Morgunblaðið - 26.08.2008, Síða 20

Morgunblaðið - 26.08.2008, Síða 20
daglegt líf 20 ÞRIÐJUDAGUR 26. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ Eftir Guðrúnu Huldu Pálsdóttur gudrunhulda@mbl.is M yndsmiðurinn ætti að spyrja sig fyrst hvernig mynd hann kýs að eiga. Sumt fólk á til að taka vanhugsaðar myndir eða herma eftir næsta manni af því það veit ekki hvað það vill,“ segir Arnaldur Hall- dórsson ljósmyndari og bendir á ein- falda leið til að fanga tilfinningu í myndum. „Það er gott að vera í sömu hæð og myndefnið. Að leggjast niður og taka upp á hund er mun magn- aðra sjónarhorn en að skjóta niður á hann. Einnig beygja sig í hæð barna og láta myndina sýna það sem þau sjá,“ segir Arnaldur en bendir á að allar reglur er varða myndbyggingu séu til að brjóta þær. „Oft enda kjánalegu andartökin með að vera bestu myndirnar. Eitt sinn var ég að taka myndir í brúðkaupi. Mynd af brúðinni að reima skó barns stóð upp úr öllum öðrum uppstilltum ástúð- legum myndum.“ Mynd af minningu Brynjólfur Jónsson ljósmyndari, betur þekktur sem Binni, á einnig nokkur ráð uppi í erminni. „Ef mað- ur heillast af einhverjum stað og vill eiga flottar myndir af honum er ráð að kaupa ljósmyndabók um staðinn. Það tryggir gæðamyndir sem ferða- maðurinn gæti aldrei náð.“ Hann bendir á að til að fanga gott augna- blik sé lag að reyna að ná á mynd af aðstæðunum sem ferðalangurinn er í. „Þetta er spurning um að búa til minningu með mynd eða fá mynd af minningu. Þegar ég gekk um Grand Canyon á dögunum tók ég fullt af myndum af fjölskyldunni brosandi í gljúfrinu. En sú mynd sem stendur hvað mest upp úr er þegar ég tók niður á þau vera að klifra niður þver- hnípi. Maður finnur fyrir hæðinni og spennunni í gegnum hana, þótt hún sýni ekki falleg bros fjölskyldunnar.“ Hann mælir með að fólk noti frek- ar litlar góðar vélar á ferðalögum og bendir þeim sem eru á leið að kaupa sér minni gerð af myndavélum á að athuga að þær hafi auga. „Sumar vélar hafa bara skjá. Skjárinn eyðir hins vegar tíu sinnum meira raf- magni en augað og það gæti borgað sig að geta slökkt á skjánum í lengri ferðum.“ Á meðal fólksins Egill Bjarnason hefur ferðast mik- ið um Mið-Austurlönd og er þá ávallt með myndavélina í farteskinu. „Lykillinn að því að ná ósvikinni mynd frá löndunum felst í því að fara út fyrir túristastaðina og inn á meðal fólksins,“ segir hann og nefnir sem dæmi hina dæmigerðu mynd sem flestir sem fara að Taj Mahal í Ind- landi eiga af sér. „Myndina væri hægt að útfæra á miklu fleiri vegu.“ Hann segist reyna að ná myndum af fólkinu í landinu sem hann er í en hann nálgist það á ýmsa vegu. „Það brýtur yfirleitt ísinn að segja: ,,Má ég taka mynd?“ á tungumáli heima- manna. Sumir ljósmyndarar segja að myndataka sem móðgi sé ekki rétt- lætanleg. Ég segi að það sé stundum í lagi ef fólk tekur ekki eftir því að verið sé að mynda. Til dæmis með því að láta vélina hanga um hálsinn, lafa niður á maga og reyna miða á viðfangsefnið,“ segir Egill og bætir við að þetta ráð krefjist æfingar. Hann segist ekki taka annað í mál en að hafa vandaða vél með sér þótt hún taki pláss. „Mig hefur þó langað að hafa bæði stóra og litla meðferðis. Stundum vill maður síður taka upp þá stóru eða vera með hana á sér og þá er gott að geta gripið til þeirra litlu,“ segir Egill og bendir á snið- ugan bakpoka sem hann fékk í versl- uninni Beco. „Hann skiptist í tvennt, helmingurinn er hugsaður fyrir myndavélina, hinn helmingurinn fyr- ir annað dót.