Morgunblaðið - 26.08.2008, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 26.08.2008, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 26. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR HÁTT í 3.700 börn tóku þátt í Lata- bæjarhlaupi Glitnis sem fram fór á laugardag. Þátttökugjöld runnu óskipt til Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna og söfnuðust hátt í þrjár milljónir króna. „Fyrir þrjár milljónir er til dæm- is mögulegt að bólusetja rúmlega 120 þúsund börn gegn mænusótt og koma þannig í veg fyrir dauða eða örkuml. Fyrir þessa upphæð væri líka unnt að tryggja 1.500 krökkum í Vestur-Afríku menntun,“ segir í tilkynningu. Milljónir safnast FJÖREGG Landgræðslunnar voru afhent á Landgræðsludeginum sem haldinn var á Fljótsdalshéraði 21. ágúst sl. Farið var í kynnisferð um uppgræðslusvæði á Jökuldal og Jök- uldalsheiði, undir leiðsögn Páls Páls- sonar frá Aðalbóli, og haldin hátíð- arsamkoma á Eiðum. Þar var m.a. kynning á Landgræðslufélagi Hér- aðsbúa og afhent þrjú Fjöregg Landgræðslunnar, sem eru land- græðsluverðlaun. Vernharður Vilhjálmsson og Anna Birna Snæþórsdóttir, bændur í Möðrudal, hlutu viðurkenningu fyrir mikið uppgræðslustarf. Þau hafa náð að bera á alls um 1.500 hektara og náð frábærum árangri í upp- græðslu í Möðrudal sem er í 470 m hæð yfir sjó og hæsta byggða ból á Íslandi. Örn Þorleifsson, bóndi og kennari í Húsey, hlaut Fjöregg fyrir fræðslu barna og unglinga um land- græðslumál um áratuga skeið og eins uppgræðslustarf. Ölver Guðna- son, formaður Skógræktarfélags Eskifjarðar, hlaut þriðja Fjöregg Landgræðslunnar en hann er rækt- unarmaður af Guðs náð og árangur af starfi hans augljós á Eskifirði. Ljósmynd/Þóra Sólveig Jónsdóttir Fjöregg F.v.: Anna Birna og Vernharður í Möðrudal, Örn og Laufey í Hús- ey og Helga Þórðardóttir sem var fulltrúi Ölvers Guðnasonar á Eskifirði. Fengu Fjöregg fyrir árang- ursríkt landgræðslustarf JARÐHITASKÓLI Sameinuðu þjóðanna á Íslandi fagnar þrjátíu ára afmæli sínu með ráðstefnu á Grand hóteli Reykjavík 26.-27. ágúst. Ráðstefnan er opin öllu áhugafólki um jarðhita og þróun- araðstoð. Á ráðstefnunni flytja fyrrverandi nemendur frá 18 þróunarlöndum erindi um rannsóknir sínar, jarðhit- anotkun í heimalöndum og framlag Jarðhitaskólans undanfarin 30 ár. „Nemendur Jarðhitaskólans eru leiðandi í jarðhitastarfsemi fjöl- margra landa. Þetta kemur greini- lega fram, bæði innan viðkomandi landa og á alþjóðavettvangi,“ segir í tilkynningu. Við lok þessa skólaárs munu 400 nemendur frá 43 löndum hafa út- skrifast eftir nám við Jarðhitaskól- ann. Jarðhitaskólinn hefur einnig staðið fyrir árlegum jarðhit- anámskeiðum í Kenía, El Salvador og Kína. Rekstur Jarðhitaskólans er hluti af þróunaraðstoð Íslands. Morgunblaðið/RAX Jarðhiti 30 ár eru liðin frá því að Jarðhitaskóli SÞ var stofnaður. Afmæli Jarð- hitaskólans ÞRIGGJA daga opinber heimsókn Geirs H. Haarde for- sætisráðherra til Albaníu hófst í gær. Þar mun hann eiga fundi með Bamir Topi forseta, Sali Berisha forsætisráð- herra og Jósef Toppalli, forseta þingsins, auk þess sem hann heimsækir skrifstofu Actavis í Tírana. Heimsóknin fylgir í kjölfar komu forsætisráðherra Albaníu til Ís- lands í fyrra og er meðal annars ætluð til að styðja ís- lensk fyrirtæki sem hafa eða hyggja á starfsemi í land- inu. Forsætisráðherra fer síðan í opinbera heimsókn til Grikklands dagana 27.