Morgunblaðið - 26.08.2008, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 26.08.2008, Blaðsíða 44
Mávahlátur Borgarbúar og gestir nærðu sálina á Menningarnótt um síðustu helgi. Slík andans veisla er eflaust annars konar en hjá sílamávunum sem hópuðust saman um ákaflega spennandi matarbita við Tjörnina í Reykjavík. Morgunblaðið/Ómar ÞRIÐJUDAGUR 26. ÁGÚST 239. DAGUR ÁRSINS 2008 »MEST LESIÐ Á mbl.is »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2950 HELGARÁSKRIFT 1800 PDF Á MBL.IS 1700 SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana ÞETTA HELST» Byggingu viðskipta- miðstöðvar frestað  Áformum Nýsis hf. um að reisa 16.000 fermetra viðskiptamiðstöð í grennd við Tónlistar- og ráðstefnu- húsið í Reykjavík hefur verið frestað þar til ástandið á fjármálamörk- uðum batnar. Þá hefur eignarhalds- félagið Portus ekki enn fundið sam- starfsaðila vegna 400 herbergja hótels sem ráðgert er að reisa á reitnum. » Forsíða Roksala á ferðum  Uppselt er í margar sólar- landaferðir í lok október þegar flest- ir grunnskólar á höfuðborgarsvæð- inu og víða um land fara í vetrarfrí. Sala á borgarferðum á þessum tíma hefur einnig gengið mjög vel. » 8 Umferðin sögð minnka  Íbúafundur var haldinn í Hvaleyr- arskóla í gær vegna fyrirhugaðrar tengingar Reykjanesbrautar og Krýsuvíkurvegar við Suðurbraut. Formaður Skipulags- og bygging- arráðs Hafnarfjarðar segir að bílum, sem fara framhjá skólanum, muni fækka úr 1.100 á dag í 600, sam- kvæmt umferðarlíkani. » 9 Flutti vopn til Georgíu  Icelandair Cargo flutti tvívegis riffla til Georgíu fyrir Bandaríkja- stjórn áður en átökin milli Rússa og Georgíumanna hófust. » 8 SKOÐANIR» Staksteinar: Tómatarækt í tollfrelsi Forystugreinar: Gjafir og hagsmunir Skilríki með skilyrðum Ljósvaki: Sjónvarp og andlegur dauði UMRÆÐAN» Mikil er ábyrgð utanríkisráðherrans Mikilvægur hlekkur í samskiptum … Áfram Ísland Hverjir eiga ekki að stela? 3 3 3 3 3  3 4  5 ' . " + " 6 "! ""! & !  3 3 3   3 3 - 7 $1 '  3 3 3  3 3 89::;<= '>?<:=@6'AB@8 7;@;8;89::;<= 8C@'7 7<D@; @9<'7 7<D@; 'E@'7 7<D@; '2=''@& F<;@7= G;A;@'7> G?@ '8< ?2<; 6?@6='2+'=>;:; Heitast 16°C | Kaldast 8°C  SV 8-13 m/s um landið sunnanvert, en hægari suðaustanátt norðan til. Léttir til fyrir norðan. » 10 Jónas Sen segir tón- leika Bjarkar og fé- laga í kvöld þá 75. í ferðinni. Órafmagn- aðir kirkjutónleikar séu við hæfi. » 40 TÓNLIST» Ferðalok við kirkjuorgel MENNING» Er allt of mikil menning á Menningarnótt? » 35 Vond lykt, toll- eringar, böðlar, þög- ul ógn, busaböll – og nú er búið að banna sleipiefni í ganga- slagnum. » 36 SKÓLAR» Hvað bíður busanna? TÓNLIST» Nýr jólasmellur sagður í undirbúningi. » 39 KVIKMYNDIR» Ekkert lát á vinsældum Mamma Mia! » 38 reykjavíkreykjavík VEÐUR» 1. Ofsaakstur á skólalóð 2. Fallegasti ólympíukeppandinn … 3. Ekið á vagni niður Laugaveg 4. Fálkaorðan bætist í orðusafnið  Íslenska krónan veiktist um 1,3% Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is PILTUR sem staðinn var að glæfra- akstri á sportbílnum sínum fyrir