Morgunblaðið - 26.08.2008, Blaðsíða 36
S
umarið er svo að segja búið (snökt, snökt) en haustið að taka við (brrrr). Þó að
sumarið sé tíminn og allt það þá er haustið það vissulega líka, tími upphafsins í
raun því þá hefja skólar göngu sína. Busar streyma nú skjálfandi af hræðslu í
virðulegar framhaldsskólabyggingar, búið að klippa endanlega á naflastreng-
inn á 16. aldursári og tími sjálfstæðis loks runninn upp. Busarnir eiga fæstir
von á góðu í busavígslum hvers konar með lýsisdrykkju eða öðrum viðbjóði. Þeir geta þó
huggað sig við að næstu fjögur ár (algengasta lengd framhaldsskólanáms) verða með þeim
eftirminnilegri um ævina. Jafnvel þau allra eftirminnilegustu. Menntaskólaböll, mennta-
skólapartí, árshátíðir … jú, framhaldsskólalífið er vissulega ljúft þó námið eigi það til að
valda truflun á félagslífinu. Blaðamaður hafði samband við fjóra formenn nemendafélaga
framhaldsskóla og bar undir þá nokkrar laufléttar spurningar tengdar skólunum þeirra,
hefðum, félagslífi og busum sem sumir kjósa að kalla nýnema. helgisnaer@mbl.is
Klippt á
naflastrenginn
36 ÞRIÐJUDAGUR 26. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Anna Elvíra Her-
rera Þórisdóttir
er Inspectrix
Scholae í Mennta-
skólanum á Ak-
ureyri.
Hvað ber hæst á
skólaárinu sem
er að hefjast,
með tilliti til
félagslífs?
„Nefna ber
árshátíðina, en hún er haldin ár
hvert í kringum 1. desember. Þetta
er stærsta vímuefnalusa, skóla-
tengda hátíðin sem haldin er á Ís-
landi. Þar kemur fram flóran öll af
listamönnum sem skólinn hefur að
geyma og endar með dansleik um
nóttina. Undirbúningur er löngu
hafinn enda mikið að skipuleggja
fyrir rúmlega 1000 manns.“
Hverjar eru helstu hefðirnar?
„Það er söngsalur sem haldinn er
nokkrum sinnum á önn, hljóm-
sveitakeppnir bæði rafmagnaðar og
órafmagnaðar, Skálaferðir 1. og 2.
bekkjar, Ratatoskur (opnir dagar),
Litlu ólympíuleikarnir þar sem 4.
bekkingar skora á kennara í ótal
keppnisgreinum, menningarferð til
Reykjavíkur og ekki má gleyma hlé-
æfingunum sem framkvæmdar eru
snemma dags í samráði milli bekkja
og kennara.“
Hverjar eru skemmtilegastar?
„Mér finnst söngsalurinn
skemmtilegastur. Hann byrjar á því
að nemendur safnast saman í Gamla
skóla, fyrir framan skrifstofu skóla-
meistara, og syngja þar til hann gef-
ur leyfi á söngsal. Eftir það fara allir
nemendurnir og nokkrir kennarar í
Kvosina (samkomusal M.A.) og
syngja klassísk, íslensk lög undir
stjórn konsertmeistarans í tæpa
klukkustund í senn.“
Hvernig er dæmigerður busi?
„Hann er varkár og feiminn.
Þeir hafa þó síðastliðin ár verið að
færa sig upp á skaftið en böðlarnir
eru þó fljótir að leiðrétta þá og
segja þeim hvað þeir mega og hvað
ekki.“
Hvernig getur lítill og varnarlaus
busi búið sig undir busavígslu?
Það er mikilvægt að fara með op-
inn huga í þetta, busunin er ekkert
miðað við hvernig þetta var fyrir
áratug. Businn getur einnig huggað
sig við að böðlarnir voru líka eitt
sinn busar.
Hvað er svona frábært við MA?
