Morgunblaðið - 26.08.2008, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 26.08.2008, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. ÁGÚST 2008 23 Tillitssemi er góð Eigendur nýrra bíla leggja gjarnan þannig að ekki sé hætta á að hurðir annarra bíla skellist í hliðar þeirra. Hvort það á við um eiganda þessa pínulitla rauða bíls skal ósagt látið. Honum var lagt í bílastæðahúsið við Bergstaðastræti nýlega og vonandi að öll önnur stæði hafi ekki verið upptekin. Júlíus Blog.is Brjánn Guðjónsson | 25. ágúst Lögmál eldsneyt- ismarkaðarins Flestir kannast við hug- takið markaðslögmál og hvernig framboð og eft- irspurn stýra verði. Lög- mál þetta er ráðandi víð- ast hvar, nema þá helst hvar miðstýring ræður ferð. Síðan er það eldsneytismarkaðurinn. Hann er alveg sér kategoría. Kaup og sala eldsneytis fer fram á opnum mark- aði þar sem maður skyldi ætla að hið hefðbundna markaðslögmál gilti. Því fer þó víðs fjarri. Það eru allt aðrir hlutir sem stýra eldsneytisverði. Hvað skyldi þá stýra því? Jú, fyrst og fremst geðrænar sveiflur fólks. Væntingar og áhyggjur. Þótt of- framboð væri á olíu og eftirspurn lítil myndi verðið samt hækka fengju brask- arar kvíðakast yfir einhverju. … Meira: brjann.blog.is Jenný Anna Baldursdóttir | 25. ágúst Þekki ekki bónda í sjón – me Það er eins og að nefna snöru í hengds manns húsi að hafa skoðanir á landbúnaði, þ.e. ef maður er ekki samansúrraður bændaaðdáandi. Ég held að íslenska lambakjötið sé með því besta sem hægt er að fá og jafnvel þótt það væri hægt að kaupa er- lent lamb myndi ég aldrei gera það. Ekki þótt það væri ókeypis. … En að kjarna málsins. Einu sinni enn kemur þessi dulda hótun frá bændum, að þeir séu að hugleiða að bregða búi. Fyrirgefið, þannig er lífið, ef þetta gengur ekki strákar mínir og það með alla þessi styrki sem þið fáið, þá er lífið stundum svona. Maður snýr sér að öðru. Ég veit að ég blaðra út í bláinn, þekki ekki bónda í sjón þótt hann gargaði á mig, kann varla að beygja orðið, en ég kaupi afurðirnar frá honum … Meira: jenfo.blog.is Ólína Þorvarðardóttir | 25. ágúst Ég finn veðurbrigði í nánd … Jæja, þá eru haustlægð- irnar farnar að gera vart við sig, og nú mun vera von á einni frekar krappri eins og fram kemur á bloggsíðu Einars Svein- björnssonar. Ekki er laust við að maður finni þetta á sér, enda komið hausthljóð í vindinn fyrir nokkru. Ég er ein af þeim sem finna fyrir veð- urbrigðum þegar þau nálgast. Margir halda að þetta sé einhverskonar hjátrú eða bábilja. Svo er þó ekki. Ég beinlínis finn fyrir því í mjöðmum og baki þegar loftþrýstingur lækkar. Gömlu konurnar hafa löngum haldið þessu fram – og ég held að margt yngra fólk finni fyrir þessu þótt það átti sig ekki alltaf á ástæð- unni. … Meira: olinathorv.blog.is Á ÍTALÍU gilda athygl- isverðar reglur um skatta sums staðar á landsbyggðinni. Þær eru hluti af byggðastefnu Evr- ópusambandsins. Ýmis fleiri svipuð dæmi mætti nefna frá löndum ESB og er mikil ástæða fyrir Íslendinga til að kynna sér þessa reynslu í byggðamálum. Evrópusam- bandið hefur jafnan lagt