Morgunblaðið - 26.08.2008, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 26.08.2008, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 26. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Karl Adolfssonfæddist í Reykjavík 20. des- ember 1922. Hann lést á Landspít- alanum í Fossvogi 18. ágúst síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Sigríður Hall- dórsdóttir, f. 20.9. 1903, d. 12.8. 1929, og Adolf Rósinkranz Bergsson, f. 1.10. 1900, d. 29.10. 1948. Fósturmóðir var Guðríður Halldórs- dóttir, f. 26.12. 1906, d. 22.12. 1996. Árið 1946 kvæntist Karl Ásdísi Árnadóttur, f. 7.2. 1923. Börn þeirra eru: 1) Árni Helgi, f. 3.1. 1946, var kvæntur Sigþrúði Ár- mannsdóttur. Þau skildu. Börn þeirra eru Ásdís og Ármann. 2) f. 15.7. 1960, gift Björgvini Högna- syni. Börn hennar og fyrrverandi eiginmanns hennar, Lúðvíks Bark- ar Jónssonar, eru Snjólaug Dís, Karl Óli og Bára Dís. Börn Björg- vins eru Þyri Ragnheiður og Sindri Freyr. Áður átti Karl dóttur, Ás- dísi Molvik, f. 17. júlí 1943. Hún er búsett í Noregi. Barnabarnabörnin eru átta. Karl stundaði nám í Iðnskól- anum á Akureyri og lauk þar námi í húsgagnabólstrun. Lengst af starfaði hann við húsgagnabólstr- un með sinn eigin rekstur. Þegar hann hætti þeim rekstri starfaði hann sem öryggisvörður hjá Sec- uritas hf. Karl byrjaði ungur að spila á hljóðfæri og starfaði við það samhliða vinnu sinni. Hann var einn af stofnendum Félags harm- onikuunnenda í Reykjavík og starfaði við kennslu og útsetningar þar. Útför Karls fer fram frá Lang- holtskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Sigurður Guðni, f. 17.5. 1950, kvæntur Guðrúnu Svövu Svav- arsdóttur. Börn Sig- urðar og fyrrverandi konu hans Margrétar Hálfdánardóttur eru Guðni Freyr, kvænt- ur Sigrúnu Kaju Benediktsdóttur, Snædís Perla, og stjúpsonur Sigurðar er Sigurður Hálfdán Leifsson, kvæntur Hlín Huldu Vals- dóttur. Börn Guð- rúnar eru Védís Leifsdóttir, látin, og Egill Þorsteinsson, kvæntur Agnesi Matthíasdóttur. 3) Davíð Karl, f. 23.12. 1956, kvæntur Kol- brúnu Eddu Júlínusdóttur. Börn þeirra eru Júlínus Karl, Brynja Sif og Edda Karen. 4) Gauja Sigríður, Elsku pabbi minn. Nú þegar þú hefur lokið ævigöngu þinni, langar mig til að minnast þín og lífshlaups þíns með nokkrum orðum. Margar hlýjar minningar á ég um þig og eftir situr söknuður. Þú varst alinn upp hjá móðursystur þinni Guðríði Halldórs- dóttur, ömmu Gauju eins og ég kallaði hana. Hún var yndisleg kona og kom þér í móður stað og hugsaði um þig sem son sinn. Ég man snemma eftir heimsóknum til hennar og Helga afa á Bræðraborgarstíginn, þar sem við fengum góðar íslenskar veitingar eins og nýsteiktar kleinur og pönnukökur með rjóma. Þú varst mjög trúaður maður og í Sjónarhæðar-söfnuðinum. Það var alltaf tilhlökkunarefni að fara í sunnu- dagaskólann með þér og Þórði, fyrst á Bræðarborgarstígnum og síðar á Fálkagötunni. Þar var sungið, lesnar biblíusögur, föndrað og gert margt skemmtilegt. Þú spilaðir á orgelið og Þórður á gítarinn, þú varst ekki alltaf ánægður með stillinguna á gítarnum enda mjög músíkalskur. Á sumrin var farið norður að Ástjörn í Kelduhverfi þar sem þú starfaðir um tíma við kristlegt félagsstarf. Þar var yndis- legt að vera og þegar minnst var á Ástjörn þá kom glampi í augu þín og þú brostir. Þitt aðalstarf var hús- gagnabólstrun og þar var það ná- kvæmnin sem var í fyrirrúmi og vand- virknin. Þú varst með þinn eigin rekstur og á unglingsárum mínum vann ég þar með skólanum og í sum- arvinnu. Þar voru Siggi, Sævar o.fl. og við fengum að hafa „kanaútvarpið“ í gangi, en ekki varst þú hrifinn af því. Þú sagðir að þetta væri „déskotans gargan“ og varst fljótur að slökkva á því þegar við fórum og settir gamla segulbandið í gang með jazzhetjunum þínum, Benny Goodman var nr. 1, Lo- uis Armstrong