-29. ágúst nk., þar sem hann mun m.a. funda funda með Kostas Karamanlis, forsætisráðherra Grikklands, og ávarpa ráðstefnu um reynslu Íslendinga af nýtingu jarðhita. Geir til Grikklands og Albaníu Geir H. Haarde SIGRÍÐUR Dúna Kristmunds- dóttir afhenti í síðustu viku Har- aldi V Nor- egskonungi trún- aðarbréf sitt sem sendiherra Ís- lands í Noregi. Sigríður Dúna er fyrsta konan til að gegna emb- ætti sendiherra í Noregi frá því að sendiráð var stofnað þar árið 1947. Í umdæmi sendiráðsins eru auk Noregs eftirtalin ríki: Egyptaland, Súdan, Libýa, Grikkland, Pakistan, Íran, Barein, Jemen, Óman og Sam- einuðu arabísku furstadæmin. Afhenti trúnaðar- bréf í Noregi Sigríður Dúna Kristmundsdóttir STUTT A ðgerðir Rússa í Georgíu eru öðrum þræði við- leitni til að sýna fram á styrk landsins og því ber að varast að telja þær til vitnis um að nýtt kalt stríð sé í uppsiglingu. Sá tími er enda liðinn að tvö stórveldi ráði för í alþjóða- stjórnmálunum. Þetta er mat Kurts Volkers, ný- skipaðs sendiherra Bandaríkjanna hjá Atlantshafsbandalaginu, NATO, sem segir þann ásetning Banda- ríkjastjórnar óbreyttan að styðja við inngöngu Georgíu og Úkraínu í bandalagið, þrátt fyrir skýr skilaboð Rússa um vanþóknun þar um. Litháskir embættismenn, svo dæmi sé tekið, vöruðu kollega sína hjá Evrópusambandinu í byrjun árs við vaxandi spennu í Georgíu. Volker telur hins vegar ekki að Vestur- veldin hafi gert mistök með því að koma í veg fyrir að upp úr syði. „Þetta voru ekki mistök af hálfu alþjóðasamfélagsins heldur árás af hálfu Rússa. Hér er um að ræða tveggja ára tímabil þar sem Rússar hafa verið að beita Georgíumenn auknum þrýstingi. Við vissum vel hvað var að gerast og höfðum af því miklar áhyggjur. Við reyndum að gefa Georgíumönnum góð ráð og hvöttum þá til að bregðast ekki við með hervaldi. Það er engin hernaðarlausn á þessum átökum.“ Áhöld hafa verið um hvort átökin í Georgíu auki eða dragi úr líkum á því að landið fái inngöngu í NATO. Inntur eftir afstöðu Bandaríkja- stjórnar segir Volker hana styðja við inngöngu Georgíu og Úkraínu í bandalagið. Farið verði yfir stöðuna á fundi utanríkisráðherra NATO í desember, með hliðsjón af þróun mála á næstu mánuðum. Georgíu yrði komið til varnar – Náinn aðstoðarmaður Gordons Browns, forsætisráðherra Bret- lands, fullyrti nýlega að hann þekkti engan sem væri tilbúinn til að beita hervaldi vegna Georgíu. Hversu sterkt telur þú að þetta sé sem gagn- rök fyrir inngöngu þessara ríkja, í ljósi ákvæðisins um að aðildarríkin verði að koma hvert öðru til varnar? „Ef ríki á aðild að NATO liggur fyrir að við munum verja það ríki gegn árásum sem bandalag. Ef við veitum Georgíu aðild höfum við því þá þegar tekið þá ákvörðun.“ – Ýmsir telja að spennan á milli Rússa og Úkraínumanna muni fara vaxandi á næstunni. Hvernig metur þú líkurnar á því að takast muni að lægja öldurnar á svæðinu? „Rússar hafa aukið spennuna verulega með hernaðarumsvifum sínum. Ég tel að það hafi ekki aðeins verið viðleitni til að koma höggi á Georgíu, heldur hafi Rússar viljað senda Úkraínumönnum og öðrum ríkjum sem hallast að vestrænu lýð- ræðisfyrirkomulagi skýr skilaboð. Eins og þú sást í grein Viktors Jústsjenkós í Washington Post í dag [í gær] hefur Úkraína ekki sveigt af þeirri braut sinni. Það eina sem hef- ur gerst er að nágrannaríki Rússa hafa nú meiri áhyggjur en áður vegna framferðis þeirra og hafa þar af leiðandi meiri áhuga á að efla samskiptin við önnur ríki Evrópu.“ Hagsmunirnir vega þyngra – Hvað með það sjónarmið að Vesturveldin hafi vanmetið ósigurs- tilfinningu Rússa í kjölfar endaloka kalda stríðsins og að stækkun Atl- antshafsbandalagsins í austurátt gæti magnað upp þá tilfinningu og því verið túlkuð sem ógn í Moskvu? „Vissulega eru slík sjónarmið uppi í Rússlandi en við getum ekki leyft okkur þeirra vegna að fórna hags- munum nágrannaríkja Rússlands af þeirri ástæðu að Rússar vilji hafa eitthvað með þessi ríki að segja.