þunga áherslu á byggðamál og fram- lög til byggða- og landbún- aðarmála hafa lengi verið umræðuefni á vett- vangi þess. Þessi ítölsku fordæmi kunna að vekja athygli norður hér. Livigno og Campione heita tvö lítil byggðarlög efst í Alpafjöllum. Þar er ekki inn- heimtur virðisaukaskattur. Í byggðarlaginu Val d’Aosta nokkru vestar í Ölpunum er reyndar venjuleg skattheimta, en mikill hluti skatt- tekna verður eftir í byggðinni og fulltrúar heimamanna ráðstafa honum heima. Sama á við um Sikiley að þar ráðstafar héraðsstjórnin yfirgnæfandi hluta almennra skatt- tekna. ESB veitir landbúnaði mikinn stuðning og ver líka miklum fjárveit- ingum til byggðaþróunar yfirleitt í aðildarlöndum. Í yfirlýsingum ESB er því slegið föstu að þessi stefna sé óhjákvæmileg til að tryggja sam- heldni og sameiginlega framtíð. Byggðaþróunar- og félagsmálasjóðir Evrópusambandsins leika mikilvæg hlutverk í því að treysta undirstöður samfélaga og efla samkeppn- ishæfni þeirra. Með þessu hyggst ESB tryggja framtíð sína. Um þetta má nefna mörg fleiri dæmi. Árang- ur hefur náðst víða á landsbyggðinni á Spáni en þar var við mikinn vanda að etja. Skotar hafa langa reynslu um frumkvæði í byggða- málum. Einnig má nefna norðurhéruð Finn- lands og Álandseyjar, Suður-Ítalíu og Azoreyj- ar á miðju Atlantshafi, Madeira, Kanaríeyjar og franskar eyjar í Karíbahafi. Stuðningur ESB við byggðaþróun og áhersla þess á jafn- vægi í samfélagsþróun og lífskjörum alls stað- ar í öllum aðildarlöndunum eru meðal þeirra þátta sem áhrif hafa haft á kjósendur í Aust- ur–Evrópu þegar kosið hefur verið um ESB- aðild þar. Í frjálsu athafnalífi er ævinlega eitthvert ójafnvægi, einhverjir í sókn og þá einhverjir aðrir á undanhaldi. Þessa gætir auðvitað í byggðaþróuninni eins og allir Íslendingar þekkja. Nýir atvinnuhættir raska því sem verið hefur og einhver byggðarlög virðast verða und- ir. Því þarf stöðugt að leita að hugmyndum og úrræðum til að bæta möguleika þeirra sem bera skarðan hlut frá borði. Í Evrópu er merkileg reynsla í þessum málum sem Íslend- ingar þurfa að kynna sér sem best. Eftir Jón Sigurðsson » Í Livigno og Campione er ekki virðisaukaskattur. Í Val d’Aosta og á Sikiley halda heima- menn mestum hluta almennra skatttekna til ráðstöfunar. Jón Sigurðsson Höf. er fv. formaður Framsóknarflokksins. Byggðaskattar á Ítalíu VIÐ konur sjáum að mestu leyti enn þá um þau störf sem snúa að mannlegu hliðinni s.s. leikskólakennslu, kennslu, hjúkr- un og, líkt og ég geri, ljósmóð- urstarfinu. Og ég verð að segja að ég er orðin verulega þreytt á að starf mitt sé metið mun minna en flest karlastörf. Nú er svo komið að ég er ein þeirra sem hafa sagt upp störfum á Landspítalanum. Ég bara skil ekki af hverju ekki er hægt að vinna á þessu ranglæti sem viðgengst í að halda laununum, lífsvið- urværi okkar, niðri. Telja ráðamenn það virki- lega eftirsóknarvert að halda okkur niðri í launum og jafnvel verðlauna láglaunastefnu? Ég er farin að halda það því kvennasvið Land- spítalans fékk á vordögum hvatningarverðlaun frá fjármálaráðuneytinu. En þau eru