Morgunblaðið - 26.08.2008, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 26.08.2008, Blaðsíða 12
FRÉTTASKÝRING Eftir Andra Karl andri@mbl.is TILVILJUN ein ræður því ekki að ungmenni lenda í vandræðum með vímuefni. Langflestir unglingar gera tilraunir, sérstaklega með áfengi og tóbak, en ekki ánetjast þeir sem betur fer allir. Fyrir þá sem verða vímuefnum að bráð eru úrræði í boði, en deila má um hvort þau séu nægilega skilvirk. Helst hefur verið deilt á barnaverndarnefndir sveitarfélaga en tilkynn- ingar til þeirra hafa aukist mikið á umliðnum árum, án þess þó að starfsfólki hafi verið fjölgað til jafns. Skuldinni skal þó ekki skellt á nefnd- irnar, sem reynar sitt allra besta, en fremur kjörna fulltrúa innan sveitarfélaga. Vænlegast væri ef settar yrðu reglur um fjölda verkefna á hvern starsfmann. Fækkun eða afskiptaleysi? Síðasta vetur fækkaði umsóknum um pláss á meðferðarheimilum ríkisins. Raunar fækkaði þeim svo mikið að Barnaverndarstofa ákvað að loka tveimur. Ekki er auðvelt að skýra hvað vel- ur þessari fækkun og halda ýmsir því fram að ekki sé um neina eiginlega fækkun að ræða. Það hefur ekki verið rannsakað sérstaklega. Hluti af skýringunni er þó án efa aukið álag á barnaverndarnefndirnar. Sama við hvern rætt er innan meðferðargeirans, allir hafa sömu sögu að segja. „Vinnuálagið hjá starfsmönnum barnaverndarnefnda hefur aukist alveg gríð- arlega mikið, og maður veit að þau vilja gera betur en geta ekki,“ sagði t.d. Sveinn Allan Morthens, fyrrverandi forstöðumaður meðferð- arheimilisins Háholts í Skagafirði. Álag á barnaverndarnefndir getur þó ekki verið eina ástæðan, því þá væri að öllum lík- indum búið að koma auga á vandann og gera úr- bætur. Önnur ástæða getur legið í breytingum á barnaverndarlögum árið 2002. Þær höfðu m.a. í för með sér að börn eldri en fimmtán ára þurfa að samþykkja að fara í meðferð. Í sumum til- vikum hefur það þýtt að ef ungmennin sam- þykkja ekki að fara í meðferð, þá þurfa barna- verndarnefndir að úrskurða um það. Og það hafa þær ekki alltaf viljað gera. Meðal annars af þeirri ástæðu að alltaf er leitast við að beita vægustu úrræðum. Stofnanameðferð getur ekki talist til þeirra, og á raunar ekki að vera eini valkosturinn. Ekki er hægt að tala um neina eina rétta leið í meðferðarstarfi og því mikilvægt að hver velji fyrir sig þá leið sem hentar. Og þrátt fyrir þessa fækkun er ekki skortur á plássum og komast ungmenni að, hratt og örugglega, svo lengi sem þau eru tilbúin að þiggja hjálpina. Meðferðarheimilin vinna gott starf, eins langt og það nær, og fjölbreytt. Greiningarvinnu í grunnskóla Á undanförnum árum hefur verið mikil vakn- ing í meðferðarstarfi. Áherslan er að færast inn á heimilin og ber þess klárlega merki ný fjöl- þáttameðferð Barnaverndarstofu sem tekin verður upp í næsta mánuði. Miklar vonir eru bundnar við þá meðferð, sem fer fram inni á heimilunum. Hins vegar er alveg ljóst að hún kemur ekki í stað stofnanameðferða og er að- eins nauðsynleg viðbót. Til þess að ekki þurfi að koma til stofn- anavistana – og jafnvel síendurtekinna með- ferða – er nauðsynlegt að greina vandann sem fyrst. Oft er hægt að greina ungmenni í áhættu strax í grunnskóla. Kennarar sjá oft hverjir eru líklegir til að lenda „utangarðs“ og á glap- stigum. Hins vegar virðist vanta frekari grein- ingarvinnu í grunnskólum enda leita börnin sjaldnast hjálpar sjálf. Þessir krakkar eru kannski ekki komin út í vímuefni en eftir nokk- ur ár verða þau í mikilli áhættu. Með