Morgunblaðið - 26.08.2008, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.08.2008, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 26. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is, Bergþóra Njála Guðmundsdóttir, ben@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Viltu gerast ferðaráðgjafi? Ferðamálaskóli Íslands er eini skólinn hér á landi sem býður upp á alþjóðlegt nám frá IATA/UFTAA, sem eru alþjóðleg samtök flugfélaga og ferðaskrifstofa, og útskrifar skólinn á hverju ári „ferðaráðgjafa“ til starfa hjá flugfélögum, ferðaskrifstofum og við aðra ferðaþjónustu. Með aukningu ferðamanna hefur þörfin eftir fólki með slíka menntun aldrei verið meiri. Flestir, sem útskrifuðust í vor, fengu starf innan ferðaþjónustunnar að loknu námi. www.menntun.is Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is SLYSADEILD Landspítalans í Fossvogi fylltist á laugardag í kjöl- far Reykjavíkurmaraþons vegna hlaupara sem þurftu aðhlynningu vegna ofreynslu. Að sögn læknis virðist sem hlauparar hafi ekki verið nægilega vel undirbúnir fyrir hlaup- ið en ekki fylgir sögunni í hvaða vegalengdum sjúklingarnir heltust úr lestinni. Saga hlaupara nokkurs sem tók þátt í hálfmaraþoni er fremur döpur. Hlauparinn segist nú átta sig á hvaða mistök hann gerði sem ollu því að hann hné niður þegar stutt var eftir – og rankaði við sér á spít- ala. „Ég gerði þau mistök að hefja endasprettinn of snemma og var kominn á töluverðan hraða. Við það kláruðust orkubirgðirnar en engu að síður hélt ég áfram að hlaupa, nán- ast sjálfvirkt. En þetta endaði með því að ég féll í yfirlið og datt í götuna á síðasta kílómetranum. Sem betur fer slasaði ég mig ekki í fallinu og slapp með hrufl. Það vildi líka svo vel til að maður nokkur sá óhappið og fór að stumra yfir mér áður en ég var fluttur á spítala. Meðferðin þar gekk út á að dæla vökva í mig og sól- arhring síðar hafði ég jafnað mig.“ Hlauparinn telst ekki nýgræð- ingur í langhlaupum því hann hljóp hálfmaraþon árið 2006 og hefur æft allt upp í 17-18 km hlaup með reglu- legu millibili á þessu ári. „Reyndar riðluðust æfingarnar hjá mér nú síð- sumars og í þokkabót svaf ég illa nóttina fyrir hlaupið,“ bendir hann á. „En trúlega hefur þetta óhapp or- sakast fyrst og fremst af því að ég misreiknaði mig á endasprettinum.“ Féll í yfirlið á síðasta kílómetranum Hlauparar í Reykjavíkurmaraþoninu þurftu aðhlynningu á sjúkrahúsi Morgunblaðið/Golli Reykjavíkurmaraþon Sumir hlauparar virtust ekki nógu vel undirbúnir. Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is „SAMKVÆMT nýlegum ákvæðum í umferðarlögum getum við í alvarlegri málum beitt því úrræði að leggja hald á bíla sem notaðir hafa verið í glæfra- akstri,“ segir Kristján Óli Guðnason aðstoðaryfirlögregluþjónn um glæfraakstur sportbíls á skólalóð Austurbæjarskóla í gær. Ökumað- urinn og farþegi hans voru hand- teknir og yfirheyrðir auk þess sem bíllinn var tekinn af þeim. Bílinn var óskoðaður og segir lögreglan að fyrir nokkru hafi hún boðað bílinn í skoðun án þess að því væri sinnt. Þegar lög- reglan tók bílinn í gær voru númerin því fljótlega klippt af honum og er hann nú í vörslu lögreglunnar. „Lögreglan þarf að meta hvert mál fyrir sig en það atvik sem hér um ræðir er sérstakt að því leyti að til er myndbandsupptaka af brotinu,“ bendir Kristján Óli á. Umrædd upp- taka var gerð af blaðamönnun vef- varps mbl.is þegar þeir voru í frétta- ferð í miðbænum í gær. Málið tók alvarlegri stefnu þegar lögreglan hafði séð myndbandið. Málið er enn í rannsókn en nú þeg- ar eru sakarefnin að skýrast að sögn