“ – En ertu sammála þeirri stað- hæfingu að átökin nú sýni fram á takmörk þess sem NATO og Vestur- veldin geta gert til að hafa áhrif á Rússa, meðal annars vegna þess að Vesturveldin þurfi á Rússum að halda, svo sem í deilunni um kjarn- orkuáætlun Írana? Með öðrum orð- um: Að Rússland sé of mikilvægt fyrir Vesturveldin til að þau geti og vilji setja alþjóðlega pressu á landið? „Vesturveldin geta gert fleira en eitt í einu. Við hröpum ekki að átök- um. Við erum í erfiðri stöðu núna af því að Rússar hafa beitt hermætti sínum. Þegar ég heyri gagnrýni um að NATO geti ekki gert neitt vil ég spyrja á móti: „Hvað vilja þeir hinir sömu að NATO geri? Fari í stríð við Rússa? Enginn vill slíkt stríð.“ Hafa ekkert með Rússa að gera – Þú minntist á mikilvægi þess að draga úr spennunni í Georgíu. Á sama tíma kunna Rússar að líta á stuðning George W. Bush forseta við inngöngu Georgíu og Úkraínu í NATO sem ögrun, rétt eins og upp- setningu eldflaugaskjaldar í Pól- landi. Hvaða skref er hægt að stíga? „Það verður að taka fram að eld- flaugavarnir í Evrópu hafa ekkert með Rússa að gera. Frá þeirra sjón- arhóli ættu þeir að hafa áhrif yfir Pólverjum og Tékkum. Það er nokk- uð sem enginn sættir sig við. Þetta eru sjálfstæð ríki og eiga rétt á að velja hvaða leiðir þau fara í varnarmálum. Hér er aðeins um að ræða tíu gagnflaugar, sem hafa ekki kjarnaodda og er ætlað að granda árásarflaugum. Rússar hafa yfir þúsundum kjarnaodda og eldflauga að ráða svo þetta hefur engin áhrif á varnargetu þeirra.“ Kaldastríðstal úr takt við tímana Sendiherra Bandaríkjanna hjá NATO telur aðgerðir Rússa fyrst og fremst til marks um viðleitni til að sýna styrk sinn Morgunblaðið/Valdís Thor Sérfræðingur Volker tók við embætti sendiherra Bandaríkjanna hjá NATO 2. júlí sl. Hann á að baki yfir 20 ára feril í bandarísku utanríkisþjónustunni. STÓRAUKIN hernaðarumsvif Rússa á norðurslóðum og hugs- anleg opnun siglingaleiða yfir norð- urskautið, vegna hlýnunar, eru á meðal þátta sem auka vægi Íslands í hernaðarlegu tilliti. Ratsjárkerfin sem hér eru staðsett munu því í framtíðinni gegna mikilvægu hlut- verki í að fylgjast með umferð á skipa og flugvéla í norðrinu. Svona dregur Kurt Volker saman stöðuna þegar hann er inntur eftir stöðu Íslands innan Atlantshafs- bandalagsins um þessar mundir. Volker segir fyrirhugaða her- æfingu nokkurra NATO-ríkja hér á landi á næstunni til vitnis um þró- unina í samstarfi bandalagsins og íslenskra stjórnvalda. Sama gildi um reglulegar heræfingar nokk- urra aðildarríkja og flug franskra flugsveita í lofthelgi landsins. Volker er nýkominn frá Noregi þar sem hann ræddi við yfirvöld varnarmála og fulltrúa orkufyrir- tækisins StatoilHydro og segist eft- ir þá heimsókn fullviss um að áhugi á umhverfis-, auðlinda- og sam- göngumálum á norðurslóðum muni aukast. Því varði miklu að Atlants- hafsbandalagið fylgist vel með þró- uninni í norðri, nú þegar ljóst sé að umferð rússneskra herskipa og kaf- báta fari vaxandi í norðurhöfum. Volker tók nýlega við stöðu sinni og vildi koma því á framfæri að Ís- land væri einn af fyrstu áfangastöð- um sínum, enda líti hann sem áður segir svo á að landið gegni veiga- miklu hlutverki innan NATO. Auka vægi eftirlits á Íslandi Morgunblaðið/ÞÖK Varnarmál Frá fjölþjóðlegu her- æfingunni Norðurvíkingur 2007. Í HNOTSKURN »Samband Rússa og Banda-ríkjanna hefur ekki verið stirðara frá því Sovétríkin lið- uðust í sundur fyrir 17 árum. »Kurt Volker telur að fram-ferði Rússa á alþjóðavett- vangi að undanförnu hafi þeg- ar haft áhrif á samband ríkjanna, þróun sem framhald verði á með nýjum forseta. Ro- bert Gates varnarmálaráð- herra hafi boðað endurskoðun á hernaðarsamvinnunni. Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.