fyr- irbyggjandi aðgerðum er því hægt að spara þjóðfélaginu kostnað og fjölskyldu barnsins hugsanlega miklar hörmungar. Eftirmeðferð Akkilesarhæll Það sem er gagnrýnt helst í meðferðarstarfi á Íslandi er skortur á eftirmeðferð. Hún hefur raunar verið kölluð Akkilesarhæll því það tekur lítið sem ekkert við þegar ungmennin koma úr meðferð. Ríkið sér um meðferðarheimilin þar sem ungmennin eru í stífu aðhaldi og umsjá. En þegar meðferð er lokið taka barnavernd- arnefndirnar aftur við. Þær hafa ekki staðið sína plikt. Kemur þá aftur að spurningunni um álag, eða úrræðaleysi. En þrátt fyrir að sveitarfélögin dragi lapp- irnar eru ýmis samtök sem vinna afar vel, bjóða upp á góða eftirmeðferð og mikinn stuðning. Morgunblaðið/Sverrir Nóg til af plássum  Umsóknum um pláss á meðferðarheimilum fækkaði mikið síðasta vetur  Áhöld eru um hvort börnum í vanda hafi fækkað eða þau látin afskiptalaus                     Í HNOTSKURN »Áætla má að tveir af hverjum þremur ung-lingum sem eiga við vímuefnafíkn að stríða glími einnig við aðrar geðraskanir. »Margir áhættuþættir eru þekktir, s.s. skap-gerð, kvíðaþættir og umhverfisþættir – ekki síst fjölskylduþættir, sem vega mjög þungt. »Grundvallaratriði í vinnu með unglinga semeiga við vímuefnavanda að stríða er að vinna einnig með fjölskylduna og samskipti innan fjöl- skyldunnar. »Þegar álag er orðið á einhverju sviði er venju-lega bætt við fólki. Í barnaverndarmálum virðist hins vegar brugðist öðruvísi við og dæmi eru um að fulltrúar séu með um 100 mál. 12 ÞRIÐJUDAGUR 26. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ Ungt fólk í fíkniefnavanda „Okkur fannst vanta úrræði til að taka á vandamálinu í umhverfi ungmennanna og koma til móts við stofnanavistun,“ segir Hrafndís Tekla Pétursdóttir, sálfræðingur hjá Nýrri leið. Fyrirtækið var stofnað árið 2003 og hefur að markmiði að veita ungu fólki sem á í vímuefnavanda eða er í áhættuhópi og fjölskyldum þess ráðgjöf og meðferð. Tekla segir foreldra og félagsráðgjafa hjá hverfismiðstöðvum helst leita til fyr- irtækisins og þá áður en gripið er til harð- ari aðgerða. „Oft eru þessir krakkar á gráu svæði. Það er kannski einhver neysla byrj- uð eða drykkja og þau að missa tök á skól- anum. Þau þurfa í flestum tilvikum ekki á stofnanavistun að halda á þessu stigi, og þá er hugmyndin að grípa inn í ferlið. Því í raun eru of fá úrræði fyrir þessa krakka fyrr en vandamálið er orðið of stórt.“ Reynt er að grípa inn í áður en vanda- málið fer úr böndunum og veitt er ráðgjöf og viðtöl við unglinginn og alla fjölskyld- una. Ein af aðaláherslum í ráðgjöfinni er að þjálfa foreldra í að þekkja öll þau vandamál sem upp geta komið í uppeldi og að styrkja fjölskylduna í að takast á við þá árekstra sem upp geta komið. Fyrirtækið býður einnig það sem nefnt er netmeðferð, og er getur hún m.a. hent- að fólki á landsbyggðinni. Finna fyrir mikilli þörf Þjónusta Nýrrar leiðar byggist á hugrænni atferlismeðferð og markvissri þjálfun í lífsleikni. Auk íhlutunar hefur einnig verið boðið upp á námskeið í listum og lífsleikni sem nefnist Lífslistin. „Við höfum haldið þrjú námskeið og þau gengu mjög vel. Við finnum að það er mikil þörf.“ Með námskeiðinu er leitast við að virkja listræna hæfileika og finna nýjar leiðir til að takast á við lífið. Meginþættir nám- skeiðsins eru fimm; listnám, vellíðan án vímuefna, hópmeðferð, sjálfsstyrking og fjölskylduvinna. Foreldrar geta leitað eftir íhlutun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.