„Það er hvað skólinn er persónu-
legur bæði hvað varðar nám og fé-
lagslíf. Kennararnir eru alltaf til í að
hjálpa hvað þeir geta og nemend-
urnir kappkosta að gera félagslífið
ógleymanlegt ár hvert, enda væri
ekkert félagslíf án þeirra.“
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Busarétt Frá busavígslu í M.A. Þarna eru busar dregnir í dilka.
Anna Elvíra Herr-
era Þórisdóttir
Menntaskólinn á Akureyri
Söngsalur bestur hefða
Kristinn Árni Hróbjartsson er formað-
ur nemendafélags Menntaskólans við
Hamrahlíð.
Hvað ber hæst á skólaárinu sem er
að hefjast, með tilliti til félagslífs?
„Komandi skólaár verður sneisafullt
af uppákomum. Aragrúi af böllum,
Morfískeppnum, Gettu betur-
keppnum, Söngkeppnin og lagasmíða-
keppnin Óðríkur Algaula. Svo verða
þemadagarnir okkar, lagningardagar,
að sjálfsögðu á sínum stað. Útvarp
NFMH verður sent út á báðum önnum og leikfélagið mun
að sjálfsögðu bjóða landanum upp á enn eina frábæra leik-
sýningu. Glæný síða verður opnuð seinna á önninni sem
mun gera félagslífið aðgengilegra fyrir nemandann og
hugmyndir eru um að bæta við atburðum sem hafa ekki
verið oft hingað til, m.a. Lasertag mót og LANkeppni.“
Hverjar eru helstu hefðirnar í skólanum?
„Á busadaginn fara allir busarnir ásamt stjórninni að
Beneventum-kletti í Öskjuhlíð og hljóta þar bolla merktan
nemendafélaginu. Einnig eru lagningardagar einkar
skemmtileg hefð, en þar er hefðbundin kennsla brotin upp
og boðið er upp á þrjá daga sem eru stútfullir af nám-
skeiðum og fyrirlestrum um allt milli himins og jarðar.
T.d. buðu í fyrra tveir kennarar skólans upp á námskeið í
straujun og Ármann Reynisson hélt fyrirlestur um Vinj-
etturnar sínar. Ekki má gleyma Óðríki Algaula, en laga-
smíðakeppnin sem nefnd er eftir hinum tónelska söngfugli
í Ástríks og Steinríkssögunum er mjög vinsæll atburður.
Þar keppa fjölmörg atriði í tónlistarsköpun og má þar sjá
fjöldann allan af tónlistarstefnum og gjörningum.“
Hefur eitthvað farið úrskeiðis tengt þessum hefðum?
„Hefðirnar fara yfirleitt rosalega vel fram, og enginn
skemmtir sér jafn vel og busarnir. Þó var lyktin eftir síð-
asta busadag verri en úr sorphirðustöðinni Gufunesi, og
það er tiltölulega stutt síðan ég fór í óskemmtilega heim-
sókn á þann stað.
Hvernig er dæmigerður busi?
„Dæmigerður busi er 15-16 ára og hefur nýlokið grunn-
skólaprófi.“
Hvernig getur lítill og varnarlaus busi
búið sig undir busavígslu?
„Án þess að gefa neitt upp myndi ég ráðleggja nýnem-
um að koma sér í gott líkamlegt og andlegt form. Á busa-
daginn er það frumskógarlögmálið sem gildir, þeir hæf-
ustu lifa af, og munið, það er ekki hægt að treysta neinum,
nema sumum.“
Hvað er svona frábært við MH?
„MH er skóli sem iðar af grósku og félagslífi. Mannlífið
þar er jafn-fjölbreytt og við erum mörg. Námsframboðið
er til fyrirmyndar og hægt að brjóta upp tiltölulega leið-
inlega önn með frábærum áföngum. Félagslífið er að sjálf-
sögðu af hæsta gæðaklassa og allir geta fundið sér eitt-
hvað við hæfi. Svo er mikið af skemmtilegu fólki þarna.“
Morgunblaðið/Valdís Thor
Grjónapungsspark Á Lagningardögum í MH er engin
kennsla en skylda að mæta á lágmarksfjölda viðburða.
