Morgunblaðið - 24.08.2008, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 24.08.2008, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. ÁGÚST 2008 29 neitt, hafði bara séð hann. Ég sagði manninum að ég vildi gjarnan ræða þessi mál við Svein- björn, hvort hann gæti komið á fundi okkar. Sá fundur var tveimur dögum síðar og þetta var tæpri viku fyrir sumardaginn fyrsta. Þetta ár, 1973, sumardaginn fyrsta, var Ása- trúarfélagið stofnað. Stofnfélagar voru ellefu sem að sögn Einars Pálssonar er hin heilaga tala sólarinnar.“ Og hvað fóru þið nú að gera? „Það var boðað til framhaldsstofnfundar á Hótel Esju sem þá hét svona mánuði seinna. Þar mættu 60 manns. Ég hafði löngum verið að tala við menn og hvetja þá til að sameinast mér í Reykjavíkurgoðorði en það gekk ákaf- lega illa.“ Hvernig gekk samstarfið við Sveinbjörn í Ásatrúarflokknum? „Það bar aldrei skugga á það, við höfum ábyggilega ekki alltaf verið sammála en ég man ekki lengur eftir neinu sem við deildum um. Það var allt í besta gengi í söfnuðinum enda átti hann enga peninga. Við hittumst á hverjum laugardegi í turnherberginu á Hótel Borg og ræddum um alla heima og geima, ekki endilega trúarbrögð.“ Var ekki erfitt að koma saman kenn- ingasmíð fyrir söfnuðinn? „Það er nú svo einkennilegt að það kom nánast alveg af sjálfu sér. Við vorum líklega fjórir sem settum saman siðareglur Ásatrúar- félagsins, ég, Sveinbjörn, Þorsteinn Guð- jónsson og Dagur Þorleifsson. Við vorum al- veg sammála um hvernig þetta ætti að vera. Við flettum engu upp, við settum bara niður það sem okkur fannst að ætti að vera þarna. Þetta voru 12 einfaldar reglur en í raun engar trúarkenningar.“ Mikill áhugi á hinum forna sið Höfðuð þið boðorðin 10 sem fyrirmynd? „Þau hafa nú ábyggilega haft óbein áhrif því við gættum okkar á því að segja hvergi; þú skalt eða þú skalt ekki. Ég hugsa að við höfum líka forðast að hafa reglurnar tíu. Ég vildi hafa þær 16 af því að það eru sextán rúnir í nýja rúnafúþarkinum. En það náðist ekki sam- staða um það, líklega var það það einasta sem ekki náðist samkomulag um.“ Fannstu til þess að fólki þætti þú skrítinn vegna þessa? „Nei, ég fann aldrei til þess. Ég fann hins vegar mjög mikið fyrir því hve gífurlegan áhuga fólki hafði á hinum forna sið þegar fjöl- miðlar höfðu brotið ísinn. Það voru alltaf miklu fleiri sem höfðu áhuga en þeir sem gengu í félagið.“ Varst þú kvæntur maður þegar þetta var? „Hvorki ég né Sveinbjörn áttum konur og gátum því helgað okkur þessu málefni óskipt- ir. Hann var skilinn þegar þetta var og ég hef ekki kvænst.“ Má segja að þú hafir helgað líf þitt frá 15 ára aldri þessum trúarbrögðum? „Alltént frá 1973 hefur þetta verið mitt aðal- áhugamál og í raun og veru starf líka. Þetta vatt upp á sig. Lengst af voru félagsmenn tæplega hundrað en síðan gerðist það þegar járntjaldið hrundi að ég fluttist til Lithauga- lands, sem var það land sem síðast gerðist kristið í Evrópu – og reyndar aldrei nema að hálfu. Þar vann ég að útflutningi á íslenskum hestum og leitaði jafnframt að viðskiptatæki- færum sem opnuðust þegar Sovétríkin hrundu. Þegar ég kom heim í jólafrí 1993 frétti ég að Sveinbjörn allsherjargoði hefði dáið kvöldið áður. Ég var skipaður allsherjargoði strax þar á eftir og síðar var kosið um embættið og ég hlaut kosningu. Í kjölfar þessa breyttust hagir mínir. Ég þurfti að fara aftur til Lithaugalands til að sinna mínum störfum en það kom fljótlega í ljós að það var erfitt að sameina þau störf alls- herjargoðastarfinu svo ég flutti heim til Ís- lands.“ Var mikil barátta hjá ykkur að fá löggildinu sem trúfélag? „Félagið var viðurkennt sem trúfélag 1974, eftir eins árs baráttu við stjórnvöld. Það vakti reyndar heimsathygli að heiðið trúfélag hefði hlotið viðurkenningu stjórnvalda og var mikill gestagangur hér næstu árin vegna þessa og lenti það að miklu leyti á mér að svara fyrir félagið. Ég hef verið að lesa ýmis gömul viðtöl frá þessum fyrstu árum, þar sem ég er að svara spurningum erlendra blaðamanna, án þess í raun og veru að hafa vitað nokkurn skapaðan hlut.