Morgunblaðið - 26.08.2008, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 26.08.2008, Blaðsíða 19
úr bæjarlífinu MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. ÁGÚST 2008 19 Um næstu helgi hefjast Sandgerðisdagar sem er bæjarhátíð með fjölbreyttri dagskrá fyrir alla fjölskylduna. Aðalhátíðarsvæðið er við hafnarsvæðið, Vitatorg og Vörðuna sem er ráðhús Sandgerðis. Sandgerðisdagar verða settir á föstudagskvöldið í Safnaðar- heimilinu með fjölbreyttri dagskrá. Það er of langt mál að fara rekja dagskrána hér, en bendi fólki á að skoða dagskrá á heimasíðu sandgerdi.is eða 245.is. Margir íbúar eru langt komnir með að setja upp tilheyrandi skreytingar, en bæj- arfélaginu hefur verið skipt upp í fjögur lita- hverfi gult, rautt, grænt og blátt og er nú hafin keppni um frumlegustu skreytinguna sem væntanlega nær hámarki á laugardag- inn. Nú eru ansi margir íbúar hverfana farnir að taka kvöldrúnt og sjá hvað aðrir eru að bralla í skreytingamálum. Á laugar- dag verða svo heljarmiklar grillveislur í við- komandi hverfum og skrúðganga að hátíða- svæðinu. Burtfluttir Sandgerðingar eru boðnir velkomnir á Sandgerðisdaga til að skemmta sér og sjá þá miklu breytingu sem hefur orðið á bænum. Komið hefur verið upp tjald- og húsbílaaðstöðu á gamla íþróttavellinum.    Síðastliðinn föstudagur var merkur dagur í íþróttasögu Íslendinga er landsliðið í hand- bolta komst í úrslit á ÓL í Peking. En hér í Sandgerði var dagurinn líka merkilegur er tekin var í notkun ný sundlaug við íþrótta- miðstöðina. Laugin er 25 metra löng og 12 metra breið, enn fremur voru tvær vatns- rennibrautir teknar í notkun, sem nú þegar njóta mikilla vinsælda ungu kynslóðarinnar. Nýr og glæsilegur þreksalur með tilheyr- andi líkamsræktartækjum og góð starfs- mannaaðstaða – allt á þetta vonandi eftir að gagnast bæjarbúum til hollrar hreyfingar.    Sú var tíðin að hér í Sandgerði var lög- reglustöð og lögreglubíll, viðvera lögregl- unnar veitti aðhald, en svo kom skipun um að sameina lögregluna við lögregluna í Keflavík, og enn síðar kom skipun um að sameina alla löggæslu á Suðurnesjum. Sand- gerðingar hafa oft kvartað yfir ónógri lög- gæslu í bæjarfélaginu, en nú er væntanlega að verða bót á því, opnuð hefur verið lög- reglustöð í húsnæði sem björgunarsveitin Sigurvon átti við Strandgötu. Það er Sand- gerðisbær sem kostar breytingar og lagfær- ingar á húsnæðinu, sem er hið huggulegasta. Ekki hefur verið ákveðið hvernig lögreglan mun nota hina nýju aðstöðu.    Miklar framkvæmdir hafa verið við Shell- skálann sem er beint á móti lögreglustöðinni við Strandgötu. Segja má að nánast hafi ver- ið byggt nýtt hús á gömlum grunni, allar innréttingar endurnýjaðar og boðið upp á fjölbreyttara vöruúrval – má þar nefna bakkelsi og alls konar góðgæti af grillinu. Það eru hjónin Eggert Andrésson og Guð- rún Arthúrsdóttir sem reka Shellskálann.    