Morgunblaðið - 24.08.2008, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 24.08.2008, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. ÁGÚST 2008 19 fjölmiðlum að hún hafi engan hug á að snúa sér aftur að tónlist. Þó hafa sögur verið uppi um að hún hafi verið að vinna í upptökuveri, svo það er aldrei að vita hvort það megi búast við nýrri plötu frá henni í framtíðinni. Hættur að koma fram Líkt og Andersson leið ekki á löngu þar til Björn Ulvaeus hafði fundið sér nýja eiginkonu. Hann kvæntist tónlistarblaðamanninum Lenu Kallersjö árið 1981, ári eftir að hann og ABBA-meðlimurinn Ag- netha Fältskog skildu. Með henni átti hann tvö börn, Lindu og Christian, en með Lenu eignaðist hann dæt- urnar Emmu og Önnu. Ulvaeus er sá eini úr ABBA sem ekki hefur gefið út sólóplötu. Hefur hann aðallega unnið að lagasmíðum og upptökustjórnun með Andersson. Ulvaeus og Andersson hafa unnið mikið saman síðan ABBA hætti, þá sérstaklega við lagasmíðar. Árið 1984 gáfu þeir út plötuna Chess, með lög- um sem þeir sömdu við texta Tims Rice. Tveimur árum síðar var söng- leikur byggður á lögunum settur á svið og voru aðalpersónurnar laus- lega byggðar á skákmeisturunum Victor Korchnoi og Bobby Fisher. Söngleikurinn átti miklum vinsæld- um að fagna í Bretlandi og tvö lög úr sýningunni skutust hátt upp á vin- sældarlista. Þó svo að Chess hafi ver- ið á sviði í London í nær þrjú ár, gekk söngleikurinn ekki jafn vel í Banda- ríkjunum. Hann var settur upp á Broadway, en sýningum var hætt tveimur mánuðum seinna, sökum lé- legrar gagnrýni. Á þessum árum stjórnuðu And- ersson og Ulvaeus einnig upptökum tveggja platna sænsku popp- hljómsveitarinnar Gemini, sem komu út á níunda áratugnum. Árið 1995 héldu þeir enn áfram á söngleikjabrautinni og tókst betur til í það skiptið. Þá sömdu þeir tónlist fyrir söngleikinn Kristina från Duve- måla, sem hlaut einstakt lof gagnrýn- enda og vilja margir halda því fram að þar sé á ferð meistaraverk tvíeyk- isins. Sýningin í Stokkhólmi gekk í fimm ár fyrir fullu húsi áhorfenda og fréttir herma að í burðarliðnum sé að setja söngleikinn upp á Broadway. Fyrr á þessu ári fréttist að Ulva- eus þjáðist af slæmu minnisleysi og þær fréttir hefur hann staðfest. Hef- ur hann sagt minnisleysið það slæmt að hann muni lítið sem ekkert eftir því að hafa verið í ABBA. Til að mynda kveðst hann ekki muna eftir því þegar ABBA sigraði Söngva- keppni evrópskra sjónvarpsstöðva með laginu Waterloo og man hann ekki einu sinni eftir að hafa verið á staðnum. Hann hefur reynt ýmislegt til að ráða bót á minnisleysinu. Auk þess sem hann eyðir löngum tíma í að skoða gamlar myndir og önnur gögn hefur hann látið reyna á dáleiðslu. Fer þó engum sögum um hvort þess- ar tilraunir hafi borið árangur. Dró sig í hlé Sú sem allra minnst hefur baðað sig í sviðsljósinu síðustu árin er Ag- netha Fältskog. Fyrstu árin eftir að ABBA hætti var hún þó iðin við sóló- ferilinn og lék þar að auki eitt aðal- hlutverka í mynd Gunnars Hellst- röm, Raskenstam. Hún gerði þrjár sólóplötur sem komu út á árunum 1983 til 1987. Sú fyrsta fékk ágætis dóma sums staðar og var hún bæði valin besta tónlist- arkona ársins af Aftonbladed og hlaut sænsku tónlistarverlaunin Rokkbjörninn, líkt og Lyngstad árið áður. En hún átti ekki því láni að fagna varðandi síðari pöturnar og seldust