framan börn á skólalóð Austurbæj- arskóla í gær gæti misst bílinn fyrir fullt og allt ef dómstóll samþykkir mögulega kröfu lögreglunnar um að bíllinn verði gerður upptækur fyrir fullt og allt. Lögreglan tók bílinn af piltinum í gær og geymir hann þang- að til dómsniðurstaða fæst. Fyrst þarf þó að gefa út ákæru og mun lög- reglan ákveða sig í þeim efnum á næstunni. „Við lítum brot af þessu tagi mjög alvarlegum augum og lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur lagt metnað sinn í að uppræta svona at- hæfi,“ segir Kristján Ólafur Guðna- son aðstoðaryfirlögregluþjónn. Sakarefnin á hendur piltinum eru margþætt, en hann er m.a. grunaður um hegningarlagabrot með því að hafa stefnt lífi og heilsu annarra í háska. Auk þess fundust fíkniefni í bílnum og sjálfur er pilturinn grun- aður um akstur undir áhrifum þeirra. Á yfir höfði sér ákæru  Piltur var staðinn að glæfraakstri á skólalóð og sportbíllinn var tekinn af honum samdægurs  Lögreglan íhugar að gera kröfu um upptöku bílsins fyrir dómstólum Morgunblaðið/Sighvatur Hætta skapaðist Myndatökumaður vefvarps mbl.is náði ofsaakstri ökumanns sportbíls á mynd í gær.  Sakarefnin varða | 2 PÉTUR Grétarsson, stjórnandi Jazzhátíðar Reykjavíkur, ráðgerir að stækka hana svo að hún spanni allt árið, en nái enn sem áður há- marki sínu í ágúst. Þá vill hann auka til muna samstarf við erlenda að- ila, meðal ann- ars til þess að koma íslensk- um listamönn- um á framfæri. Hann hefur fengið góð viðbrögð frá viðsemj- endum sínum hjá ríki og borg, en ástandið í borgarpólitíkinni hefur tafið fyrir. „Við erum að vona að það breytist núna og að við fáum þetta í gegn. Við höfum fundið mik- inn velvilja hjá enbættismönnum og stjórnmálamönnum. Við verðum að hafa fast land undir fótum áður en við bókum þessa stóru,“ segir Pét- ur. | 17 Jazzhátíð allt árið Hald lagt á sportbílinn mbl.is | Sjónvarp BJALLAN hafði nýhringt inn í tíma þegar bíllinn ók inn á skólalóðina við Austurbæjarskóla, og voru því flest börnin farin af leikvellinum og vaktmenn ekki lengur á ferli að sögn Guðmundar Sighvatssonar skólastjóra. Einn 8. bekkurinn átti hins vegar frí í tíma og voru nokkrir krakkar því úti að leika sér í pógó. „Þau höfðu vit á því krakkarnir að koma sér í burtu frá bílnum og sögðu að hann hefði bara allt í einu ekið þarna inn án aðdraganda,“ segir Guð- mundur. Hann segist ekki vita til þess að annað eins hafi gerst áður, almennt komi bílar ekki inn í portið nema í sérstökum erindum og þeir séu þá lóðsaðir af starfsmönnum. Svona hegðun eigi hins vegar ekkert erindi inn á skólalóð þar sem börnunum geti stafað mikil hætta af. „Ég skil ekki hvernig þeim hefur dottið þetta til hugar, ég er nú búinn að vinna í grunnskóla í rúm 30 ár og þetta er með því grófasta sem ég hef séð. Mað- ur er eiginlega bara enn í sjokki.“ Verið er að skoða hvort loka þurfi skólalóðina enn frekar af til að koma í veg fyrir að slíkt endurtaki sig. unas@mbl.is „Eiginlega bara enn í sjokki“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.