lögreglunnar. Pilturinn er grunaður um brot á umferðarlögum, svo sem að hafa ekki sýnt nægjanlega aðgát við akstur, hraðakstur og akstur undir áhrifum fíkniefna. Þá er hann grun- aður um að hafa með akstrinum gerst sekur um brot gegn hegningarlögum með því að stefna lífi eða heilsu ann- arra í háska. Við slíkum brotum ligg- ur allt að 4 ára fangelsi. Í bílnum fundust þá fíkniefni og er pilturinn grunaður um að eiga þau. Hann hefur komið við sögu lögreglunnar áður vegna minniháttar mála. Næstu skref í málinu verða að líkindum þau að lög- reglan mun ljúka rannsókninni og af- henda ákæruvaldinu niðurstöðurnar. Ákæruvaldið mun síðan skoða málið og ákveða hvort pilturinn verður ákærður og krafist refsingar yfir honum svo og hvort krafist verður upptöku bílsins fyrir dómi. Sakarefnin varða allt að 4 ára fangelsi Í HNOTSKURN »Í 23. kafla hegningarlagasem fjallar um manndráp og líkamsmeiðingar segir að sá sem í ábataskyni, af gáska eða á annan ófyrirleitinn hátt stofnar lífi eða heilsu annarra í augljósan háska skuli sæta allt að 4 ára fangelsi. ÍSLAND mun senda skáksveit á al- þjóðlegu ólympíuleikana í hugar- íþróttum til að tefla atskák. Einnig keppa samtals sex pör í brids á leik- unum, þrjú í opnum flokki og þrjú í flokki yngri en 28 ára. Leikarnir hefjast þriðja október í Peking og lýkur hinn átjánda. Þetta er í fyrsta sinn sem ólymp- íuleikar í hugaríþróttum eru haldn- ir en að þeim stendur Alþjóðlega hugaríþróttasambandið. Á leik- unum er auk brids og skákar leikið damm, gó og xiangqi, sem er einnig þekkt sem kínversk skák. Aðalsteinn Jörgensen er einn liðsmanna íslensku bridssveit- arinnar í opnum flokki. Leikarnir leggjast vel í hann og segir hann mótið áhugavert að þessu sinni þar sem sveitirnar séu mjög mis- sterkar. Íslensku sveitina segir hann nokkuð sterka en árangur Ís- lendinga á undanförnum ólympíu- mótum hefur verið með ágætum og telur hann það vera gott veganesti. „Þegar þessu er slegið svona saman þá nýtur bridsinn kannski góðs af því,“ segir Aðalsteinn um hið nýja fyrirkomulag en hann reiknar með að keppnin í brids verði með svipuðu sniði og áður. skulias@mbl.is Íslendingar keppa í hug- aríþróttum „Ef orkubirgðir líkamans klár- ast byrjar hann að brjóta niður vöðva og þá kemst líkams- starfsemin í algert uppnám. Þetta sýnir manni að það er vissara að undirbúa sig betur og ætla sér ekki um of,“ segir hlauparinn sem endaði á spít- ala þegar aðeins einn kílómetri var eftir af hálfmaraþoninu hjá honum á laugardaginn. Hann segist heppinn að hafa ekki stórslasað sig er hann datt í götuna svo gott sem meðvit- undarlaus og ófær um að verja sig falli á grjóthörðu malbik- inu. Líkami í uppnámi Í HVALEYRARSKÓLA var í gærkvöldi haldinn íbúafundur vegna fyrirhugaðrar tengingar Reykjanesbrautar og Krýsuvíkurvegar við Suð- urbraut. Fundurinn var vel sóttur en deiliskipu- lagið hefur sætt töluverðri gagnrýni þar sem því er haldið fram að umferð um Suðurbraut muni stóraukast. Við götuna standa Hvaleyrarskóli og tveir leikskólar og telja andstæðingar breyting- anna að þær muni rýra öryggi barna sem fara um svæðið. Íbúar tóku margir hverjir til máls og voru skiptar skoðanir á málinu. Formaður skipulags- og byggingaráðs Hafn- arfjarðar segir að umferð um Suðurgötu muni ekki aukast heldur minnka samkvæmt umferð- arlíkani. Bílum sem fara um götuna muni fækka úr 1.100 á dag í 600. Lúðvík Geirsson bæjarstjóri sagði á fundinum að ef það gengi ekki eftir yrði tengingin fjarlægð. | 9 Morgunblaðið/G. Rúnar Tengingin fjarlægð ef umferð minnkar ekki

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.