þær nær eingöngu innan Evrópu. Síðasta plata hennar, I Stand Alone, sem kom út 1987 átti eingöngu vin- sældum að fagna í Svíþjóðar. Ári síðar hætti Fältskog að vinna að tónlist og dró sig algerlega í hlé frá sviðsljósinu. Af henni spurðist lítið á tíunda áratugnum og upp spruttu ýmsar sögur um hvað hefði orðið af henni. Til að mynda var því haldið fram að hún hefði misst vitið og hefði af þeim sökum dregið sig í hlé. Hún er þó ekki alveg hætt að vinna við tónlist, en árið 2004 gaf hún út aðra sólóplötu, My Coloring Book. Á þeirri plötu syngur hún gamla smelli frá sjöunda áratugnum og hefur hún hlotið nær einróma lof gagnrýnenda. Fältskog gerði engu að síður samn- ing við útgáfufyrirtækið fyrir fram, þar sem kom fram að hún þyrfti ekki að veita viðtöl til að kynna plötuna nema ef til vill eitt eða tvö. Auk þess þvertók hún fyrir að ferðast út fyrir landsteinana til að kynna plötuna, enda flughrædd, eins og heimsfrægt var orðið. Þrátt fyrir litla sem enga kynningu á plötunni, hefur hún selst í um hálfri milljón eintaka um heim all- an. Eflaust eru ABBA-aðdáendur víðs vegar um heiminn sem fylgjast náið með sínu fólki og hafa beðið eftir að heyra frá henni. Úr varð, árið 2004, að hún veitti eitt viðtal við sænsku sjónvarpsstöð- ina TV4. En viðtalið var þó skilyrðum háð, því hún vildi ekki ræða um stjórnmál, peninga og trúarbrögð auk þess hafði hún aðeins áhuga á að tala sænsku. Sagðist hún setja þessi skilyrði til þess að hún yrði ekki mis- skilin eða rangtúlkuð. En eins og með Lyngstad, þá er aldrei að vita upp á hverju Fältskog tekur næst og hvort það heyrist frekar frá henni. Það er ekki hægt að segja að fyrr- um meðlimir ABBA hafi stundað í miklum mæli að koma fram opin- berlega fjögur saman. Þau komu lít- illega fram í myndbandinu „Our Last Video Ever“ sem gert var fyrir Söngvakeppni evrópskra sjónvarps- stöðva árið 2004, þrjátíu árum eftir að ABBA sigraði keppnina. Það kom hins vegar á daginn síðar meir að þau höfðu ekki verið saman í myndband- inu, heldur farið með sín hlutverk hvert í sínu lagi. Svo það var söguleg stund þegar þau voru öll fjögur viðstödd frumsýn- ingu kvikmyndarinnar Mamma Mía! í Svíþjóð, 4. júlí sl. Eflaust kættust margir við að sjá þau saman og jafn- vel kviknaði hjá sumum sá vonar- neisti að þau færu að hittast á ný sem hljómsveitin ABBA. Það eru þó litlar líkur á að end- urkom ABBA, enda hafa öll sagt að á því hafi þau engan áhuga. » Það er ekki hægt aðsegja að fyrrum með- limir ABBA hafi stund- að í miklum mæli að koma fram opinberlega fjögur saman. Frida Reuss Agnetha Fältskog Bjorn Ulvaeus Benny Andersson sem pabbi og mamma sulla í rauð- víni eða bjór. Áfengislaust skal það vera svo allir séu í sömu vídd. Síðan tekur fjölskyldan sig til og eldar góðan mat í sameiningu. Ein- hverjir sjá um aðalrétt og aðrir um eftirrétt o.s.frv. Þetta getur verið afar upplýsandi fyrir þá sem sjaldan koma nálægt eldhúsverkum. Mikilvægt er að leyfa börnunum að hafa hönd í bagga með matseðlinn því þá er auðveldara að fá þau til leiks. Þegar búið er að borða hjálp- ast allir að við að koma eldhúsinu í samt lag og má þá setja í gang ein- hverskonar keppni til að hvetja eld- húsletingja til dáða. Síðan má fara í borðleiki eða fjöl- skyldan tekur sig til og málar port- rett hvert af öðru. Actionary er tilvalinn leikur þar