o.s.frv. Þetta voru lög- in sem þú spilaðir á Hótel Norður- landi og fleiri stöðum þegar þú varst ungur. Margar góðar sögur sagðir þú mér frá þessum árum og af jazzinum í Bandaríkjunum. Músíkin var þitt aðal-áhugamál og hlutastarf, spilaðir á mörg hljóðfæri og að mestu leyti sjálflærður. Síðustu árin var það harmonikkan sem átti hug þinn allan og varst þú einn af stofnendum Félags harmonikkuunn- enda í Reykjavík. Það voru ófá skiptin sem þú sast við eldhúsborðið með nikkuna í fanginu að útsetja lög fyrir félagið og spilafélaga þína. Sjötugur að árum fórst þú í fyrsta eiginlega músíknámið og lærðir á klarinett sem þú hafðir mjög gaman af og laukst með 1. einkunn. Margar ánægjustundir áttum við saman þegar þú og mamma komuð í heimsókn til okkar þegar við bjugg- um í Danmörku. Við skoðuðum marga skemmtilega staði og alltaf varst þú tilbúinn með myndavélina til að festa allt á filmu. Mér er sérstak- lega minnistætt þegar við skoðuðum Jótlands-freigátuna og þú þurftir að ná myndum frá öllum sjónarhornum. Við fórum líka til Frakklands að heimsækja Diddu og villtumst á leið- inni inn í Rínardalinn, en það var allt í lagi, þú sagðir okkur sögur frá seinni heimsstyrjöldinni á meðan ég reyndi að finna réttu leiðina. Við fjölskyldan kveðjum þig með söknuði og þakklæti og biðjum góðan Guð að blessa þig og styrkja mömmu í sorginni. Davíð. Ættarhöfðinginn er fallinn. Ég hitti Karl fyrst árið 1982. Þá hafði ég ný- verið kynnst syni hans, Sigurði Guðna. Karl tók í hönd mér, horfði beint í augu mín og sagði: „Ég vona að þetta verði blessað.“ Mér fannst ég fá margháttuð skilaboð með þessum fáu orðum. Mér fannst hann bjóða mig velkomna í fjölskylduna, sýna mér að hann var trúaður og sömuleiðis að það hvarflaði ekki að honum annað en að okkur væri alvara með sambandið. Hann reyndist sannspár. Mér finnst ég geta fullyrt að Karl hafi verið óvenju hamingjusamur maður. Fjöl- skyldan hans er vel heppnað fólk, traust, hæfileikaríkt og yndislegt. Mér er Karl minnisstæður við ýmis tækifæri m.a. við brúðkaup í fjöl- skyldunni. Þá stóð hann upp og flutti tölur. Það var ævinlega vel gert, skemmtilegt og hæfilega virðulegt. Hann var lestrarhestur og hafði eink- um gaman af sagnfræðilegu efni og kynnti sér það ofan í kjölinn. Karl lærði húsgagnabólstrun og vann við það lengi, það var brauðstritið. Tón- listin var honum þó nákomnari, hann spilaði á harmoniku og saxófón og spilaði í hljómsveitum á yngri árum. Hann útsetti fyrir Félag harmoniku- unnenda. Ég man eftir honum með nikkuna í fjölskylduveislum og það var mikið fjör. Ég á afar góða minn- ingu um spilamennsku hans. Faðir minn var á elliheimili og elskaði söng og spil. Sonur Sigurðar, Guðni Freyr, var þá að læra söng og þeir komu á elliheimilið saman, afinn og sonarson- urinn og spiluðu og sungu fyrir gamla fólkið. Ógleymanleg stund. Áhugi á lífinu var mjög einkennandi fyrir Karl og minnkaði ekkert með aldrinum. Hann settist á skólabekk á áttræð- isaldri. Hann fór í tónlistarnám, lærði tónsmíðar og á klarínett. Hann átti aðdáun mína óskipta. Því miður þurfti hann að hætta vegna veikinda. Tengdamóðir mín, Ásdís Árnadóttir, lifir mann sinn. Við syrgjum hann öll. Guðrún Svava Svavarsdóttir. Hvert þó í hoppandi skoppandi, með tilheyrandi bakföllum og læras- kellum, var ekki óalgengt að heyra hann Kalla tengdapabba minn segja þegar hann horfði á spennandi leik eða grínmynd, hann blótaði aldrei. Hann hafði mjög gaman af að horfa á sjónvarp, bæði íþróttir og bíómyndir, en það var ekki sama hvað það var, hann vildi helst horfa á gamlar mynd- ir frá sínum yngri árum og átti mikið safn gamalla mynda sem hann horfði á aftur og aftur. Gömlu þöglu grín- myndirnar með Gög og Gokke og Chaplin voru líka í miklu uppáhaldi og þær fengu barnabörnin oft að horfa á með afa ásamt öðrum