnar eru af sjöttu kynslóð tegundarinnar Golf en þær verða heims- frumsýndar á bílakynningu hér á landi í komandi septembermánuði. Kynningin er sú stærsta sem haldin hef- ur verið á Íslandi en um 1500 blaða- og fréttamenn frá 80 löndum munu koma hingað til lands til að fylgjast með henni. Að auki munu helstu forsvarsmenn bíla- framleiðandans verða viðstaddir. Í fréttatilkynningu frá Heklu, umboði Volkswagen, segir að Ísland hafi verið val- ið vettvangur frumsýningarinnar vegna náttúrufegurðar landsins. skulias@mbl.is Morgunblaðið/Golli Ný kynslóð rennir í hlað ÞYRLA Landhelgisgæslunnar var kölluð út snemma í gærmorgun vegna alvarlegs bílslyss í námunda við Laugavatn. Tveir ungir menn voru þar á ferð í bíl sem lenti út af. Annar þeirra var ekki í bílbelti og kastaðist út úr bílnum. Voru áverk- ar hans metnir þannig að beðið var um þyrluna en hann var þó ekki tal- inn í lífshættu samkvæmt upplýs- ingum frá Landspítalanum. Félagi hans var í bílbelti og hlaut minni áverka og var fluttur í sjúkrabíl á næstu sjúkrastofnun. Lögreglan á Selfossi er með til- drög slyssins til nánari rannsóknar og vill hún í tilefni atburðarins árétta mikilvægi þess að fólk noti ávallt bílbelti. Kastaðist út úr bílnum SEX manns voru látnir gista fanga- geymslur lögreglunnar á höfuð- borgarsvæðinu vegna ölvunar eða óspekta aðfaranótt laugardags. Töluverður erill var í borginni að sögn lögreglu en alvarleg mál þó engin. Nokkuð var þó um stymp- ingar og pústra sem kölluðu á af- skipti lögreglu. Um klukkan fjögur um nóttina var ekið á tré á mótum Höfðabakka og Fálkabakka. Ökumaðurinn meiddist minniháttar að sögn lög- reglu en var grunaður um ölvun og færður til blóðsýnatöku á lög- reglustöð og síðan sleppt. Alls voru fimm ökumenn stöðvaðir af lög- reglunni vegna gruns um ölvun við akstur. Pústrar og erill í bænum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.