Morgunblaðið - 26.08.2008, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. ÁGÚST 2008 17
MENNING
LISTAHÁTÍÐINNI Edinburgh
Fringe Festival, sem haldin er sam-
hliða stóru listahátíðinni í borginni,
Edinborgarhátíðinni, lauk í gær.
Fringe-hátíðin gefur sig út fyrir að
vera ögrandi, lifandi, fjörug og dýna-
mísk litla systir stóru hátíðarinnar,
en bresku blöðin eru ekki öll sammála
um að svo hafi verið í ár. Til dæmis
skrifar Tara Mulholland í Inter-
national Herald Tribune og segir að
klúðrið hafi byrjað strax í upphafi há-
tíðarinnar þegar miðasölukerfið bil-
aði og engin leið hafi verið að sjá hvað
selst hefði af miðum. Þá hafi veðrið
verið andstyggilegt, með grenjandi
rigningu og í besta falli gráum himni.
Á listrænu hliðina hafi líka vantað
talsvert, ekki eins mikið um að vera á
götum úti og venjan er á hátíðinni og
mun færri ferðamenn en á síðustu ár-
um.
Stærstu verðlaun hátíðarinnar
voru veitt nú um helgina, The Carol
Tambor Best of Edinburgh Award,
en þau hlaut leikverkið Eight, um
átta ungmenni sem eru að komast til
manns á fyrsta áratug 21. aldarinnar.
Höfundur verksins og leikstjóri er
Ella Hickson en það var Háskólaleik-
húsið í Edinborg sem setti verkið
upp.
Ekkert fjör
á Fringe
Litla systir Edin-
borgarhátíðarinnar
þótti dauf í ár
Átta Þrjú af ungmennum Hickson í
verki hennar á Fringe-hátíðinni.
„ÞETTA er
ekki sýning,
þetta er
hroði,“ er yfir-
skrift dóms
gagnrýnanda
Daily Tele-
graph um sýn-
inguna Im-
pressionism &
Scotland, í
National Gall-
ery í Edinborg. Sýningin á að vera
einn af hápunktum Edinborgar-
hátíðarinnar en ef marka má dóma
hafa sýningarstjórunum verið mis-
lagðar hendur. Gagnrýnandinn
Richard Dormen spyr hvort kæra
megi safnstjóra til siðanefndar aug-
lýsingastofa fyrir að gabba almenn-
ing viljandi með villandi titli. Á hann
þar við heitið, þar sem vísað er í im-
pressjónistana og Skotland. Hann
segir flesta skosku listamannanna á
sýningunni varla hafa vitað út á hvað
impressjónisminn gekk, og verk eft-
ir franska impressjónista á sýning-
unni fæst hafa nokkuð með Skotland
að gera. „Sýningin gerir lítið úr
skoskum málurum með því að sýna
þá við hlið mun betri Frakka,“ skrif-
ar hann. „Samanburðurinn segir
okkur ekkert um impressjónisma í
Frakklandi eða Skotlandi – en hann
staðfestir þó að þegar frönsk list var
upp á sitt versta þá var alltaf ein-
hver Skoti sem gat gert ennþá verr.“
Sýningin
sögð hroði
Verk eftir Cézanne á
sýningunni.
HEIMILDA- og stuttmynda-
hátíðin í Reykjavík, Reykjavík
Shorts&Docs, er nú haldin í
sjötta sinn. Í ár er stuttmyndin
í öndvegi, og reynt að sýna þá
vaxandi grósku sem er í gerð
slíkra kvikmynda. Austurbæj-
arbíó er vettvangur sýning-
anna og sýnt kl. 3, 5, 7, 9 og 11.
Í þrjúbíó verða íslensku heim-
ildamyndirnar Magapína eftir
Kára Schram, Sagan um Svein
Kristján eftir Hans Kristján Árnason, Ketill eftir
Tómas Lemarquis og Joseph Marzolla og Kjöt-
borg eftir Helgu Rakel Rafnsdóttur og Huldu Rós
Guðnadóttur. Nánar um dagskrána í dag á
www.shortdocs.info.