“ Morgunblaðið/G.Rúnar Rangt Fólkið er látið standa fyrir miðju á óspennandi stað. Í rammanum er of mikið af óþarfa svæði sem þjónar engum tilgangi fyrir myndina. Ekkert flass er notað og myndin er því of dökk og flöt. Hugað að ferðamynda- tökum Fyrir marga eru myndatökur óaðskiljanlegur hluti ferðalaga. Góð mynd, sem endurspeglar bæði útlit og andrúmsloft aðstæðna, er einstakt verðmæti að ferð lokinni. Þrír ljósmyndarar gefa nokkur góð ráð um ferðamyndatökur. Nokkrar gagnlegar vefsíður Heimasíða Arnaldar: www.pix.is Bloggsíða Egils: www.austurlanda- egill.blog.is Góð ráð og fallegar myndir: www.tribaleye.co.uk Búðu til þitt eigið myndaalbúm: www.blurb.com Stærsti áhugaljósmyndavefurinn: www.flickr.com Morgunblaðið/G.Rúnar Rétt Myndin er vel römmuð, aðeins aðalatriðin eru á myndinni og fólkið þekur þriðjung af myndinni. Ljósmynd- arinn hefur einnig fært sig nær myndefninu og notað flass í sólinni til að skerpa myndefnið.  Kynnið ykkur menningarheiminn sem þið eruð í og berið virðingu fyrir honum.  Lærið að segja nokkrar setningar á tungu- máli heimamanna s.s. ,,Má ég taka mynd?“  Í þriðja heiminum hefur fólk mismunandi skoðanir á myndatökum og það ber að virða. Á afskekktari landsvæðum heimsins er enn til fólk sem heldur að myndatakan steli hluta af sál þeirra. Víða er viðkvæmt að mynda konur og í mörgum múslimaríkjum er það stranglega bann- að. Einkum ef þær eru í fylgd karlmanns. Þær eru þó viljugri til ef ljósmyndarinn er kvenkyns. Nálgist fólkið  Látið aðalmyndefnið þekja þriðjung af rammanum. Aðalatriðið þarf ekki alltaf að vera í miðjunni.  Ekki á að vera neinn óþarfi á myndinni. Landsvæði, ljósastaurar eða bílastæði sem þjóna engum tilgangi á myndinni eiga ekki að vera þar.  Færið ykkur nær myndefninu og fyllið vel út í rammann.  Vera í nálægð til að fá tilfinningu í myndina. Notið óvenjuleg sjónarhorn til að gera myndina áhugaverðari.  Verið dugleg að mynda fyrstu dagana á meðan stað- urinn er enn framandi ásýndar. Með tímanum venst ferða- maðurinn staðnum og á það til að sjá ekki það óvenjulega.  Myndið umhverfi á morgnana eða við sólsetur árla dags. Skuggar sólarinnar skapar áhugaverða dýpt í um- hverfið.  Ekki gleyma að taka mynd af furðulegu hlutunum. Myndir af furðulegum mat og skrítnum hlutum eru kannski ekki spennandi myndefni en segja oft mikla sögu.  Forðist klisjur á algengum ferðamannastöðum og ekki reyna að taka hina fullkomnu póstkortsmynd. Reynið frekar að fá óvenjulegt sjónarhorn á þessa tilteknu staði.  Hugsið út fyrir rammann. Til að búa til forvitnilegan myndramma er mál að nota líkamann. Ekki vera feimin að beygja, teygja og rúlla ykkur eftir góðu sjónarhorni.  Notið flass í mikilli sól. Í mikilli sól eiga skuggarnir til að vera mjög sterkir en flassið fyllir skuggana ljósi.  Prófið ýmis sjónarhorn á sama myndefnið. Ef nægur tími gefst, takið þá eins margar myndir og þið þurfið, þangað til þið náið mynd sem þið eruð sátt við. Nokkur ljósmyndaráð

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.