Morgunblaðið - 26.08.2008, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 26.08.2008, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. ÁGÚST 2008 9 Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is DEILISKIPULAG vegna breikk- unar Reykjanesbrautar, sem m.a. gerir ráð fyrir tengingu Reykjanes- brautar, Krýsuvíkurvegar og Suður- brautar, er á dagskrá fundar Skipu- lags- og byggingaráðs Hafnarfjarð- arbæjar í dag. Gera má ráð fyrir að málið verði þá afgreitt til bæjar- stjórnar sem væntanlega tekur það fyrir á fundi 2. september nk. Þá mega þeir sem gerðu athugasemdir við tillöguna vænta svara. Gísli Ó. Valdimarsson, formaður Skipulags- og byggingaráðs Hafnar- fjarðarbæjar, sagði það rétt að at- hugasemdunum hefði ekki enn verið svarað. Skipulagsbreytingin var aug- lýst 31. janúar sl. og athuga- semdafrestur var til 13. mars. Sagði Gísli málið í eðlilegum farvegi skipu- lagsferlis. „Þegar koma athugasemd- ir við auglýsta deiliskipulagstillögu eru athugasemdir teknar saman og þeim svarað. Svörin eru síðan fyrst send út þegar sveitarstjórn hefur staðfest nýtt deiliskipulag,“ sagði Gísli. Skipulagsstofnun lagði til við Hafn- arfjarðarbæ í matsferli umhverf- ismats framkvæmdarinnar að áhrif breytingar á umferð um Suðurbraut, sem Hvaleyrarskóli stendur við, yrðu skoðuð sérstaklega. Gísli sagði að í framhaldi af því hefði Hafnarfjarð- arbær gert tillögu um að lækka leyfð- an hámarkshraða um Suðurbraut úr 50 km í 30 km, setja upp hraðahindr- anir og rafræn hraðaskilti. Nú er 50 km hámarkshraði á götunni. Gísli sagði að samkvæmt umferð- armælingu færu nú 1.100 bílar um Suðurbraut framhjá Hvaleyrarskóla dag hvern og umferðarlíkan sýndi að umferð framhjá skólanum færi niður í 600 bíla á dag yrði opnað að Reykja- nesbraut og settur 30 km hámarks- hraði. Íbúar sunnan við skólann myndu þá leita í meiri mæli beint út á Reykjanesbraut í stað þess að aka framhjá skólanum. Takmarkanir á Suðurbraut Sama líkan gerir ráð fyrir því að verði gatan opnuð að Reykjanesbraut og hraðinn áfram 50 km aukist um- ferð framhjá skólanum í 3.700 bíla á dag. „Það er alveg á hreinu að við för- um í 30 km hámarkshraða og þunga- takmarkanir á Suðurbraut,“ sagði Gísli. Á árum áður var opin akstursleið milli Krýsuvíkurvegar og Hvaleyr- arholts. Þessari leið var lokað fyrir mörgum árum en aðalskipulag hefur alltaf gert ráð fyrir að tenging opnist aftur með nýjum gatnamótum. Gísli sagði að nýja vegartengingin myndi opna íbúum á Hvaleyrarholti nýja leið að og frá hverfinu. Eins myndu þeir fá greiðari aðgang að Völlunum. Auk mikillar byggðar eru þar einnig verslanir, íþróttamannvirki, ný sund- laug og væntanleg ný kirkja. Minni umferð eftir opnun Umferðarlíkan segir að umferð um Suðurbraut í Hafnarfirði minnki úr 1.100 bílum á dag, eins og nú er, í 600 bíla verði hámarkshraði lækkaður í 30 km/klst.         !  " # $%                     ÚTSALA Enn meiri verðlækkun Minnst 50% afsl. Eddufelli 2 Bæjarlind 6 sími 557 1730 sími 554 7030 Opið mánud.-föstud. 10-18 Opið laugard. í Bæjarlind 10-15 Leggings í svörtu og silfruðu Verðhrun á útsölu í Eddufelli Laugavegi 53, s. 552 1555 TÍSKUVAL Opið virka daga kl. 10-18, lau. kl. 11-16 Ný sending Buxur frá ROBELL - 3 litir - Léttar peysur frá WICO Laugavegi 63 • S: 551 4422 GLÆSILEGAR HETTUKÁPUR Eftir Hjálmar Stefán Brynjólfsson hsb@mbl.is SÍÐASTLIÐIÐ vor voru ný lög um framhaldsskóla samþykkt á Alþingi en þau fela í sér ýmsar breytingar á fyrri lögum. Í Menntaskólanum á Akureyri fer fram vinna í vetur við að innleiða lögin, líkt og í öðrum skólum á landinu: „Með nýju lögunum skapast tæki- færi til að sjá samhengi skólanna og skólastiganna í nýju ljósi,“ segir Jón Már Héðinsson, skólameistari MA. „Þau gefa okkur færi til að spyrja spurninga um það hvernig við getum nýtt lögin til jákvæðra hátta. Það kann að leiða til að við sjáum að það sem við höfum verið að gera sé gott. Það getur líka leitt til að við sjáum að við ynnum farsælla starf fyrir nem- endur ef við lítum starfið í öðru ljósi en við höfum gert.“ Fyrir utan endurskoðun á starfs- háttum skólanna felast í lögunum áþreifanlegar breytingar á skóla- starfinu að mati Jóns Más: „Bara það eitt að í nýjum lögum kemur orð- ið „nemandi“ fyrir mörgum sinnum oftar en í gömlu lögunum gefur ákveðnar vísbendingar um þær breytingar. Til dæmis segir í sam- bandi við námsmat að hér eftir verði námseiningin hugsuð út frá vinnu nemandans, þannig að tíminn sem hann notar til vinnu verður lögð til grundvallar við skilgreiningar á námseiningum.“ „Allir komi að breytingunum“ Jón Már bendir einnig á að með nýjum lögum lengist skólahaldið um fimm daga, auk þess sem lögin fela í sér svigrúm fyrir skólana hvað snertir námsmat. Það kann t.d. að leiða til breytinga hvað snertir próf og prófhald. Fyrst og fremst liggur þó fyrir að innleiðing laganna felur í sér vinnu sem verður innt af hendi í vetur: „Þær breytingar sem munu eiga sér stað gerast ekki af sjálfu sér. Hér í MA munu allir koma að þeim breyt- ingum og við sjáum fyrir okkur að þetta verði unnið sem samstarfs- verkefni. Allar ákvarðanir verða bornar undir kennarafundi, þannig að við náum sameiginlegri sýn og lendingu í málinu. Við höfum áhuga á að vera for- ystusveit í því að ræða þetta og gera tilraunir hjá okkur hvað þetta varð- ar, með menntamálaráðuneytinu. Við viljum vera í þeim hópi sem stíg- ur fyrstu skrefin við að innleiða ný lög og nýja námskrá. Það er sýn okk- ar og stefna.“ Námseiningin endur- skilgreind í vetur Morgunblaðið/Hjálmar S. Brynjólfsson Breytingar „Með nýju lögunum skapast tækifæri,“ segir Jón Már. „Höfum áhuga á að vera í forystusveit og gera tilraunir“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.