Kvikmyndir
Kjötborg og Ketill
í þrjúbíó í dag
Kjötborgar-
kaupmenn
ÍSLENSKI saxófón-
kvartettinn leikur á
tónleikum í Listasafni
Sigurjóns Ólafssonar
í kvöld kl. 20.30, en
kvartettinn skipa
Vigdís Klara Ara-
dóttir á sópran-
saxófón, Sigurður Flosason á altsaxófón, Peter
Tompkins á tenórsaxófón og Guido Bäumer á
barítónsaxófón. Verkin á efnisskránni eru frá
ýmsum tímum: Fantasía eftir Orlande Gibbons,
Historie du Tango eftir Piazzolla, Ricercare dopo
il credo eftir Frescobaldi, Songs for Tony eftir
Michael Nyman og Andante et Scherzo eftir
Bozza. Kvartettinn hefur frá stofnun, árið 2006,
flutt fjölda verka samin fyrir saxófónkvartett.
Tónlist
Aldirnar saxaðar
í Sigurjónssafni
Íslenski saxófónkvartettinn
NATALIE Jeremijenko held-
ur fyrirlestur í Opna Listahá-
skólanum í hádeginu í dag.
Hún er listamaður með bak-
grunn í lífefnafræði, eðlisfræði
og taugafræði, auk þess sem
hún er doktor í verkfræði. Hún
var nýverið valin einn af 40
áhrifamestu hönnuðum heims
af tímaritinu ID og einn af 100
fremstu uppfinningamönnum
heims af MIT Technology Re-
view. Jeremijenko hefur m.a. sýnt í MassMoCa,
Whitney-safninu og á Dokumenta.
Fyrirlesturinn verður haldinn í Skipholti 1 og
hefst klukkan 12:10. Allir eru velkomnir á meðan
húsrúm leyfir.
Myndlist
Fyrirlestur fjöl-
fræðings í LHÍ
Natalie
Jeremijenko
Eftir Gunnhildi Finnsdóttur
gunnhildur@mbl.is
ÞETTA er annað árið í röð sem Pét-
ur Grétarsson stjórnar Jazzhátíð
Reykjavíkur, en hann stýrði henni
fyrst árið 1990. Hann hefur leikið á
flestum hátíðunum frá upphafi og er
því öllum hnútum kunnugur. Hátíð-
ina í ár segir Pétur einkennast af
mikilli fjölbreytni. „Hún lýsir sér í
því að við erum með fjölbreyttari
dagskrá á hverjum tónleikum og
gjarnan tvær hljómsveitir að spila.
Ég held að fyrir venjulegt fólk, þótt
það sé forvitið og spennt fyrir nýjum
hlutum, þá sé það alveg nóg að fá
svona 40 mínútur frá hverjum lista-
manni.“
Djasshátíð árið um kring
Pétur og samstarfsfólk hans hafa
undanfarið unnið að framtíðaráætlun
fyrir hátíðina sem gilda á til 2011 og
þar er gert ráð fyrir því að Jazzhátíð
Reykjavíkur verði talsvert umfangs-
meiri og nái yfir allt árið, þó að hátíð-
in sjálf verði áfram á sínum stað.
„Við erum í svolítið asnalegri
stærð,“ segir Pétur. „Þegar maður er
að vinna svona dæmi sem er dálítið
stórt, um það bil tuttugu tónleikar á
nokkrum dögum, þá er alltaf mjög
þungt að snúa drusluna í gang í byrj-
un. Þannig að ég er búinn að vera að
vinna í því að fá ríkið og borgina með
okkur í það að gera þessa þriggja ára
áætlun þar sem djasshátíðarstarfið
helst í hendur við annað áþekkt tón-
listarstarf í borginni. Þá er ég að tala
um haustsyrpu og vorsyrpu af viku-
legum tónleikum sem ég hef gefið
vinnuheitið Jazzhús Reykjavíkur.“
Meira erlent samstarf
Pétur segir að það að breyta hátíð-
inni hafi í för með sér hagræði fyrir
skipuleggjendur. „Við myndum
tengjast inn í alþjóðlegt net djasshá-
tíða. Það er mjög erfitt að koma á
einhverju erlendu samstarfi þegar
maður hefur bara fimm daga í ágúst
til umráða. Hins vegar ef við hefðum
opnara fyrirkomulag þá gætum við
tekið inn flotta erlenda listamenn
með okkar frábæra fólki.“
Pétur segir að aukin erlend sam-
vinna gæti sömuleiðis skilað íslensk-
um listamönnum tækifærum. „Þá
verða miklu meiri möguleikar að
koma þeim út í þessa hringiðu í nafni
lands og þjóðar. Núna erum við að fá
til okkar blaðamenn frá Þýskalandi
og Bretlandi, auk tónleikahaldara frá
Danmörku.“
Björk í djassbúning
Meðal þess sem boðið er uppá á
laugardaginn eru tónleikar með
Stórsveit Reykjavíkur þar sem hún
flytur lög Bjarkar Guðmundsdóttur í
útsetningum og undir stjórn Travins
Sullivans sem rekur hljómsveitina
Bjorkhestra í New York og spilar út
um öll Bandaríkin. Það er svo skrýtið
með þessi frábæru lög hennar Bjark-
ar að menn hafa ekki mikið verið að
taka þau upp á sína arma, segir Pét-
ur og bendir á að þarna sé Sullivan að
fylgja áralangri hefð í djassinum, að
taka vinsæl dægurlög og setja þau í
djassbúning.