veitt stofnunum fyrir m.a. að halda sér innan fjár- lagarammans. Stærsti kostnaður kvennasviðs Landspítalans eru laun og því er þarna verið að verðlauna ráðamenn sviðsins fyrir að halda okkur niðri í launum, halda okkur á mottunni. Og nú, þegar við höfum beðið nán- ast endalaust eftir að laun okkar verði leiðrétt eins og svo oft hefur verið talað um af ráðamönnum, er komið nóg. Auður spítalans á tyllidögum Ég sé mér ekki lengur fært að vinna á kvennasviði Landspítalans við Hringbraut við núverandi að- stæður. Þar er mér hampað sem auði spítalans á tyllidögum en þess á milli finnst mér ég lítilsvirt þeg- ar ég sé hvað þeir greiða mér í laun. Ég sinni konum á einum mik- ilvægasta og jafnframt viðkvæmasta tíma lífs þeirra. Við ljósmæður sinnum konum, veikum jafnt sem heilbrigðum á meðgöngu, í fæðingu og eftir fæðingu. Við tökum þátt í gleðinni þeg- ar nýr einstaklingur kemur í heiminn og hittir nýju fjölskylduna sína í fyrsta sinn. Við hjálp- um kornabörnum að teyga dýrmæta dropa með að aðstoða við brjóstagjöf. Ég tel starf mitt mikilsvert og krefjandi. Það getur oft á tíðum verið flókið og erfitt en alltaf gefandi. Ég reyni mitt besta til að hjálpa þeim konum sem koma til mín á Landspítalann. En á vinnustaðnum mínum ríkir verðlaunuð láglaunastefna. Það leikur enginn vafi á því að ráðamenn meta störf okkar lítils. Standið við stjórnarsáttmálann Ég skora á stjórnvöld að standa við yfirlýs- ingu frá síðasta stjórnarsáttmála um að end- urmeta kjör kvenna hjá hinu opinbera. Einkum þeirra stétta þar sem konur eru í miklum meirihluta. Það á svo sannarlega við okkur ljósmæður þar sem ekki einn einasti pungur starfar við ljósmóðurstörf. Kannski er það sem þarf að okkur vaxi svoleiðis. Þá yrði líklega hlustað á dimman róm okkar og allir myndu hlaupa til handa og fóta til að laga launin. Síðsumarskveðja. Eftir Esther Ósk Ármannsdóttur » Það á svo sannarlega við okk- ur ljósmæður þar sem ekki einn einasti pungur starfar við ljósmóðurstörf. Kannski er það sem þarf að okkur vaxi svoleiðis. Ester Ósk Ármannsdóttir Höfundur er ljósmóðir. Láglaunastefnan verðlaunuð Svanur Gísli Þorkelsson | 25. ágúst Ömurlegt atriði Breta á lokahátíðinni í Peking Ég horfði með athygli á lokahátíðina í Peking í gær og gat ekki annað en dáðst aftur og aftur af því sem fyrir augu bar. Ljós og litir, form og líf, hljóð og andrúmsloft, allt hjálpaði til við að búa til undraheim sem lengi verður í minnum hafður. Lokahátíðin var ekki eins formleg og opnunarhátíðin og var ekki gert að fjalla um og mikla sögu Kína. Þess vegna fannst mér hún listrænt séð betri. En svo kom Boiris. Borgarstjórinn sem nýlega hrifsaði til sín borgarstjórastólinn í London og átti engan þátt í á fá leikana til Englands 2012. Hann kjagaði inn á leik- vanginn og veifaði ólympíufánanum yfir lýðinn og veifaði þess á milli til fólks á leikvanginum sem hann taldi sig þekkja. Og það sem fylgdi á eftir var svo öm- urlegt að ef það á að bera vitni því sem koma skal býð ég ekki í það. … Meira: svanurg.blog.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.