Menntaskólinn við Hamrahlíð
Lyktin var skelfileg
Kristinn Árni
Hróbjartsson
Hafsteinn Gunn-
ar Hauksson er
forseti nemenda-
félags Versló.
Hvað ber hæst á
skólaárinu sem er
að hefjast, með
tilliti til félagslífs?
„Það sem allir
bíða eftir með
fiðring í maganum
allt árið hjá okkur
í Verzló er að sjálfsögðu Nem-
endamótið. Þá er söngleikurinn okk-
ar frumsýndur, bekkirnir skipuleggja
skemmtilega dagskrá sín á milli og
svo mæta allir á árshátíðina um
kvöldið í sínu fínasta pússi þar sem
dansinn dunar fram eftir nóttu. Æð-
islegur og hátíðlegur dagur!“
Hverjar eru helstu
hefðirnar í skólanum? “
„Peysufatadagur fjórða bekkjar að
vori er líklegast þekktasta hefð skól-
ans. Þá klæða herrarnir sig upp í
kjólföt og stúlkurnar í upphlut, ganga
í skrúðgöngu niður Laugaveginn og
stíga svo gömlu dansana á Ingólfs-
torgi. Túristum á Laugaveginum
þykir þetta alltaf jafnspennandi.
Ólyginn sagði mér að allt væri upp-
pantað á gistihúsum bæjarins dagana
í kringum peysufatadaginn, enda
mikil sjón fyrir ferðamenn að sjá. Það
hefur þó ekki fengist staðfest.“
Hverjar eru skemmtilegastar?
„Fyrir utan Nemendamótið og
peysufatadaginn vekja skólablöð
Verzló jafnan mikla eftirvæntingu í
brjóstum nemenda. Viljinn, elsta
skólablað landsins, verður til dæmis
hundrað ára í ár og hefur því skemmt
mörgum kynslóðum Verzlinga í heila
öld. Geri aðrir betur!“
Hefur eitthvað farið
úrskeiðis tengt þessum hefðum?
Það er þá helst að einhver misstígi
sig þegar gömlu dansarnir á peysu-
fatadaginn standa sem hæst. Síðan
man ég eftir einum sem fékk sér
sundsprett í Nauthólsvíkinni í busa-
vígslunni í fyrra – alklæddur!“
Hvernig er dæmigerður busi?
„Hann er tvístígandi, áttavilltur og
örlítið glórulaus, en spenntur fyrir
skólanum og tilbúinn að sanna sig.“
Hvernig getur lítill og varnarlaus
busi búið sig undir busavígslu?
„Nýnemar þurfa ekkert að óttast í
Verzló. Ef þeir hafa húmor fyrir hæfi-
lega vandræðalegum félags-
aðstæðum og eru ófeimnir við skóla-
systkinin verður busavígslan unun.“
Hvað er svona frábært Versló?
„Hann sameinar nám sem gagnast
manni virkilega vel á lífsleiðinni og
besta félagslíf norðan Alpafjalla. Fé-
lagslífið er líka afar opið þar sem öll-
um gefst tækifæri til að taka þátt. Svo
er skólaandinn engu líkur – maður
getur alltaf treyst á að Verzlingar
standi saman. Svolítið eins og í skát-
unum.“
Hafsteinn Gunnar
Hauksson
Morgunblaðið/Jim Smart
Gömul hefð Verslingar stíga dans á
peysufatadegi fyrir fimm árum.
Verslunarskóli Íslands
Synti
alklæddur
Framhaldsskólarnir eiga sér ólíkar hefðir og þeim fá nýmerar, öðru nafni busar, brátt að kynnast