“ Var það ekki erfitt? „Maður bara sagði eitthvað sem manni fannst að gæti passað – en þegar ég les þetta yfir í dag er mér eiginlega óskiljanlegt hvernig ég gat vitað þetta allt saman.“ Kannski að þú hafi fengið vitrun að handan? „Ég held nú reyndar að skýringin sé sú að hinn forni siður, ásatrúin, sé svo nátengdur ís- lensku þjóðerni og tungu að þessi þekking sé eitthvað sem við fáum í raun með móðurmjólk- inni. Það eru til vísindalegar kenningar um hvernig svokölluð áaminni verða til. Vís- indamenn kalla þetta meme, sem er sambæri- legt við gen, nema að það er algjörlega óefn- iskennt. Með tilvísun í okkar fornu bækur hef ég leyft mér að kalla þetta flugur. Ég er næstum því sannfærður um að hlutir sem langamma mín og ömmur mínar sögðu mér, jafnvel áður en ég var farinn að tala, koma síðan upp á yfirborð hugans þegar ýtt er á réttu takkana, ef svo má að orði komast því að álfa-, vætta- og huldufólkstrúin sem var þeim öllum í blóð borin er í raun og veru hin lifandi arfleifð ása- og vanatrúarinnar.“ Ertu skyggn? „Ég held næstum ekki. Ég hef orðið var við hluti sem mér hefur gengið illa að skilgreina en ég hef aldrei þróað þetta með mér. Móðir mín var hins vegar mjög mikið skyggn þegar hún var barn en það rjátlaðist nú af henni eftir að hún flutti til Reykjavíkur, en virtist svo birtast aftur síðustu árin áður en hún dó. Talinn miðilsefni Mér var reyndar sagt að ég hefði mikla mið- ilshæfileika. Ég sótti stundum miðilsfundi hjá nýalssinnum, en Sveinbjörn og fleiri í Ása- trúarfélaginu voru hallir undir kenningar þeirra. Þar var mér sem fyrr gat sagt að ég væri mikið miðilsefni og ætti að þróa þessa hæfileika með mér. Þetta var mér hins vegar mjög líkamlega erfitt, hjartslátturinn gat farið upp í 200 slög á mínútu og síðan fannst mér reyndar alltaf að það sem var sagt á miðils- fundum væri ekki mjög merkilegt. Það sem bar við á fundunum og sú upplifun sem ég fékk þar var hins vegar mjög merkileg en mér fannst ekki að ég fengi neinar raunverulegar upplýsingar út úr því sem þar átti sér stað. Ég er alls ekki sannfærður um að þær upplýs- ingar sem koma fram á svona fundum séu í raun frá látnum einstaklingum.“ En nú ert þú hættur sem allsherjargoði – finnst þér það leiðinlegt? „Nei, það var tiltölulegur léttir að hætta þessu því að ósamkomulagið í félaginu var orð- ið þannig að maður hafði enga ánægju af starfinu lengur.“ Peningar rót ósamkomulags Hvers vegna var þetta ósamkomulag? „Rótin að því var peningar. Ég stóðst ekki mátið þegar ég sá að félagið gæti komið sér upp eignum á fremur einfaldan hátt. Þá byrj- aði hins vegar sundurlyndið. Eftir að ég hætti sem allsherjargoði 2002 var fasteign félagsins við Grandagarð seld, að mínu viti fyrir alltof lítinn pening. Ég reyndi að kaupa eignina fyrir hönd Reykjavíkurgoðorðs en tíminn var mjög naumur og mér tókst ekki að fjármagna kaup- in í tíma. Reykjavíkurgoðorð, sem er miklu eldra en Ásatrúarfélagið, hefur haldið áfram að starfa og hefur löggildinu sem trúfélag. Ég hef því ennþá rétt til að gifta, jarða og standa fyrir öðrum trúarathöfnum. Í raun var það aldrei hlutverk hinna fornu goða að gefa fólk saman, jarða eða annað slíkt. Heldur er þetta einfald- lega viðhengi sem fylgir því að trúfélag er við- urkennt, einfaldlega af því að prestar þjóð- kirkjunnar hafa þessi réttindi. En kirkjan kom raunar nær ekkert að giftingum fyrr en þó- nokkuð eftir siðaskipti. Hin forna gifting, sem á síðari tímum var kölluð trúlofun, var miklu rétthærri en hin kirkjulega vígsla sem sést á því að í lögum frá 14. öld segir að ef börn fæð- ast þegar meira en 9 mánuðir eru liðnir frá trúlofun reiknast þau skilgetin.“ Lætur sig dreyma um bókarskrif Er aðalstarf þitt núna að sinna Reykjavík- urgoðorði? „Það má segja það. Ég hef að vísu réttindi til að gera svokallaða eignaskiptasamninga en hef notað þau ákaflega sparlega og þar að auki er ég kominn á eftirlaun fyrir nokkru.