Á Sandgerðisdögum verður afhjúpað lista- verk á hafnarsvæðinu, til minningar um 100 ára sögu vélbátaútgerðar frá Sandgerði. Það var árið 1907 að m/b Gammur kom siglandi inn á Sandgerðisvík, með því hófst útgerð vélbáta frá Sandgerði. Eitthvað gekk nú brösulega í upphafi vélvæðingarinar, og úr- tölumenn sögðu ekki mikla framtíð í vélum, en oft þurfti Gammur að leggjast við kantin á Fúlu meðan unnið var við viðgerðir. Lista- verkið Hvirfill, sem er eftir Jón Þórisson leikmyndahönnuð, hefur nú verið sett upp á þeim stað sem hét Fúla. Vélsmiðja Ásmund- ar Sigurðssonar smíðaði listaverkið sem er úr ryðfríu stáli og hreyfanlegt eftir vindi. SANDGERÐI Reynir Sveinsson fréttaritari Morgunblaðið/Reynir Sveinsson Varðan Hluti dagskrár Sandgerðisdaga mun fara fram við ráðhús bæjarins. Nú er komið að árlegri hópferðKvæðamannafélagsins Iðunnar á Landsmót hagyrðinga. Allir vísnaáhugamenn eru velkomnir. Ferðin að Smyrlabjörgum hefst kl. 8 að morgni laugardagsins 30. ágúst frá Umferðarmiðstöðinni í Reykjavík. Rútan mun standa efst á hlaðinu. Teknir verða farþegar á Selfossi (Fossnesti) um kl. 9- 9.30 og á Hlíðarenda, Hvolsvelli, um kl. 10.30. Leiðin verður lykkjum sett eftir föngum til að sjá fræga og skemmtilega staði utan hringvegar. Rennt verður í hlað á Smyrla- björgum um kl. 18. Herbergin eru 2ja manna, en mögulegt að fá aukarúm fyrir barn/ungling. Salur verður opnaður kl. 19 og dagskrá hefst kl. 20 og gleðin mun standa fram í rauðan dauða. Reiknað er með því að leggja af stað að austan kl. 10.30 á sunnudagsmorgni og haga morgunverkum eftir veðri. Stoppað verður á Þórbergssetri og ketsúpa fram borin. Að þessu loknu verður haldið vestur um og lykkjur lagðar á leið eftir föngum. Gott er að hafa með sér bita til að nasla í, skriðljós fyrir skoðun á Kverkarhelli, gönguskó og hlífðarföt eftir veðri, en ekki er reiknað með löngum göngum. Enn er laust pláss, en mælt er með að fólk bóki farið í síðasta lagi á þriðjudag. Sigurður Sigurðarson tekur á móti skráningum og er tölvupóstur hjá honum sigsig@hi.is. Svo ekki sé vísulaust, er rifjuð upp staka sem Nanna Bjarnadóttir orti á árshátíð Iðunnar árið 1965: Iðunn bestar á að fá óskir kvæðamanna. Því að ljúfast lék hún á langspil minninganna. VÍSNAHORNIÐ pebl@mbl.is Iðunnarferð á landsmót ÍS L E N S K A S IA .I S T O Y 43 43 9 08 .2 00 8 www.toyota.is BETRI NOTAÐIR BÍLAR ÚRVALSBÍLL GÆÐABÍLL Toyota Kópavogi Nýbýlavegi 4 Kópavogur Sími: 570-5070 Toyota Land Cruiser 100 4700 Bensín sjálfsk. Á götuna: 05.05 Ekinn: 78.000 km Verð: 5.990.000 kr. Skr.nr. ZR-843 Toyota Corolla W/G 1600 Bensín sjálfsk. Á götuna: 06.04 Ekinn: 105.000 km Verð: 1.360.000 kr. Skr.nr. ML-184 Toyota Auris Sol 1600 Bensín 5 gíra MM Á götuna: 04.07 Ekinn: 19.000 km Verð: 2.710.000 kr. Skr.nr. KH-564 BNB-sölugreining Bílarnir ganga í gegnum strangt gæðamat sem tekur mið af aldri, akstri og viðhaldssögu bílsins. Þeir sem standast kröfurnar lenda annað hvort í flokknum Úrvalsbílar eða Gæðabílar. Ef bíllinn stenst ekki kröfur okkar bjóðum við þér hann ekki. Toyota Corolla Sol 1600 Bensín sjálfsk. Á götuna: 07.06 Ekinn: 57.000 km Verð: 2.100.000 kr. Skr.nr. TZ-466 Toyta RAV4 2000 Bensín sjálfsk. Á götuna: 05.05 Ekinn: 64.000 km Verð: 2.690.000 kr. Skr.nr. UG-561 SUMIR NOTAÐIR BÍLAR ERU EINFALDLEGA BETRI EN AÐRIR Toyota Yaris T-Sport 1800 Bensín 5 gíra Á götuna: 07.07 Ekinn: 18.000 km Verð: 2.690.000 kr. Skr.nr. YZ-522

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.