gömlum mynd- um sem hann átti í fórum sínum og alltaf hló hann jafn mikið að þeim. Við tengdapabbi vorum samferða í næstum 30 ár eða frá því ég kynntist Davíð mínum, yngsta syni hans, árið 1980. Okkur varð vel til vina og gátum spjallað saman um heima og geyma, betri tengdapabba var ekki hægt að hugsa sér, góður og hjálpsamur. Kalli hafði, fyrir utan músíkina og margt annað mjög gaman af bókalestri, og var fróður um margt. Hann var ekki allra og kannski ekki auðvelt að kynn- ast honum, eins og ein starfsstúlkan á Grund orðaði það, en gull af manni þegar þú komst inn fyrir skelina. Kalli minn þreyttist aldrei á að skutla Dísu tengdamömmu og barna- börnunum þegar þess þurfti í gegnum árin, en þau voru mjög iðin við að hjálpa til og passa barnabörnin, ýmist heima hjá sér eða komu til okkar. Hann var mjög heimakær sjálfur en keyrði þá Dísu til okkar og náði svo í hana aftur. Krökkunum fannst afi stundum keyra langa leið þegar hann var að sækja þau eða keyra heim, en eftir að hann lenti í árekstri, þegar hann keyrði inn í Álfheimana eitt sinn, var honum frekar illa við vinstri beygjur og fór frekar lengri leið ef hann gat þá sloppið við þær. Við fjölskyldan fluttum til Dan- merkur 1994 í nám, Kalli og Dísa komu strax um vorið í heimsókn þá 71 árs en eldhress. Við keyrðum á 2 bíl- um frá Danmörku til Frakklands til Diddu og Barkar, sem bjuggu þá í París. Davíð keyrði okkar bíl, með mömmu sína, Júlla Kalla okkar og Brynju og ég keyrði bílaleigubílinn með tengdapabba og Eddu Karen. Heldur fór að kárna gamanið þegar við komum á hraðbrautirnar í þýska- landi, Davíð keyrði eins og svín og við eltum, þá áttum við ekki gsm svo við gátum ekki hringt á milli, en einhvern veginn tókst okkur Kalla, eftir nokk- uð langan tíma, að gefa Davíð merki um að stoppa, því það tók á að halda í Karl Adolfsson SENDUM MYNDALISTA ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, ÞÓRA ABIGAEL ÞORVARÐARDÓTTIR, Sólvangsvegi 1, Hafnarfirði, sem lést á St. Jósefsspítala föstudaginn 22. ágúst, verður jarðsungin frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði föstudaginn 29. ágúst kl. 13.00. Hafsteinn Viðar Halldórsson, Erla S. Engilbertsdóttir, Hafdís Abigael Gunnarsdóttir, Garðar S. Gunnarsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Eiginmaður minn, SÆMUNDUR HELGASON bóndi á Galtarlæk, Hvalfjarðarsveit, lést laugardaginn 23. ágúst. Guðbjörg Guðmundsdóttir. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, HRAFNHILDUR HARÐARDÓTTIR, Dvergholti 20, Mosfellsbæ, lést á Landspítalanum við Hringbraut föstudaginn 22. ágúst. Jarðarförin fer fram frá Lágafellskirkju miðvikudaginn 3. september kl. 13.00. Bjarni Gunnarsson, Svala Rós Loftsdóttir, Daníel Þór, Rakel Rós, Karen Rós, Ingi Már Gunnarsson. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, JÓN LÁRUS GUÐNASON, Jökulgrunni 14, Reykjavík, lést á Hrafnistu í Reykjavík föstudaginn 22. ágúst. Útförin fer fram frá Áskirkju fimmtudaginn 28. ágúst kl. 11.00. Sigþóra Scheving Kristinsdóttir, Guðrún Linda Jónsdóttir, Pálmi Bergmann Vilhjálmsson, Íris Björk Jónsdóttir, Kristmundur Carter, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, SIGURBJÖRG BÖÐVARSDÓTTIR, Hrísmóum 1, Garðabæ, lést föstudaginn 22. ágúst. Margrét Jónsdóttir, Sigurður Þórarinsson, Sigurpáll Jónsson, Borghildur Ingvarsdóttir, Þorgerður Jónsdóttir, Skúli Pálsson, Auður Jónsdóttir, Gylfi Yngvason og barnabörn. ✝ Eiginmaður minn og faðir, JÓHANN SÓFUSSON sjóntækjafræðingur, sem lést sunnudaginn 24. ágúst, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 2. september kl. 15.00. Valgerður Jakobsdóttir, Vala Jóhannsdóttir, Magnús Nielsson, Hrefna B. Jóhannsdóttir, Kolbeinn Kolbeinsson, Heiðveig Jóhannsdóttir, Guðmundur Finnbjarnarson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.