“ Ertu ennþá jafn sanntrúaður ásatrúarmaður og áður? „Já – ef að það er hægt að tala um að ása- trúarmenn geti verið sanntrúaðir, það er í raun kristilegt hugtak. Ég hef í mörg ár verið að stúdera trúarbragðasögu frá sjónarmiði okkar forna siðar og byrjaði með því að lesa rit hins stórmerka fræðimanns Finns Magn- ússonar í Kaupmannahöfn. Síðan hef ég reynt að fylgjast með öllu nýju sem upp kemur í þessum fræðum. Þess má geta að Ossitíumenn eða Alanar, sem mikið hafa verið í fréttum að undanförnu vegna ofsókna Georgíumanna, eru í raun náskyldir Íslendingum, þó að leiðir hafi skilið á þjóðflutningatímanum og við lent vest- ast í Evrópu en þeir austast. Trúarbrögðin voru þau sömu í upphafi en nú eru báðar þjóð- irnar mismikið kristnar, okkar lútersk en þeirra grísk-kaþólsk. Reyndar er það svo að Litháar segja að yfirstétt þeirra, æðstu prest- arnir eða goðarnir, hinir svokölluðu „kon- ingas“ séu afkomendur Alana eða Saromata, eins og þeir eru líka kallaðir. Þjóðhöfðinginn kallast síðan „didisis hercogas eða koningas“ sem þýðir bókstaflega allsherjargoði. Þessum titlum var að sjálfsögðu haldið eftir að landið tók kristni alveg eins og hér. Ég er sannfærður um það að ef maður kæmist þangað niður eftir og ræddi við fróðar gamlar konur mundi maður finna mjög ræki- lega fyrir þessum skyldleika. Hinn forni siður í Litháen Árið 1995 fór ég raunar aftur til Litháens til að hitta áhangendur hins forna siðar þar- lendra. Þá hafði ég aldrei hitt þegar ég bjó þar. Þegar ég spurði fólk um heiðna menn vissi enginn neitt um þá því það var ekkert fyrir útlendinga. Þegar þeir vissu hinsvegar að ég var sjálfur heiðinn opnaðist allt og ég komst að því að einn fjórðungur Litháens hafði aldrei kristnast og í öllu landinu höfðu kristnir aldrei náð 50% markinu. Vættir og álfar eru um allt en þar búa þessar verur í helgum trjám á meðan í okkar skóglausa landi búa þær í steinum, það eru hinsvegar engir steinar í Litháen. Þórshofið eða Fjörginshofið er ennþá í kjallara Dómkirkjunnar í Vilníus. Mér var boðið að taka þátt í haustblóti (töðugjöldum) sem fór fram á hinum forna fórnarstað allsherjargoða Litháens, sem hann gaf reyndar erkipiskupi þegar landið kristn- aðist á seinni hluta 14. aldar, af pólitískum ástæðum, alveg eins og hér nær 400 árum fyrr. Þegar við höfðum skrýðst í höll erkibisk- ups og vorum á leið út að fórnarstaðnum, eða hörgnum kom mér skyndilega í hug að ég hafði gleymt að spyrja hvernig athöfnin ætti að fara fram en nú var það um seinan og varð að láta vaða. En ég hefði ekki þurft að hafa áhyggjur því að í ljós kom að athöfnin var í öllum meginatriðum sú sama og við höfðum endurskapað hér heima. Þetta styrkti mig enn frekar í þeirri sannfæringu minni að slíkar at- hafnir geymist í þjóðarminni. Ég læt mig satt að segja dreyma um að skrifa bók um uppruna og þróun hins norræna siðar – ef mér endist aldur til.“ gudrun@mbl.is ans » 1973, sumardaginn fyrsta,var Ásatrúarfélagið stofn- að. Stofnfélagar voru ellefu sem að sögn Einars Pálssonar er hin heilaga tala sólarinnar. » Þegar ég kom í jólafrí 1993frétti ég að Sveinbjörn alls- herjargoði hefði dáið kvöldið áður. Ég var skipaður allsherj- argoði strax þar á eftir. »Ég hafði löngum verið aðtala við menn og hvetja þá til að sameinast mér í Reykja- víkurgoðorði en það gekk ákaf- lega illa. Morgunblaðið/Árni Sæberg Brúðkaup Stefanía Ægisdóttir og Dennis Ro- bert Lee þiggja blessun Jörundar Inga allsherj- argoða að fornum sið. Eitt minnistverðasta atvikið í starfi mínu sen allsherjargoði var landhelgunin, þegar ég fór inn að miðju Íslands, eins og hún var skilgreind til forna, og helgaði landið með hinni fornu landnámsathöfn, eins og ég taldi að hún hefði getað verið. Í framhaldi af því fórum við hringinn í kringum landið með eldi og helguðum alla fjórðungana, byrjuðum í Reykjavík og enduðum á Þingvöllum á hinum forna þingsetningardegi. Morgunblaðið/Golli Embættiseiður Jörmundur Ingi allsherjargoði sór embættiseið sinn á Þingvöllum. Landhelgun Ásatrúarfélagsins Þingvellir Jörmundur Ingi allsherjargoði stýrir landhelgunarathöfn. Morgunblaðið/Jóra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.