sem allir geta gert sig að fíflum. Fjölskyldan getur tekið sig til og bú- ið til stuttmynd. Feluleikur er alltaf klassískur og fellur aldrei úr gildi. Þá má líka „spæsa“ hann upp með því að slökkva öll ljós og gera leikinn ennþá meira æsandi fyrir alla aðila. Möguleikarnir eru endalausir. Að- alatriðið er að velja einhverja athöfn þar sem allir eru aktívir og engum gefst kostur á að sitja hjá. Þetta er ekki kvöld þar sem allir dást að pabba hnýta flugur. Þetta gæti hinsvegar verið kvöld þar sem allir fá að hanna og hnýta sínar flug- ur. Þegar búið er að ærslast lengi vel er upplagt að gera soldið huggulegt, draga fram kökur og mjólk og spjalla saman. Þarna gefst tækifæri á að opna fyrir allskonar umræðu og skyldu þeir sem fullorðnir eru ekki síður viðra sínar áhyggjur eða skoð- anir. Til að eignast trúnað barnanna sinna er mikilvægt að þau finni að maður treysti þeim fyrir því hvernig okkur sem fullorðin erum líður í raun og veru. Þá verður margfalt einfaldara fyr- ir börnin að treysta okkur fyrir sín- um áhyggjum. Þau þurfa nefnilega að læra hvernig þau eiga að tjá sig um til- finningar sínar og hvar er betra að læra það en í faðmi fjölskyldunnar? Leiðindastundin er þegar öllu er á botninn hvolft ákaflega skemmtileg og ekki síður gagnleg. Ég mana ykk- ur til að prófa þetta. Það er aldrei að vita hvers þið verðið vísari. »Ef jeppinn er tekinn af þér vegna van- goldinna skulda, skýt- urðu ábyrgðinni yfir á nýtilkoma umhverf- isvæna tilveru þína. Skólaárið 2008-2009 Síðustu forvöð að staðfesta umsóknir um nám Nemendur skólans þurfa að staðfesta umsóknir sínar í síðasta lagi 27. ágúst. Skrifstofa skólans Engjateigi 1 er opin virka daga kl. 12-18. Skólastjóri Í tilefni af að 800 ár eru frá því sálmurinn Heyr himnasmiður var saminn verður ráðstefna á Hólum í Hjaltadal 29.–31. ágúst Kolbeinn Tumason og sálmur hans Föstudagur 29. ágúst. Kl. 20.00 Málþingið sett. Erindi - Hjalti Hugason, prófessor HÍ: Deilur Kolbeins Tumasonar og Guðmundar Arasonar í kirkjupólitísku ljósi. Laugardagur 30. ágúst. Kl. 10.00 Guðrún Nordal, prófessor HÍ: Um skáldið Kolbein Tumason. Kl. 10.40 Kristján Eiríksson, verkefnisstjóri Árnastofnun: Um bragfræðina í sálmi Kolbeins. Kl. 11.10 Svanhildur Óskarsdóttir, sérfræðingur Árnastofnun: Kolbeinn Tumason og Guðmundur Arason í meðförum Arngríms Brandssonar. Fyrirspurnir og umræður. Kl. 13.00 Kristján Valur Ingólfsson, lektor HÍ: Hymnasmiðir himnasmiðs. Hymnar og helgur söngur í Hólabiskupsdæmi á fyrri tíð. Kl. 13.40 Guðrún Laufey Guðmundsdóttir, verkefnisstjóri Árnastofnun: Sungið fyrir Himnasmiðinn? Flutningur helgikvæða á miðöldum og tilvera sálmsins í handritum skrifuðum eftir siðaskipti. Kl. 14.30 Ferð í Víðines og að Víðimýri – leiðsögn Kristján Eiríksson. Kl. 20.00 Kvöldvaka. Sunnudagur 31. ágúst. Kl. 10.00 Einar Sigurbjörnsson, prófessor HÍ: Guðfræðin í sálmi Kolbeins Tumasonar. Kl. 11.00 Messa í Hóladómkirkju Vígslubiskup messar. Dr. Einar Sigurbjörnsson prédikar. Vox femine syngur. Ráðstefnuslit. Skráning – malfridur@holar.is – s. 455 6334 Að ráðstefnunni standa: Guðbrandsstofnun á Hólum, Guðfræðistofnun, Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands og Stofnun Árna Magnússonar. Ráðstefnan er styrkt af Menningarráði Norðurlands vestra. @
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.