Pétur er sjálfur trommuleikari og
þess vegna bíður hann tónleika
trommarans Eds Thigpens með hvað
mestri eftirvæntingu af þeim fjölda
atriða sem boðið er upp á í ár. „Hann
var trommari hjá Oscar Peterson og
Ellu Fitzgerald. Hann er stórmerki-
legur kall og veit allt um djass. Pabbi
hans var trommari líka og saman
spanna þeir alla djasstónlistarsög-
una, sem er nú ekki nema hundrað
ár. Ég held að það verði enginn svik-
inn af því að heyra hann spila.“
Jazzhátíðin stækkar
Unnið er að því að Jazzhátíð Reykjavíkur teygist yfir allt árið
Framtíðaráætlun næstu þriggja ára er í smíðum og efla á erlent samstarf
Morgunblaðið/Valdís Thor
Djassstjórinn „Það er alltaf mjög þungt að snúa drusluna í gang í byrjun,“
segir Pétur Grétarsson. Næstu daga verða 23 tónleikar á Jazzhátíð.
www.jazz.is/festival
TRÍÓ Agnars Más Magnússonar þjófstartar
Jazzhátíð Reykjavíkur með tónleikum í kvöld
klukkan 18 í Vonarsal, en hátíðin verður sett
tveimur tímum síðar í Iðnó. Píanóleikarinn Agnar
Már hefur fengið til liðs við sig tvo hljóðfæraleik-
ara sem hann segir þungavigtarmenn í djassheim-
inum, þá Bill Stewart á trommur og bassaleik-
arann Ben Street. „Þeir eru mjög virkir í þessari
alþjóðlegu djasskreðsu og hafa spilað eiginlega
með öllum út um allt.“
Agnar kynntist þeim Stewart og Street á náms-
árum sínum í New York og þeir spiluðu með hon-
um á fyrstu plötu hans. „Nú hefur mér loksins
tekist að fá þá með mér til Íslands til þess að spila
og ákvað að nýta það tækifæri til að taka upp.“ Á
tónleikunum frumflytur tríóið tónlist eftir Agnar
Má og ætlunin er að gefa þá út á plötu á næsta ári.
Hann segir þetta nútímadjass þar sem ef til vill
megi heyra áhrif frá mönnum á borð við Kurt
Rosenwinkel og Larry Golding. „En maður reynir
nú alltaf að búa til sína eigin músík og vonandi er
hún það á endanum.“
Taka upp plötu í kvöld
Agnar Már frumflytur nýjustu tónsmíðar sínar
Í HNOTSKURN
»Djasspíanistinn Agnar Már Magnússonlauk námi í FÍH og hélt síðan til frekara
náms í Hollandi og New York.
»Hann vinnur nú að sinni þriðju sóló-plötu, en áður hefur hann sent frá sér
01 árið 2001 og Láð sem kom út í fyrra.
Morgunblaðið/G.Rúnar
Djassarar Agnar Már ásamt New York-spilur-
unum Bill Stewart og Ben Street.
Hvenær fer hátíðin fram?
Fyrstu tónleikarnir og setning hátíð-
arinnar fer fram í kvöld og svo verður
stanslaus dagskrá fram að hápunkti
hennar á laugardaginn, sem kallast
Lokapartí Jazzhátíðar.
Hvenær hóf Jazzhátíð í Reykjavík
göngu sína?
Hún var fyrst haldin árið 1989 og þá
bar hátíðin nafnið Norrænir útvarps-
djassdagar. Ríkisútvarpið átti frum-
kvæðið að hátíðinni sem næsta ár
fékk nafnið RúRek. Nokkrum árum
síðar fékk hún núverandi nafn. Ríkis-
útvarpið útvarpar enn frá nokkrum
tónleikum á hátíðinni.
Hvað er boðið upp á í ár?
Aðstandendur áætla að rúmlega
hundrað manns komi fram á þeim 23
tónleikum sem haldnir verða í ár.
Tæmandi dagskrá má finna á heima-
síðu hátíðarinnar.
S&S